Nágrannar Sýrlands herða reglur varðandi flóttamenn Samúel Karl Ólason skrifar 13. janúar 2016 13:30 Frá flóttamannabúðum í Líbanon. Vísir/EPA Undanfarna mánuði hafa yfirvöld Líbanon hert reglurnar varðandi aðkomu flóttafólks. Hingað til hefur landið tekið á móti um milljón flóttamönnum frá Sýrlandi hefur fólk nú þurft að snúa við á landamærunum og fara aftur inn á átakasvæði þar í landi. Þó getur fólk reynt að koma sér fyrir með ólöglegum hætti og gert sig þannig berskjaldað fyrir misnotkun og misbeitingu. Yfirvöld í Tyrklandi og í Jórdaníu hafa einnig hert lög og reglur til að draga úr flótta fólks inn fyrir landamæri þeirra. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch birtu í dag skýrslu um breytingarnar í Líbanon og segja þær skapa eldfimt ástand.Myndband Human Rights Watch um breyttu reglurnar. Hingað til hafa flóttamenn geta farið til Líbanon nánast óáreittir. Einnig hafa þau geta endurnýjað dvalarleyfi sitt án endurgjalds. Nú þurfa flóttamenn hins vegar að borga 200 dali, um 26 þúsund krónur, til að endurnýja dvalarleyfi sitt á ári hverju. Þá hefur flóttamönnum verið skipt í tvo flokka. Í öðrum eru flóttamenn sem hafa skráð sig hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og í hinum eru aðrir. Þeir sem ekki hafa skráð sig hjá UNHCR þurfa að fá ríkisborgara Líbanon sem stuðningsaðila. Allir þurfa að sýna skilríki og sýna fram á að þau hafi þak yfir höfuðið.UNHCR segja að í Líbanon hafi 1,2 milljónir flóttamanna skráð sig hjá þeim, en yfirvöld þar hafa ekki birt tölur um heildarfjölda flóttafólks. Rannsakendur Human Rights Watch ræddu við 40 flóttamenn og af þeim voru einungis fjórir sem náðu að endurnýja dvalarleyfi sitt. Þegar flóttafólk missir lagalega stöðu sína eru þau berskjölduð fyrir misnotkun vinnuveitanda og geta ekki snúið sér til yfirvalda. Fimm konur sem HRW ræddu við sögðu að vinnuveitendur þeirra hefðu áreit sig kynferðislega eða reynt að misþyrma sér. Sömu sögu er að segja af stuðningsaðilakerfinu. Hjálparstarfsmönnum hafa borist fjöldinn allur af tilkynningum um að stuðningsaðilar misþyrmi flóttafólki. Einn flóttamaður sem rætt var við lýsti kerfinu sem þrældómi.Um 1,2 milljónir flóttafólks hefur skráð sig í Líbanon.Vísir/EPAAP fréttaveitan segir frá því að í síðustu viku hafi 407 flóttamönnum verið vísað frá Líbanon. Þá hafi aðrir nágrannar Sýrlands hafi einnig hert lög og reglur varðandi komur flóttafólks. Í Jórdaníu hafa skilyrði fyrir skráningu flóttafólks þar í landi verið hert. Um 16 þúsund flóttamenn sitja nú við landamæri Jórdaníu og bíða eftir að fá inngöngu þar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að kalt sé á svæðinu og stór hluti þessa fólks séu konur og börn. Um 630 flóttamenn eru í Jórdaníu. Undanfarna mánuði hafa þó þúsundir farið þaðan með flugvélum til Tyrklands. Þaðan leggja þau leið sína til Evrópu. Þá hafi aðrir snúið aftur til Sýrlands, en hjálparstofnanir hafa undanfarið þurft að draga úr aðstoð við flóttafólk vegna skorts á fjármagni. Í síðasta mánuði hófu Tyrkir að hefta för Sýrlendinga yfir lanamærin. Þar eru nú um tvær milljónir manna frá Sýrlandi. Tyrkir gerðu í fyrra samkomulag við Evrópusambandið um að herða eftirlit með landamærum sínum í skiptum fyrir aukna fjárhagsaðstoð vegna flóttamannavandans. Flóttamenn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa yfirvöld Líbanon hert reglurnar varðandi aðkomu flóttafólks. Hingað til hefur landið tekið á móti um milljón flóttamönnum frá Sýrlandi hefur fólk nú þurft að snúa við á landamærunum og fara aftur inn á átakasvæði þar í landi. Þó getur fólk reynt að koma sér fyrir með ólöglegum hætti og gert sig þannig berskjaldað fyrir misnotkun og misbeitingu. Yfirvöld í Tyrklandi og í Jórdaníu hafa einnig hert lög og reglur til að draga úr flótta fólks inn fyrir landamæri þeirra. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch birtu í dag skýrslu um breytingarnar í Líbanon og segja þær skapa eldfimt ástand.Myndband Human Rights Watch um breyttu reglurnar. Hingað til hafa flóttamenn geta farið til Líbanon nánast óáreittir. Einnig hafa þau geta endurnýjað dvalarleyfi sitt án endurgjalds. Nú þurfa flóttamenn hins vegar að borga 200 dali, um 26 þúsund krónur, til að endurnýja dvalarleyfi sitt á ári hverju. Þá hefur flóttamönnum verið skipt í tvo flokka. Í öðrum eru flóttamenn sem hafa skráð sig hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og í hinum eru aðrir. Þeir sem ekki hafa skráð sig hjá UNHCR þurfa að fá ríkisborgara Líbanon sem stuðningsaðila. Allir þurfa að sýna skilríki og sýna fram á að þau hafi þak yfir höfuðið.UNHCR segja að í Líbanon hafi 1,2 milljónir flóttamanna skráð sig hjá þeim, en yfirvöld þar hafa ekki birt tölur um heildarfjölda flóttafólks. Rannsakendur Human Rights Watch ræddu við 40 flóttamenn og af þeim voru einungis fjórir sem náðu að endurnýja dvalarleyfi sitt. Þegar flóttafólk missir lagalega stöðu sína eru þau berskjölduð fyrir misnotkun vinnuveitanda og geta ekki snúið sér til yfirvalda. Fimm konur sem HRW ræddu við sögðu að vinnuveitendur þeirra hefðu áreit sig kynferðislega eða reynt að misþyrma sér. Sömu sögu er að segja af stuðningsaðilakerfinu. Hjálparstarfsmönnum hafa borist fjöldinn allur af tilkynningum um að stuðningsaðilar misþyrmi flóttafólki. Einn flóttamaður sem rætt var við lýsti kerfinu sem þrældómi.Um 1,2 milljónir flóttafólks hefur skráð sig í Líbanon.Vísir/EPAAP fréttaveitan segir frá því að í síðustu viku hafi 407 flóttamönnum verið vísað frá Líbanon. Þá hafi aðrir nágrannar Sýrlands hafi einnig hert lög og reglur varðandi komur flóttafólks. Í Jórdaníu hafa skilyrði fyrir skráningu flóttafólks þar í landi verið hert. Um 16 þúsund flóttamenn sitja nú við landamæri Jórdaníu og bíða eftir að fá inngöngu þar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að kalt sé á svæðinu og stór hluti þessa fólks séu konur og börn. Um 630 flóttamenn eru í Jórdaníu. Undanfarna mánuði hafa þó þúsundir farið þaðan með flugvélum til Tyrklands. Þaðan leggja þau leið sína til Evrópu. Þá hafi aðrir snúið aftur til Sýrlands, en hjálparstofnanir hafa undanfarið þurft að draga úr aðstoð við flóttafólk vegna skorts á fjármagni. Í síðasta mánuði hófu Tyrkir að hefta för Sýrlendinga yfir lanamærin. Þar eru nú um tvær milljónir manna frá Sýrlandi. Tyrkir gerðu í fyrra samkomulag við Evrópusambandið um að herða eftirlit með landamærum sínum í skiptum fyrir aukna fjárhagsaðstoð vegna flóttamannavandans.
Flóttamenn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira