Íslensk tónlist í eldlínunni í Slóvakíu Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. júlí 2015 10:00 Tónleikar Bjarkar enduðu með glæsibrag. Fólk stóð agndofa yfir glæsilegum tónleikum sem enduðu með flugeldasýningu. mynd/Ctibor Bachraty Ísland og íslensk tónlist var í brennidepli á tónlistarhátíðinni Pohoda sem fram fór í Slóvakíu um liðna helgi. Þar komu fram Björk, Ghostigital, Fufanu, Kiasmos og Kippi Kaninus, ásamt fjölda fleiri þekktra listamanna. Um er að ræða eina stærstu indí-tónlistarhátíðina á þessu svæði og sækja hana um 30.000 gestir árlega. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN, var á hátíðinni og tók þar meðal annars þátt í tveimur málþingum. „Þetta var virkilega skemmtileg hátíð. Það var mikill fókus á Ísland og íslenska tónlist. Annað málþingið sneri að umræðunni um svokallaðan tónlistarútflutning og hvort skrifstofurnar ætli að bjarga rokkinu. Það voru allir svo áhugasamir um Ísland því við eigum svo mikið af flottu tónlistarfólki sem er að gera góða hluti erlendis,“ segir Sigtryggur um annað málþingið.Björk kom fram á glæsilegum tónleikum en þeir enduðu með mikilli flugeldasýningu.mynd/ Ctibor BachratyHann segir íslensku listamennina hafa staðið sig með miklum sóma á hátíðinni. „Björk átti mjög flotta tónleika. Hún kemur fram á sínum eigin forsendum og lék mikið af nýju efni en það læddist þó eitt og eitt eldra lag með. Tónleikarnir hennar enduðu með flugeldasýningu,“ segir Sigtryggur um tónleika Bjarkar. „Allar íslensku hljómsveitirnar áttu mjög flott gigg. Kippi Kaninus spilaði á svokölluð Sunrise-slotti á tónleikunum, sem er klukkan fimm á laugardagsmorgni og aðstandendur hátíðarinnar sögðust aldrei hafa séð jafn marga áhorfendur á þessum tíma á hátíðinni,“ bætir Sigtryggur við. Á tónleikum Ghostigital reif Sigtryggur fram trommukjuðana og tók lagið með félaga sínum. Fleiri íslenskir trommuleikarar hófu að djamma með Ghostigital því Magnús Trygvason Eliassen, trommari Kippa Kaninus, og Elli Bang úr Fufanu stigu einnig á svið með Sykurmolunum fyrrverandi.Kippi Kaninus kom fram á svokölluðu Sunrise-slotti en aldrei hafa fleiri gestir verið á tónleikunum á þessum tíma á hátíðinni.mynd/Ctibor BachratyLiðsmenn Ghostigital kunna að galdra fram stemningu.mynd/ Ctibor BachratyKiasmos átti stórleik á hátíðinni.mynd/ Ctibor BachratyBjörk kann svo sannarlega að koma fram á tónleikum.mynd/ Ctibor BachratyGhostigital hélt flotta tónleika á hátíðinni.mynd/ Ctibor BachratyVeðrið lék við gesti hátíðarinnar.mynd/ Ctibor Bachraty Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ísland og íslensk tónlist var í brennidepli á tónlistarhátíðinni Pohoda sem fram fór í Slóvakíu um liðna helgi. Þar komu fram Björk, Ghostigital, Fufanu, Kiasmos og Kippi Kaninus, ásamt fjölda fleiri þekktra listamanna. Um er að ræða eina stærstu indí-tónlistarhátíðina á þessu svæði og sækja hana um 30.000 gestir árlega. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN, var á hátíðinni og tók þar meðal annars þátt í tveimur málþingum. „Þetta var virkilega skemmtileg hátíð. Það var mikill fókus á Ísland og íslenska tónlist. Annað málþingið sneri að umræðunni um svokallaðan tónlistarútflutning og hvort skrifstofurnar ætli að bjarga rokkinu. Það voru allir svo áhugasamir um Ísland því við eigum svo mikið af flottu tónlistarfólki sem er að gera góða hluti erlendis,“ segir Sigtryggur um annað málþingið.Björk kom fram á glæsilegum tónleikum en þeir enduðu með mikilli flugeldasýningu.mynd/ Ctibor BachratyHann segir íslensku listamennina hafa staðið sig með miklum sóma á hátíðinni. „Björk átti mjög flotta tónleika. Hún kemur fram á sínum eigin forsendum og lék mikið af nýju efni en það læddist þó eitt og eitt eldra lag með. Tónleikarnir hennar enduðu með flugeldasýningu,“ segir Sigtryggur um tónleika Bjarkar. „Allar íslensku hljómsveitirnar áttu mjög flott gigg. Kippi Kaninus spilaði á svokölluð Sunrise-slotti á tónleikunum, sem er klukkan fimm á laugardagsmorgni og aðstandendur hátíðarinnar sögðust aldrei hafa séð jafn marga áhorfendur á þessum tíma á hátíðinni,“ bætir Sigtryggur við. Á tónleikum Ghostigital reif Sigtryggur fram trommukjuðana og tók lagið með félaga sínum. Fleiri íslenskir trommuleikarar hófu að djamma með Ghostigital því Magnús Trygvason Eliassen, trommari Kippa Kaninus, og Elli Bang úr Fufanu stigu einnig á svið með Sykurmolunum fyrrverandi.Kippi Kaninus kom fram á svokölluðu Sunrise-slotti en aldrei hafa fleiri gestir verið á tónleikunum á þessum tíma á hátíðinni.mynd/Ctibor BachratyLiðsmenn Ghostigital kunna að galdra fram stemningu.mynd/ Ctibor BachratyKiasmos átti stórleik á hátíðinni.mynd/ Ctibor BachratyBjörk kann svo sannarlega að koma fram á tónleikum.mynd/ Ctibor BachratyGhostigital hélt flotta tónleika á hátíðinni.mynd/ Ctibor BachratyVeðrið lék við gesti hátíðarinnar.mynd/ Ctibor Bachraty
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira