Alfreð: Arsenal vill ekki verjast | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. september 2015 15:30 Alfreð Finnbogason fagnar sigurmarkinu. vísir/epa „Þetta var brjálað kvöld. Við ætluðum okkur að vinna leikinn þó fæstir hafi búist við því. Við erum ánægðir með sigurinn.“ Þetta sagði kátur Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos, við gríska fréttavefinn Gazetta.gr eftir sigur grísku meistaranna á Emirates-vellinum í gær.Sjá einnig:Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal | Myndband Eins og allir vita var Alfreð hetja liðsins í gærkvöldi, en hann skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik eftir að koma inn á sem varamaður. Þetta er jafnframt fyrsta mark hans fyrir gríska liðið. „Ég er búinn að bíða í þrjár vikur eftir því að spila þannig mig var farið að langa að sýna hvað ég get. Eina leiðin til að sanna sig er inn á vellinum,“ segir Alfreð sem hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum. Olympiacos komst í 1-0 með marki Kólumbíumannsins Felipe Pardo, en hann tók við hornspyrnu í D-boganum og skaut boltanum í Arsenal-mann og þaðan í netið. Það mark var engin tilviljun. Fyrsta mark Olympiacos í leiknum: „Fyrsta markið er eitthvað sem við æfðum því við vissum að þeir eru ekki með mann á 16 metrunum,“ segir Alfreð, sem þýðir að Arsenal hefur ekki mann rétt fyrir utan teig til að verjast slíkum sendingum.Sjá einnig:Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir „Þegar við spilum gegn svona liðum veit maður að þau eru mikið með boltann. Við þurfum því að verjast vel, halda línunum þéttum og nýta svo svæðin sem myndast. Svæðin verða til því Arsenal vill ekki verjast. Það sem við lögðum upp fyrir leikinn gekk upp,“ segir Alfreð Finnbogason. Sigurinn kemur Olympiacos í góða stöðu í riðlinum, en liðið á nú fyrir höndum tvo leiki gegn Dinamo Zagreb. „Næstu tveir leikir verða mjög mikilvægir fyrir okkur. Fjögur stig gefa okkur mikið í næstu tveimur leikjum,“ segir Alfreð. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11 Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. 30. september 2015 08:32 Verstu töp Arsenal undir stjórn Wenger að mati Telegraph Arsenal er í erfiðri stöðu í F-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 tap fyrir Olympiacos í gær. 30. september 2015 13:00 Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15 Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira
„Þetta var brjálað kvöld. Við ætluðum okkur að vinna leikinn þó fæstir hafi búist við því. Við erum ánægðir með sigurinn.“ Þetta sagði kátur Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos, við gríska fréttavefinn Gazetta.gr eftir sigur grísku meistaranna á Emirates-vellinum í gær.Sjá einnig:Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal | Myndband Eins og allir vita var Alfreð hetja liðsins í gærkvöldi, en hann skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik eftir að koma inn á sem varamaður. Þetta er jafnframt fyrsta mark hans fyrir gríska liðið. „Ég er búinn að bíða í þrjár vikur eftir því að spila þannig mig var farið að langa að sýna hvað ég get. Eina leiðin til að sanna sig er inn á vellinum,“ segir Alfreð sem hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum. Olympiacos komst í 1-0 með marki Kólumbíumannsins Felipe Pardo, en hann tók við hornspyrnu í D-boganum og skaut boltanum í Arsenal-mann og þaðan í netið. Það mark var engin tilviljun. Fyrsta mark Olympiacos í leiknum: „Fyrsta markið er eitthvað sem við æfðum því við vissum að þeir eru ekki með mann á 16 metrunum,“ segir Alfreð, sem þýðir að Arsenal hefur ekki mann rétt fyrir utan teig til að verjast slíkum sendingum.Sjá einnig:Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir „Þegar við spilum gegn svona liðum veit maður að þau eru mikið með boltann. Við þurfum því að verjast vel, halda línunum þéttum og nýta svo svæðin sem myndast. Svæðin verða til því Arsenal vill ekki verjast. Það sem við lögðum upp fyrir leikinn gekk upp,“ segir Alfreð Finnbogason. Sigurinn kemur Olympiacos í góða stöðu í riðlinum, en liðið á nú fyrir höndum tvo leiki gegn Dinamo Zagreb. „Næstu tveir leikir verða mjög mikilvægir fyrir okkur. Fjögur stig gefa okkur mikið í næstu tveimur leikjum,“ segir Alfreð.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11 Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. 30. september 2015 08:32 Verstu töp Arsenal undir stjórn Wenger að mati Telegraph Arsenal er í erfiðri stöðu í F-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 tap fyrir Olympiacos í gær. 30. september 2015 13:00 Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15 Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30 Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira
Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11
Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. 30. september 2015 08:32
Verstu töp Arsenal undir stjórn Wenger að mati Telegraph Arsenal er í erfiðri stöðu í F-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 tap fyrir Olympiacos í gær. 30. september 2015 13:00
Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15
Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30