Hataðasti milljarðamæringur heims keypti eina eintakið af nýrri plötu Wu-Tang Clan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2015 20:30 Wu-Tang Clan, Bill Murray og Martin Shkreli bökuðu saman einhverja skrýtnustu frétt ársins 2015. Skjáskot Martin Shkreli, milljarðamæringurinn sem kallaður hefur verið hataðasti maður jarðarinnar fyrir að hækka verðið á ódýru alnæmislyfi upp úr öllu valdi, keypti nýverið plötu eftir snillingana í Wu-Tang Clan. Það væri líklega ekki í frásögur færandi enda hæpið að kaup á einni plötu geti talist fréttnæmt. En hvað ef platan sem hann keypti var eina eintakið sem til er af þeirri plötu sem um ræðir? Það er nákvæmlega það sem gerðist. Nýjasta plata Wu-Tang Clan var aðeins framleidd í einu einasta eintaki og seld til hæstbjóðanda á uppboði. Martin Shkreli er því eini maðurinn sem getur hlustað á nýjustu plötu Wu-Tang Clan. Sagan er nokkuð krassandi og við sögu koma Shkreli sjálfur, meðlimir Wu-Tang Clan, Cher, fyndinn tístari og meira að segja Bill Murray. Vísir kíkti á um hvað ein skrýtnasta frétt ársins 2015 fjallar.RZA, aðalsprauta Wu-Tang Clan.Vísir/GettyEitthvað þurftu meðlimir Wu-Tang að gera við dvínandi vinsældum sveitarinnar Wu-Tang Clan er líkt og flestir ættu að vita, ein áhrifamesta rappsveit allra tíma. Frumraun þeirra Enter the Wu-Tang (36 Chambers) kom út árið 1993 og síðan hafa meðlimirnir varla horft í baksýnisspegilinn. Sveitin er fjölbreytt og meðlimir hennar hafa hafa verið ansi margir. Flestir ættu þó að kannast við nöfn eins og RZA, Method Man, Ghostface Killah og Ol'Dirty Bastard sem allir meikuðu það sem meðlimir Wu-Tang Clan. En, á tíunda áratug síðustu aldar var ekki til neitt sem hét streymi og internetið var ennþá bara eitthvað flipp. Þrátt fyrir að hafa gefið út plötur og tónlist á undanförnum árum hefur meðlimum Wu-Tang ekki tekist að slá í gegn á nýjan leik eins og þeir gerðu á tíunda áratugnum. Plata þeirra frá árinu 2014 seldist til að mynda aðeins í 60.000 eintökum. Liðsmenn Wu-Tang eru hinsvegar listamenn og í stað þess að reyna finna upp einhverja nýja leið til þess að streyma tónlist sinni eða til þess að sigra hinn nýja heim tónlistardreifingar fundu þeir upp á einhverju glænýju. Í raun fóru þeir algjörlega andstæða leið við það sem allir gera nú til dags:Þeir gerðu aðeins eitt eintak af nýjustu plötu sinni Once Upon a Time in Shaolin.Hvergi er hægt að hlusta á hana á netinu. Til þess að hlusta á plötuna þarf hreinlega að nálgast þetta eina eintak sem til er. Og það var ansi vel lagt í það eintak. RZA kallaði á alla þá sem komið hafa að Wu-Tang Clan (og eru enn á lífi, blessuð sé minning ODB) og fjölda gesta, m.a. Cher. Úr varð þessi glæsigripur:.@MartinShkreli is the new owner of @WuTangClan's "Once Upon a Time in Shaolin" album. https://t.co/j0AtZBPjR1 pic.twitter.com/3703rLolkO— HYPEBEAST (@HYPEBEAST) December 10, 2015 Buðu plötuna upp og hæstbjóðandi myndi eignast hana í 88 ár Eins og áður sagði ákváðu félagarnir í Wu-Tang, í stað þess að elta strauminn og semja við Spotify eða Apple, að gera aðeins eitt eintak og selja það á uppboði til hæstbjóðenda. Sá hinn sami myndi eignast plötuna og mætti gera við hana það sem honum sýndist. Einu skilyrðin sem sett voru þau að kaupandinn mætti ekki selja plötuna til dreifingar næstu 88 árin. Það þýddi að kaupandinn gæti m.a. hlustað á plötuna í einrúmi, keyrt yfir hana á bíl eða dreift henni frítt á netinu. Hann átti plötuna, eina eintakið sem framleitt yrði og réði því alfarið hvað yrði um lögin á henni. Það eina sem hann mátti ekki gera var að selja plötuna áfram til dreifingar. Platan sjálf er ansi vegleg, 31 lag í einstaklega fallegum kassa í fylgd 174 blaðsíðna bók með textum og öðru góðgæti. Ekkert slor enda var hlustunarpartýið gríðarlega vel sótt og eftirspurnin mikil.Martin Shkreli, maðurinn sem hækkaði verðið á alnæmislyfi margfalt á einni nóttu mætti í hlustunarpartýið.Vísir/GettyHækkaði lyfjaverð á alnæmislyfi um 5500 prósent á einni nóttu Einn þeirra sem mætti var milljarðamæringurinn Martin Shkreli. Hann er um það bil hataðasti milljarðamæringur heimsins í dag. Hann á lyfjafyrirtækið Turing Pharmaceutical sem nýverið keypti lyfið Daraprim. Það væri svo sem ekki merkilegt enda ganga lyfjaeinkaleyfi kaupum og sölum á hverjum degi. Það sem er merkilegt við Shkreli, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri umdeilds vogunarsjóðs, er það að hann hækkaði verðið á lyfinu upp úr öllu valdi. Lyfjaskammtur af Daraprim, sem notað er af alnæmissjúklingum, kostaði áður 13,50 Bandaríkjadali, um 1.700 krónur, en eftir kaup lyfjafyrirtækis Shkreli hækkað verðið í 750 Bandaríkjadali, um 97 þúsund krónur. Það er hækkun upp á 5500 prósent. Á einni nóttu. Hann eignaðist plötuna á tvær milljónir dollara og má nú því gera það sem honum sýnist við plötuna. Miðað við forsögu þessa manns má allt eins búast við því að hann keyri yfir hana, bara svona til þess að gera heiminn að aðeins verri stað.Within 10 years, more than half of all rap/hip-hop music will be made exclusively for me. Don't worry--I will share some of it.— Martin Shkreli (@MartinShkreli) December 13, 2015 En hvernig tengist Bill Murray þessu?Kannski gerir hann það ekki neitt en fljótlega eftir að staðfest var að Martin Shkreli hafði eignast plötuna birtist þetta tíst:Forget the $2M, this is easily the most interesting part of the whole deal between Wu-Tang and Martin Shkreli. pic.twitter.com/5nSshXhjnJ— Rob Wesley (@eastwes) December 9, 2015 Líkt og segir í tístinu heldur Rob Wesley því fram að þetta sé hluti af samning Wu-Tang Clan. Þar segir eftirfarandi: „Kaupandi samþykkir að hvenær sem er á hinu 88 ára tímabili sem hann á plötuna sé seljandanum löglega og án refsingar heimilt að skipuleggja og reyna að framkvæma í eitt skipti rán til þess að stela aftur Once Upon a Time in Shaolin. Takist það mun eignaréttur flytjast aftur til seljandans. Aðeins virkir meðlimir í Wu-Tang Clan og/eða Bill Murray mega fremja ránið.“AÐEINS BILL MURRAY EÐA WU-TANG CLAN MEGA FREMJA RÁNIÐ!Væri þetta sannleikanum samkvæmt væri þetta efni í einhverja klikkuðustu frétt ársins og mögulega einhverja stórkostlega bíómynd. Eðlilega sprakk internetið yfir þessum fréttum.100% convinced Wu Tang sold to a supervillain so that we could all enjoy the story of how they stole the album back with Bill Murray.— Kylo Ram (@ramtower) December 9, 2015 @eastwes @DangerGuerrero if someone made a movie about that heist caper, it would be the best movie of all time.— Mo Ryan (@moryan) December 9, 2015 Því miður lítur þó allt út fyrir að þetta tíst Wesley sé ekki alveg sannleikanum samkvæmt enda finnst ekki arða um um þennan samning neinstaðar annarstaðar en hjá honum. Taki maður sér fimm mínútur í að skoða Twitter-aðgang hans kemur í ljós að hann sérhæfir sig í því að leggja orð í munn fólks. Því miður virðist Wu-Tang Clan því ekki mega, með eða án aðstoðar Bill Murray, reyna að stela eintakinu af Martin Shkreli. Sagan var hinvegar góð, svo góð, að RZA sjálfur tísti um að mögulega þyrftu meðlimir Wu-Tang að heyra í Bill Murray.We're really getting the urge to call Bill Murray.— RZA! (@RZA) December 11, 2015 Það er hinsvegar enginn lygi að Martin Shkreli, milljarðamæringurinn hataði, á eina eintakið af nýjustu plötu Wu-Tang Clan. Vilji aðdáendur Wu-Tang fá að njóta sköpunarverks snillingana RZA, Method Man og félaga þurfa þeir að treysta á góðmennsku Shrkeli. Miðað við fregnir undanfarna mánuði af viðskiptaákvörðunum hans er þó líklegra meiri líkur á því að það rigni fílum á Íslandi. Þangað til er því Martin Shkreli eini maðurinn sem getur hlustað á Once Upon a Time in Shaolin. Tónlist Tækni Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Martin Shkreli, milljarðamæringurinn sem kallaður hefur verið hataðasti maður jarðarinnar fyrir að hækka verðið á ódýru alnæmislyfi upp úr öllu valdi, keypti nýverið plötu eftir snillingana í Wu-Tang Clan. Það væri líklega ekki í frásögur færandi enda hæpið að kaup á einni plötu geti talist fréttnæmt. En hvað ef platan sem hann keypti var eina eintakið sem til er af þeirri plötu sem um ræðir? Það er nákvæmlega það sem gerðist. Nýjasta plata Wu-Tang Clan var aðeins framleidd í einu einasta eintaki og seld til hæstbjóðanda á uppboði. Martin Shkreli er því eini maðurinn sem getur hlustað á nýjustu plötu Wu-Tang Clan. Sagan er nokkuð krassandi og við sögu koma Shkreli sjálfur, meðlimir Wu-Tang Clan, Cher, fyndinn tístari og meira að segja Bill Murray. Vísir kíkti á um hvað ein skrýtnasta frétt ársins 2015 fjallar.RZA, aðalsprauta Wu-Tang Clan.Vísir/GettyEitthvað þurftu meðlimir Wu-Tang að gera við dvínandi vinsældum sveitarinnar Wu-Tang Clan er líkt og flestir ættu að vita, ein áhrifamesta rappsveit allra tíma. Frumraun þeirra Enter the Wu-Tang (36 Chambers) kom út árið 1993 og síðan hafa meðlimirnir varla horft í baksýnisspegilinn. Sveitin er fjölbreytt og meðlimir hennar hafa hafa verið ansi margir. Flestir ættu þó að kannast við nöfn eins og RZA, Method Man, Ghostface Killah og Ol'Dirty Bastard sem allir meikuðu það sem meðlimir Wu-Tang Clan. En, á tíunda áratug síðustu aldar var ekki til neitt sem hét streymi og internetið var ennþá bara eitthvað flipp. Þrátt fyrir að hafa gefið út plötur og tónlist á undanförnum árum hefur meðlimum Wu-Tang ekki tekist að slá í gegn á nýjan leik eins og þeir gerðu á tíunda áratugnum. Plata þeirra frá árinu 2014 seldist til að mynda aðeins í 60.000 eintökum. Liðsmenn Wu-Tang eru hinsvegar listamenn og í stað þess að reyna finna upp einhverja nýja leið til þess að streyma tónlist sinni eða til þess að sigra hinn nýja heim tónlistardreifingar fundu þeir upp á einhverju glænýju. Í raun fóru þeir algjörlega andstæða leið við það sem allir gera nú til dags:Þeir gerðu aðeins eitt eintak af nýjustu plötu sinni Once Upon a Time in Shaolin.Hvergi er hægt að hlusta á hana á netinu. Til þess að hlusta á plötuna þarf hreinlega að nálgast þetta eina eintak sem til er. Og það var ansi vel lagt í það eintak. RZA kallaði á alla þá sem komið hafa að Wu-Tang Clan (og eru enn á lífi, blessuð sé minning ODB) og fjölda gesta, m.a. Cher. Úr varð þessi glæsigripur:.@MartinShkreli is the new owner of @WuTangClan's "Once Upon a Time in Shaolin" album. https://t.co/j0AtZBPjR1 pic.twitter.com/3703rLolkO— HYPEBEAST (@HYPEBEAST) December 10, 2015 Buðu plötuna upp og hæstbjóðandi myndi eignast hana í 88 ár Eins og áður sagði ákváðu félagarnir í Wu-Tang, í stað þess að elta strauminn og semja við Spotify eða Apple, að gera aðeins eitt eintak og selja það á uppboði til hæstbjóðenda. Sá hinn sami myndi eignast plötuna og mætti gera við hana það sem honum sýndist. Einu skilyrðin sem sett voru þau að kaupandinn mætti ekki selja plötuna til dreifingar næstu 88 árin. Það þýddi að kaupandinn gæti m.a. hlustað á plötuna í einrúmi, keyrt yfir hana á bíl eða dreift henni frítt á netinu. Hann átti plötuna, eina eintakið sem framleitt yrði og réði því alfarið hvað yrði um lögin á henni. Það eina sem hann mátti ekki gera var að selja plötuna áfram til dreifingar. Platan sjálf er ansi vegleg, 31 lag í einstaklega fallegum kassa í fylgd 174 blaðsíðna bók með textum og öðru góðgæti. Ekkert slor enda var hlustunarpartýið gríðarlega vel sótt og eftirspurnin mikil.Martin Shkreli, maðurinn sem hækkaði verðið á alnæmislyfi margfalt á einni nóttu mætti í hlustunarpartýið.Vísir/GettyHækkaði lyfjaverð á alnæmislyfi um 5500 prósent á einni nóttu Einn þeirra sem mætti var milljarðamæringurinn Martin Shkreli. Hann er um það bil hataðasti milljarðamæringur heimsins í dag. Hann á lyfjafyrirtækið Turing Pharmaceutical sem nýverið keypti lyfið Daraprim. Það væri svo sem ekki merkilegt enda ganga lyfjaeinkaleyfi kaupum og sölum á hverjum degi. Það sem er merkilegt við Shkreli, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri umdeilds vogunarsjóðs, er það að hann hækkaði verðið á lyfinu upp úr öllu valdi. Lyfjaskammtur af Daraprim, sem notað er af alnæmissjúklingum, kostaði áður 13,50 Bandaríkjadali, um 1.700 krónur, en eftir kaup lyfjafyrirtækis Shkreli hækkað verðið í 750 Bandaríkjadali, um 97 þúsund krónur. Það er hækkun upp á 5500 prósent. Á einni nóttu. Hann eignaðist plötuna á tvær milljónir dollara og má nú því gera það sem honum sýnist við plötuna. Miðað við forsögu þessa manns má allt eins búast við því að hann keyri yfir hana, bara svona til þess að gera heiminn að aðeins verri stað.Within 10 years, more than half of all rap/hip-hop music will be made exclusively for me. Don't worry--I will share some of it.— Martin Shkreli (@MartinShkreli) December 13, 2015 En hvernig tengist Bill Murray þessu?Kannski gerir hann það ekki neitt en fljótlega eftir að staðfest var að Martin Shkreli hafði eignast plötuna birtist þetta tíst:Forget the $2M, this is easily the most interesting part of the whole deal between Wu-Tang and Martin Shkreli. pic.twitter.com/5nSshXhjnJ— Rob Wesley (@eastwes) December 9, 2015 Líkt og segir í tístinu heldur Rob Wesley því fram að þetta sé hluti af samning Wu-Tang Clan. Þar segir eftirfarandi: „Kaupandi samþykkir að hvenær sem er á hinu 88 ára tímabili sem hann á plötuna sé seljandanum löglega og án refsingar heimilt að skipuleggja og reyna að framkvæma í eitt skipti rán til þess að stela aftur Once Upon a Time in Shaolin. Takist það mun eignaréttur flytjast aftur til seljandans. Aðeins virkir meðlimir í Wu-Tang Clan og/eða Bill Murray mega fremja ránið.“AÐEINS BILL MURRAY EÐA WU-TANG CLAN MEGA FREMJA RÁNIÐ!Væri þetta sannleikanum samkvæmt væri þetta efni í einhverja klikkuðustu frétt ársins og mögulega einhverja stórkostlega bíómynd. Eðlilega sprakk internetið yfir þessum fréttum.100% convinced Wu Tang sold to a supervillain so that we could all enjoy the story of how they stole the album back with Bill Murray.— Kylo Ram (@ramtower) December 9, 2015 @eastwes @DangerGuerrero if someone made a movie about that heist caper, it would be the best movie of all time.— Mo Ryan (@moryan) December 9, 2015 Því miður lítur þó allt út fyrir að þetta tíst Wesley sé ekki alveg sannleikanum samkvæmt enda finnst ekki arða um um þennan samning neinstaðar annarstaðar en hjá honum. Taki maður sér fimm mínútur í að skoða Twitter-aðgang hans kemur í ljós að hann sérhæfir sig í því að leggja orð í munn fólks. Því miður virðist Wu-Tang Clan því ekki mega, með eða án aðstoðar Bill Murray, reyna að stela eintakinu af Martin Shkreli. Sagan var hinvegar góð, svo góð, að RZA sjálfur tísti um að mögulega þyrftu meðlimir Wu-Tang að heyra í Bill Murray.We're really getting the urge to call Bill Murray.— RZA! (@RZA) December 11, 2015 Það er hinsvegar enginn lygi að Martin Shkreli, milljarðamæringurinn hataði, á eina eintakið af nýjustu plötu Wu-Tang Clan. Vilji aðdáendur Wu-Tang fá að njóta sköpunarverks snillingana RZA, Method Man og félaga þurfa þeir að treysta á góðmennsku Shrkeli. Miðað við fregnir undanfarna mánuði af viðskiptaákvörðunum hans er þó líklegra meiri líkur á því að það rigni fílum á Íslandi. Þangað til er því Martin Shkreli eini maðurinn sem getur hlustað á Once Upon a Time in Shaolin.
Tónlist Tækni Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira