Nýtum frídagana til að skoða landið Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2015 07:30 Jacob Schoop segist klár í 90 mínútur gegn Blikum. Vísir/Stefán „Þetta var mikil upplifun og virkilega skemmtilegur leikur að spila þrátt fyrir að við töpuðum og ég væri veikur,“ segir danski miðjumaðurinn Jacob Schoop í viðtali við Fréttablaðið, en hann spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni á mánudagskvöldið gegn FH. Schoop skoraði í sínum fyrsta leik laglegt skallamark eftir fyrirgjöf frá samlanda sínum Sören Frederiksen, en það dugði ekki til fyrir KR sem tapaði, 3-1. „Það var erfitt að spila leikinn vegna veðurs. Rokið var mikið en mér fannst við standa okkur vel. Við gáfum allt í þetta og áttum skilið stig. Það var ekki mikið í spilunum hjá þeim áður en þeir jafna upp úr engu. Við gerðum mikið af góðum hlutum en því miður fengum við ekkert út úr þessu,“ segir Daninn.Veiktist fyrir leik KR var 1-0 yfir með Schoop inni á vellinum en hann þurfti að fara út af eftir klukkustund. Án hans skoraði FH þrjú mörk og sigraði. „Ég gat bara spilað í klukkutíma og það var meira en ég bjóst við,“ segir Schoop sem fékk mikinn verk í magann á laugardaginn var. „Það var eitthvað sem ég borðaði á laugardaginn. Mér leið ekkert illa sama kvöld en ældi svo alla nóttina og var því ansi orkulaus. Ég svaf mikið og borðaði mikið á sunnudaginn til að geta verið klár í leikinn á mánudaginn. Þetta var ekki alveg besti undirbúningurinn,“ segir Schoop.Vildi aðra hluti en þjálfarinn Danski miðjumaðurinn kom til KR skömmu fyrir mót frá OB í Óðinsvéum þar sem hann hefur spilað undanfarin fjögur ár. Hann fékk fá tækifæri á leiktíðinni sem stendur enn yfir í dönsku úrvalsdeildinni og var aðeins búinn að spila í 23 mínútur eftir vetrarfríið. „Ég var búinn að reyna í nokkrar vikur að komast í burtu því ég vil spila og vera hluti af liði þar sem ég fæ stærra hlutverk. Þjálfarinn minn hjá OB vildi ekki nota leikmann eins og mig sem vill spila fótbolta. Hann vill verjast og beita skyndisóknum,“ segir Schoop,“ sem, eins og fleiri Danir, kemur í gegnum Henrik Bödker, núverandi markvarðaþjálfara KR sem var áður hjá Stjörnunni. „Ég þekki Henrik vel og hann sannfærði mig um að þetta væri rétt skref. Ég sé ekki eftir þessu núna. Þetta er nákvæmlega það sem ég þurfti. Dönskum leikmönnum hefur gengið vel hér, en fyrst og fremst vildi ég bara upplifa ánægjuna af að spila fótbolta á ný.“Ekki skref afturábak Schoop er á besta aldri fyrir fótboltamann, 26 ára, og á sín bestu ár fram undan. Hann fagnar því að vera kominn til Íslands í lykilhlutverk hjá stóru liði og telur sig ekki vera að taka niður fyrir sig. „Þetta er ekki skref afturábak fyrir mig. Það hljómar kannski svolítið klikkað þegar maður er að koma úr dönsku úrvalsdeildinni til Íslands, en þetta er skref fram veginn fyrir mig því hér fæ ég að spila. Svo ef ég stend mig kemst ég kannski lengra. Hér er ég í góðri aðstöðu til að gera góða hluti því félagið er flott, aðstæður góðar og samherjarnir virkilega flottir,“ segir Daninn.Býr með Sören Schoop hafði aldrei komið til Íslands áður en hann samdi við KR. Hann hefur nú búið hér í þrjár vikur og nýtur sín vel. „Mér líkar mjög vel við Ísland. Það er reyndar svolítið mikið rok en fólkið er gott,“ segir Schoop sem deilir íbúð með samlanda sínum og samherja, Sören Frederiksen. „Úff, nei, djók, hann er hérna við hliðina á mér,“ segir Schoop, spurður hvernig það sé að búa með honum. „Hann er góður gaur sem ég er mikið með. Við skemmtum okkur vel og nýtum frídagana til að skoða landið. Hér er margt að skoða og gaman að vera,“ segir Jacob Schoop. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Þetta var mikil upplifun og virkilega skemmtilegur leikur að spila þrátt fyrir að við töpuðum og ég væri veikur,“ segir danski miðjumaðurinn Jacob Schoop í viðtali við Fréttablaðið, en hann spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni á mánudagskvöldið gegn FH. Schoop skoraði í sínum fyrsta leik laglegt skallamark eftir fyrirgjöf frá samlanda sínum Sören Frederiksen, en það dugði ekki til fyrir KR sem tapaði, 3-1. „Það var erfitt að spila leikinn vegna veðurs. Rokið var mikið en mér fannst við standa okkur vel. Við gáfum allt í þetta og áttum skilið stig. Það var ekki mikið í spilunum hjá þeim áður en þeir jafna upp úr engu. Við gerðum mikið af góðum hlutum en því miður fengum við ekkert út úr þessu,“ segir Daninn.Veiktist fyrir leik KR var 1-0 yfir með Schoop inni á vellinum en hann þurfti að fara út af eftir klukkustund. Án hans skoraði FH þrjú mörk og sigraði. „Ég gat bara spilað í klukkutíma og það var meira en ég bjóst við,“ segir Schoop sem fékk mikinn verk í magann á laugardaginn var. „Það var eitthvað sem ég borðaði á laugardaginn. Mér leið ekkert illa sama kvöld en ældi svo alla nóttina og var því ansi orkulaus. Ég svaf mikið og borðaði mikið á sunnudaginn til að geta verið klár í leikinn á mánudaginn. Þetta var ekki alveg besti undirbúningurinn,“ segir Schoop.Vildi aðra hluti en þjálfarinn Danski miðjumaðurinn kom til KR skömmu fyrir mót frá OB í Óðinsvéum þar sem hann hefur spilað undanfarin fjögur ár. Hann fékk fá tækifæri á leiktíðinni sem stendur enn yfir í dönsku úrvalsdeildinni og var aðeins búinn að spila í 23 mínútur eftir vetrarfríið. „Ég var búinn að reyna í nokkrar vikur að komast í burtu því ég vil spila og vera hluti af liði þar sem ég fæ stærra hlutverk. Þjálfarinn minn hjá OB vildi ekki nota leikmann eins og mig sem vill spila fótbolta. Hann vill verjast og beita skyndisóknum,“ segir Schoop,“ sem, eins og fleiri Danir, kemur í gegnum Henrik Bödker, núverandi markvarðaþjálfara KR sem var áður hjá Stjörnunni. „Ég þekki Henrik vel og hann sannfærði mig um að þetta væri rétt skref. Ég sé ekki eftir þessu núna. Þetta er nákvæmlega það sem ég þurfti. Dönskum leikmönnum hefur gengið vel hér, en fyrst og fremst vildi ég bara upplifa ánægjuna af að spila fótbolta á ný.“Ekki skref afturábak Schoop er á besta aldri fyrir fótboltamann, 26 ára, og á sín bestu ár fram undan. Hann fagnar því að vera kominn til Íslands í lykilhlutverk hjá stóru liði og telur sig ekki vera að taka niður fyrir sig. „Þetta er ekki skref afturábak fyrir mig. Það hljómar kannski svolítið klikkað þegar maður er að koma úr dönsku úrvalsdeildinni til Íslands, en þetta er skref fram veginn fyrir mig því hér fæ ég að spila. Svo ef ég stend mig kemst ég kannski lengra. Hér er ég í góðri aðstöðu til að gera góða hluti því félagið er flott, aðstæður góðar og samherjarnir virkilega flottir,“ segir Daninn.Býr með Sören Schoop hafði aldrei komið til Íslands áður en hann samdi við KR. Hann hefur nú búið hér í þrjár vikur og nýtur sín vel. „Mér líkar mjög vel við Ísland. Það er reyndar svolítið mikið rok en fólkið er gott,“ segir Schoop sem deilir íbúð með samlanda sínum og samherja, Sören Frederiksen. „Úff, nei, djók, hann er hérna við hliðina á mér,“ segir Schoop, spurður hvernig það sé að búa með honum. „Hann er góður gaur sem ég er mikið með. Við skemmtum okkur vel og nýtum frídagana til að skoða landið. Hér er margt að skoða og gaman að vera,“ segir Jacob Schoop.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira