Séð út um bílrúðu – og fram í tímann Þorvaldur Örn Árnason skrifar 5. ágúst 2015 07:00 Eitt af því sem gerir Ísland svo áhugavert fyrir ferðamenn er að flestir vegir eru upphækkaðir og skóglaust meðfram þeim – öfugt við það sem er í flestum nálægum löndum. Hægt er að njóta frábærs útsýnis um leið og ekið er milli staða. Svo hefur Vegagerðin gert góða áningarstaði hér og þar við þjóðvegina. Þetta víðsýni af þjóðvegum er eitt af því sem heillar erlenda gesti og laðar æ fleiri hingað. Einstök náttúra landsins blasir við hvarvetna, ekki síst af fjölförnum vegum.Fordyri landsins Reykjanesbrautin er fordyri Íslands. Flestir sem koma til landsins njóta útsýnis þaðan. Hraunið með mosa, fléttum, lyngi, kjarri og margs konar blómum og grösum er undurfagurt og sérstakt á heimsvísu. Síbreytilegt eftir árstíðum og hvort það er bleyta eða þurrkur. Við sem keyrum Reykjanesbrautina nær daglega verðum seint leið á að horfa út um bílrúðurnar. Eftir tvo áratugi gefur þarna fátt annað að líta en eina jurt – að vísu fallega – en hún mun afmá þessa sérstöku ásýnd að mestu, skyggja á þann gróður sem fyrir er og fela að mestu mishæðir í hrauninu. Eftir 20 ár verður leitun að vegspotta á Suðvesturlandi þar sem alaskalúpína blasir ekki við. Reynið að ímynda ykkur það! Lúpínan er öflug uppgræðslujurt og gullfalleg – en allt er best í hófi. Einhæfni er leiðigjörn og niðurdrepandi. Viljum við gefa börnum okkar og barnabörnum þetta í arf?1Báðar myndirnar eru teknar af Reykjanesbraut um miðjan júlí sl. Önnur er tekin skammt utan við Vatnsleysustrandarvegamót þar sem enn gefur að líta form og liti hraunsins og Keili í baksýn. Hin myndin er tekin nokkrum kílómetrum utar þar sem lúpínan er að þétta sig að vegkantinum og úr þessu er lítil áhrif hægt að hafa þar á. Fyrir um áratug síðan voru þarna nokkrir stakir lúpínutoppar sem fáir tóku eftir. Slíka toppa er nú að finna víða við brautina – m.a. í grófinni milli akreinanna – sem munu mynda álíka breiðu meðfram mestallri brautinni á svo sem einum áratug nema eitthvað verði gert til að stemma þar stigu við. Sama þróun er í gangi við flesta þjóðvegi á Reykjanesskaga og í nágrenni Reykjavíkur og víðar um landið. Lúpína er t.d. að þéttast ár hvert með þjóðvegi 1 frá Rauðavatni og upp í Svínahraun. Hún breiðist örast út meðfram vegum – á því landi sem ber fyrir augu af þjóðvegunum.Framtíðarhorfur Hægt er að hægja á útbreiðslu lúpínunnar með því að taka alla staka toppa árlega. Til þess þarf margar viljugar hendur. Ekki dugar annað en árleg vöktun í áratug eða meira því alltaf koma upp nýjar plöntur, bæði af rótum sem verða eftir og af fræi sem liggur í dvala í jörðinni árum saman.2Lítil þörf er á uppgræðslu þarna því hraunið meðfram Reykjanesbraut er að mestu gróið og vilji menn græða upp moldarflög sem þar finnast er til nóg af hrossa-, hænsna- og svínaskít í nánd en slík uppgræðsla rústar ekki ásýnd landsins. Lúpína er falleg og mjög áberandi jurt, hvort heldur græn, blá eða brún. Það eykur á fjölbreytni landsins að sjá hana hér og þar. En þegar óvíða er hægt að horfa út um bílrúðu án þess að sjá lúpínu er of langt gengið. Þegar það er orðið staðreynd er allt of seint að hafa þar nokkur áhrif á. Það þarf að gerast ekki seinna en núna! Sumum finnst þessi þróun í lagi og benda á að lúpínan muni á endanum hörfa. Jú, ekkert varir að eilífu, en þótt hún hörfi á stöku stað (verði gisnari) er útbreiðslan margfalt örari og svo verður næstu áratugi og líklega í meira en öld. Mig grunar að fáum okkar endist aldur til að sjá lúpínu fara að dragast saman á landinu í heild og þegar loks kemur að því verður gróðurinn sem tekur við allt annar en það sem nú gefur að líta. Það verður meiri gróska og meiri skógar en þetta fínlega sem nú heillar svo marga glatast. Breytingar á ásýnd landsins vegna virkjana, raflína og ýmissa stórkarlalegra mannvirkja eru smámunir miðað við þá breytingu sem í vændum er af völdum lúpínu og stjórnlausrar útbreiðslu hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Eitt af því sem gerir Ísland svo áhugavert fyrir ferðamenn er að flestir vegir eru upphækkaðir og skóglaust meðfram þeim – öfugt við það sem er í flestum nálægum löndum. Hægt er að njóta frábærs útsýnis um leið og ekið er milli staða. Svo hefur Vegagerðin gert góða áningarstaði hér og þar við þjóðvegina. Þetta víðsýni af þjóðvegum er eitt af því sem heillar erlenda gesti og laðar æ fleiri hingað. Einstök náttúra landsins blasir við hvarvetna, ekki síst af fjölförnum vegum.Fordyri landsins Reykjanesbrautin er fordyri Íslands. Flestir sem koma til landsins njóta útsýnis þaðan. Hraunið með mosa, fléttum, lyngi, kjarri og margs konar blómum og grösum er undurfagurt og sérstakt á heimsvísu. Síbreytilegt eftir árstíðum og hvort það er bleyta eða þurrkur. Við sem keyrum Reykjanesbrautina nær daglega verðum seint leið á að horfa út um bílrúðurnar. Eftir tvo áratugi gefur þarna fátt annað að líta en eina jurt – að vísu fallega – en hún mun afmá þessa sérstöku ásýnd að mestu, skyggja á þann gróður sem fyrir er og fela að mestu mishæðir í hrauninu. Eftir 20 ár verður leitun að vegspotta á Suðvesturlandi þar sem alaskalúpína blasir ekki við. Reynið að ímynda ykkur það! Lúpínan er öflug uppgræðslujurt og gullfalleg – en allt er best í hófi. Einhæfni er leiðigjörn og niðurdrepandi. Viljum við gefa börnum okkar og barnabörnum þetta í arf?1Báðar myndirnar eru teknar af Reykjanesbraut um miðjan júlí sl. Önnur er tekin skammt utan við Vatnsleysustrandarvegamót þar sem enn gefur að líta form og liti hraunsins og Keili í baksýn. Hin myndin er tekin nokkrum kílómetrum utar þar sem lúpínan er að þétta sig að vegkantinum og úr þessu er lítil áhrif hægt að hafa þar á. Fyrir um áratug síðan voru þarna nokkrir stakir lúpínutoppar sem fáir tóku eftir. Slíka toppa er nú að finna víða við brautina – m.a. í grófinni milli akreinanna – sem munu mynda álíka breiðu meðfram mestallri brautinni á svo sem einum áratug nema eitthvað verði gert til að stemma þar stigu við. Sama þróun er í gangi við flesta þjóðvegi á Reykjanesskaga og í nágrenni Reykjavíkur og víðar um landið. Lúpína er t.d. að þéttast ár hvert með þjóðvegi 1 frá Rauðavatni og upp í Svínahraun. Hún breiðist örast út meðfram vegum – á því landi sem ber fyrir augu af þjóðvegunum.Framtíðarhorfur Hægt er að hægja á útbreiðslu lúpínunnar með því að taka alla staka toppa árlega. Til þess þarf margar viljugar hendur. Ekki dugar annað en árleg vöktun í áratug eða meira því alltaf koma upp nýjar plöntur, bæði af rótum sem verða eftir og af fræi sem liggur í dvala í jörðinni árum saman.2Lítil þörf er á uppgræðslu þarna því hraunið meðfram Reykjanesbraut er að mestu gróið og vilji menn græða upp moldarflög sem þar finnast er til nóg af hrossa-, hænsna- og svínaskít í nánd en slík uppgræðsla rústar ekki ásýnd landsins. Lúpína er falleg og mjög áberandi jurt, hvort heldur græn, blá eða brún. Það eykur á fjölbreytni landsins að sjá hana hér og þar. En þegar óvíða er hægt að horfa út um bílrúðu án þess að sjá lúpínu er of langt gengið. Þegar það er orðið staðreynd er allt of seint að hafa þar nokkur áhrif á. Það þarf að gerast ekki seinna en núna! Sumum finnst þessi þróun í lagi og benda á að lúpínan muni á endanum hörfa. Jú, ekkert varir að eilífu, en þótt hún hörfi á stöku stað (verði gisnari) er útbreiðslan margfalt örari og svo verður næstu áratugi og líklega í meira en öld. Mig grunar að fáum okkar endist aldur til að sjá lúpínu fara að dragast saman á landinu í heild og þegar loks kemur að því verður gróðurinn sem tekur við allt annar en það sem nú gefur að líta. Það verður meiri gróska og meiri skógar en þetta fínlega sem nú heillar svo marga glatast. Breytingar á ásýnd landsins vegna virkjana, raflína og ýmissa stórkarlalegra mannvirkja eru smámunir miðað við þá breytingu sem í vændum er af völdum lúpínu og stjórnlausrar útbreiðslu hennar.
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun