Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Grótta 21-27 | Nýliðarnir sóttu tvö stig norður Stefán Guðnason skrifar 12. október 2015 21:15 Daði Laxdal Gautason skoraði þrjú mörk fyrir Gróttu í kvöld. vísir/vilhelm Akureyri mætti Gróttu norður á Akureyri nú í kvöld. Akureyri hafði unnið síðustu tvo leiki gegn Fram og Víking á meðan Grótta hafði ekki unnið leik síðan í 2. umferð gegn FH. Sem jafnframt var þeirra eini sigurleikur í vetur. Grótta hafði góðan sigur, 27-21. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Grótta kom ekki alla leið til Akureyrar til að vera einhverjir áhorfendur. Þeir buðu upp á króatísku útgáfuna af 5-1 vörninni og reyndist sú vörn Akureyringum ákaflega erfið. Heimamenn gerðu sig seka um sæg af mistökum sóknarlega sem kostaði þá nær alltaf hraðaupphlaupsmark í bakið. Til marks um það komu fyrstu fimm mörk Gróttu úr hraðaupphlaupi eftir mistök Akureyringa í sókninni. Þegar Akureyri náði að stilla upp í vörn áttu Gróttu menn þó fá svör og þegar þau komu var Hreiðar vandanum vaxinn fyrir aftan sterka 6-0 vörn heimamanna. Þrátt fyrir góða vörn og markvörslu í fyrri hálfleik var sóknarleikur heimamanna það mistækur að það hafði lítil áhrif á Gróttu að ná ekki að skora upp úr uppstilltum sóknarleik. Jafnvel þegar að Þráinn Orri Jónsson fékk beint rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik virtist það ekki slá þá út af laginu. Ef eitthvað efldust gestirnir við rauða spjaldið. Hraðaupphlaupin og ákveðnin varnarlega hreinlega kafsigldu Akureyringa í fyrri hálfleik og fyrir vikið fóru Gróttumenn með verðskuldaða fimm marka forystu inn í hálfleik. Seinni hálfleikur spilaðist ekki ósvipað og sá fyrri. Hart var tekist á og mikið um brottrekstra og pústra. Varnirnar fóru þó að opnast meira en Gróttumenn alltaf skrefi á undan. Gróttumenn virtust ætla að stinga Akureyri af í byrjun síðari hálfleiks og náðu mest sjö marka forystu, 9-16. Akureyringar bitu þó frá sér og minnkuðu muninn í fjögur mörk þegar sex mínútur voru eftir. Þrátt fyrir tvö tækifæri til að minnka í þrjú tókst þeim það þó ekki og munaði miklu um innkomu Lárusar Gunnarssonar í mark Gróttu um miðjan seinni hálfleik. Markvörðurinn ungi varði fimm skot, hvert öðru mikilvægara og innsiglaði sigur Gróttumanna með því að verja þrjú síðustu skot Akureyringa í leiknum sem öll komu úr opnum færum. Öruggur sigur Gróttumanna staðreynd, 21-27. Gróttumenn geta gengið stoltir frá leiknum. Þeir minntu hressilega á sig hér í kvöld og sendu ákveðin skilaboð að þeir eru ekki komnir í Olísdeildina til þess eins að falla úr henni strax aftur. Akureyringar þurfa hins vegar að finna að nýju það hungur og þá baráttu sem þeir sýndu hér í síðasta heimaleik gegn Fram. Sóknarleikur liðsins var langt frá því að vera nægilega góður og 13 sóknarmistök í fyrri hálfleik segir allt sem segja þarf.Lárus:Frábært að vinna með Lalla Lárus sem kom virkilega sterkur inn á lokakaflanum var hógværðin uppmáluð þegar blaðamaður náði af honum tali. „Við fengum inn góða vörn og mikið af hraðaupphlaupum hér í kvöld sem hefur vantað hjá okkur í síðustu leikjum. Menn mættu einbeittir til leiks og létu ekkert hafa áhrif á hvernig leikurinn spilaðist. Við vorum bara alltaf á fullu. Meira að segja þegar frændi minn hann Þráinn nældi sér í þetta fína rauða spjald þá breytti það engu fyrir okkur. Við virtumst bara eflast við það sem er magnað þar sem hann er okkur mjög mikilvægur í þessari vörn” Þegar hann var spurður út í samvinnuna með nafna sínum Lárusi Helga hafði hann nóg að segja og greinilegt að þeir deila meiru en bara nafninu. „Lalli er búinn að vera frábær í vetur og það er frábært að vinna með honum. Ég er búinn að læra heilan helling. Vissulega er það öðruvísi fyrir mig þennan veturinn að vera ekki allt í öllu og hafa einhvern svona reyndan með mér. Með auknum aldri og þroska er ég búinn að átta mig á því að liðið er það mikilvægasta og hvernig því gengur. Ekki hvernig ég stend mig endilega. Ef Lalli ver 30 bolta og ég spila ekki mínútu þá er ég jafn glaður og ef ég ver 30 bolta og liðið vinnur. Það að vinna leikinn er aðalatriðið.” Með sigrinum þéttist pakkinn all verulega í neðri hluta deildarinnar. Næsti leikur Gróttu er gegn ÍR á Seltjarnarnesinu. Hvernig metur Lárus möguleika liðsins gegn sprækum ÍR-ingum? „Við gerum ákveðna kröfu á okkur sjálfa að það komi ekkert lið út á Nes án þess að fá að hafa fyrir hlutunum. Við erum með frábæran heimavöll sem við ætlum okkur að nota til að halda okkur uppi og við hlökkum til að fá ÍR-inga í heimsókn.”Ingimundur: Skuldum fólkinu okkar að standa okkur almennilega í næsta heimaleik Ingimundur Ingimundason var ósáttur í leikslok en vildi þó ekki meina að Grótta hefði komið þeim á óvart með sterkri vörn og góðum hraðaupphlaupum. “Ég veit hreinlega ekki alveg hvað gerðist hérna í kvöld. Grótta kom okkur ekki á óvart, við komum sjálfum okkur á óvart. Þessi frammistaða var einfaldlega ekki boðleg. Við gerum allt of mikið af tæknifeilum og nýtum ekki það að við vorum að spila góða vörn og fá góða markvörslu í fyrri hálfleik. Sóknarlega vorum við aðeins betri í seinni hálfleik en ekki nægilega mikið. Þessi sóknarleikur í kvöld minnti of mikið á sóknarleik okkar í byrjun móts og í þá átt viljum við engan veginn fara. ” Þrátt fyrir slakan sóknarleik í fyrri hálfleik var hann betri í þeim síðari. Munaði þar miklu um innkomu Brynjars í skyttustöðuna hjá Akureyri. „Binni (Brynjar H. Grétarsson insk. blaðamanns) kom flottur hér inn í kvöld. Maður nagar sig aðeins yfir því að við settum hann ekki inn á í fyrri hálfleik. Hann kom með þessa ákveðni sem við þurftum. Þessi árás á vörnina til þess að skora. Binni er að þroskast sem leikmaður dag frá degi og mun reynast okkur drjúgur þegar líður á mótið.” Með tapinu í kvöld er Akureyri komið í erfiða stöðu. Liðinu hefur einungis tekist að fá fjögur stig úr fyrstu átta leikjunum og nauðsynlegt fyrir Akureyringa að krækja í fleiri stig ef þeir ætla að halda sér í deild þeirra bestu. “Þar sem búið er að fresta síðasta leiknum okkar í þessari umferð gegn ÍBV byrjum við á 2. umferð gegn ÍR í næsta leik hér á heimavelli. Það er krafa sem við gerum á okkur að ná fleiri en fjórum stigum í 2. umferð. Við höfum sýnt það að við erum ekkert lélegir í handbolta, þegar við spilum eins og við eigum að geta erum við bara fjandi góðir. Nú eru komnir þrír leikir hérna á heimavelli sem eru slakir af okkar hálfu og þessu verðum við að breyta. Við skuldum fólkinu okkar að spila almennilega hér á heimavelli og því miður þá kom það ekki í dag en það mun koma. Ég er alveg klár á því.” Olís-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Akureyri mætti Gróttu norður á Akureyri nú í kvöld. Akureyri hafði unnið síðustu tvo leiki gegn Fram og Víking á meðan Grótta hafði ekki unnið leik síðan í 2. umferð gegn FH. Sem jafnframt var þeirra eini sigurleikur í vetur. Grótta hafði góðan sigur, 27-21. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Grótta kom ekki alla leið til Akureyrar til að vera einhverjir áhorfendur. Þeir buðu upp á króatísku útgáfuna af 5-1 vörninni og reyndist sú vörn Akureyringum ákaflega erfið. Heimamenn gerðu sig seka um sæg af mistökum sóknarlega sem kostaði þá nær alltaf hraðaupphlaupsmark í bakið. Til marks um það komu fyrstu fimm mörk Gróttu úr hraðaupphlaupi eftir mistök Akureyringa í sókninni. Þegar Akureyri náði að stilla upp í vörn áttu Gróttu menn þó fá svör og þegar þau komu var Hreiðar vandanum vaxinn fyrir aftan sterka 6-0 vörn heimamanna. Þrátt fyrir góða vörn og markvörslu í fyrri hálfleik var sóknarleikur heimamanna það mistækur að það hafði lítil áhrif á Gróttu að ná ekki að skora upp úr uppstilltum sóknarleik. Jafnvel þegar að Þráinn Orri Jónsson fékk beint rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik virtist það ekki slá þá út af laginu. Ef eitthvað efldust gestirnir við rauða spjaldið. Hraðaupphlaupin og ákveðnin varnarlega hreinlega kafsigldu Akureyringa í fyrri hálfleik og fyrir vikið fóru Gróttumenn með verðskuldaða fimm marka forystu inn í hálfleik. Seinni hálfleikur spilaðist ekki ósvipað og sá fyrri. Hart var tekist á og mikið um brottrekstra og pústra. Varnirnar fóru þó að opnast meira en Gróttumenn alltaf skrefi á undan. Gróttumenn virtust ætla að stinga Akureyri af í byrjun síðari hálfleiks og náðu mest sjö marka forystu, 9-16. Akureyringar bitu þó frá sér og minnkuðu muninn í fjögur mörk þegar sex mínútur voru eftir. Þrátt fyrir tvö tækifæri til að minnka í þrjú tókst þeim það þó ekki og munaði miklu um innkomu Lárusar Gunnarssonar í mark Gróttu um miðjan seinni hálfleik. Markvörðurinn ungi varði fimm skot, hvert öðru mikilvægara og innsiglaði sigur Gróttumanna með því að verja þrjú síðustu skot Akureyringa í leiknum sem öll komu úr opnum færum. Öruggur sigur Gróttumanna staðreynd, 21-27. Gróttumenn geta gengið stoltir frá leiknum. Þeir minntu hressilega á sig hér í kvöld og sendu ákveðin skilaboð að þeir eru ekki komnir í Olísdeildina til þess eins að falla úr henni strax aftur. Akureyringar þurfa hins vegar að finna að nýju það hungur og þá baráttu sem þeir sýndu hér í síðasta heimaleik gegn Fram. Sóknarleikur liðsins var langt frá því að vera nægilega góður og 13 sóknarmistök í fyrri hálfleik segir allt sem segja þarf.Lárus:Frábært að vinna með Lalla Lárus sem kom virkilega sterkur inn á lokakaflanum var hógværðin uppmáluð þegar blaðamaður náði af honum tali. „Við fengum inn góða vörn og mikið af hraðaupphlaupum hér í kvöld sem hefur vantað hjá okkur í síðustu leikjum. Menn mættu einbeittir til leiks og létu ekkert hafa áhrif á hvernig leikurinn spilaðist. Við vorum bara alltaf á fullu. Meira að segja þegar frændi minn hann Þráinn nældi sér í þetta fína rauða spjald þá breytti það engu fyrir okkur. Við virtumst bara eflast við það sem er magnað þar sem hann er okkur mjög mikilvægur í þessari vörn” Þegar hann var spurður út í samvinnuna með nafna sínum Lárusi Helga hafði hann nóg að segja og greinilegt að þeir deila meiru en bara nafninu. „Lalli er búinn að vera frábær í vetur og það er frábært að vinna með honum. Ég er búinn að læra heilan helling. Vissulega er það öðruvísi fyrir mig þennan veturinn að vera ekki allt í öllu og hafa einhvern svona reyndan með mér. Með auknum aldri og þroska er ég búinn að átta mig á því að liðið er það mikilvægasta og hvernig því gengur. Ekki hvernig ég stend mig endilega. Ef Lalli ver 30 bolta og ég spila ekki mínútu þá er ég jafn glaður og ef ég ver 30 bolta og liðið vinnur. Það að vinna leikinn er aðalatriðið.” Með sigrinum þéttist pakkinn all verulega í neðri hluta deildarinnar. Næsti leikur Gróttu er gegn ÍR á Seltjarnarnesinu. Hvernig metur Lárus möguleika liðsins gegn sprækum ÍR-ingum? „Við gerum ákveðna kröfu á okkur sjálfa að það komi ekkert lið út á Nes án þess að fá að hafa fyrir hlutunum. Við erum með frábæran heimavöll sem við ætlum okkur að nota til að halda okkur uppi og við hlökkum til að fá ÍR-inga í heimsókn.”Ingimundur: Skuldum fólkinu okkar að standa okkur almennilega í næsta heimaleik Ingimundur Ingimundason var ósáttur í leikslok en vildi þó ekki meina að Grótta hefði komið þeim á óvart með sterkri vörn og góðum hraðaupphlaupum. “Ég veit hreinlega ekki alveg hvað gerðist hérna í kvöld. Grótta kom okkur ekki á óvart, við komum sjálfum okkur á óvart. Þessi frammistaða var einfaldlega ekki boðleg. Við gerum allt of mikið af tæknifeilum og nýtum ekki það að við vorum að spila góða vörn og fá góða markvörslu í fyrri hálfleik. Sóknarlega vorum við aðeins betri í seinni hálfleik en ekki nægilega mikið. Þessi sóknarleikur í kvöld minnti of mikið á sóknarleik okkar í byrjun móts og í þá átt viljum við engan veginn fara. ” Þrátt fyrir slakan sóknarleik í fyrri hálfleik var hann betri í þeim síðari. Munaði þar miklu um innkomu Brynjars í skyttustöðuna hjá Akureyri. „Binni (Brynjar H. Grétarsson insk. blaðamanns) kom flottur hér inn í kvöld. Maður nagar sig aðeins yfir því að við settum hann ekki inn á í fyrri hálfleik. Hann kom með þessa ákveðni sem við þurftum. Þessi árás á vörnina til þess að skora. Binni er að þroskast sem leikmaður dag frá degi og mun reynast okkur drjúgur þegar líður á mótið.” Með tapinu í kvöld er Akureyri komið í erfiða stöðu. Liðinu hefur einungis tekist að fá fjögur stig úr fyrstu átta leikjunum og nauðsynlegt fyrir Akureyringa að krækja í fleiri stig ef þeir ætla að halda sér í deild þeirra bestu. “Þar sem búið er að fresta síðasta leiknum okkar í þessari umferð gegn ÍBV byrjum við á 2. umferð gegn ÍR í næsta leik hér á heimavelli. Það er krafa sem við gerum á okkur að ná fleiri en fjórum stigum í 2. umferð. Við höfum sýnt það að við erum ekkert lélegir í handbolta, þegar við spilum eins og við eigum að geta erum við bara fjandi góðir. Nú eru komnir þrír leikir hérna á heimavelli sem eru slakir af okkar hálfu og þessu verðum við að breyta. Við skuldum fólkinu okkar að spila almennilega hér á heimavelli og því miður þá kom það ekki í dag en það mun koma. Ég er alveg klár á því.”
Olís-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira