Vill fá aðlögunarráðuneytið aftur Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. júní 2015 07:00 Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi sósíaldemókrata, stillti sér upp fyrir myndatökur með aðdáendum á kosningaferðalagi í Viborg. fréttablaðið/EPA Lars Løkke Rasmussen hyggst endurvekja, sigri hann í þingkosningunum á morgun, svonefnt aðlögunarráðuneyti sem myndi sjá um málefni flóttafólks og innflytjenda. Manu Sareen, ráðherra barnamála, jafnréttis, aðlögunar og félagsmála, segir þetta fráleita hugmynd: „Á einhvern hátt virkar þetta á mig sem algerlega bilað,“ er haft eftir Sareen á fréttasíðu danska ríkisútvarpsins. „Að mínu mati myndi þetta þeyta aðlögunarmálunum marga áratugi aftur í tímann.“ Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra tekur ekki jafn djúpt í árinni og Sareen, heldur segir þetta fyrst og fremst snúast um tæknilegt aukaatriði: „Það sem máli skiptir er að aðlögunin virki,“ segir hún. Málefni innflytjenda og hælisleitenda hafa verið eitt helsta hitamálið í kosningabaráttunni, sem hófst nokkuð skyndilega fyrir þremur vikum þegar Thorning-Schmidt ákvað að boða til kosninga.Lars Løkke Rasmussen Leiðtogi hægrimanna stakk upp í sig gómsætri kjötbollu á kosningaferðalagi í Lyngby.fréttablaðið/EPAFleiri mál hafa vissulega brunnið á Dönum, ekki síst atvinnuleysi, velferðarmál og skattlagning en flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur enn á ný vakið upp ótta við aðkomufólk í litlu landi. Það sem af er þessu ári hafa 3.500 manns sótt um hæli í Danmörku. Á síðasta ári sóttu nærri 15 þúsund um hæli, og hafði hælisleitendum þá fjölgað um helming frá árinu áður. Hælisleitendum í Danmörku fjölgaði verulega síðastliðið sumar, um sama leyti og hundruð þúsunda manna hröktust undan vígasveitum Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Hámarki náði þetta í september á síðasta ári þegar 3.149 manns sóttu um hæli í Danmörku, en síðan þá hefur þessi bylgja gengið yfir og nú virðist straumurinn aftur hafa náð jafnvægi. Undanfarna mánuði hafa um það bil 500 manns sótt um hæli í hverjum mánuði, og sá fjöldi er svipaður og hafði verið þangað til í júní á síðasta ári. Samkvæmt venju vilja hægriflokkarnir herða stefnuna í útlendingamálum en vinstriflokkarnir leggja meiri áherslu á að taka vel á móti innflytjendum. Í þetta skiptið hafa sósíaldemókratar hins vegar lagst á sveif með hægri flokkunum og sett það á stefnuskrá sína að setja þurfi hælisleitendum strangari skilyrði. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að fylgi Danska þjóðarflokksins, sem jafnan hefur verið harðastur allra flokka í afstöðunni til innflytjenda, hefur dalað nokkuð nú síðustu dagana fyrir kosningar. Mikil óvissa ríkir um úrslit kosninganna, þar sem fylgi fylkinganna tveggja hefur verið að mælast nánast jafnt í skoðanakönnunum undanfarið. Bláa blokkin svonefnda, fylking hægriflokkanna, var með nokkurra prósenta forskot við upphaf kosningabaráttunnar, en hefur nú glatað því forskoti. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen hyggst endurvekja, sigri hann í þingkosningunum á morgun, svonefnt aðlögunarráðuneyti sem myndi sjá um málefni flóttafólks og innflytjenda. Manu Sareen, ráðherra barnamála, jafnréttis, aðlögunar og félagsmála, segir þetta fráleita hugmynd: „Á einhvern hátt virkar þetta á mig sem algerlega bilað,“ er haft eftir Sareen á fréttasíðu danska ríkisútvarpsins. „Að mínu mati myndi þetta þeyta aðlögunarmálunum marga áratugi aftur í tímann.“ Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra tekur ekki jafn djúpt í árinni og Sareen, heldur segir þetta fyrst og fremst snúast um tæknilegt aukaatriði: „Það sem máli skiptir er að aðlögunin virki,“ segir hún. Málefni innflytjenda og hælisleitenda hafa verið eitt helsta hitamálið í kosningabaráttunni, sem hófst nokkuð skyndilega fyrir þremur vikum þegar Thorning-Schmidt ákvað að boða til kosninga.Lars Løkke Rasmussen Leiðtogi hægrimanna stakk upp í sig gómsætri kjötbollu á kosningaferðalagi í Lyngby.fréttablaðið/EPAFleiri mál hafa vissulega brunnið á Dönum, ekki síst atvinnuleysi, velferðarmál og skattlagning en flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur enn á ný vakið upp ótta við aðkomufólk í litlu landi. Það sem af er þessu ári hafa 3.500 manns sótt um hæli í Danmörku. Á síðasta ári sóttu nærri 15 þúsund um hæli, og hafði hælisleitendum þá fjölgað um helming frá árinu áður. Hælisleitendum í Danmörku fjölgaði verulega síðastliðið sumar, um sama leyti og hundruð þúsunda manna hröktust undan vígasveitum Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Hámarki náði þetta í september á síðasta ári þegar 3.149 manns sóttu um hæli í Danmörku, en síðan þá hefur þessi bylgja gengið yfir og nú virðist straumurinn aftur hafa náð jafnvægi. Undanfarna mánuði hafa um það bil 500 manns sótt um hæli í hverjum mánuði, og sá fjöldi er svipaður og hafði verið þangað til í júní á síðasta ári. Samkvæmt venju vilja hægriflokkarnir herða stefnuna í útlendingamálum en vinstriflokkarnir leggja meiri áherslu á að taka vel á móti innflytjendum. Í þetta skiptið hafa sósíaldemókratar hins vegar lagst á sveif með hægri flokkunum og sett það á stefnuskrá sína að setja þurfi hælisleitendum strangari skilyrði. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að fylgi Danska þjóðarflokksins, sem jafnan hefur verið harðastur allra flokka í afstöðunni til innflytjenda, hefur dalað nokkuð nú síðustu dagana fyrir kosningar. Mikil óvissa ríkir um úrslit kosninganna, þar sem fylgi fylkinganna tveggja hefur verið að mælast nánast jafnt í skoðanakönnunum undanfarið. Bláa blokkin svonefnda, fylking hægriflokkanna, var með nokkurra prósenta forskot við upphaf kosningabaráttunnar, en hefur nú glatað því forskoti.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira