Öflugri útflutningsvara en þorskur Atli Fannar Bjarkason skrifar 19. mars 2015 00:00 Fáir Íslendingar hafa staðið frammi fyrir öðru eins verkefni og Of Monsters and Men gerir í dag. Það er stundum talað um að plata númer tvö sé sú erfiðasta. Það þarf að standast væntingar án þess að hjakka í sama farinu, heilla nýjan hóp hlustenda án þess að styggja þann gamla, og í tilviki þeirra: Standast himinháar væntingar alþjóðlegs útgáfufyrirtækis eftir að hafa selt tvær milljónir eintaka af fyrstu plötunni. Sumumfinnst vinna ekki vera raunveruleg nema ef það er hægt að veiða hana upp úr sjó, nætursalta og senda til Spánar. Og við erum alltaf að heyra um útflutningsfyrirtæki og viðskiptajöfra sem hóta því að fara úr landi, gera upp í evrum, stofna dótturfélög erlendis eða skjóta undan hagnaði í erlend skattaskjól. Of Monsters and Men gerir út frá Garðabæ og markhópurinn dreifist um allan heim. Landkynningin sem felst í því að eiga hóp sendiherra sem ferðast um heiminn og spilar tónlist er ómetanleg. Þetta er utanríkisþjónusta sem við fáum frítt. Of Monsters and Men tók plötuna sína upp í Mosfellsbæ. Platan verður gefin út um allan heim af alþjóðlegum útgáfurisa en þrátt fyrir það er útgáfan hér heima á vegum Record Records, sem var stofnað af trommuleikara í Hafnarfirði. Þegarkom að því að gefa fyrsta lagið út, lag sem aðdáendur hljómsveitarinnar um allan heim biðu í ofvæni eftir, var Siggi Sigurjóns fenginn til að leika í sérstöku textamyndbandi sem hefur verið streymt milljón sinnum á YouTube. Barnaspítali Hringsins hefur notið góðs af farsæld Of Monsters and Men. Rétt eins og íslenskir hljóðfæraleikarar sem hafa ferðast um heiminn með þeim ásamt hljóðmönnum og öðrum tæknimönnum. Ég gæti haldið áfram. EfOf Monsters and Men er ekki þegar orðin stærsta hljómsveit Íslandssögunnar þá verður hún orðin það í lok árs. Og þegar það gerist, þá verður tónlist hljómsveitarinnar öflugri útflutningsvara en þorskur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun
Fáir Íslendingar hafa staðið frammi fyrir öðru eins verkefni og Of Monsters and Men gerir í dag. Það er stundum talað um að plata númer tvö sé sú erfiðasta. Það þarf að standast væntingar án þess að hjakka í sama farinu, heilla nýjan hóp hlustenda án þess að styggja þann gamla, og í tilviki þeirra: Standast himinháar væntingar alþjóðlegs útgáfufyrirtækis eftir að hafa selt tvær milljónir eintaka af fyrstu plötunni. Sumumfinnst vinna ekki vera raunveruleg nema ef það er hægt að veiða hana upp úr sjó, nætursalta og senda til Spánar. Og við erum alltaf að heyra um útflutningsfyrirtæki og viðskiptajöfra sem hóta því að fara úr landi, gera upp í evrum, stofna dótturfélög erlendis eða skjóta undan hagnaði í erlend skattaskjól. Of Monsters and Men gerir út frá Garðabæ og markhópurinn dreifist um allan heim. Landkynningin sem felst í því að eiga hóp sendiherra sem ferðast um heiminn og spilar tónlist er ómetanleg. Þetta er utanríkisþjónusta sem við fáum frítt. Of Monsters and Men tók plötuna sína upp í Mosfellsbæ. Platan verður gefin út um allan heim af alþjóðlegum útgáfurisa en þrátt fyrir það er útgáfan hér heima á vegum Record Records, sem var stofnað af trommuleikara í Hafnarfirði. Þegarkom að því að gefa fyrsta lagið út, lag sem aðdáendur hljómsveitarinnar um allan heim biðu í ofvæni eftir, var Siggi Sigurjóns fenginn til að leika í sérstöku textamyndbandi sem hefur verið streymt milljón sinnum á YouTube. Barnaspítali Hringsins hefur notið góðs af farsæld Of Monsters and Men. Rétt eins og íslenskir hljóðfæraleikarar sem hafa ferðast um heiminn með þeim ásamt hljóðmönnum og öðrum tæknimönnum. Ég gæti haldið áfram. EfOf Monsters and Men er ekki þegar orðin stærsta hljómsveit Íslandssögunnar þá verður hún orðin það í lok árs. Og þegar það gerist, þá verður tónlist hljómsveitarinnar öflugri útflutningsvara en þorskur.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun