Styttan hans Ronaldo merkt Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2016 23:45 Cristiano Ronaldo fyrir framan styttuna sína með allri fjölskylduna. Vísir/EPA Lionel Messi var á mánudagskvöldið kosinn besti leikmaður heims í fimmta sinn og endaði þar með tveggja ára sigurgöngu Cristiano Ronaldo í árlegu kjöri FIFA og France Football. Messi fékk Gullboltann en Cristiano Ronaldo varð að sætta sig við annað sætið. Þetta var í fjórða skiptið sem Messi er kosinn bestur og Ronaldo endar í öðru sætinu. Ronaldo hafði sjálfur fengið verðlaunin 2013 og 2014. Þetta voru þó ekki einu vonbrigðin fyrir Cristiano Ronaldo þetta kvöld því í heimabæ hans, Funchal á eyjunni Madeira, voru skemmdarvargar á ferðinni, og þeir ákváðu að ráðast á styttu af Cristiano Ronaldo. Íbúar Funchal eru stoltir af sínum manni og létu útbúa glæsilega bronsstyttu af Cristiano Ronaldo. Styttan var vígð 21. desember 2014 og mánudagskvöldið 11. janúar var fyrsta kvöldið í tíð hennar sem Ronaldo var ekki besti knattspyrnumaður heims. Eftir kjörið mættu þessir aðilar á staðinn og skrifuðu nafn Messi og númerið 10 á bak styttunnar. Ronaldo spilar eins og kunnugt er í treyju númer sjö. Skemmdarvargarnir voru eflaust að reyna að strá salti í sárið hjá Cristiano Ronaldo með þessu illvirki sínu og komust líka í heimsfréttirnar. Cristiano Ronaldo tjáði sig ekki um þetta en það gerði aftur á móti systir hans. „Þerra er skammarlegt og þarna er greinilega einhver sem er mjög öfundsjúkur út í bróður minn. Ég er mjög leið yfir þessu og skammast mín fyrir hönd Portúgal," sagði systir hans Katia Aveiro. Það góða er að bæjarstarfsmenn voru fljótir á staðinn og hreinsuðu bak styttunnar. Það er því enginn Messi lengur á ferðinni í Funchal.Asin vandalizaron estatua de @Cristiano en su Madeira natal. Cc @cristobalsoria @ElChirincirco @HoyEnDeportes4 pic.twitter.com/7RntCUciO4— Prakash Gurnani ® (@prakashmgurnani) January 12, 2016 Spænski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Sjá meira
Lionel Messi var á mánudagskvöldið kosinn besti leikmaður heims í fimmta sinn og endaði þar með tveggja ára sigurgöngu Cristiano Ronaldo í árlegu kjöri FIFA og France Football. Messi fékk Gullboltann en Cristiano Ronaldo varð að sætta sig við annað sætið. Þetta var í fjórða skiptið sem Messi er kosinn bestur og Ronaldo endar í öðru sætinu. Ronaldo hafði sjálfur fengið verðlaunin 2013 og 2014. Þetta voru þó ekki einu vonbrigðin fyrir Cristiano Ronaldo þetta kvöld því í heimabæ hans, Funchal á eyjunni Madeira, voru skemmdarvargar á ferðinni, og þeir ákváðu að ráðast á styttu af Cristiano Ronaldo. Íbúar Funchal eru stoltir af sínum manni og létu útbúa glæsilega bronsstyttu af Cristiano Ronaldo. Styttan var vígð 21. desember 2014 og mánudagskvöldið 11. janúar var fyrsta kvöldið í tíð hennar sem Ronaldo var ekki besti knattspyrnumaður heims. Eftir kjörið mættu þessir aðilar á staðinn og skrifuðu nafn Messi og númerið 10 á bak styttunnar. Ronaldo spilar eins og kunnugt er í treyju númer sjö. Skemmdarvargarnir voru eflaust að reyna að strá salti í sárið hjá Cristiano Ronaldo með þessu illvirki sínu og komust líka í heimsfréttirnar. Cristiano Ronaldo tjáði sig ekki um þetta en það gerði aftur á móti systir hans. „Þerra er skammarlegt og þarna er greinilega einhver sem er mjög öfundsjúkur út í bróður minn. Ég er mjög leið yfir þessu og skammast mín fyrir hönd Portúgal," sagði systir hans Katia Aveiro. Það góða er að bæjarstarfsmenn voru fljótir á staðinn og hreinsuðu bak styttunnar. Það er því enginn Messi lengur á ferðinni í Funchal.Asin vandalizaron estatua de @Cristiano en su Madeira natal. Cc @cristobalsoria @ElChirincirco @HoyEnDeportes4 pic.twitter.com/7RntCUciO4— Prakash Gurnani ® (@prakashmgurnani) January 12, 2016
Spænski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Sjá meira