Risaeðlan snýr aftur á Aldrei fór ég suður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2015 14:42 Risaeðlan er skipuð þeim Möggu Stínu söngkonu og fiðluleikara, Halldóru Geirharðsdóttur söngkonu og saxafónleikara, Ívari Bongó Ragnarssyni bassaleikara, Þórarni Kristjánssyni trommara og Sigurði Guðmundssyni gítarleikara. Hljómsveitin Risaeðlan kemur saman á ný og spilar á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um páskana. Risaeðlan er skipuð þeim Möggu Stínu söngkonu og fiðluleikara, Halldóru Geirharðsdóttur söngkonu og saxafónleikara, Ívari Bongó Ragnarssyni bassaleikara, Þórarni Kristjánssyni trommara og Sigurði Guðmundssyni gítarleikara. Hljómsveitin var stofnuð 1984 og gaf út plötuna Fame and Fossils árið 1990. Sveitin starfaði með hléum næstu árin en gáfu þó út plötuna Efta! árið 1996 og urðu útgáfutónleikar þeirrar plötu að eiginlegum lokatónleikum sveitarinnar. „Það verða að teljast frábær tíðindi fyrir tónlistaráhugafólk, en sveitin þótti með því allra skemmtilegasta og ferskasta í íslenskri tónlist á tíunda áratugnum,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. „Hljómsveitin hefur nú svarað kallinu frá Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði og kemur fram opinberlega í fyrsta sinn eftir tuttugu ára fjarveru. Allir fyrrnefndir liðsmenn sveitarinnar spila með Risaeðlunni um páskana. Það er mikil tilhlökkun í framvarðasveit Aldrei fór ég suður fyrir endurkomu Risaeðlunnar og jafnframt þakklæti í garð hljómsveitarinnar fyrir að taka fyrirpurn okkar um tónleikahald jafn vel og raun varð á.“Úlfur Úlfur og Agent Fresco koma fram Aldrei fór ég suður verður haldin í þrettánda sinn og verður eins og áður á Ísafirði um páskana. Hátíðin hefur stækkað síðustu ár og teygt anga sína um sveitarfélagið, þar sem tónlist og fjölbreyttir viðburðir hafa sett mikinn svip á bæinn. Aðaldagskráin um næstu páska stendur yfir í tvo daga, föstudaginn langa og laugardag þar á eftir og ýmsa hliðardagskrá verður að finna frá miðvikudegi til sunnudags. Fyrstu atriðin sem kynnt eru til sögunnar ásamt Risaeðlunni eru: rappsveitin vinsæla Úlfur Úlfur, Agent Fresco sem eru á mikilli siglingu þessa dagana með nýrri plötu sinni, rokksveitin goðsagnakennda Strigaskór nr. 42 og ísfirska salsarokksveitin Mamma Hestur sem ekki hefur komið saman í árafjöld. „Annað eins á eftir að bætast við á listann og hátíðin ætti því að vera mikið tilhlökkunarefni fyrir tónlistarunnendur. Það er því ekki seinna vænna en að hefja undirbúning heimsóknar til Vestfjarða um páskana í enda marsmánaðar á næsta ári.“ Tónlist Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Hljómsveitin Risaeðlan kemur saman á ný og spilar á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um páskana. Risaeðlan er skipuð þeim Möggu Stínu söngkonu og fiðluleikara, Halldóru Geirharðsdóttur söngkonu og saxafónleikara, Ívari Bongó Ragnarssyni bassaleikara, Þórarni Kristjánssyni trommara og Sigurði Guðmundssyni gítarleikara. Hljómsveitin var stofnuð 1984 og gaf út plötuna Fame and Fossils árið 1990. Sveitin starfaði með hléum næstu árin en gáfu þó út plötuna Efta! árið 1996 og urðu útgáfutónleikar þeirrar plötu að eiginlegum lokatónleikum sveitarinnar. „Það verða að teljast frábær tíðindi fyrir tónlistaráhugafólk, en sveitin þótti með því allra skemmtilegasta og ferskasta í íslenskri tónlist á tíunda áratugnum,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. „Hljómsveitin hefur nú svarað kallinu frá Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði og kemur fram opinberlega í fyrsta sinn eftir tuttugu ára fjarveru. Allir fyrrnefndir liðsmenn sveitarinnar spila með Risaeðlunni um páskana. Það er mikil tilhlökkun í framvarðasveit Aldrei fór ég suður fyrir endurkomu Risaeðlunnar og jafnframt þakklæti í garð hljómsveitarinnar fyrir að taka fyrirpurn okkar um tónleikahald jafn vel og raun varð á.“Úlfur Úlfur og Agent Fresco koma fram Aldrei fór ég suður verður haldin í þrettánda sinn og verður eins og áður á Ísafirði um páskana. Hátíðin hefur stækkað síðustu ár og teygt anga sína um sveitarfélagið, þar sem tónlist og fjölbreyttir viðburðir hafa sett mikinn svip á bæinn. Aðaldagskráin um næstu páska stendur yfir í tvo daga, föstudaginn langa og laugardag þar á eftir og ýmsa hliðardagskrá verður að finna frá miðvikudegi til sunnudags. Fyrstu atriðin sem kynnt eru til sögunnar ásamt Risaeðlunni eru: rappsveitin vinsæla Úlfur Úlfur, Agent Fresco sem eru á mikilli siglingu þessa dagana með nýrri plötu sinni, rokksveitin goðsagnakennda Strigaskór nr. 42 og ísfirska salsarokksveitin Mamma Hestur sem ekki hefur komið saman í árafjöld. „Annað eins á eftir að bætast við á listann og hátíðin ætti því að vera mikið tilhlökkunarefni fyrir tónlistarunnendur. Það er því ekki seinna vænna en að hefja undirbúning heimsóknar til Vestfjarða um páskana í enda marsmánaðar á næsta ári.“
Tónlist Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira