Hvað getur Ísland gert í París? Árni Páll Árnason skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Framundan er stór alþjóðleg ráðstefna um losun gróðurhúsalofttegunda í París, sem gengur undir nafninu COP 21. Á þeirri ráðstefnu er stefnt að því að ná alþjóðlegu samkomulagi til að koma í veg fyrir að hitastig jarðar hækki um meira en 2 gráður vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Nú á að freista þess að semja um reglubundnar athuganir á því hvort ríkin standi við skuldbindingar sínar um minnkun losunar.Engin tækifæri í loftslagsbreytingum Einu sinni var hægt að slá hugmyndinni um hlýnun jarðar upp í brandara: Við hefðum nú ekkert á móti nokkurra gráða hlýnun hér á Íslandi. En alvara málsins er nú öllum ljós. Afleiðingar loftslagsbreytinga sjást nú þegar í breyttu veðurfari, flóðum, uppskerubresti og annars konar hörmungum víða um heim. Og afleiðingarnar verða líka hættulegar hér. Einungis litlar breytingar á hitastigi sjávar geta haft víðtæk áhrif á þá hringrás veðurkerfa sem hingað til hefur gert Ísland byggilegt. Við sjáum nú þegar mikil hættumerki vegna hækkandi hitastigs hér á Norðurslóðum með bráðnun jökla, hækkun sjávar og því sem kannski verður alvarlegast fyrir afkomu okkar: súrnun sjávar. Sjórinn norðan af Íslandi súrnar hratt og hefur það fyrirsjáanleg neikvæð áhrif á lífríki hafsins og framtíð fiskveiða í Norðurhöfum. Það er því rangt sem forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa haldið fram af vafasamri smekkvísi: Það felast engin tækifæri í loftslagsbreytingum, hvorki fyrir Íslendinga né aðra.Hvert verður framlag Íslands? Það er mikilvægt að Ísland verði í fremstu röð þeirra ríkja sem skuldbinda sig til að draga úr losun í París. Við höfum, líkt og ESB og Noregur, lofað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent. Sú skuldbinding þýðir að við verðum draga úr losun um ekki minna en 40 prósent, nema að samið sé um að Ísland leggi minna af mörkum en aðrir og önnur ríki dragi þá hlutfallslega meira úr sinni losun. Þetta þýðir einfaldlega að Ísland verður að leggja sitt af mörkum að fullu í þessu alþjóðlega samkomulagi. En engin áætlun hefur þegar verið birt um hvernig ná megi þessu markmiði. Það vekur sérstakar áhyggjur að gríðarleg fjölgun ferðamanna og þrjú ný áætluð kísilver hafa ekki verið tekin með í losunarbókhald Íslands.Hvar drögum við úr losun? Við verðum því augljóslega að bregðast við með því að minnka losun enn hraðar og með enn kröftugri hætti en flest nágrannaríki, ef við eigum að ná markmiðum okkar. Við getum lagt fram áætlun um að skipta alfarið úr kolefnisorkugjöfum í samgöngum á landi fyrir 2030. Það væri flott skref. Dugar það til? Við getum líka gert áætlun um breytingar á orkunýtingu fiskveiðiflotans og auka þar hratt hlut endurnýjanlegra orkugjafa. Það væru alvöru tölur sem þar bættust við. Við þurfum að huga að leiðum til að minnka losun í flugsamgöngum og hafa þungann í atvinnusköpun annars staðar en í mengandi stóriðju. Fleira? Nú þarf að hugsa stórt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Loftslagsmál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Framundan er stór alþjóðleg ráðstefna um losun gróðurhúsalofttegunda í París, sem gengur undir nafninu COP 21. Á þeirri ráðstefnu er stefnt að því að ná alþjóðlegu samkomulagi til að koma í veg fyrir að hitastig jarðar hækki um meira en 2 gráður vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Nú á að freista þess að semja um reglubundnar athuganir á því hvort ríkin standi við skuldbindingar sínar um minnkun losunar.Engin tækifæri í loftslagsbreytingum Einu sinni var hægt að slá hugmyndinni um hlýnun jarðar upp í brandara: Við hefðum nú ekkert á móti nokkurra gráða hlýnun hér á Íslandi. En alvara málsins er nú öllum ljós. Afleiðingar loftslagsbreytinga sjást nú þegar í breyttu veðurfari, flóðum, uppskerubresti og annars konar hörmungum víða um heim. Og afleiðingarnar verða líka hættulegar hér. Einungis litlar breytingar á hitastigi sjávar geta haft víðtæk áhrif á þá hringrás veðurkerfa sem hingað til hefur gert Ísland byggilegt. Við sjáum nú þegar mikil hættumerki vegna hækkandi hitastigs hér á Norðurslóðum með bráðnun jökla, hækkun sjávar og því sem kannski verður alvarlegast fyrir afkomu okkar: súrnun sjávar. Sjórinn norðan af Íslandi súrnar hratt og hefur það fyrirsjáanleg neikvæð áhrif á lífríki hafsins og framtíð fiskveiða í Norðurhöfum. Það er því rangt sem forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa haldið fram af vafasamri smekkvísi: Það felast engin tækifæri í loftslagsbreytingum, hvorki fyrir Íslendinga né aðra.Hvert verður framlag Íslands? Það er mikilvægt að Ísland verði í fremstu röð þeirra ríkja sem skuldbinda sig til að draga úr losun í París. Við höfum, líkt og ESB og Noregur, lofað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent. Sú skuldbinding þýðir að við verðum draga úr losun um ekki minna en 40 prósent, nema að samið sé um að Ísland leggi minna af mörkum en aðrir og önnur ríki dragi þá hlutfallslega meira úr sinni losun. Þetta þýðir einfaldlega að Ísland verður að leggja sitt af mörkum að fullu í þessu alþjóðlega samkomulagi. En engin áætlun hefur þegar verið birt um hvernig ná megi þessu markmiði. Það vekur sérstakar áhyggjur að gríðarleg fjölgun ferðamanna og þrjú ný áætluð kísilver hafa ekki verið tekin með í losunarbókhald Íslands.Hvar drögum við úr losun? Við verðum því augljóslega að bregðast við með því að minnka losun enn hraðar og með enn kröftugri hætti en flest nágrannaríki, ef við eigum að ná markmiðum okkar. Við getum lagt fram áætlun um að skipta alfarið úr kolefnisorkugjöfum í samgöngum á landi fyrir 2030. Það væri flott skref. Dugar það til? Við getum líka gert áætlun um breytingar á orkunýtingu fiskveiðiflotans og auka þar hratt hlut endurnýjanlegra orkugjafa. Það væru alvöru tölur sem þar bættust við. Við þurfum að huga að leiðum til að minnka losun í flugsamgöngum og hafa þungann í atvinnusköpun annars staðar en í mengandi stóriðju. Fleira? Nú þarf að hugsa stórt.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun