Negla frá Nintendo Tinni Sveinsson skrifar 10. janúar 2015 12:00 Fjórði í röðinni Nýi Super Smash Bros. er fyrir 3DS-handtölvuna og WiiU-leikjatölvuna. Nintendo gaf út fjórða leikinn í Super Smash Bros.-röðinni núna í haust, bæði fyrir 3DS og WiiU-leikjatölvur. Leikurinn nær að koma á framfæri þrjátíu ára tölvuleikjasögu á frábæran hátt með um fimmtíu persónum af öllum stærðum og gerðum. Þær búa allar yfir eiginleikum sem endurspegla þá klassísku leiki sem þær eru þekktar úr. Meðal annarra eru þarna hundurinn úr Duck Hunt, boxarinn úr Punch-Out, jógakennarinn úr Wii Fit, Sonic og Shamus úr Metroid. Stórskemmtilegt gallerí og listinn heldur áfram. Það er erfitt að finna leiki sem bjóða upp á jafn mikið stuð og Super Smash Bros. Nintendo hefur nostrað við hvert smáatriði sem gæðir hann miklu lífi. Leikurinn er troðinn af alls kyns keppnum og smáleikjum þar sem hægt er að keppa við tölvuna. Aðalsmerki Smash Bros. eru þó vitanlega slagsmálin milli spilara sem eru heima í stofu. Leikurinn býður meðal annars upp á keppni milli hvorki meira né minna en átta spilara, sem er um það bil það klikkaðasta sem hægt er að komast í. Í netspilun geta fjórir spilarar tengst og barist sín á milli. Hægt er að nota allar gerðir af Wii-fjarstýringum fyrir leikinn og virka þær allar mjög vel á sinn hátt. Það er meira að segja hægt að tengja 3DS-tölvu við WiiU-tölvuna og nota hana til að stýra í leiknum. Hvað 3DS-útgáfuna varðar þá er hún einnig frábær og býður upp á mikla spilun rétt eins og stóri leikurinn. Niðurstaða:Algjörlega frábær leikur. Skyldueign fyrir þá sem eiga WiiU eða 3DS. Leikjavísir Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Nintendo gaf út fjórða leikinn í Super Smash Bros.-röðinni núna í haust, bæði fyrir 3DS og WiiU-leikjatölvur. Leikurinn nær að koma á framfæri þrjátíu ára tölvuleikjasögu á frábæran hátt með um fimmtíu persónum af öllum stærðum og gerðum. Þær búa allar yfir eiginleikum sem endurspegla þá klassísku leiki sem þær eru þekktar úr. Meðal annarra eru þarna hundurinn úr Duck Hunt, boxarinn úr Punch-Out, jógakennarinn úr Wii Fit, Sonic og Shamus úr Metroid. Stórskemmtilegt gallerí og listinn heldur áfram. Það er erfitt að finna leiki sem bjóða upp á jafn mikið stuð og Super Smash Bros. Nintendo hefur nostrað við hvert smáatriði sem gæðir hann miklu lífi. Leikurinn er troðinn af alls kyns keppnum og smáleikjum þar sem hægt er að keppa við tölvuna. Aðalsmerki Smash Bros. eru þó vitanlega slagsmálin milli spilara sem eru heima í stofu. Leikurinn býður meðal annars upp á keppni milli hvorki meira né minna en átta spilara, sem er um það bil það klikkaðasta sem hægt er að komast í. Í netspilun geta fjórir spilarar tengst og barist sín á milli. Hægt er að nota allar gerðir af Wii-fjarstýringum fyrir leikinn og virka þær allar mjög vel á sinn hátt. Það er meira að segja hægt að tengja 3DS-tölvu við WiiU-tölvuna og nota hana til að stýra í leiknum. Hvað 3DS-útgáfuna varðar þá er hún einnig frábær og býður upp á mikla spilun rétt eins og stóri leikurinn. Niðurstaða:Algjörlega frábær leikur. Skyldueign fyrir þá sem eiga WiiU eða 3DS.
Leikjavísir Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira