Kings of Leon mæta í einkaþotu til Íslands Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 07:30 Kings of Leon er ein vinsælasta hljómsveitin í heiminum í dag. Mynd/getty Stórhljómsveitin Kings of Leon spilar í Nýju-Laugardalshöllinni á fimmtudaginn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu tæplega 70 manns koma með henni til landsins til þess að vinna í kringum tónleikana. Nokkrir Íslendingar verða líka að vinna með hljómsveitinni. Tónleikarnir verða þeir fyrstu á þessum legg tónleikaferðalagsins en hljómsveitarmeðlimir hafa verið í pásu frá tónleikahaldi til þess að eiga tíma með fjölskyldum sínum. Það er aldrei að vita nema fjölskyldurnar ferðist með þeim, en eiginkona Calebs Followill, aðalsöngvarans, er engin önnur en Lily Aldridge ofurfyrirsæta. Hljómsveitameðlimirnir fjórir eru nátengdir, þrír þeirra eru bræður og einn frændi. Þeir hafa spilað saman í 15 ár. Búist er við að félagarnir komi með einkaflugvél á miðvikudaginn svo að líkur eru á að einhverjir rekist á þá á rölti um Reykjavík. Þeir fara svo af landi brott daginn eftir tónleikana og spila í Búdapest 15. ágúst. Við komuna til landsins krefjast hljómsveitarmeðlimir þess að fá fjóra stóra jeppa með dökkum rúðum til þess að skutla þeim á hótelið.Það er spennandi að sjá hvort að Lily Aldridge komi með eiginmanni sínum að skoða ÍslandMynd/GettyKröfur hljómsveitarinnar um búningsherbergin eru ekki miklar eða óvenjulegar. Herbergin þurfa að vera eins heimilisleg og hægt er með leðursófum, plöntum og ísskápum. Við komu sveitarinnar í búningsherbergin þarf að vera stútfullur ísskápur af bjór, Coca cola, Gatorade, Red bull ásamt guacamole og salsasósu. Þeir biðja einnig um rauðvín, flösku af Absolut vodka, Jameson viskí, margar tegundir af kartöfluflögum, hnetu-M&M, hreinsiklúta og margt fleira. Tækjabúnaður sveitarinnar kom til landsins fyrir helgi með Norrænu á Seyðisfjörð. Mörg tonn af búnaði eru nú á leiðinni til Reykjavíkur í rólegheitunum í þremur vörubílum, en bílstjórarnir skoða sig um á leiðinni og sofa í bílunum. Þegar þeir koma í bæinn verður bílunum lagt fyrir utan Laugardalshöllina og í þeim sofa bílstjórarnir. Tækin munu síðan fara með flugi til Ungverjalands en bílstjórarnir keyra aftur til Seyðisfjarðar með bílana. Eins og margar stjörnur sem koma hingað til lands munu hljómsveitarmeðlimirnir gista á Hilton hótelinu. Talið er að ástæðan fyrir því að Hilton hótelið er vinsælt hjá fræga fólkinu sé góð staðsetning, auðvelt að komast að því og frá, stór og rúmgóð móttaka og svíturnar þar eru með þeim flottustu sem finnast á landinu. Tónleikar Kings of Leon verða á fimmtudaginn og það eru enn til örfáir miðar á tix.is. Þetta verður ein stærsta tónlistarveislan í ár en sveitin er ein sú frægasta í heiminum í dag. Tónlist Tengdar fréttir Dýrustu miðarnir farnir á Kings of Leon Kings of Leon stíga á svið á fimmtudaginn í næstu viku í Nýju Höllinni og er orðið uppselt á A+ svæðið. 7. ágúst 2015 15:11 Kings of Leon ótrúlega spenntir fyrir Íslandi og ætla í sund „Ég veit ekki mikið en er séns á að sjá álfa þarna?“ segir Matthew Followill gítarleikara sveitarinnar í viðtali við Fréttablaðið. 9. ágúst 2015 10:00 Kings of Leon halda tónleika í Höllinni Tónleikarnir fara fram 13. ágúst. 4. júní 2015 10:01 Sungu lög með Kings of Leon og fengu miða að launum Nokkrir stálheppnir nældu í miða á A+ svæði tónleika Kings of Leon sem fram fara á fimmtudag. 7. ágúst 2015 23:17 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Stórhljómsveitin Kings of Leon spilar í Nýju-Laugardalshöllinni á fimmtudaginn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu tæplega 70 manns koma með henni til landsins til þess að vinna í kringum tónleikana. Nokkrir Íslendingar verða líka að vinna með hljómsveitinni. Tónleikarnir verða þeir fyrstu á þessum legg tónleikaferðalagsins en hljómsveitarmeðlimir hafa verið í pásu frá tónleikahaldi til þess að eiga tíma með fjölskyldum sínum. Það er aldrei að vita nema fjölskyldurnar ferðist með þeim, en eiginkona Calebs Followill, aðalsöngvarans, er engin önnur en Lily Aldridge ofurfyrirsæta. Hljómsveitameðlimirnir fjórir eru nátengdir, þrír þeirra eru bræður og einn frændi. Þeir hafa spilað saman í 15 ár. Búist er við að félagarnir komi með einkaflugvél á miðvikudaginn svo að líkur eru á að einhverjir rekist á þá á rölti um Reykjavík. Þeir fara svo af landi brott daginn eftir tónleikana og spila í Búdapest 15. ágúst. Við komuna til landsins krefjast hljómsveitarmeðlimir þess að fá fjóra stóra jeppa með dökkum rúðum til þess að skutla þeim á hótelið.Það er spennandi að sjá hvort að Lily Aldridge komi með eiginmanni sínum að skoða ÍslandMynd/GettyKröfur hljómsveitarinnar um búningsherbergin eru ekki miklar eða óvenjulegar. Herbergin þurfa að vera eins heimilisleg og hægt er með leðursófum, plöntum og ísskápum. Við komu sveitarinnar í búningsherbergin þarf að vera stútfullur ísskápur af bjór, Coca cola, Gatorade, Red bull ásamt guacamole og salsasósu. Þeir biðja einnig um rauðvín, flösku af Absolut vodka, Jameson viskí, margar tegundir af kartöfluflögum, hnetu-M&M, hreinsiklúta og margt fleira. Tækjabúnaður sveitarinnar kom til landsins fyrir helgi með Norrænu á Seyðisfjörð. Mörg tonn af búnaði eru nú á leiðinni til Reykjavíkur í rólegheitunum í þremur vörubílum, en bílstjórarnir skoða sig um á leiðinni og sofa í bílunum. Þegar þeir koma í bæinn verður bílunum lagt fyrir utan Laugardalshöllina og í þeim sofa bílstjórarnir. Tækin munu síðan fara með flugi til Ungverjalands en bílstjórarnir keyra aftur til Seyðisfjarðar með bílana. Eins og margar stjörnur sem koma hingað til lands munu hljómsveitarmeðlimirnir gista á Hilton hótelinu. Talið er að ástæðan fyrir því að Hilton hótelið er vinsælt hjá fræga fólkinu sé góð staðsetning, auðvelt að komast að því og frá, stór og rúmgóð móttaka og svíturnar þar eru með þeim flottustu sem finnast á landinu. Tónleikar Kings of Leon verða á fimmtudaginn og það eru enn til örfáir miðar á tix.is. Þetta verður ein stærsta tónlistarveislan í ár en sveitin er ein sú frægasta í heiminum í dag.
Tónlist Tengdar fréttir Dýrustu miðarnir farnir á Kings of Leon Kings of Leon stíga á svið á fimmtudaginn í næstu viku í Nýju Höllinni og er orðið uppselt á A+ svæðið. 7. ágúst 2015 15:11 Kings of Leon ótrúlega spenntir fyrir Íslandi og ætla í sund „Ég veit ekki mikið en er séns á að sjá álfa þarna?“ segir Matthew Followill gítarleikara sveitarinnar í viðtali við Fréttablaðið. 9. ágúst 2015 10:00 Kings of Leon halda tónleika í Höllinni Tónleikarnir fara fram 13. ágúst. 4. júní 2015 10:01 Sungu lög með Kings of Leon og fengu miða að launum Nokkrir stálheppnir nældu í miða á A+ svæði tónleika Kings of Leon sem fram fara á fimmtudag. 7. ágúst 2015 23:17 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Dýrustu miðarnir farnir á Kings of Leon Kings of Leon stíga á svið á fimmtudaginn í næstu viku í Nýju Höllinni og er orðið uppselt á A+ svæðið. 7. ágúst 2015 15:11
Kings of Leon ótrúlega spenntir fyrir Íslandi og ætla í sund „Ég veit ekki mikið en er séns á að sjá álfa þarna?“ segir Matthew Followill gítarleikara sveitarinnar í viðtali við Fréttablaðið. 9. ágúst 2015 10:00
Sungu lög með Kings of Leon og fengu miða að launum Nokkrir stálheppnir nældu í miða á A+ svæði tónleika Kings of Leon sem fram fara á fimmtudag. 7. ágúst 2015 23:17