Á Evrópumeistaramótið í gegnum Asíu Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 25. mars 2015 07:15 Landsliðsþjálfararnir Lars og Heimir. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Kasakstan var ekki einu sinni alltaf í UEFA því fyrstu tíu árin eftir sundrungu Sovétríkjanna þá keppti landslið þjóðarinnar innan knattspyrnusambands Asíu og við Kína, Kirgisistan, Tadsjikistan, Úsbekistan og aðra nágranna sína í Mið-Asíu. Kasakstan tók þátt í Asíuhluta undankeppni HM 1998 og 2002 en gekk síðan í UEFA árið 2002 eftir að hafa sóst eftir inngöngu frá árinu 1996. Kasakstan mátti ekki skipta fyrr en eftir úrslitakeppni HM 2002 lauk og þá var búið að draga í undankeppni EM 2004. Frá undankeppni HM 2006 hefur Kasakstan keppt innan evrópska knattspyrnusambandsins en landslið þjóðarinnar hefur ekki verið nálægt því að komast áfram upp úr sínum riðlum. Hvað varðar styrkleika þá er hægt að færa rök fyrir því að þessi ákvörðun að fara inn í UEFA var líklegri til að minnka til muna möguleika þjóðarinnar á því að komast í úrslitakeppni HM. Aðeins Aserbaídsjan, Malta, San Marinó og Andorra eru nú neðar á styrkleikalista FIFA af meðlimum UEFA. Ástæðan sem knattspyrnusamband Kasakstan gaf upp á sínum tíma var að það væri betra að vera hluti af UEFA vegna þess að þar færi þróaðra og framsæknara fótboltasamband. Forráðamenn sambandsins töluðu líka alltaf um að Kasakstan hafi verið að snúa aftur í UEFA eftir að hafa spilað þar sem hluti af Sovétríkjunum og að fótboltinn í landinu hafi þróast af evrópskri fyrirmynd. Meirihluti fótboltaáhugafólks og fótboltasérfræðinga í landinu studdu þessi skipti en auðvitað var það áhugaverðara fyrir knattspyrnuáhugafólk í landinu að fá tækifæri til að sjá bestu knattspyrnulandslið Evrópu spila í Astana. Það efast heldur enginn um að UEFA-peningarnir spila einhverja rullu líka. Hvort það sé rétt eða ekki að Kasakstan keppi innan Evrópu en ekki Asíu breytir þó ekki því að fram undan er mikilvægur leikur þar sem ekkert nema þrjú stig duga íslenska landsliðinu ætli það sér að komast á sitt fyrsta stórmót. Ætli íslenska landsliðið sér á Evrópumeistaramótið 2016 þá þarf liðið að vinna þennan leik sinn í Asíu á laugardaginn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Kasakstan var ekki einu sinni alltaf í UEFA því fyrstu tíu árin eftir sundrungu Sovétríkjanna þá keppti landslið þjóðarinnar innan knattspyrnusambands Asíu og við Kína, Kirgisistan, Tadsjikistan, Úsbekistan og aðra nágranna sína í Mið-Asíu. Kasakstan tók þátt í Asíuhluta undankeppni HM 1998 og 2002 en gekk síðan í UEFA árið 2002 eftir að hafa sóst eftir inngöngu frá árinu 1996. Kasakstan mátti ekki skipta fyrr en eftir úrslitakeppni HM 2002 lauk og þá var búið að draga í undankeppni EM 2004. Frá undankeppni HM 2006 hefur Kasakstan keppt innan evrópska knattspyrnusambandsins en landslið þjóðarinnar hefur ekki verið nálægt því að komast áfram upp úr sínum riðlum. Hvað varðar styrkleika þá er hægt að færa rök fyrir því að þessi ákvörðun að fara inn í UEFA var líklegri til að minnka til muna möguleika þjóðarinnar á því að komast í úrslitakeppni HM. Aðeins Aserbaídsjan, Malta, San Marinó og Andorra eru nú neðar á styrkleikalista FIFA af meðlimum UEFA. Ástæðan sem knattspyrnusamband Kasakstan gaf upp á sínum tíma var að það væri betra að vera hluti af UEFA vegna þess að þar færi þróaðra og framsæknara fótboltasamband. Forráðamenn sambandsins töluðu líka alltaf um að Kasakstan hafi verið að snúa aftur í UEFA eftir að hafa spilað þar sem hluti af Sovétríkjunum og að fótboltinn í landinu hafi þróast af evrópskri fyrirmynd. Meirihluti fótboltaáhugafólks og fótboltasérfræðinga í landinu studdu þessi skipti en auðvitað var það áhugaverðara fyrir knattspyrnuáhugafólk í landinu að fá tækifæri til að sjá bestu knattspyrnulandslið Evrópu spila í Astana. Það efast heldur enginn um að UEFA-peningarnir spila einhverja rullu líka. Hvort það sé rétt eða ekki að Kasakstan keppi innan Evrópu en ekki Asíu breytir þó ekki því að fram undan er mikilvægur leikur þar sem ekkert nema þrjú stig duga íslenska landsliðinu ætli það sér að komast á sitt fyrsta stórmót. Ætli íslenska landsliðið sér á Evrópumeistaramótið 2016 þá þarf liðið að vinna þennan leik sinn í Asíu á laugardaginn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira