Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Víkingur 31-19 | Magnaður seinni hálfleikur Hauka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2015 20:45 Morkunas var frábær í kvöld. Vísir/Stefán Haukar komust upp í 2. sæti Olís-deildar karla í handbolta eftir 31-19 stórsigur á nýliðum Víkings í kvöld. Framan af leik benti fátt til þess að Íslandsmeistararnir myndu vinna jafn öruggan sigur og raun bar vitni en þegar 20 mínútur voru eftir var staðan 16-17, Víkingum í vil. Þá skellti Giedrius Morkunas í lás í marki Hauka og dró vígtennurnar, endajaxlana og barnatennurnar úr sóknarmönnum gestanna sem skoruðu aðeins tvö mörk það sem eftir lifði leiks. Á meðan gerðu Haukar 15 mörk, mörg hver eftir hraðaupphlaup, og sigldu sigrinum örugglega í höfn. Morkunas varði alls 20 skot í kvöld, eða 69% þeirra skota sem hann fékk á sig. Og Litháinn náði þessum ótrúlegu tölum þrátt fyrir að hafa bara spilað í 45 mínútur. Adam Haukur Baumruk og Janus Daði Smárason voru í aðalhlutverkum í sóknarleik Hauka. Adam var heitur í kvöld og skoraði 10 mörk úr aðeins 12 skotum og Janus var með átta mörk, þar af tvö af vítalínunni. Víkingar, sem sitja í botnsæti deildarinnar, spiluðu fyrri hálfleikinn ljómandi vel, þá sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar. Daníel Ingi Guðmundsson gaf tóninn í Víkingssókninni og skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum gestanna sem áttu auðvelt með að leysa vörn Hauka lengst af fyrri hálfleiks. Grétar Ari Guðjónsson byrjaði í marki Hauka en fann sig ekki. Sömu sögu var að segja af Magnúsi Erlendssyni í marki Víkinga en hann lifnaði heldur betur til lífsins um miðjan fyrri hálfleik og varði alls 11 skot (44%) í honum. Annars var það Karolis Stropus, Lithái í liði Víkingi, sem átti sviðið í fyrri hálfleik. Hann leit vel út gegn Val í síðustu umferð, í sínum fyrsta leik með Fossvogsliðinu, og hann var hreinlega óstöðvandi í kvöld. Stropus skoraði átta af 14 mörkum Víkinga í fyrri hálfleik, úr aðeins 11 skotum. Víkingar breyttu stöðunni úr 9-8 í 9-11 og náðu svo aftur tveggja marka forystu, 10-12, þegar Bjartur Guðmundsson skoraði fyrsta og eina mark í kvöld. En þá þéttu Haukar vörnina, Giedrius tók nokkur skot í markinu og þeir luku fyrri hálfleiknum á 4-2 spretti. Sóknarleikur Víkings gekk verr eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn en Stropus virtist þó alltaf getað galdrað mörk fram úr erminni. Hann skoraði t.a.m. tvö síðustu mörk Víkinga í fyrri hálfleik, bæði eftir að sóknir liðsins voru komnar í öngstræti. Staðan var jöfn í hálfleik, 14-14. Víkingar héldu uppteknum hætti frá því í fyrri hálfleik og spiluðu áfram vel. En í stöðunni 16-17 hlupu þeir á vegg. Giedrius varði allt sem á markið kom og fyrir vikið fengu Haukar fullt af hraðaupphlaupum. Níu af 15 síðustu mörkum Hafnfirðinga komu eftir hraðaupphlaup, en hægri hornamaðurinn Brynjólfur Snær Brynjólfsson skoraði fimm þeirra. Haukar tóku Stropus fastari tökum í vörninni og neyddu örvhentu skyttur Víkings frekar til að skjóta með góðum árangri. Atli Karl Bachmann og Einar Gauti Ólafsson, hægri skyttur Víkings, voru aðeins með eitt mark í kvöld úr samtals 12 skotum. Eftir því sem lengra leið á seinni hálfleikinn urðu Víkingar örvæntingafyllri, hættu að horfa á markið og gátu litla björg sér veitt. Á endanum munaði 12 mörkum á liðunum, 31-19, en Haukar unnu seinni hálfleikinn 17-5.Adam Haukur: Þetta var keppni Litháanna Adam Haukur Baumruk brosti breitt eftir 12 marka sigur Hauka, 31-19, á Víkingum í kvöld. Fátt benti til stórsigurs Hafnfirðinga framan af leik en þegar 20 mínútur voru eftir að leiknum var staðan 16-17, Víkingum í vil. "Þetta leit ekki vel út í byrjun. Við vorum aftarlega í vörninni og nýi Litháinn hjá þeim (Karolis Stropus) komst alltof nálægt markinu og skoraði léttilega," sagði Adam en það var síðan annar Lithái, Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, sem skellti í lás í seinni hálfleik og lagði grunninn að sigri Íslandsmeistaranna. "Við getum sagt að þetta hafi verið keppni Litháanna í dag," sagði Adam í léttum dúr. "Goggi kom sterkur inn, ég er sáttur með hann. Vörnin var betri í seinni hálfleik og þá fengum við hraðaupphlaupin," sagði Adam. Haukar spiluðu tvo Evrópuleiki um helgina og Adam sagðist hafa fundið fyrir þreytu undir lok leiksins í kvöld. "Ég fann ekki fyrir mikilli þreytu en lappirnar byrjuðu aðeins að þyngjast þegar það voru komnar 50 mínútur á klukkuna," sagði Adam sem átti flottan leik í kvöld og skoraði 10 mörk úr aðeins 12 skotum. "Ég fann mig ágætlega í sókninni en vörnin hefði getað verið betri á köflum. Þeir voru aftarlega í vörninni og ég fékk flugbrautina mína og náði að setja nokkur mörk," sagði Adam sem er að komast aftur á fulla ferð eftir meiðsli í upphafi tímabils. "Þetta er búið að ganga ágætlega, svona upp og niður, en ég er allur að koma til," sagði Adam að endingu.Ágúst: Alltof fáir að skora í kvöld "Við vorum virkilega góðir í 40 mínútur og þá sérstaklega í sókninni en svo hættum við að skora og varnarleikurinn var ekki nógu góður. Við töpuðum stöðunni maður á mann og vorum ekki nógu snöggir til baka. "Botninn datt bara úr þessu," sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir 12 marka tap fyrir Íslandsmeisturum Hauka í kvöld. Nýliðarnir spiluðum lengstum vel í kvöld og þegar 20 mínútur lifðu leiks voru Víkingar yfir, 16-17. En þá skellti Giedrius Morkunas í lás í marki Hauka sem unnu síðustu 20 mínútur leiksins 15-2. "Haukar eru með eitt besta lið landsins og við erum kannski brothættir. Það vantar einn okkar besta mann," sagði Ágúst og átti þar við Jóhann Reyni Gunnlaugsson sem verður frá í a.m.k. sex vikur vegna meiðsla. "Við vorum góðir í 40 mínútur og sýndum hvað við getum gert en síðustu 20 mínúturnar voru alltof slakar. Við þurfum að vera betri og fá framlag frá fleiri mönnum. Það voru alltof fáir að skora í kvöld og við vorum með lélega skotnýtingu. "Það var ekki eins og við værum að gera mikið af tæknifeilum heldur vorum við bara að skjóta mjög illa. Við þurfum að laga það," sagði Ágúst sem fannst tapið alltof stórt. "Við erum mjög ósáttir með að tapa með 12 mörkum í stað 6-8 marka. Við gáfum of mikið eftir," sagði Ágúst að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Haukar komust upp í 2. sæti Olís-deildar karla í handbolta eftir 31-19 stórsigur á nýliðum Víkings í kvöld. Framan af leik benti fátt til þess að Íslandsmeistararnir myndu vinna jafn öruggan sigur og raun bar vitni en þegar 20 mínútur voru eftir var staðan 16-17, Víkingum í vil. Þá skellti Giedrius Morkunas í lás í marki Hauka og dró vígtennurnar, endajaxlana og barnatennurnar úr sóknarmönnum gestanna sem skoruðu aðeins tvö mörk það sem eftir lifði leiks. Á meðan gerðu Haukar 15 mörk, mörg hver eftir hraðaupphlaup, og sigldu sigrinum örugglega í höfn. Morkunas varði alls 20 skot í kvöld, eða 69% þeirra skota sem hann fékk á sig. Og Litháinn náði þessum ótrúlegu tölum þrátt fyrir að hafa bara spilað í 45 mínútur. Adam Haukur Baumruk og Janus Daði Smárason voru í aðalhlutverkum í sóknarleik Hauka. Adam var heitur í kvöld og skoraði 10 mörk úr aðeins 12 skotum og Janus var með átta mörk, þar af tvö af vítalínunni. Víkingar, sem sitja í botnsæti deildarinnar, spiluðu fyrri hálfleikinn ljómandi vel, þá sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar. Daníel Ingi Guðmundsson gaf tóninn í Víkingssókninni og skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum gestanna sem áttu auðvelt með að leysa vörn Hauka lengst af fyrri hálfleiks. Grétar Ari Guðjónsson byrjaði í marki Hauka en fann sig ekki. Sömu sögu var að segja af Magnúsi Erlendssyni í marki Víkinga en hann lifnaði heldur betur til lífsins um miðjan fyrri hálfleik og varði alls 11 skot (44%) í honum. Annars var það Karolis Stropus, Lithái í liði Víkingi, sem átti sviðið í fyrri hálfleik. Hann leit vel út gegn Val í síðustu umferð, í sínum fyrsta leik með Fossvogsliðinu, og hann var hreinlega óstöðvandi í kvöld. Stropus skoraði átta af 14 mörkum Víkinga í fyrri hálfleik, úr aðeins 11 skotum. Víkingar breyttu stöðunni úr 9-8 í 9-11 og náðu svo aftur tveggja marka forystu, 10-12, þegar Bjartur Guðmundsson skoraði fyrsta og eina mark í kvöld. En þá þéttu Haukar vörnina, Giedrius tók nokkur skot í markinu og þeir luku fyrri hálfleiknum á 4-2 spretti. Sóknarleikur Víkings gekk verr eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn en Stropus virtist þó alltaf getað galdrað mörk fram úr erminni. Hann skoraði t.a.m. tvö síðustu mörk Víkinga í fyrri hálfleik, bæði eftir að sóknir liðsins voru komnar í öngstræti. Staðan var jöfn í hálfleik, 14-14. Víkingar héldu uppteknum hætti frá því í fyrri hálfleik og spiluðu áfram vel. En í stöðunni 16-17 hlupu þeir á vegg. Giedrius varði allt sem á markið kom og fyrir vikið fengu Haukar fullt af hraðaupphlaupum. Níu af 15 síðustu mörkum Hafnfirðinga komu eftir hraðaupphlaup, en hægri hornamaðurinn Brynjólfur Snær Brynjólfsson skoraði fimm þeirra. Haukar tóku Stropus fastari tökum í vörninni og neyddu örvhentu skyttur Víkings frekar til að skjóta með góðum árangri. Atli Karl Bachmann og Einar Gauti Ólafsson, hægri skyttur Víkings, voru aðeins með eitt mark í kvöld úr samtals 12 skotum. Eftir því sem lengra leið á seinni hálfleikinn urðu Víkingar örvæntingafyllri, hættu að horfa á markið og gátu litla björg sér veitt. Á endanum munaði 12 mörkum á liðunum, 31-19, en Haukar unnu seinni hálfleikinn 17-5.Adam Haukur: Þetta var keppni Litháanna Adam Haukur Baumruk brosti breitt eftir 12 marka sigur Hauka, 31-19, á Víkingum í kvöld. Fátt benti til stórsigurs Hafnfirðinga framan af leik en þegar 20 mínútur voru eftir að leiknum var staðan 16-17, Víkingum í vil. "Þetta leit ekki vel út í byrjun. Við vorum aftarlega í vörninni og nýi Litháinn hjá þeim (Karolis Stropus) komst alltof nálægt markinu og skoraði léttilega," sagði Adam en það var síðan annar Lithái, Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, sem skellti í lás í seinni hálfleik og lagði grunninn að sigri Íslandsmeistaranna. "Við getum sagt að þetta hafi verið keppni Litháanna í dag," sagði Adam í léttum dúr. "Goggi kom sterkur inn, ég er sáttur með hann. Vörnin var betri í seinni hálfleik og þá fengum við hraðaupphlaupin," sagði Adam. Haukar spiluðu tvo Evrópuleiki um helgina og Adam sagðist hafa fundið fyrir þreytu undir lok leiksins í kvöld. "Ég fann ekki fyrir mikilli þreytu en lappirnar byrjuðu aðeins að þyngjast þegar það voru komnar 50 mínútur á klukkuna," sagði Adam sem átti flottan leik í kvöld og skoraði 10 mörk úr aðeins 12 skotum. "Ég fann mig ágætlega í sókninni en vörnin hefði getað verið betri á köflum. Þeir voru aftarlega í vörninni og ég fékk flugbrautina mína og náði að setja nokkur mörk," sagði Adam sem er að komast aftur á fulla ferð eftir meiðsli í upphafi tímabils. "Þetta er búið að ganga ágætlega, svona upp og niður, en ég er allur að koma til," sagði Adam að endingu.Ágúst: Alltof fáir að skora í kvöld "Við vorum virkilega góðir í 40 mínútur og þá sérstaklega í sókninni en svo hættum við að skora og varnarleikurinn var ekki nógu góður. Við töpuðum stöðunni maður á mann og vorum ekki nógu snöggir til baka. "Botninn datt bara úr þessu," sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, eftir 12 marka tap fyrir Íslandsmeisturum Hauka í kvöld. Nýliðarnir spiluðum lengstum vel í kvöld og þegar 20 mínútur lifðu leiks voru Víkingar yfir, 16-17. En þá skellti Giedrius Morkunas í lás í marki Hauka sem unnu síðustu 20 mínútur leiksins 15-2. "Haukar eru með eitt besta lið landsins og við erum kannski brothættir. Það vantar einn okkar besta mann," sagði Ágúst og átti þar við Jóhann Reyni Gunnlaugsson sem verður frá í a.m.k. sex vikur vegna meiðsla. "Við vorum góðir í 40 mínútur og sýndum hvað við getum gert en síðustu 20 mínúturnar voru alltof slakar. Við þurfum að vera betri og fá framlag frá fleiri mönnum. Það voru alltof fáir að skora í kvöld og við vorum með lélega skotnýtingu. "Það var ekki eins og við værum að gera mikið af tæknifeilum heldur vorum við bara að skjóta mjög illa. Við þurfum að laga það," sagði Ágúst sem fannst tapið alltof stórt. "Við erum mjög ósáttir með að tapa með 12 mörkum í stað 6-8 marka. Við gáfum of mikið eftir," sagði Ágúst að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira