Telur sig hafa geta komið í veg fyrir hryðjuverkin 11. september Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. október 2015 21:14 Donald Trump bindur bagga sína ekki sömu hnútum og aðrir frambjóðendur. Vísir/AFP Auðkýfingurinn Donald Trump, sem sækist nú eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári, segist fullviss um að ef hann hefði verið forseti árið 2001 hefði stefna hans í innflytjendamálum komið í veg fyrir árásirnar á Tvíburaturnana þann 11. september. „Ég er virkilega, virkilega harður þegar kemur að ólöglegum innflytjendum. Ég er virkilega harður við fólk sem vill koma hingað til lands,“ lét Trump hafa eftir sér í viðtali við sjónvarpsstöðina Fox í dag. „Ég trúi því að ef ég hefði verið við stjórnvölinn, ég efast um að þessar fjölskyldur – ég efast um að þetta fólk hefði verið hér á landi.“ Milljarðamæringurinn var einnig við sama heygarðshornið þegar bróður Jeb Bush, mótframbjóðanda hans, bar á góma en George W. Bush var forseti Bandaríkjanna á árunum 2001 til 2009. „Jeb sagði: Bróðir minn færði okkur öryggi,“ en Tvíburaturnarnir féllu samt á hans vakt,“ sagði Trump. „Er ég að kenna honum um? Ég er ekki að kenna nokkrum manni um en Tvíburaturnarnir féllu samt. Svo þegar hann segir „við vorum örugg“ þá vorum við varla örugg. 3000 manns létu lífið.“ Trump sagði þá að ef stefna hans í innflytjendamálum hefði verið við lýði: „væru miklar líkur á því að þetta fólk hefði ekki verið í landinu.“ Jeb Bush hefur lýst því yfir að hann sé ekki parsáttur við þessi þrálátu skot auðkýfingsins á bróður sinn. „Ég skil ekki af hverju hann heldur áfram að minnast á þetta,“ sagði Bush við CNN í dag. „Mér finnst þetta til marks um það að honum sé ekki alvara með að vera leiðtogi heraflans og sá sem sér um að móta utanríkisstefnu landsins.“ Jeb Bush bætti við að í stað þess að líta út eins og forsetaframbjóðandi hagaði Trump sér eins og að hann væri ennþá stjórnandi The Apprentice, raunveruleikaþáttarins sem sýndur var við miklar vinsældir á fyrsta áratug aldarinnar. Viðtalið við Trump má sjá í heild sinni hér að neðan og umræður um Bush og Tvíburaturnana hefjast þegar rétt um níu mínútur eru liðnar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04 Steven Tyler hótar Trump málsókn Steven Tyler, Aerosmith söngvari, hefur krafist þess að Donald Trump, auðjöfur og forsetaframbjóðandi, hætti að spila lag hans „Dream on“ í kosningabaráttu sinni. 12. október 2015 07:26 Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Sjá meira
Auðkýfingurinn Donald Trump, sem sækist nú eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári, segist fullviss um að ef hann hefði verið forseti árið 2001 hefði stefna hans í innflytjendamálum komið í veg fyrir árásirnar á Tvíburaturnana þann 11. september. „Ég er virkilega, virkilega harður þegar kemur að ólöglegum innflytjendum. Ég er virkilega harður við fólk sem vill koma hingað til lands,“ lét Trump hafa eftir sér í viðtali við sjónvarpsstöðina Fox í dag. „Ég trúi því að ef ég hefði verið við stjórnvölinn, ég efast um að þessar fjölskyldur – ég efast um að þetta fólk hefði verið hér á landi.“ Milljarðamæringurinn var einnig við sama heygarðshornið þegar bróður Jeb Bush, mótframbjóðanda hans, bar á góma en George W. Bush var forseti Bandaríkjanna á árunum 2001 til 2009. „Jeb sagði: Bróðir minn færði okkur öryggi,“ en Tvíburaturnarnir féllu samt á hans vakt,“ sagði Trump. „Er ég að kenna honum um? Ég er ekki að kenna nokkrum manni um en Tvíburaturnarnir féllu samt. Svo þegar hann segir „við vorum örugg“ þá vorum við varla örugg. 3000 manns létu lífið.“ Trump sagði þá að ef stefna hans í innflytjendamálum hefði verið við lýði: „væru miklar líkur á því að þetta fólk hefði ekki verið í landinu.“ Jeb Bush hefur lýst því yfir að hann sé ekki parsáttur við þessi þrálátu skot auðkýfingsins á bróður sinn. „Ég skil ekki af hverju hann heldur áfram að minnast á þetta,“ sagði Bush við CNN í dag. „Mér finnst þetta til marks um það að honum sé ekki alvara með að vera leiðtogi heraflans og sá sem sér um að móta utanríkisstefnu landsins.“ Jeb Bush bætti við að í stað þess að líta út eins og forsetaframbjóðandi hagaði Trump sér eins og að hann væri ennþá stjórnandi The Apprentice, raunveruleikaþáttarins sem sýndur var við miklar vinsældir á fyrsta áratug aldarinnar. Viðtalið við Trump má sjá í heild sinni hér að neðan og umræður um Bush og Tvíburaturnana hefjast þegar rétt um níu mínútur eru liðnar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00 Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04 Steven Tyler hótar Trump málsókn Steven Tyler, Aerosmith söngvari, hefur krafist þess að Donald Trump, auðjöfur og forsetaframbjóðandi, hætti að spila lag hans „Dream on“ í kosningabaráttu sinni. 12. október 2015 07:26 Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Sjá meira
Fiorina rís en fylgi Trump og Walker fellur í nýrri skoðanakönnun Fylgi Donalds Trumps fellur úr 32 prósentum niður í 24 prósent og fylgi Carly Fiorina fimmfaldast, úr þremur prósentum og upp í fimmtán. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu CNN sem gefin var út í gær. 21. september 2015 07:00
Trump ætlar að reka alla hælisleitendur úr landi Forsetaframbjóðandinn varaði við því að sýrlenskir hælisleitendur gætu verið vígamenn íslamska ríkisins. 1. október 2015 07:04
Steven Tyler hótar Trump málsókn Steven Tyler, Aerosmith söngvari, hefur krafist þess að Donald Trump, auðjöfur og forsetaframbjóðandi, hætti að spila lag hans „Dream on“ í kosningabaráttu sinni. 12. október 2015 07:26
Trump í 60 mínútum: Leyfum Rússum að kljást við ISIS í Sýrlandi Donald Trump vill að Bandaríkjastjórn breyti nálgun sinni þegar kemur að baráttunni gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi. 28. september 2015 11:44