Undrun íslenska óperuheimsins Magnús Guðmundsson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Undrun óperusöngvarans er engu lík. Hvort sem mótsöngvarinn leggur til hans með spjóti eða sviptir hulunni af leyndardómum ástarinnar þá galopnast andlitið og viðkomandi brestur í söng. Dásamlegan, hljómfagran og fallegan söng. Maður getur því rétt ímyndað sér undrun íslenska óperuheimsins þegar tilkynnt var um nýjan óperustjóra í liðinni viku. Ekki sökum þess að það væri eitthvert undrunarefni að Steinunn Birna Ragnarsdóttir teldist hæf til verksins. Þvert á móti. Heldur sökum þess að stjórn Íslensku óperunnar sá ekki ástæðu til þess að ræða við aðra umsækjendur. Ekki einn einasta. Alveg er það furðulegt. Óperan er merkilegt listform. Einstakur samruni tónlistar, skáldskapar og leiklistar á einni senu og oft á tíðum mikið sjónarspil. Af því leiðir að bakgrunnur umsækjenda getur verið nokkuð ólíkur og fjölbreyttur. Viðkomandi gæti átt rætur sínar í leikhúsinu eins og fráfarandi óperustjóri eða úr tónlistarheiminum eins og nýráðinn óperustjóri eða jafnvel úr óperuheiminum. Það skiptir ekki öllu máli. Það sem skiptir máli er að stjórn Íslensku óperunnar leggi sig fram um að finna hæfasta umsækjandann. Sú leið að vísa þessari vinnu frá stjórninni til ráðningarskrifstofu er nánast yfirlýsing um vanhæfni. Yfirlýsing um að stjórnin treysti öðrum betur en sér til þess að vinna eitt mikilvægasta verkefni stjórnarinnar. Það má gefa sér það að ráðningarskrifstofan hafi fengið skýr fyrirmæli um það hvaða kostum væri leitað að í ferlinu. Það hlýtur að hafa verið nákvæm skilgreining hjá stjórninni fyrst hún sá ekki ástæðu til þess að hitta aðra umsækjendur. Stjórnin fékk þannig sinn óperustjóra með lágmarks fyrirhöfn. En hvað fékk stjórnin ekki? Það er öllu verra. Með því að hitta ekki aðra umsækjendur fékk stjórn Íslensku óperunnar ekki tækifæri til þess að heyra hugmyndir og framtíðarsýn fjölda hæfra einstaklinga. Hugmyndir sem eru kannski betri og kannski verri en stjórnin hafði fyrir. Hugmyndir sem eru kannski meira spennandi en þær sem stjórn Íslensku óperunnar hefur mótað og tókst líklega að koma svona vel frá sér til ráðningarstofunnar góðu. Íslenska óperan er rekin fyrir almannafé. Hún er reyndar sjálfseignarstofnun og lýtur því ekki stjórnsýslulögum. Stjórnin getur því valið að fara þá leið að hafa leynd yfir ráðningarferlinu. Sleppt því að láta almenning vita hvaða fólk kom til greina og klárað málið eins og hún taldi best. En það breytir engu um það hvaðan peningarnir koma og þeir koma frá almenningi. Þess vegna á stjórn Íslensku óperunnar að sjá sóma sinn í því að hafa ferlið opið, gagnsætt og hafið yfir allan grun um vinavæðingu. Annað er óásættanlegt. Óásættanlegt fyrir þá sem fengu ekki starfið og væntanlega óásættanlegt fyrir óperustjóra sem vill væntanlega vera hafinn yfir grun um sérhagsmuni kunningjasamfélagsins. Óásættanlegt fyrir íslenskt tónlistarlíf sem þarf alltaf á besta kostinum að halda hverju sinni. Aðeins þannig getum við séð Íslensku óperuna blómstra og dafna í sátt við samfélagið um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undrun óperusöngvarans er engu lík. Hvort sem mótsöngvarinn leggur til hans með spjóti eða sviptir hulunni af leyndardómum ástarinnar þá galopnast andlitið og viðkomandi brestur í söng. Dásamlegan, hljómfagran og fallegan söng. Maður getur því rétt ímyndað sér undrun íslenska óperuheimsins þegar tilkynnt var um nýjan óperustjóra í liðinni viku. Ekki sökum þess að það væri eitthvert undrunarefni að Steinunn Birna Ragnarsdóttir teldist hæf til verksins. Þvert á móti. Heldur sökum þess að stjórn Íslensku óperunnar sá ekki ástæðu til þess að ræða við aðra umsækjendur. Ekki einn einasta. Alveg er það furðulegt. Óperan er merkilegt listform. Einstakur samruni tónlistar, skáldskapar og leiklistar á einni senu og oft á tíðum mikið sjónarspil. Af því leiðir að bakgrunnur umsækjenda getur verið nokkuð ólíkur og fjölbreyttur. Viðkomandi gæti átt rætur sínar í leikhúsinu eins og fráfarandi óperustjóri eða úr tónlistarheiminum eins og nýráðinn óperustjóri eða jafnvel úr óperuheiminum. Það skiptir ekki öllu máli. Það sem skiptir máli er að stjórn Íslensku óperunnar leggi sig fram um að finna hæfasta umsækjandann. Sú leið að vísa þessari vinnu frá stjórninni til ráðningarskrifstofu er nánast yfirlýsing um vanhæfni. Yfirlýsing um að stjórnin treysti öðrum betur en sér til þess að vinna eitt mikilvægasta verkefni stjórnarinnar. Það má gefa sér það að ráðningarskrifstofan hafi fengið skýr fyrirmæli um það hvaða kostum væri leitað að í ferlinu. Það hlýtur að hafa verið nákvæm skilgreining hjá stjórninni fyrst hún sá ekki ástæðu til þess að hitta aðra umsækjendur. Stjórnin fékk þannig sinn óperustjóra með lágmarks fyrirhöfn. En hvað fékk stjórnin ekki? Það er öllu verra. Með því að hitta ekki aðra umsækjendur fékk stjórn Íslensku óperunnar ekki tækifæri til þess að heyra hugmyndir og framtíðarsýn fjölda hæfra einstaklinga. Hugmyndir sem eru kannski betri og kannski verri en stjórnin hafði fyrir. Hugmyndir sem eru kannski meira spennandi en þær sem stjórn Íslensku óperunnar hefur mótað og tókst líklega að koma svona vel frá sér til ráðningarstofunnar góðu. Íslenska óperan er rekin fyrir almannafé. Hún er reyndar sjálfseignarstofnun og lýtur því ekki stjórnsýslulögum. Stjórnin getur því valið að fara þá leið að hafa leynd yfir ráðningarferlinu. Sleppt því að láta almenning vita hvaða fólk kom til greina og klárað málið eins og hún taldi best. En það breytir engu um það hvaðan peningarnir koma og þeir koma frá almenningi. Þess vegna á stjórn Íslensku óperunnar að sjá sóma sinn í því að hafa ferlið opið, gagnsætt og hafið yfir allan grun um vinavæðingu. Annað er óásættanlegt. Óásættanlegt fyrir þá sem fengu ekki starfið og væntanlega óásættanlegt fyrir óperustjóra sem vill væntanlega vera hafinn yfir grun um sérhagsmuni kunningjasamfélagsins. Óásættanlegt fyrir íslenskt tónlistarlíf sem þarf alltaf á besta kostinum að halda hverju sinni. Aðeins þannig getum við séð Íslensku óperuna blómstra og dafna í sátt við samfélagið um ókomna tíð.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun