Hagræddu sannleikanum að venju Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2016 11:00 Frambjóðendurnir sjö. Vísir/getty Sjöttu kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikana fóru fram í gær. Þar deildu sjö fylgismestu frambjóðendurnir um meðal annars þjóðaröryggi, efnahagsmál og utanríkismál. Þetta voru síðustu kappræðurnar fyrir forval flokksins sem hefst 1. febrúar. Þeir sem tóku þátt voru Donald Trump, Ted Cruz, Marco Rubio, Ben Carson, Jeb Bush, Chris Christie og John Kasich.Sjá einnig: Trump og Cruz körpuðu um kjörgengi Cruz Sem áður hafa fjölmiðlar ytra farið yfir ýmsar staðhæfingar frambjóðendanna og kannað sannleiksgildi þeirra og virðist sem að ýmsum röngum staðhæfingum hafi verið haldið fram í kappræðunum. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkrar af staðhæfingum frambjóðenda sem reyndust rangar.Sérfræðingur AP segir að frambjóðendur hafi skammast út í Barack Obama fyrir að fjársvelta herinn. Hins vegar var það þingið, sem stjórnað er af Repúblikönum, sem ákvað fjárveitingar til varnarmála þar í landi. Íran fyrirferðamikiðTed Cruz sagði að ef eitthvað ríki myndi þvinga hermenn á hnén, eins og gert var í Íran við tíu hermenn sem sigldu fyrir mistök inn í landhelgi Íran, myndu finna fyrir „fullum mætti og bræði Bandaríkjanna“. Um sama málefni sagði Chris Christie að einræðisherrar væru að stela skipum af Bandaríkjunum.AP fréttaveitan bendir á að krísan hafi verið mynduð af bandarísku hermönnunum og að hún hafi staðið stutt yfir. Það sé ekkert óeðlilegt við að afvopna hermenn sem sigli inn í landhelgi annars lands og að færa þá til yfirheyrslna. Mönnunum var þó sleppt fljótt og bátunum skilað. Að vísu tóku Íranir myndband af hermönnunum og birtu það á internetinu sem hægt er að líta á sem ögrun.Carly Fiorina sagði Írani hafa brotið gegn Genfarsáttmálanum þegar þeir handsömuðu bandarísku hermennina tíu og að Obama hefði aldrei minnst á það.Genfarsáttmálinn er samningur þjóða um reglur sem gilda í stríðsrekstri. CNN tekur fram að John Kirby, talsmaður Varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði, réttilega, á þriðjudaginn að Bandaríkin væru ekki í stríði við Íran og því ætti sáttmálinn ekki við. Sérfræðingar sem CNN ræddi við eru sammála. Þó sögðu einhverjir sérfræðingar að Íranir hafi mögulega brotið gegn hafrétti.Ted Cruz sagði einnig að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að senda hundrað milljarða dala til Íran. Donald Trump hefur áður haldið svipuðu fram. Á árunum 2011 og 2012 voru viðskiptaþvinganir gegn Íran hertar af Bandaríkjunum og Evrópu og eignir Íran erlendis frystar. Eftir að kjarnorkusamkomulag Íran, Bandaríkjanna og fimm annarra ríkja tekur gildi verða þessar eignir aðgengilegar Írönum. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Jacob Lew, hefur sagt að upphæðin sem Íranir gætu nálgast væru um 50 milljarðar. Þá er ljóst að þetta eru eignir Íran en ekki upphæð sem verður greidd úr ríkissjóði Bandaríkjanna.Donald Trump og Ted Cruz.Vísir/gettyMarco Rubio hélt því fram að Obamacare, heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama drægi úr störfum í Bandaríkjunum.CNN bendir á að rannsóknir hafi sýnt fram á að fjögur prósent vinnuveitenda með 50 eða fleiri starfsmenn, hafi dregið úr vinnustundum starfsmanna svo það þyrfti ekki að tryggja þá. Önnur fjögur prósent sögðust hafa dregið úr starfsmönnum í fullu starfi vegna kostnaðar við heilsufarstryggingar. Hins vegar hafi tíu prósent starfsveitenda sagst hafa fært starfsmenn úr hlutastarfi í fullt starf svo þau væru tryggð. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Sjöttu kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikana fóru fram í gær. Þar deildu sjö fylgismestu frambjóðendurnir um meðal annars þjóðaröryggi, efnahagsmál og utanríkismál. Þetta voru síðustu kappræðurnar fyrir forval flokksins sem hefst 1. febrúar. Þeir sem tóku þátt voru Donald Trump, Ted Cruz, Marco Rubio, Ben Carson, Jeb Bush, Chris Christie og John Kasich.Sjá einnig: Trump og Cruz körpuðu um kjörgengi Cruz Sem áður hafa fjölmiðlar ytra farið yfir ýmsar staðhæfingar frambjóðendanna og kannað sannleiksgildi þeirra og virðist sem að ýmsum röngum staðhæfingum hafi verið haldið fram í kappræðunum. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkrar af staðhæfingum frambjóðenda sem reyndust rangar.Sérfræðingur AP segir að frambjóðendur hafi skammast út í Barack Obama fyrir að fjársvelta herinn. Hins vegar var það þingið, sem stjórnað er af Repúblikönum, sem ákvað fjárveitingar til varnarmála þar í landi. Íran fyrirferðamikiðTed Cruz sagði að ef eitthvað ríki myndi þvinga hermenn á hnén, eins og gert var í Íran við tíu hermenn sem sigldu fyrir mistök inn í landhelgi Íran, myndu finna fyrir „fullum mætti og bræði Bandaríkjanna“. Um sama málefni sagði Chris Christie að einræðisherrar væru að stela skipum af Bandaríkjunum.AP fréttaveitan bendir á að krísan hafi verið mynduð af bandarísku hermönnunum og að hún hafi staðið stutt yfir. Það sé ekkert óeðlilegt við að afvopna hermenn sem sigli inn í landhelgi annars lands og að færa þá til yfirheyrslna. Mönnunum var þó sleppt fljótt og bátunum skilað. Að vísu tóku Íranir myndband af hermönnunum og birtu það á internetinu sem hægt er að líta á sem ögrun.Carly Fiorina sagði Írani hafa brotið gegn Genfarsáttmálanum þegar þeir handsömuðu bandarísku hermennina tíu og að Obama hefði aldrei minnst á það.Genfarsáttmálinn er samningur þjóða um reglur sem gilda í stríðsrekstri. CNN tekur fram að John Kirby, talsmaður Varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði, réttilega, á þriðjudaginn að Bandaríkin væru ekki í stríði við Íran og því ætti sáttmálinn ekki við. Sérfræðingar sem CNN ræddi við eru sammála. Þó sögðu einhverjir sérfræðingar að Íranir hafi mögulega brotið gegn hafrétti.Ted Cruz sagði einnig að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að senda hundrað milljarða dala til Íran. Donald Trump hefur áður haldið svipuðu fram. Á árunum 2011 og 2012 voru viðskiptaþvinganir gegn Íran hertar af Bandaríkjunum og Evrópu og eignir Íran erlendis frystar. Eftir að kjarnorkusamkomulag Íran, Bandaríkjanna og fimm annarra ríkja tekur gildi verða þessar eignir aðgengilegar Írönum. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Jacob Lew, hefur sagt að upphæðin sem Íranir gætu nálgast væru um 50 milljarðar. Þá er ljóst að þetta eru eignir Íran en ekki upphæð sem verður greidd úr ríkissjóði Bandaríkjanna.Donald Trump og Ted Cruz.Vísir/gettyMarco Rubio hélt því fram að Obamacare, heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama drægi úr störfum í Bandaríkjunum.CNN bendir á að rannsóknir hafi sýnt fram á að fjögur prósent vinnuveitenda með 50 eða fleiri starfsmenn, hafi dregið úr vinnustundum starfsmanna svo það þyrfti ekki að tryggja þá. Önnur fjögur prósent sögðust hafa dregið úr starfsmönnum í fullu starfi vegna kostnaðar við heilsufarstryggingar. Hins vegar hafi tíu prósent starfsveitenda sagst hafa fært starfsmenn úr hlutastarfi í fullt starf svo þau væru tryggð.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira