Hamilton: Ég hugsaði svo oft að ég væri búinn að tapa keppninni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. október 2015 21:51 Lewis Hamilton var gríðarlega kátur eftir keppnina. Vísir/Getty Lewis Hamilton kom í mark sem þrefaldur heimsmeistari í Texas eftir mikla spennu í keppninni og mikil átök við náttúruöflin um helgina. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég elska liðið mitt, ég hefði aldrei getað gert þetta án ykkar. Takk fyrir stuðninginn. Ég vil þakka föður mínum og fjölskyldu sem hafa fórnað ýmsu til að koma mér hingað. Ég hugsaði svo oft að ég væri búinn að tapa keppninni,“ sagði Lewis Hamilton þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1. „Ég er auðvitað vonsvikinn. Ég veit ekki hvað klikkað. Ég vil þakka áhorfendum hér fyrir að halda út í rigningunni,“ sagði Nico Rosberg á verðlaunapallinum, hann var ekki reiðubúinn til að taka þátt í gleðinni með Hamilton. Rosberg hefur væntanlega verið að fara yfir mistökin sem kostuðu hann nánast unna keppni. Hann spólaði og missti Hamilton fram úr sér undir lokin. „Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður, svona spól. Ég var í góðum gír og ég veit ekkert hvernig þetta gerðist. Ég vil meina að Lewis hafi snert mig í fyrstu beygju en ég veit ekki hvað ég má segja núna,“ bætti grautfúll Rosberg við. Rosberg var að minnsta kosti ekki í skapi til að láta Hamilton kasta til sín derhúfunni sem Rosberg átti að vera með á verðlaunapallinum. Hann henti henni til baka í Hamilton. „Við erum að nálgast Mercedes en ég vil óska Lewis til hamingju, við verðum þarna á næsta ári. Það er ekki gaman að standa hérna þegar ég get ekki orðið meistari lengur. Þetta var samt skemmtileg keppni,“ sagði Sebastian Vettel á verðlaunapallinum.Kampavínið smakkast væntanlega býsna vel úr þessum bikar.Vísir/Getty„Ég get ekki kvartað, þetta var besta keppni sem ég hef séð. Núna er hann orðinn eins góður og ég,“ sagði Niki Lauda í léttum tón. Hann bætti svo við að Hamilton eigi eftir að vinna fleiri titla. „Þetta er agjörlega liðssigur, það standa 1200 manns á bak við liðið. Ég er ekki búinn að tala við Nico (Rosberg) en ég fer að reyna að kæta hann. Auðvitað er hann vonsvikinn. Það voru svo margar breytur í þessari keppni. Það var svo margt sem réð úrslitunum,“ sagði Toto Wolff, keppnisstjóri Mercedes. „Það þarf svo margt að smella saman til að láta Formúlu 1 liði ganga vel. Við höfum mikið af gríðarlega kláru fólki hjá okkur sem hefur gert gríðarlega vel til að gera bílinn svona góðan. Lewis væri ekki þar sem hann er ef Nico væri ekki í liðinu,“ sagði Paddy Lowe, tæknistjóri Mercedes.Nico Rosberg var sigraður maður eftir keppnina og allt annað en kátur. Aðallega fúll yfir eigin mistökum.Vísir/Getty„Allir góðir ökumenn aka á sama máta, þeir eru alltaf að læra og þeir aðlaga sig aðstæðum sem þeir eru kannski ekki ánægðir með. Lewis er núna farinn að aðlaga sig. Hann er að þroskast. Hann er alltaf spennandi að fylgjast með,“ sagði Jackie Stewart, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1. Formúla Tengdar fréttir Nico Rosberg fljótastur á æfingu Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Seinni æfingunni var aflýst vegna veðurs. 23. október 2015 22:21 Rosberg á ráspól í rigningunni í Texas Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól, liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 25. október 2015 14:52 Tímatökunni í Texas frestað vegna veðurs Fellibylurinn Patricia lét finna fyrir sér í Austin í Texas. Rigningin sem fylgdi Patricia gerði það að verkum að ómögulegt var að senda Formúlu 1 bíla út á brautina. 24. október 2015 21:09 Hamilton: Það var mjög gaman hjá okkur öllum Nico Rosberg náði ráspól á blautri braut í Texas. Keppnin á eftir verður afar spennandi enda gæti Lewis Hamilton tryggt sér heimsmeistaratitil ökumanna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. október 2015 15:44 Lewis Hamilton vann og varð heimsmeistari Lewis Hamilton á Mercedes varð heimsmeistari ökumanna 205 þegar hann kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Hann tryggði sér sinn þriðja heimsmeistaratitil. Hamilton er fyrsti Bretinn til að verja heimsmeistaratitil sinn. 25. október 2015 20:58 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton kom í mark sem þrefaldur heimsmeistari í Texas eftir mikla spennu í keppninni og mikil átök við náttúruöflin um helgina. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég elska liðið mitt, ég hefði aldrei getað gert þetta án ykkar. Takk fyrir stuðninginn. Ég vil þakka föður mínum og fjölskyldu sem hafa fórnað ýmsu til að koma mér hingað. Ég hugsaði svo oft að ég væri búinn að tapa keppninni,“ sagði Lewis Hamilton þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1. „Ég er auðvitað vonsvikinn. Ég veit ekki hvað klikkað. Ég vil þakka áhorfendum hér fyrir að halda út í rigningunni,“ sagði Nico Rosberg á verðlaunapallinum, hann var ekki reiðubúinn til að taka þátt í gleðinni með Hamilton. Rosberg hefur væntanlega verið að fara yfir mistökin sem kostuðu hann nánast unna keppni. Hann spólaði og missti Hamilton fram úr sér undir lokin. „Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður, svona spól. Ég var í góðum gír og ég veit ekkert hvernig þetta gerðist. Ég vil meina að Lewis hafi snert mig í fyrstu beygju en ég veit ekki hvað ég má segja núna,“ bætti grautfúll Rosberg við. Rosberg var að minnsta kosti ekki í skapi til að láta Hamilton kasta til sín derhúfunni sem Rosberg átti að vera með á verðlaunapallinum. Hann henti henni til baka í Hamilton. „Við erum að nálgast Mercedes en ég vil óska Lewis til hamingju, við verðum þarna á næsta ári. Það er ekki gaman að standa hérna þegar ég get ekki orðið meistari lengur. Þetta var samt skemmtileg keppni,“ sagði Sebastian Vettel á verðlaunapallinum.Kampavínið smakkast væntanlega býsna vel úr þessum bikar.Vísir/Getty„Ég get ekki kvartað, þetta var besta keppni sem ég hef séð. Núna er hann orðinn eins góður og ég,“ sagði Niki Lauda í léttum tón. Hann bætti svo við að Hamilton eigi eftir að vinna fleiri titla. „Þetta er agjörlega liðssigur, það standa 1200 manns á bak við liðið. Ég er ekki búinn að tala við Nico (Rosberg) en ég fer að reyna að kæta hann. Auðvitað er hann vonsvikinn. Það voru svo margar breytur í þessari keppni. Það var svo margt sem réð úrslitunum,“ sagði Toto Wolff, keppnisstjóri Mercedes. „Það þarf svo margt að smella saman til að láta Formúlu 1 liði ganga vel. Við höfum mikið af gríðarlega kláru fólki hjá okkur sem hefur gert gríðarlega vel til að gera bílinn svona góðan. Lewis væri ekki þar sem hann er ef Nico væri ekki í liðinu,“ sagði Paddy Lowe, tæknistjóri Mercedes.Nico Rosberg var sigraður maður eftir keppnina og allt annað en kátur. Aðallega fúll yfir eigin mistökum.Vísir/Getty„Allir góðir ökumenn aka á sama máta, þeir eru alltaf að læra og þeir aðlaga sig aðstæðum sem þeir eru kannski ekki ánægðir með. Lewis er núna farinn að aðlaga sig. Hann er að þroskast. Hann er alltaf spennandi að fylgjast með,“ sagði Jackie Stewart, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1.
Formúla Tengdar fréttir Nico Rosberg fljótastur á æfingu Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Seinni æfingunni var aflýst vegna veðurs. 23. október 2015 22:21 Rosberg á ráspól í rigningunni í Texas Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól, liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 25. október 2015 14:52 Tímatökunni í Texas frestað vegna veðurs Fellibylurinn Patricia lét finna fyrir sér í Austin í Texas. Rigningin sem fylgdi Patricia gerði það að verkum að ómögulegt var að senda Formúlu 1 bíla út á brautina. 24. október 2015 21:09 Hamilton: Það var mjög gaman hjá okkur öllum Nico Rosberg náði ráspól á blautri braut í Texas. Keppnin á eftir verður afar spennandi enda gæti Lewis Hamilton tryggt sér heimsmeistaratitil ökumanna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. október 2015 15:44 Lewis Hamilton vann og varð heimsmeistari Lewis Hamilton á Mercedes varð heimsmeistari ökumanna 205 þegar hann kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Hann tryggði sér sinn þriðja heimsmeistaratitil. Hamilton er fyrsti Bretinn til að verja heimsmeistaratitil sinn. 25. október 2015 20:58 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nico Rosberg fljótastur á æfingu Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Seinni æfingunni var aflýst vegna veðurs. 23. október 2015 22:21
Rosberg á ráspól í rigningunni í Texas Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól, liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 25. október 2015 14:52
Tímatökunni í Texas frestað vegna veðurs Fellibylurinn Patricia lét finna fyrir sér í Austin í Texas. Rigningin sem fylgdi Patricia gerði það að verkum að ómögulegt var að senda Formúlu 1 bíla út á brautina. 24. október 2015 21:09
Hamilton: Það var mjög gaman hjá okkur öllum Nico Rosberg náði ráspól á blautri braut í Texas. Keppnin á eftir verður afar spennandi enda gæti Lewis Hamilton tryggt sér heimsmeistaratitil ökumanna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 25. október 2015 15:44
Lewis Hamilton vann og varð heimsmeistari Lewis Hamilton á Mercedes varð heimsmeistari ökumanna 205 þegar hann kom fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Hann tryggði sér sinn þriðja heimsmeistaratitil. Hamilton er fyrsti Bretinn til að verja heimsmeistaratitil sinn. 25. október 2015 20:58