Alfreð og félagar í flottum málum | Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 22:00 Felipe Pardo fagnar hér sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/EPA Alfreð Finnbogason og félagar í gríska liðinu Olympiakos eru í mjög góðum málum í sínum riðli í Meistaradeildinni í fótbolta eftir endurkomusigur í kvöld. Rússneska liðið Zenit St. Petersburg tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum með því að vinna 2-0 útisigur á Lyon en Valencia mistókst að gulltryggja sitt sæti í sama riðli þegar liðið tapaði á móti belgíska liðinu Gent. Alfreð Finnbogason kom inná sem varamaður á 81. mínútu í 2-1 heimasigri Olympiakos á móti Dinamo Zagreb. Staðan var 1-1 þegar Alfreð kom við sögu en Dinamo Zagreb komst í 1-0 og var yfir í 44 mínútur. Felipe Pardo var hetja Olympiakos í leiknum en þessi 25 ára gamli Kólumbíumaður skoraði bæði mörk liðsins þar á meðal sigurmarkið á lokamínútunni.Bayern München rúllaði yfir Arsenal, 5-1, á sama tíma en þau úrslit komu sér mjög vel fyrir Alfreð og félaga. Olympiakos er þar með níu stig eins og topplið Bayern München og næstu lið, Dinamo Zagreb og Arsenal, eru bæði sex stigum á eftir þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Chelsea komst upp í annað sætið í sínum riðli eftir að Willian tryggði liðinu 2-1 sigur á Dynamo Kiev með frábæru marki beint úr aukaspyrnu. Chelsea er með tveimur stigum minna en topplið Porto en hefur tveggja stiga forskot á Dynamo Kiev. Barcelona er svo gott sem komið áfram eftir 3-0 heimasigur á BATE Borisov en liðið hefur fimm stiga forskot á Roma og sex stiga forskot á Bayer Leverkusen. Roma vann 3-2 sigur á Bayer Leverkusen í kvöld í frábærum leik en Miralem Pjanic skoraði sigurmark Roma eftir að þýska liðið hafði unnið upp tveggja marka forskot. Þetta var annar frábæri leikur liðanna í röð en liðin gerðu 4-4 jafntefli þegar þau mættust í síðustu umferð í Þýskalandi. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðill:Barcelona - BATE Borisov 3-0 1-0 Neymar, víti (30.) 2-0 Luis Suárez (60.), 3-0 Neymar (82.)Roma - Bayer Leverkusen 3-2 1-0 Mohamed Salah (2.), 2-0 Edin Dzeko (29.), 2-1 Admir Mehmedi (46.), 2-2 Javier Hernández (51.), 3-2 Miralem Pjanic, víti (80.).F-riðillBayern München - Arsenal 5-1 1-0 Robert Lewandowski (10.), 2-0 Thomas Müller (29.), 3-0 David Alaba (44.), 4-0 Arjen Robben (55.), 4-1 Olivier Giroud (69.), 5-1 Thomas Müller (89.)Olympiakos - Dinamo Zagreb 2-1 0-1 Armin Hodzic (21.), 1-1 Felipe Pardo (65.), 2-1 Felipe Pardo (90.). Alfreð Finnbogason kom inná sem varamaður á 81. mínútu og Olympiakos skoraði sigurmarkið níu mínútum síðar.G-riðillChelsea - Dynamo Kiev 2-1 1-0 Sjálfsmark Aleksandar Dragovic (34.), 1-1 Aleksandar Dragovic (78.), 2-1 Willian (83.)Maccabi Tel Aviv - Porto 1-3 0-1 Cristian Tello (19.), 0-2 André André (50.), 0-3 Miguel Layún (72.), 1-3 Eran Zahavi (75.)H-riðillGent - Valencia 1-0 1-0 Sven Kums (49.)Lyon - Zenit St. Petersburg 0-2 0-1 Artyom Dzyuba (25.), 0-2 Artyom Dzyuba (57.)Stig liðanna í E-riðlinum: Barcelona 10, Roma 5, Leverkusen 4, Bate 3.Stig liðanna í F-riðlinum: Bayern 9, Olympiakos 9, Zagreb 3, Arsenal 3Stig liðanna í G-riðlinum: Porto 10, Chelsea 7, Kiev 5, Maccabi 0Stig liðanna í H-riðlinum: Zenit 12, Valencia 6, Gent 4, Lyon 1. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Sjá meira
Alfreð Finnbogason og félagar í gríska liðinu Olympiakos eru í mjög góðum málum í sínum riðli í Meistaradeildinni í fótbolta eftir endurkomusigur í kvöld. Rússneska liðið Zenit St. Petersburg tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum með því að vinna 2-0 útisigur á Lyon en Valencia mistókst að gulltryggja sitt sæti í sama riðli þegar liðið tapaði á móti belgíska liðinu Gent. Alfreð Finnbogason kom inná sem varamaður á 81. mínútu í 2-1 heimasigri Olympiakos á móti Dinamo Zagreb. Staðan var 1-1 þegar Alfreð kom við sögu en Dinamo Zagreb komst í 1-0 og var yfir í 44 mínútur. Felipe Pardo var hetja Olympiakos í leiknum en þessi 25 ára gamli Kólumbíumaður skoraði bæði mörk liðsins þar á meðal sigurmarkið á lokamínútunni.Bayern München rúllaði yfir Arsenal, 5-1, á sama tíma en þau úrslit komu sér mjög vel fyrir Alfreð og félaga. Olympiakos er þar með níu stig eins og topplið Bayern München og næstu lið, Dinamo Zagreb og Arsenal, eru bæði sex stigum á eftir þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Chelsea komst upp í annað sætið í sínum riðli eftir að Willian tryggði liðinu 2-1 sigur á Dynamo Kiev með frábæru marki beint úr aukaspyrnu. Chelsea er með tveimur stigum minna en topplið Porto en hefur tveggja stiga forskot á Dynamo Kiev. Barcelona er svo gott sem komið áfram eftir 3-0 heimasigur á BATE Borisov en liðið hefur fimm stiga forskot á Roma og sex stiga forskot á Bayer Leverkusen. Roma vann 3-2 sigur á Bayer Leverkusen í kvöld í frábærum leik en Miralem Pjanic skoraði sigurmark Roma eftir að þýska liðið hafði unnið upp tveggja marka forskot. Þetta var annar frábæri leikur liðanna í röð en liðin gerðu 4-4 jafntefli þegar þau mættust í síðustu umferð í Þýskalandi. Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðill:Barcelona - BATE Borisov 3-0 1-0 Neymar, víti (30.) 2-0 Luis Suárez (60.), 3-0 Neymar (82.)Roma - Bayer Leverkusen 3-2 1-0 Mohamed Salah (2.), 2-0 Edin Dzeko (29.), 2-1 Admir Mehmedi (46.), 2-2 Javier Hernández (51.), 3-2 Miralem Pjanic, víti (80.).F-riðillBayern München - Arsenal 5-1 1-0 Robert Lewandowski (10.), 2-0 Thomas Müller (29.), 3-0 David Alaba (44.), 4-0 Arjen Robben (55.), 4-1 Olivier Giroud (69.), 5-1 Thomas Müller (89.)Olympiakos - Dinamo Zagreb 2-1 0-1 Armin Hodzic (21.), 1-1 Felipe Pardo (65.), 2-1 Felipe Pardo (90.). Alfreð Finnbogason kom inná sem varamaður á 81. mínútu og Olympiakos skoraði sigurmarkið níu mínútum síðar.G-riðillChelsea - Dynamo Kiev 2-1 1-0 Sjálfsmark Aleksandar Dragovic (34.), 1-1 Aleksandar Dragovic (78.), 2-1 Willian (83.)Maccabi Tel Aviv - Porto 1-3 0-1 Cristian Tello (19.), 0-2 André André (50.), 0-3 Miguel Layún (72.), 1-3 Eran Zahavi (75.)H-riðillGent - Valencia 1-0 1-0 Sven Kums (49.)Lyon - Zenit St. Petersburg 0-2 0-1 Artyom Dzyuba (25.), 0-2 Artyom Dzyuba (57.)Stig liðanna í E-riðlinum: Barcelona 10, Roma 5, Leverkusen 4, Bate 3.Stig liðanna í F-riðlinum: Bayern 9, Olympiakos 9, Zagreb 3, Arsenal 3Stig liðanna í G-riðlinum: Porto 10, Chelsea 7, Kiev 5, Maccabi 0Stig liðanna í H-riðlinum: Zenit 12, Valencia 6, Gent 4, Lyon 1.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Sjá meira