Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Fram 31-24 | Fyrsti sigur Norðanmanna Stefán Guðnason í KA-heimilinu skrifar 1. október 2015 21:15 Hreiðar Levý Guðmundsson stendur vaktina í marki Akureyrar. vísir/stefán Akureyri vann loksins leik í sjöttu umferð Olís-deild karla í kvöld í 31-24 sigri á Fram á heimavelli í dag. Norðanmenn náðu forskotinu um miðbik fyrri hálfleiks og unnu að lokum sannfærandi sigur. Leikurinn fór hratt af stað og mikið skorað fyrstu mínúturnar en Akureyringar voru þó alltaf skrefinu á undan. Það sem áður hafði einkennt leik heimamanna, stemmingsleysi og þunglamalegt viðhorf var hvergi sjáanlegt og léku þeir hreinlega á als oddi í kvöld. Fyrir vikið misstu Akureyringar aldrei móðinn, sama hvað á bjátaði. Fram lék vel framan af en átti fá svör við mikilli grimmd heimamanna þegar líða fór á leikinn. Akureyringar héldu forystunni út hálfleikinn þrátt fyrir góðan leik Framara á köflum og höfðu heimamenn sanngjarna forystu þegar gengið var til búningsklefanna í hálfleik, staðan 15-11. Framarar hófu seinni hálfleikinn á því að klippa alveg á Bergvin Þór til að freista þess að riðla leik heimamanna. Það virtist ætla að takast vel og virkuðu Akureyringar hálf ráðalausir í upphafi seinni hálfleiks. Þegar tók að líða á seinni hálfleik náðu Akureyringar að finna taktinn að nýju og breytti það engu hvort þeir voru manni eða jafnvel tveimur mönnum færri, alltaf fundu þeir svör gegn leik Framara. Þjálfarateymi Fram gerði ýmsar breytingar á liðskipan og uppstillingu en allt kom fyrir ekki. Smátt og smátt juku heimamenn forskot sitt og unnu að lokum verðskuldaðan sjö marka sigur, 31-24. Í liði heimamanna var Bergvin Þór Gíslason allt að því óstöðvandi og minnti all rækilega á sig. Kristján Orri og Heiðar Þór áttu frábæran leik í vörn og sókn og Hreiðar Levý var drjúgur þegar á reyndi. Annars er hálf ósanngjarnt að taka einhvern út úr liði heimamanna. Hver einn og einasti lét að sér kveða á einn hátt eða annan. Ef Akureyri heldur áfram að berja sig áfram með stemmingu og leikgleði geta þeir stolið ansi mörgum stigum í vetur. Það Akureyrarlið sem sást hér í kvöld er lið sem vonandi er komið til að vera. Framarar áttu erfitt uppdráttar í þessum leik. Hvort það var stemmingin í húsinu, stemmingin í heimamönnum eða vanstilling verður ekki dæmt um hér. Þeir fá þó prik fyrir að hætta aldrei þrátt fyrir að fátt virtist ætla að ganga upp hjá þeim á köflum. Þorgrímur Smári fór fyrir sínu liði í markaskorun með 6 mörk ásamt því að fiska tvö víti. Garðar B. Sigurjónsson skoraði einnig 6 mörk í kvöld, öll af vítapunktinum. Drengurinn er það öruggur á punktinum að það er nánast formsatriði fyrir hann að taka þessi víti. Bergvin: Frábær leikur af okkar hálfu„Þetta var frábær leikur af okkar hálfu. Við ákváðum það í hálfleik á móti FH að brjóta okkur aðeins út úr skelinni, gefa af okkur og fara að hafa gaman af þessu,” sagði Bergvin Þór Gíslason, alsæll er blaðamaður Vísis hitti á hann eftir leik. „Uppleggið fyrir þennan leik var einfaldlega að halda áfram því sem við vorum að gera þar. Stemmingin var frábær í kvöld og virkilega gaman að spila þennan leik. Allir strákarnir voru hrikalega flottir”. Bergvin sagði að öxlin væri að verða betri en hann hefur átt í vandræðum með hana. „Það er dagamunur á henni en hún var frábær í kvöld, ég skoraði meira að segja nokkur með langskoti. Það er fínt að troða smá sokk upp í þá sem töldu mig vera búinn sem leikmann.” Næsti leikur liðsins er gegn Gróttu og Bergvin vonast eftir áframhaldi á þessari spilamennsku. „Já ekki spurning. Grótta er með hörkulið, svipað okkur að getu. Það verður erfiður leikur á erfiðum útivelli en ef við sýnum þessa baráttu og gleði þá verður ekkert gaman að mæta okkur.” Guðlaugur: Strákarnir þurfa að þroskast andlegaÞað var þungt yfir Guðlaugi Arnarssyni, þjálfara Fram, þegar blaðamaður Vísis náði loksins tali af honum eftir leik. „Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með mína menn í kvöld. Ég hefði viljað sjá meiri grimmd og sjá okkur höndla aðstæðurnar betur.” Guðlaugur var vonsvikinn yfir viðbrögðum leikmanna sinna í kvöld. „Vissulega er ég með ungt lið í höndunum, meðalaldurinn í kringum 20 ár en megin þorrinn í þessum hóp er búinn að vera að bera uppi meistaraflokkinn síðustu þrjú ár. Þessir strákar eru virkilega góðir í handbolta en þeir þurfa að þroskast andlega og það hratt til að stíga það sem skref sem þeir geta stigið og eiga að stíga.” Guðlaugur segir að leikmenn liðsins hafi nægan tíma en Fram hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Mótið er þó bara nýbyrjað og engin ástæða til að örvænta, við höfum verið að spila vel heilt yfir. Við erum núna búnir að eiga tvo slæma leiki í röð og það er bara hlutverk okkar sem að liðinu standa og strákanna að rífa sig upp að nýju og mæta dýrvitlausir í næsta leik og sýna okkar rétta andlit og gera það allan leikinn.” Olís-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Akureyri vann loksins leik í sjöttu umferð Olís-deild karla í kvöld í 31-24 sigri á Fram á heimavelli í dag. Norðanmenn náðu forskotinu um miðbik fyrri hálfleiks og unnu að lokum sannfærandi sigur. Leikurinn fór hratt af stað og mikið skorað fyrstu mínúturnar en Akureyringar voru þó alltaf skrefinu á undan. Það sem áður hafði einkennt leik heimamanna, stemmingsleysi og þunglamalegt viðhorf var hvergi sjáanlegt og léku þeir hreinlega á als oddi í kvöld. Fyrir vikið misstu Akureyringar aldrei móðinn, sama hvað á bjátaði. Fram lék vel framan af en átti fá svör við mikilli grimmd heimamanna þegar líða fór á leikinn. Akureyringar héldu forystunni út hálfleikinn þrátt fyrir góðan leik Framara á köflum og höfðu heimamenn sanngjarna forystu þegar gengið var til búningsklefanna í hálfleik, staðan 15-11. Framarar hófu seinni hálfleikinn á því að klippa alveg á Bergvin Þór til að freista þess að riðla leik heimamanna. Það virtist ætla að takast vel og virkuðu Akureyringar hálf ráðalausir í upphafi seinni hálfleiks. Þegar tók að líða á seinni hálfleik náðu Akureyringar að finna taktinn að nýju og breytti það engu hvort þeir voru manni eða jafnvel tveimur mönnum færri, alltaf fundu þeir svör gegn leik Framara. Þjálfarateymi Fram gerði ýmsar breytingar á liðskipan og uppstillingu en allt kom fyrir ekki. Smátt og smátt juku heimamenn forskot sitt og unnu að lokum verðskuldaðan sjö marka sigur, 31-24. Í liði heimamanna var Bergvin Þór Gíslason allt að því óstöðvandi og minnti all rækilega á sig. Kristján Orri og Heiðar Þór áttu frábæran leik í vörn og sókn og Hreiðar Levý var drjúgur þegar á reyndi. Annars er hálf ósanngjarnt að taka einhvern út úr liði heimamanna. Hver einn og einasti lét að sér kveða á einn hátt eða annan. Ef Akureyri heldur áfram að berja sig áfram með stemmingu og leikgleði geta þeir stolið ansi mörgum stigum í vetur. Það Akureyrarlið sem sást hér í kvöld er lið sem vonandi er komið til að vera. Framarar áttu erfitt uppdráttar í þessum leik. Hvort það var stemmingin í húsinu, stemmingin í heimamönnum eða vanstilling verður ekki dæmt um hér. Þeir fá þó prik fyrir að hætta aldrei þrátt fyrir að fátt virtist ætla að ganga upp hjá þeim á köflum. Þorgrímur Smári fór fyrir sínu liði í markaskorun með 6 mörk ásamt því að fiska tvö víti. Garðar B. Sigurjónsson skoraði einnig 6 mörk í kvöld, öll af vítapunktinum. Drengurinn er það öruggur á punktinum að það er nánast formsatriði fyrir hann að taka þessi víti. Bergvin: Frábær leikur af okkar hálfu„Þetta var frábær leikur af okkar hálfu. Við ákváðum það í hálfleik á móti FH að brjóta okkur aðeins út úr skelinni, gefa af okkur og fara að hafa gaman af þessu,” sagði Bergvin Þór Gíslason, alsæll er blaðamaður Vísis hitti á hann eftir leik. „Uppleggið fyrir þennan leik var einfaldlega að halda áfram því sem við vorum að gera þar. Stemmingin var frábær í kvöld og virkilega gaman að spila þennan leik. Allir strákarnir voru hrikalega flottir”. Bergvin sagði að öxlin væri að verða betri en hann hefur átt í vandræðum með hana. „Það er dagamunur á henni en hún var frábær í kvöld, ég skoraði meira að segja nokkur með langskoti. Það er fínt að troða smá sokk upp í þá sem töldu mig vera búinn sem leikmann.” Næsti leikur liðsins er gegn Gróttu og Bergvin vonast eftir áframhaldi á þessari spilamennsku. „Já ekki spurning. Grótta er með hörkulið, svipað okkur að getu. Það verður erfiður leikur á erfiðum útivelli en ef við sýnum þessa baráttu og gleði þá verður ekkert gaman að mæta okkur.” Guðlaugur: Strákarnir þurfa að þroskast andlegaÞað var þungt yfir Guðlaugi Arnarssyni, þjálfara Fram, þegar blaðamaður Vísis náði loksins tali af honum eftir leik. „Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með mína menn í kvöld. Ég hefði viljað sjá meiri grimmd og sjá okkur höndla aðstæðurnar betur.” Guðlaugur var vonsvikinn yfir viðbrögðum leikmanna sinna í kvöld. „Vissulega er ég með ungt lið í höndunum, meðalaldurinn í kringum 20 ár en megin þorrinn í þessum hóp er búinn að vera að bera uppi meistaraflokkinn síðustu þrjú ár. Þessir strákar eru virkilega góðir í handbolta en þeir þurfa að þroskast andlega og það hratt til að stíga það sem skref sem þeir geta stigið og eiga að stíga.” Guðlaugur segir að leikmenn liðsins hafi nægan tíma en Fram hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Mótið er þó bara nýbyrjað og engin ástæða til að örvænta, við höfum verið að spila vel heilt yfir. Við erum núna búnir að eiga tvo slæma leiki í röð og það er bara hlutverk okkar sem að liðinu standa og strákanna að rífa sig upp að nýju og mæta dýrvitlausir í næsta leik og sýna okkar rétta andlit og gera það allan leikinn.”
Olís-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira