Tala látinna hækkar enn guðsteinn bjarnason skrifar 28. apríl 2015 07:00 Íbúar bera burt eigur sínar með aðstoð björgunarfólks, sem byrjað er að leita í rústunum í bænum Baktapúr, rétt hjá höfuðborginni Katmandú. fréttablaðið/EPA Þúsundir manna bíða aðstoðar í einangruðum og afskekktum fjallaþorpum skammt frá upptökum jarðskjálftans stóra sem varð á laugardaginn. Matar- og vatnsbirgðir eru á þrotum og húsin víða rústir einar þannig að fólk þarf að hafast við úti í því erfiða veðri sem spáð er næstu dagana, þrumuveðri með roki, rigningu og jafnvel snjókomu í efstu byggðunum. Rafmagns- og farsímakerfi liggja víða niðri. Jarðskjálftinn mældist 7,8 stig og kostaði þúsundir manna lífið. Síðdegis í gær var staðfest tala látinna komin yfir fjögur þúsund og óttast var að hún ætti enn eftir að hækka. Bandaríska landfræðistofnunin USGS segir allar líkur á því að hún verði komin yfir tíu þúsund þegar endanlegt mat verður gert. Víða í hinum afskekktu þorpum er enn ekkert vitað um afdrif fólks. Nepal er fátækt fjallaland og var illa undirbúið undir hamfarir af þessu tagi. Samgöngur eru erfiðar og eyðileggingin af völdum jarðskjálftans gerir þær enn erfiðari. Óttast er að stórir eftirskjálftar eigi enn eftir að valda meira tjóni.Sjá einnig: Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Að sögn UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, bitna hamfarir sem þessar illa á börnum. Á verst leiknu svæðunum í Nepal eru að minnsta kosti 940 þúsund börn sem þurfa á brýnni aðstoð að halda. Þótt Nepal sé á flekamótum hátt uppi í Himalajafjöllunum þá eru mjög stórir jarðskjálftar þar ekki sérlega algengir. Bandaríska landfræðistofnunin USGS segir að á síðustu hundrað árum hafi einungis fjórir skjálftar stærri en 6 orðið á þessum slóðum. Sá stærsti varð árið 1934, mældist 8 stig og kostaði rúmlega tíu þúsund mannslíf. Nokkrir Íslendingar voru í Nepal þegar jarðskjálftinn reið yfir, þar á meðal þau Ingólfur Axelsson og Vilborg Arna Gissurardóttir sem ætluðu að klífa Everest. Þau voru bæði komin niður í grunnbúðir fjallsins í gær. Ingólfur skýrði frá því á Facebook-síðu sinni í gær að þrír úr hópi hans hefðu farist í snjóflóðinu, sem varð í hlíðum fjallsins í kjölfar jarðskjálftans. Einnig voru fjögur ungmenni þar á ferðalagi en voru öll komin til bæjarins Pokhara í gær. Þau biðu eftir að komast þaðan til höfuðborgarinnar Katmandú, en þaðan eiga þau flug til Kína á morgun.Sjá einnig: Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Tveir Íslendingar eru á leið til Nepal að sinna hjálparstörfum þar. Þetta eru þeir Gísli Rafn Ólafsson og Andri Rafn Sveinsson, sem báðir eru félagar í Björgunarsveitum Hafnarfjarðar. Þeir fara þangað á vegum Nethope, sem eru regnhlífarsamtök 42 stærstu hjálparsamtaka heims. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður íslensk rústabjörgunarsveit ekki send til Nepal að þessu sinni, þar sem nægilega margar slíkar sveitir væru þegar komnar til Nepal eða lagðar af stað. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Vilborg Arna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Þúsundir manna bíða aðstoðar í einangruðum og afskekktum fjallaþorpum skammt frá upptökum jarðskjálftans stóra sem varð á laugardaginn. Matar- og vatnsbirgðir eru á þrotum og húsin víða rústir einar þannig að fólk þarf að hafast við úti í því erfiða veðri sem spáð er næstu dagana, þrumuveðri með roki, rigningu og jafnvel snjókomu í efstu byggðunum. Rafmagns- og farsímakerfi liggja víða niðri. Jarðskjálftinn mældist 7,8 stig og kostaði þúsundir manna lífið. Síðdegis í gær var staðfest tala látinna komin yfir fjögur þúsund og óttast var að hún ætti enn eftir að hækka. Bandaríska landfræðistofnunin USGS segir allar líkur á því að hún verði komin yfir tíu þúsund þegar endanlegt mat verður gert. Víða í hinum afskekktu þorpum er enn ekkert vitað um afdrif fólks. Nepal er fátækt fjallaland og var illa undirbúið undir hamfarir af þessu tagi. Samgöngur eru erfiðar og eyðileggingin af völdum jarðskjálftans gerir þær enn erfiðari. Óttast er að stórir eftirskjálftar eigi enn eftir að valda meira tjóni.Sjá einnig: Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Að sögn UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, bitna hamfarir sem þessar illa á börnum. Á verst leiknu svæðunum í Nepal eru að minnsta kosti 940 þúsund börn sem þurfa á brýnni aðstoð að halda. Þótt Nepal sé á flekamótum hátt uppi í Himalajafjöllunum þá eru mjög stórir jarðskjálftar þar ekki sérlega algengir. Bandaríska landfræðistofnunin USGS segir að á síðustu hundrað árum hafi einungis fjórir skjálftar stærri en 6 orðið á þessum slóðum. Sá stærsti varð árið 1934, mældist 8 stig og kostaði rúmlega tíu þúsund mannslíf. Nokkrir Íslendingar voru í Nepal þegar jarðskjálftinn reið yfir, þar á meðal þau Ingólfur Axelsson og Vilborg Arna Gissurardóttir sem ætluðu að klífa Everest. Þau voru bæði komin niður í grunnbúðir fjallsins í gær. Ingólfur skýrði frá því á Facebook-síðu sinni í gær að þrír úr hópi hans hefðu farist í snjóflóðinu, sem varð í hlíðum fjallsins í kjölfar jarðskjálftans. Einnig voru fjögur ungmenni þar á ferðalagi en voru öll komin til bæjarins Pokhara í gær. Þau biðu eftir að komast þaðan til höfuðborgarinnar Katmandú, en þaðan eiga þau flug til Kína á morgun.Sjá einnig: Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Tveir Íslendingar eru á leið til Nepal að sinna hjálparstörfum þar. Þetta eru þeir Gísli Rafn Ólafsson og Andri Rafn Sveinsson, sem báðir eru félagar í Björgunarsveitum Hafnarfjarðar. Þeir fara þangað á vegum Nethope, sem eru regnhlífarsamtök 42 stærstu hjálparsamtaka heims. Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður íslensk rústabjörgunarsveit ekki send til Nepal að þessu sinni, þar sem nægilega margar slíkar sveitir væru þegar komnar til Nepal eða lagðar af stað.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Vilborg Arna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira