„Var skíthrædd á vellinum“ Sveinn Arnarsson skrifar 14. nóvember 2015 00:54 Anna Lára Sigurðardóttir Vísir/Aðsent Anna Lára Sigurðardóttir var stödd ásamt kærasta sínum á leik Frakklands og Þýskalands á þjóðarleikvangi Frakka, Stade De France, þegar hörmungarnar dundu yfir París. Sprengingar heyrðust í námunda við knattspyrnuvöllinn og fóru þær ekki framhjá áhorfendum. „Þetta voru mjög öflugar sprengingar og okkur leið ekki vel þegar sú fyrri sprakk. En fólk fór að fagna í kringum okkur og þá héldum við að þetta væri bara einvhers konar frönsk hefð. Síðan heyrum við aðra sprengingu og þá var ég eiginlega viss um að þetta væri bara eitthvað sem þeir gerðu í kringum knattspyrnuleiki,“ segir Anna Lára en stuttu seinna hafi síðan fréttirnar borist. „Tengdafaðir minn hringir í okkur þegar við erum á leiknum og segir okkur að það sé eitthvað mikið að gerast í borginni. Þegar við förum svo inn á íslensku fréttasíðurnar sjáum við hvað er í gangi. Svo sjáum við einnig að fleiri í kringum okkur eru að fá þessi skilaboð um að eitthvað sé í gangi,“ segir Anna Lára. Þau þurftu að bíða á veillinum í rúmar fjörutíu mínútur eftir að fá að fara af leikvanginum. Sú bið var erfið að þeirra sögn og hræðslan nokkuð mikil. „Svo fáum við tækifæri á að komast frá leikvanginum og niður í neðanjarðarlestarkerfið til að komast upp á hótel. Ég var alveg skíthrædd að fara af vellinum og niður í neðanjarðarlestina. Maður var öllu rólegri í lestinni en svo hljóp maður bara frá henni og upp á hótel þar sem við erum nú í sjötta hverfinu í París," segir Anna Lára. Anna Lára lýsir því að mikla skelfingu hafi mátt sjá á fólki bæði á leikvangnum og svo á leið að hótelinu. Þó hafi fólk reynt að ræða saman í lestinni en flestir með hugann við að komast heilir heim. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í París, útgöngubann hefur verið sett á í fyrsta skipti frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og öll sjúkrahús borgarinnar vinna samkvæmt neyðarskipulagi. Vitað er að á annað hundrað óbreyttir borgarar voru myrtir í þessum aðgerðum, sem að öllum líkindum voru þaulskipulögð. Hryðjuverkin áttu sér stað á sjö mismunandi stöðum í borginni á sama tíma. Hryðjuverk í París Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Anna Lára Sigurðardóttir var stödd ásamt kærasta sínum á leik Frakklands og Þýskalands á þjóðarleikvangi Frakka, Stade De France, þegar hörmungarnar dundu yfir París. Sprengingar heyrðust í námunda við knattspyrnuvöllinn og fóru þær ekki framhjá áhorfendum. „Þetta voru mjög öflugar sprengingar og okkur leið ekki vel þegar sú fyrri sprakk. En fólk fór að fagna í kringum okkur og þá héldum við að þetta væri bara einvhers konar frönsk hefð. Síðan heyrum við aðra sprengingu og þá var ég eiginlega viss um að þetta væri bara eitthvað sem þeir gerðu í kringum knattspyrnuleiki,“ segir Anna Lára en stuttu seinna hafi síðan fréttirnar borist. „Tengdafaðir minn hringir í okkur þegar við erum á leiknum og segir okkur að það sé eitthvað mikið að gerast í borginni. Þegar við förum svo inn á íslensku fréttasíðurnar sjáum við hvað er í gangi. Svo sjáum við einnig að fleiri í kringum okkur eru að fá þessi skilaboð um að eitthvað sé í gangi,“ segir Anna Lára. Þau þurftu að bíða á veillinum í rúmar fjörutíu mínútur eftir að fá að fara af leikvanginum. Sú bið var erfið að þeirra sögn og hræðslan nokkuð mikil. „Svo fáum við tækifæri á að komast frá leikvanginum og niður í neðanjarðarlestarkerfið til að komast upp á hótel. Ég var alveg skíthrædd að fara af vellinum og niður í neðanjarðarlestina. Maður var öllu rólegri í lestinni en svo hljóp maður bara frá henni og upp á hótel þar sem við erum nú í sjötta hverfinu í París," segir Anna Lára. Anna Lára lýsir því að mikla skelfingu hafi mátt sjá á fólki bæði á leikvangnum og svo á leið að hótelinu. Þó hafi fólk reynt að ræða saman í lestinni en flestir með hugann við að komast heilir heim. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í París, útgöngubann hefur verið sett á í fyrsta skipti frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og öll sjúkrahús borgarinnar vinna samkvæmt neyðarskipulagi. Vitað er að á annað hundrað óbreyttir borgarar voru myrtir í þessum aðgerðum, sem að öllum líkindum voru þaulskipulögð. Hryðjuverkin áttu sér stað á sjö mismunandi stöðum í borginni á sama tíma.
Hryðjuverk í París Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira