Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 38-23 | Íslandsmeistararnir í miklum ham Guðmundur Marinó Ingvarsson í Schenker-höllinni skrifar 9. október 2015 15:34 Giedrius Morkunas hefur byrjað tímabilið frábærlega. vísir/vilhelm Haukar unnu ÍR 38-23 í síðasta leik 7. umferðar Olís deildar karla í handbolta í kvöld í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Haukar sýndu sparihliðarnar á heimavelli sínum í kvöld. Liðið var mikið sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu og þó ÍR hafi verið inni í leiknum allan fyrri hálfleikinn voru Haukar með öll tök á leiknum. Staðan í hálfleik var 19-15 en hraðaupphlaup og óvenju slök markvarsla í marki Hauka var í raun það sem hélt ÍR inni í leiknum. Haukar löguðu þetta í hálfleik. ÍR fékk nánast engin hraðaupphlaup í seinni hálfleiks. Giedrius Morkunas varði betur fyrir aftan sterka vörn Hauka og Haukar gátu áfram skorað að vild í sókninni. ÍR-ingar réðu ekkert við Tjörva Þorgeirsson og Janus Daða Smárason auk þess sem það virtist ekki skipta máli hver kom inn á hjá Haukum. Allir gátu skorað. Aðall ÍR-inga í vetur hefur verið barátta en í kvöld lenti liðið á vegg. Varnarleikur liðsins var í molum í 60 mínútur og þurfti liðið að hafa mikið fyrir flestum mörkum sínum. Þegar Haukar sigldu fram úr í seinni hálfleik misstu ÍR-ingar svo endanlega sjálfstraustið og fyrir vikið unnu Haukar 15 marka sigur. Haukar lyftu sér á topp deildarinnar með sigrinum en þetta var þriðja tap ÍR í röð sem er nú fjórum stigum frá toppnum. Janus: Verst hvað það er leiðinlegt að spila hægri skyttuJanus Daði Smárason tók að sér að fylla skarð Elíasar Más Halldórssonar í hægri skyttunni hjá Haukum í kvöld og gerði það virkilega vel. „Það er verst hvað það er leiðinlegt en það gleymist í leiknum. Það er ástæða af hverju maður heldur sig frá þessu,“ sagði Janus um að leika hægri skyttu glaðbeittur eftir sigurinn í kvöld. „Þetta spilaðist skringilega, seinni hálfleikurinn. Eftir að við rifum okkur frá þeim var þetta ekki mesta skemmtunin en það var hægt að hafa gaman að öðrum hlutum á vellinum.“ Haukar voru ekki fullkomlega ánægðir með fyrri hálfleikinn þó liðið hafi verið fjórum mörkum yfir og skorað 19 mörk. „Sóknarleikurinn var góður en við fengum dálítið af hraðaupphlaupum á okkur og svo erum við klaufar. Við stöndum góða vörn en fáum svo frákast í bakið eða við gefum þeim færi. Við hefðum getað haldið þeim í 10 mörkum og verið að vinna með 9 í hálfleik. „Það voru boltar að leka inn í dag sem gerast ekki oft. Þú spilar aldrei fulkominn leik, það er nokkuð ljóst,“ sagði Janus Daði eftir 15 marka sigur á ÍR. Einar: Þeir handrotuðu okkur í kvöldEinar Hólmgeirsson annar þjálfari ÍR fór ekki leynt með vonbrigði sín eftir slaka frammistöðu gegn Haukum í kvöld og fagnar því að leikið sé hratt þessa dagana. „Sem betur fer er hann strax á mánudaginn. Í kvöld var þetta lélegt frá byrjun. Við vorum alltaf skrefi eða tveimur á eftir,“ sagði Einar en ÍR mætir Fram á mánudaginn. „Þeir setja sex mörk á fyrstu sex mínútunum. Við snertum þá ekki og þar að leiðandi komumst við ekki inn í leikinn með hröðum upphlaupum á móti. „Við skorum eitthvað en sóknin var léleg líka. Morkunas tók ekki sína bolta. Hann missti bolta inn sem hann átti að grípa og það hélt okkur inni í leiknum í fyrri hálfleik. Það og einstaka hraðaupphlaup sem við týndum upp úr gólfinu,“ sagði Einar. Það munaði aðeins fjórum mörkum í hálfleik en ÍR-ingar náðu ekki að rífa sig upp í seinni hálfleik og gefa Haukum leik. „Það var ótrúlegt að þetta var bara fjögur mörk í hálfleik. Við vorum inni í leiknum en svo byrjum seinni hálfleik með brottvísun og eftir það sáum við aldrei til sólar. Við áttum ekki möguleika. „Þetta var vel spilað hjá Haukum. Þeir eru með gott lið, Íslandsmeistarar en það er sárt að koma hingað og steinliggja. „Við erum ekki fimmtán mörkum lélegri en þeir en þegar við mætum ekki klárir til leiks þá eigum við ekki möguleika í þessi lið. „Þetta var mjög erfitt í seinni hálfleik. Það gekk allt upp hjá þeim en við skutum í stangirnar. Við misstum þrjú fráköst í fæturna á okkur o.s.frv.,“ sagði Einar sem segist ekki ætla að missa svefn yfir þessari frammistöðu í kvöld. „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Við mætum klárir á mánudaginn í Austurbergið gegn Fram. Þeir handrotuðu okkur í kvöld en nú þýðir ekkert annað en að standa upp og taka næstu lotu.“ Olís-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Haukar unnu ÍR 38-23 í síðasta leik 7. umferðar Olís deildar karla í handbolta í kvöld í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Haukar sýndu sparihliðarnar á heimavelli sínum í kvöld. Liðið var mikið sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu og þó ÍR hafi verið inni í leiknum allan fyrri hálfleikinn voru Haukar með öll tök á leiknum. Staðan í hálfleik var 19-15 en hraðaupphlaup og óvenju slök markvarsla í marki Hauka var í raun það sem hélt ÍR inni í leiknum. Haukar löguðu þetta í hálfleik. ÍR fékk nánast engin hraðaupphlaup í seinni hálfleiks. Giedrius Morkunas varði betur fyrir aftan sterka vörn Hauka og Haukar gátu áfram skorað að vild í sókninni. ÍR-ingar réðu ekkert við Tjörva Þorgeirsson og Janus Daða Smárason auk þess sem það virtist ekki skipta máli hver kom inn á hjá Haukum. Allir gátu skorað. Aðall ÍR-inga í vetur hefur verið barátta en í kvöld lenti liðið á vegg. Varnarleikur liðsins var í molum í 60 mínútur og þurfti liðið að hafa mikið fyrir flestum mörkum sínum. Þegar Haukar sigldu fram úr í seinni hálfleik misstu ÍR-ingar svo endanlega sjálfstraustið og fyrir vikið unnu Haukar 15 marka sigur. Haukar lyftu sér á topp deildarinnar með sigrinum en þetta var þriðja tap ÍR í röð sem er nú fjórum stigum frá toppnum. Janus: Verst hvað það er leiðinlegt að spila hægri skyttuJanus Daði Smárason tók að sér að fylla skarð Elíasar Más Halldórssonar í hægri skyttunni hjá Haukum í kvöld og gerði það virkilega vel. „Það er verst hvað það er leiðinlegt en það gleymist í leiknum. Það er ástæða af hverju maður heldur sig frá þessu,“ sagði Janus um að leika hægri skyttu glaðbeittur eftir sigurinn í kvöld. „Þetta spilaðist skringilega, seinni hálfleikurinn. Eftir að við rifum okkur frá þeim var þetta ekki mesta skemmtunin en það var hægt að hafa gaman að öðrum hlutum á vellinum.“ Haukar voru ekki fullkomlega ánægðir með fyrri hálfleikinn þó liðið hafi verið fjórum mörkum yfir og skorað 19 mörk. „Sóknarleikurinn var góður en við fengum dálítið af hraðaupphlaupum á okkur og svo erum við klaufar. Við stöndum góða vörn en fáum svo frákast í bakið eða við gefum þeim færi. Við hefðum getað haldið þeim í 10 mörkum og verið að vinna með 9 í hálfleik. „Það voru boltar að leka inn í dag sem gerast ekki oft. Þú spilar aldrei fulkominn leik, það er nokkuð ljóst,“ sagði Janus Daði eftir 15 marka sigur á ÍR. Einar: Þeir handrotuðu okkur í kvöldEinar Hólmgeirsson annar þjálfari ÍR fór ekki leynt með vonbrigði sín eftir slaka frammistöðu gegn Haukum í kvöld og fagnar því að leikið sé hratt þessa dagana. „Sem betur fer er hann strax á mánudaginn. Í kvöld var þetta lélegt frá byrjun. Við vorum alltaf skrefi eða tveimur á eftir,“ sagði Einar en ÍR mætir Fram á mánudaginn. „Þeir setja sex mörk á fyrstu sex mínútunum. Við snertum þá ekki og þar að leiðandi komumst við ekki inn í leikinn með hröðum upphlaupum á móti. „Við skorum eitthvað en sóknin var léleg líka. Morkunas tók ekki sína bolta. Hann missti bolta inn sem hann átti að grípa og það hélt okkur inni í leiknum í fyrri hálfleik. Það og einstaka hraðaupphlaup sem við týndum upp úr gólfinu,“ sagði Einar. Það munaði aðeins fjórum mörkum í hálfleik en ÍR-ingar náðu ekki að rífa sig upp í seinni hálfleik og gefa Haukum leik. „Það var ótrúlegt að þetta var bara fjögur mörk í hálfleik. Við vorum inni í leiknum en svo byrjum seinni hálfleik með brottvísun og eftir það sáum við aldrei til sólar. Við áttum ekki möguleika. „Þetta var vel spilað hjá Haukum. Þeir eru með gott lið, Íslandsmeistarar en það er sárt að koma hingað og steinliggja. „Við erum ekki fimmtán mörkum lélegri en þeir en þegar við mætum ekki klárir til leiks þá eigum við ekki möguleika í þessi lið. „Þetta var mjög erfitt í seinni hálfleik. Það gekk allt upp hjá þeim en við skutum í stangirnar. Við misstum þrjú fráköst í fæturna á okkur o.s.frv.,“ sagði Einar sem segist ekki ætla að missa svefn yfir þessari frammistöðu í kvöld. „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Við mætum klárir á mánudaginn í Austurbergið gegn Fram. Þeir handrotuðu okkur í kvöld en nú þýðir ekkert annað en að standa upp og taka næstu lotu.“
Olís-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira