Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Fram 27-28 | Fram upp að hlið ÍR Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 12. október 2015 21:30 Garðar Sigurjónsson skoraði fjögur mörk fyrir Fram í kvöld. vísir/valli Fram lagði ÍR á útivelli 28-27 í 8. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Fram var 14-13 yfir í hálfleik. ÍR-ingar steinlágu í síðustu umferð fyrir Haukum og lentu strax þremur mörkum undir í byrjun leiks en í stað þess að brotna vaknaði liðið við þessa slæmu byrjun og komst í takt við leikinn sem var æsispennandi allt til loka. ÍR komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks en Fram náði forystunni á ný og var marki yfir í hálfleik. Fram hélt frumkvæðinu allan seinni hálfleikinn en ÍR var aldrei langt undan. ÍR þurfti þó að hafa mun meira fyrir hverju skoruðu marki og var uppstilltur sóknarleikur liðsins vandræðalegur á löngum köflum. ÍR reyndi að keyra upp hraðann eins og liðið gat en frábær markvarsla Arnórs Freys Stefánssonar hélt liðinu inni í leiknum auk þess sem liðið lék fína vörn á köflum. Sturla Ásgeirsson fór einnig mikinn í leiknum en miklu munaði um að engin skotógnun var utan af velli hjá ÍR í leiknum þar sem Arnar Birkir Hálfdánarson náði sér ekki á strik. Þó Fram hafi verið yfir lungna úr leiknum voru nokkrar sviptingar í honum. ÍR vann til að mynda upp þriggja marka forskot þegar fjórar mínútur voru eftir en Fram skoraði tvö næstu mörkin og tryggði sér sigur áður en Bjarni Fritzson minnkaði muninn með síðasta skoti leiksins. Það er ágæt breidd í liði Fram og til að mynda skoruðu tíu leikmenn liðsins mark í leiknum. Miklu munaði um það því heitt var í húsinu og þurfti hver leikmaður alla sína orku til að keyra til baka svo ÍR næði ekki að nýta sér hraðar sóknir sínar. Standandi í vörn leið Fram ágætlega en sóknarleikur liðsins var gloppóttur. Kristófer Fannar Guðmundsson fyrrum markvörður ÍR átti fínan leik í marki Fram og varði mikilvæg skot á lokakaflanum sem skiptu sköpum. Bæði lið eru nú með 8 stig. Afturelding í 5. sæti og ÍR í sætinu fyrir neðan.Guðlaugur: Þetta var sanngjarnt „Ég vil meina að þetta hafi verið sanngjarnt. Við erum yfir mest allan leikinn. Ég er ánægður með okkur, við vinnum á sterkum útivelli,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram. „Við missum niður smá forskot og þurfum að vinna betur úr hlutunum. ÍR-ingar eru flottir. Þeir keyra svakalega með öflugt hraðaupphlaupslið. „Við gerum töluvert af sóknarfeilum þar sem þeir hafa tækifæri til að refsa okkur. Það er þeirra leikur. „Þeir leika sér að því að hækka hitastigið hér inni og menn verða þreyttir,“ sagði Guðlaugur. Leikið er hratt og skammt á milli leikja og því hraðar sveiflur í deildinni en Fram hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir þrjú töp þar á undan. „Deildin er gríðarlega jöfn. Við fórum fínt af stað en svo koma þrír tapleikir í röð. Ég var í raun bara ósáttur við tvo þeirra en svo höfum við rifið okkur upp. Við erum að vinna í okkar málum, þetta snýst um það.“Einar: Lélegt að hafa ekki unnið „Við vorum að elta allan tíman og vorum skrefi á eftir. Þetta er samt hellings bæting frá síðasta leik,“ sagði Einar Hólmgeirsson annar þjálfari ÍR. „Þetta eru tvö lið svipuð að getu en við gerðum of mörg mistök í kvöld. Þetta var gríðarlega svekkjandi því við áttum að vinna þennan heimaleik í kvöld. Það var góð stemning en við skiluðum ekki okkar.“ ÍR átti sérstaklega í vandræðum í uppstilltum sóknarleik en hann hefur hrjáð ÍR á leiktíðinni og segir Einar liðið vanta tíma til að vinna í því. „Það hefur verið höfuðverkurinn okkar og var það í rauninni líka í fyrra. Þetta hefur verið stirt og fyrirsjáanlegt. Við erum að vinna í því en það tekur tíma. „Það er þétt spilað og lítið hægt að laga á milli leikja. Það eru tveir dagar á milli leikja sem er eiginlega bilun í áhugamannadeild.“ ÍR vann fjóra fyrstu leiki sína á leiktíðinni en hefur nú tapað fjórum leikjum í röð. „Það var ekkert óeðlilegt við að við myndum vinna þessa fjóra leiki og næstu þrír voru gegn þremur bestu liðunum. Ekkert óeðlilegt að tapa þeim en við áttum að vinna í Eyjum. Vorum undir gegn Val og steinlágum gegn Haukum en við áttum að vinna þennan leik. Það var lélegt af okkur að hafa ekki unnið í kvöld,“ sagði Einar. Olís-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Fram lagði ÍR á útivelli 28-27 í 8. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Fram var 14-13 yfir í hálfleik. ÍR-ingar steinlágu í síðustu umferð fyrir Haukum og lentu strax þremur mörkum undir í byrjun leiks en í stað þess að brotna vaknaði liðið við þessa slæmu byrjun og komst í takt við leikinn sem var æsispennandi allt til loka. ÍR komst yfir um miðbik fyrri hálfleiks en Fram náði forystunni á ný og var marki yfir í hálfleik. Fram hélt frumkvæðinu allan seinni hálfleikinn en ÍR var aldrei langt undan. ÍR þurfti þó að hafa mun meira fyrir hverju skoruðu marki og var uppstilltur sóknarleikur liðsins vandræðalegur á löngum köflum. ÍR reyndi að keyra upp hraðann eins og liðið gat en frábær markvarsla Arnórs Freys Stefánssonar hélt liðinu inni í leiknum auk þess sem liðið lék fína vörn á köflum. Sturla Ásgeirsson fór einnig mikinn í leiknum en miklu munaði um að engin skotógnun var utan af velli hjá ÍR í leiknum þar sem Arnar Birkir Hálfdánarson náði sér ekki á strik. Þó Fram hafi verið yfir lungna úr leiknum voru nokkrar sviptingar í honum. ÍR vann til að mynda upp þriggja marka forskot þegar fjórar mínútur voru eftir en Fram skoraði tvö næstu mörkin og tryggði sér sigur áður en Bjarni Fritzson minnkaði muninn með síðasta skoti leiksins. Það er ágæt breidd í liði Fram og til að mynda skoruðu tíu leikmenn liðsins mark í leiknum. Miklu munaði um það því heitt var í húsinu og þurfti hver leikmaður alla sína orku til að keyra til baka svo ÍR næði ekki að nýta sér hraðar sóknir sínar. Standandi í vörn leið Fram ágætlega en sóknarleikur liðsins var gloppóttur. Kristófer Fannar Guðmundsson fyrrum markvörður ÍR átti fínan leik í marki Fram og varði mikilvæg skot á lokakaflanum sem skiptu sköpum. Bæði lið eru nú með 8 stig. Afturelding í 5. sæti og ÍR í sætinu fyrir neðan.Guðlaugur: Þetta var sanngjarnt „Ég vil meina að þetta hafi verið sanngjarnt. Við erum yfir mest allan leikinn. Ég er ánægður með okkur, við vinnum á sterkum útivelli,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram. „Við missum niður smá forskot og þurfum að vinna betur úr hlutunum. ÍR-ingar eru flottir. Þeir keyra svakalega með öflugt hraðaupphlaupslið. „Við gerum töluvert af sóknarfeilum þar sem þeir hafa tækifæri til að refsa okkur. Það er þeirra leikur. „Þeir leika sér að því að hækka hitastigið hér inni og menn verða þreyttir,“ sagði Guðlaugur. Leikið er hratt og skammt á milli leikja og því hraðar sveiflur í deildinni en Fram hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir þrjú töp þar á undan. „Deildin er gríðarlega jöfn. Við fórum fínt af stað en svo koma þrír tapleikir í röð. Ég var í raun bara ósáttur við tvo þeirra en svo höfum við rifið okkur upp. Við erum að vinna í okkar málum, þetta snýst um það.“Einar: Lélegt að hafa ekki unnið „Við vorum að elta allan tíman og vorum skrefi á eftir. Þetta er samt hellings bæting frá síðasta leik,“ sagði Einar Hólmgeirsson annar þjálfari ÍR. „Þetta eru tvö lið svipuð að getu en við gerðum of mörg mistök í kvöld. Þetta var gríðarlega svekkjandi því við áttum að vinna þennan heimaleik í kvöld. Það var góð stemning en við skiluðum ekki okkar.“ ÍR átti sérstaklega í vandræðum í uppstilltum sóknarleik en hann hefur hrjáð ÍR á leiktíðinni og segir Einar liðið vanta tíma til að vinna í því. „Það hefur verið höfuðverkurinn okkar og var það í rauninni líka í fyrra. Þetta hefur verið stirt og fyrirsjáanlegt. Við erum að vinna í því en það tekur tíma. „Það er þétt spilað og lítið hægt að laga á milli leikja. Það eru tveir dagar á milli leikja sem er eiginlega bilun í áhugamannadeild.“ ÍR vann fjóra fyrstu leiki sína á leiktíðinni en hefur nú tapað fjórum leikjum í röð. „Það var ekkert óeðlilegt við að við myndum vinna þessa fjóra leiki og næstu þrír voru gegn þremur bestu liðunum. Ekkert óeðlilegt að tapa þeim en við áttum að vinna í Eyjum. Vorum undir gegn Val og steinlágum gegn Haukum en við áttum að vinna þennan leik. Það var lélegt af okkur að hafa ekki unnið í kvöld,“ sagði Einar.
Olís-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira