Svissnesk yfirvöld krefja flóttamenn um peninga til að dekka kostnað við þá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2016 11:49 Börn á flótta fá mat á landamærum Serbíu og Króatíu. vísir/getty Flóttamenn sem koma til Sviss þurfa að láta yfirvöld þar í landi hafa þær eigur sínar sem eru meira virði en 1000 svissneskir frankar, eða um 128 þúsund krónur, en peningurinn fer í uppihald flóttamanna en greint var frá málinu í svissneskum fjölmiðlum í gær. Frumvarp sem felur í sér svipaða eignaupptöku yfirvalda liggur fyrir danska þinginu en það hefur verið mikið verið gagnrýnt, meðal annars af Sameinuðu þjóðunum. Svissneskur fréttaskýringaþáttur sýndi í gær kvittun frá sýrlenskum flóttamanni sem kom til Sviss en fjallað er um málið á vef Guardian. Kvittunina fékk hann þegar hann kom til landsins en hann sagðist hafa þurfti að láta svissnesk yfirvöld hafa meira en helminginn af peningunum sem hann átti eftir þegar hann hafði borgað bröskurum fyrir farið til Sviss. Þá var einnig sýnt upplýsingablað fyrir flóttamenn þar sem kemur fram að eignir yfir 1000 frönkum verði gerðar upptækar og viðkomandi fái kvittun fyrir því. Stefan Frey sem starfar fyrir samtök í Sviss sem aðstoða flóttamenn sagði að þessu þyrfti að breyta. Flóttafólki væri ekki sýnd virðing með svona aðgerðum. Yfirvöld í Sviss telja þetta hins vegar nauðsynlegt svo hægt sé að dekka kostnað sem fylgir þjónustu við flóttamenn. „Ef viðkomandi fer sjálfviljugur innan sjö mánaða getur hann fengið peninginn til baka. Annars er þetta fyrir tilfallandi kostnaði hins opinbera vegna hans,“ sagði talsmaður ráðuneytis innflytjendamála í Sviss. Flóttamenn Tengdar fréttir Hjólandi flóttamönnum vísað frá Noregi Flóttamenn hafa gripið til þess ráðs að fara hjólandi yfir rússnesku landamærin til Noregs, þar sem ekki er leyfilegt að fara fótgangandi yfir þau. 14. janúar 2016 19:30 Þjóðverjar herða löggjöf í kjölfar árásanna í Köln Yfirvöld segjast ætla að gera það auðveldara að vísa útlendingum sem brjóta af sér úr landi og draga til baka hæli til þeirra sem gerast sekir um kynferðisbrot. 12. janúar 2016 23:34 Þjóðverjar tóku á móti 1,1 milljón hælisleitendum á síðasta ári Fjörutíu prósent hælisleitenda komu frá Sýrlandi. 6. janúar 2016 10:35 Nágrannar Sýrlands herða reglur varðandi flóttamenn Sýrlendingum hefur verið gert erfiðara um vik að flýja borgarastyrjöld sem hefur nú geisað rúm fjögur ár. 13. janúar 2016 13:30 Ráðist á flóttamenn í Köln Spennustigið hefur verið hátt í borginni og flóttamönnum er kennt um atburði gamlárskvölds. 11. janúar 2016 10:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Flóttamenn sem koma til Sviss þurfa að láta yfirvöld þar í landi hafa þær eigur sínar sem eru meira virði en 1000 svissneskir frankar, eða um 128 þúsund krónur, en peningurinn fer í uppihald flóttamanna en greint var frá málinu í svissneskum fjölmiðlum í gær. Frumvarp sem felur í sér svipaða eignaupptöku yfirvalda liggur fyrir danska þinginu en það hefur verið mikið verið gagnrýnt, meðal annars af Sameinuðu þjóðunum. Svissneskur fréttaskýringaþáttur sýndi í gær kvittun frá sýrlenskum flóttamanni sem kom til Sviss en fjallað er um málið á vef Guardian. Kvittunina fékk hann þegar hann kom til landsins en hann sagðist hafa þurfti að láta svissnesk yfirvöld hafa meira en helminginn af peningunum sem hann átti eftir þegar hann hafði borgað bröskurum fyrir farið til Sviss. Þá var einnig sýnt upplýsingablað fyrir flóttamenn þar sem kemur fram að eignir yfir 1000 frönkum verði gerðar upptækar og viðkomandi fái kvittun fyrir því. Stefan Frey sem starfar fyrir samtök í Sviss sem aðstoða flóttamenn sagði að þessu þyrfti að breyta. Flóttafólki væri ekki sýnd virðing með svona aðgerðum. Yfirvöld í Sviss telja þetta hins vegar nauðsynlegt svo hægt sé að dekka kostnað sem fylgir þjónustu við flóttamenn. „Ef viðkomandi fer sjálfviljugur innan sjö mánaða getur hann fengið peninginn til baka. Annars er þetta fyrir tilfallandi kostnaði hins opinbera vegna hans,“ sagði talsmaður ráðuneytis innflytjendamála í Sviss.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hjólandi flóttamönnum vísað frá Noregi Flóttamenn hafa gripið til þess ráðs að fara hjólandi yfir rússnesku landamærin til Noregs, þar sem ekki er leyfilegt að fara fótgangandi yfir þau. 14. janúar 2016 19:30 Þjóðverjar herða löggjöf í kjölfar árásanna í Köln Yfirvöld segjast ætla að gera það auðveldara að vísa útlendingum sem brjóta af sér úr landi og draga til baka hæli til þeirra sem gerast sekir um kynferðisbrot. 12. janúar 2016 23:34 Þjóðverjar tóku á móti 1,1 milljón hælisleitendum á síðasta ári Fjörutíu prósent hælisleitenda komu frá Sýrlandi. 6. janúar 2016 10:35 Nágrannar Sýrlands herða reglur varðandi flóttamenn Sýrlendingum hefur verið gert erfiðara um vik að flýja borgarastyrjöld sem hefur nú geisað rúm fjögur ár. 13. janúar 2016 13:30 Ráðist á flóttamenn í Köln Spennustigið hefur verið hátt í borginni og flóttamönnum er kennt um atburði gamlárskvölds. 11. janúar 2016 10:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Hjólandi flóttamönnum vísað frá Noregi Flóttamenn hafa gripið til þess ráðs að fara hjólandi yfir rússnesku landamærin til Noregs, þar sem ekki er leyfilegt að fara fótgangandi yfir þau. 14. janúar 2016 19:30
Þjóðverjar herða löggjöf í kjölfar árásanna í Köln Yfirvöld segjast ætla að gera það auðveldara að vísa útlendingum sem brjóta af sér úr landi og draga til baka hæli til þeirra sem gerast sekir um kynferðisbrot. 12. janúar 2016 23:34
Þjóðverjar tóku á móti 1,1 milljón hælisleitendum á síðasta ári Fjörutíu prósent hælisleitenda komu frá Sýrlandi. 6. janúar 2016 10:35
Nágrannar Sýrlands herða reglur varðandi flóttamenn Sýrlendingum hefur verið gert erfiðara um vik að flýja borgarastyrjöld sem hefur nú geisað rúm fjögur ár. 13. janúar 2016 13:30
Ráðist á flóttamenn í Köln Spennustigið hefur verið hátt í borginni og flóttamönnum er kennt um atburði gamlárskvölds. 11. janúar 2016 10:15