Ég missti aldrei trúna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2015 06:00 Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk gegn Serbum í gær. Hér er hann í baráttu inni á línunni. fréttablaðið/ernir Ísland er í góðri stöðu í undankeppni EM 2016 eftir að hafa fengið þrjú stig af fjórum mögulegum gegn Serbíu undanfarna viku. Liðin skildu jöfn í Nis í gær, 25-25, eftir æsilegar lokamínútur. Strákarnir byrjuðu vel og voru með undirtökin framan af. Serbarnir tóku þá völdin og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-11. Ísland náði góðum spretti um miðjan síðari hálfleikinn og komst yfir, 19-18, eftir fjögur mörk í röð en aftur náðu Serbarnir undirtökunum. Allt útlit var fyrir sigur heimamanna þegar Momir Ilic kom Serbum þremur mörkum yfir, 25-22, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. En þá gekk allt á afturfótunum hjá heimamönnum og strákarnir refsuðu grimmt með hröðum upphlaupum. Ísland fékk meira að segja lokasókn leiksins þegar níu sekúndur voru eftir en náði ekki skoti að marki. „Ég hélt alltaf í vonina,“ sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari Íslands, við Fréttablaðið í gær. „Auðvitað leit þetta ekki vel út en strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og komu til baka. Það var afar sterkt að ná þessu stigi og kemur okkur í góð mál í riðlinum. Það er enn í okkar höndum að komast á EM í Póllandi og við ætlum okkur að vinna síðustu tvo leikina í riðlinum [gegn Svartfjallalandi heima og Ísrael ytra].“ Gunnar var ánægður með varnarleikinn í báðum leikjunum gegn Serbíu. „Markvarsla Björgvins Páls [Gústavssonar] fylgdi með sem var mjög gott að sjá. Við náðum að dreifa álaginu í sókninni vel á milli manna sem okkur fannst gott að geta gert.“ Hvorki Alexander Petersson né Guðjón Valur Sigurðsson spiluðu með Íslandi í gær vegna meiðsla. „Það er mjög sterkt að ná í stig á þessum sterka útivelli án tveggja heimsklassamanna. Það sýnir mikinn styrk í okkar liði og gott að eiga þessa tvo menn inni fyrir leikina í sumar.“ EM 2016 karla í handbolta Pepsi Max-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Ísland er í góðri stöðu í undankeppni EM 2016 eftir að hafa fengið þrjú stig af fjórum mögulegum gegn Serbíu undanfarna viku. Liðin skildu jöfn í Nis í gær, 25-25, eftir æsilegar lokamínútur. Strákarnir byrjuðu vel og voru með undirtökin framan af. Serbarnir tóku þá völdin og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-11. Ísland náði góðum spretti um miðjan síðari hálfleikinn og komst yfir, 19-18, eftir fjögur mörk í röð en aftur náðu Serbarnir undirtökunum. Allt útlit var fyrir sigur heimamanna þegar Momir Ilic kom Serbum þremur mörkum yfir, 25-22, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. En þá gekk allt á afturfótunum hjá heimamönnum og strákarnir refsuðu grimmt með hröðum upphlaupum. Ísland fékk meira að segja lokasókn leiksins þegar níu sekúndur voru eftir en náði ekki skoti að marki. „Ég hélt alltaf í vonina,“ sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari Íslands, við Fréttablaðið í gær. „Auðvitað leit þetta ekki vel út en strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og komu til baka. Það var afar sterkt að ná þessu stigi og kemur okkur í góð mál í riðlinum. Það er enn í okkar höndum að komast á EM í Póllandi og við ætlum okkur að vinna síðustu tvo leikina í riðlinum [gegn Svartfjallalandi heima og Ísrael ytra].“ Gunnar var ánægður með varnarleikinn í báðum leikjunum gegn Serbíu. „Markvarsla Björgvins Páls [Gústavssonar] fylgdi með sem var mjög gott að sjá. Við náðum að dreifa álaginu í sókninni vel á milli manna sem okkur fannst gott að geta gert.“ Hvorki Alexander Petersson né Guðjón Valur Sigurðsson spiluðu með Íslandi í gær vegna meiðsla. „Það er mjög sterkt að ná í stig á þessum sterka útivelli án tveggja heimsklassamanna. Það sýnir mikinn styrk í okkar liði og gott að eiga þessa tvo menn inni fyrir leikina í sumar.“
EM 2016 karla í handbolta Pepsi Max-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira