Pólitískur subbuskapur Magnús Már Guðmundsson skrifar 24. september 2015 08:00 Reykjavík er fjölbreytt borg sem veitir borgarbúum ólíka og mikilvæga þjónustu á hverjum degi, en hún er meira en það. Reykjavík er m.a. borg friðar og mannréttinda eins og fjölmörg dæmi undanfarin ár bera vott um. Sú þróun að borgir eins og Reykjavík hafi sjálfstæða stefnu í ólíkum málaflokkum er löngu hafin. Borgir munu halda áfram að verða umfangsmeiri og mikilvægari ef eitthvað er. Skiptir þar engu um pirraða framsóknar- og sjálfstæðismenn á Íslandi. Í umræðunni undanfarna daga um tillöguna sem borgarstjórn hefur nú dregið til baka fór lítið fyrir umfjöllun um tilgang hennar. Viðleitni okkar gekk út á að auðvelda Palestínumönnum að lifa eðlilegra lífi í stað lífs takmarkana, múra og kúgunar. Lóð á vogarskálarnar í þeirri baráttu en fyrst og fremst táknræn aðgerð. Gerð voru mistök þar sem málið var ekki nógu vel undirbúið af hálfu okkar í meirihlutanum og því var ákveðið draga tillöguna til baka og hefur það verið gert með stuðningi minnihlutans. Áður en tekin verður ákvörðun um næstu skref verður ráðgjafar leitað hjá öðrum höfuðborgum Norðurlandanna og samráð haft við utanríkisráðuneytið. Málið komst á mikið flug og notaði minnihlutinn í borgarstjórn og einstaka ráðherrar sér það til framdráttar. Miðað við upphrópin og hamaganginn mætti ætla að mikið hafi gengið á þegar tillagan um sniðgönguna var samþykkt í borgarstjórn 15. september. Umræðan var þvert á móti nokkuð hófstillt og fór allnokkur tími fulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í að tala um ágæti borgarfulltrúans sem lagði fram tillöguna! Umræðan tók ekki langan tíma og einungis þrír af sex fulltrúum minnihlutans tóku til máls. Sem er í grunninn ekki óeðlilegt nema í ljósi þeirra gífuryrða sem fallið hafa síðan, þar á meðal kröfunnar um afsögn borgarstjóra. Andstaðan var lítil auk þess sem einn minnihlutafulltrúi sat hjá. Málatilbúnaður sjálfstæðis- og framsóknarmanna undanfarna daga hefur því fyrst og fremst einkennst af pólitískum subbuskap og er í engu samræmi við tilefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Reykjavík er fjölbreytt borg sem veitir borgarbúum ólíka og mikilvæga þjónustu á hverjum degi, en hún er meira en það. Reykjavík er m.a. borg friðar og mannréttinda eins og fjölmörg dæmi undanfarin ár bera vott um. Sú þróun að borgir eins og Reykjavík hafi sjálfstæða stefnu í ólíkum málaflokkum er löngu hafin. Borgir munu halda áfram að verða umfangsmeiri og mikilvægari ef eitthvað er. Skiptir þar engu um pirraða framsóknar- og sjálfstæðismenn á Íslandi. Í umræðunni undanfarna daga um tillöguna sem borgarstjórn hefur nú dregið til baka fór lítið fyrir umfjöllun um tilgang hennar. Viðleitni okkar gekk út á að auðvelda Palestínumönnum að lifa eðlilegra lífi í stað lífs takmarkana, múra og kúgunar. Lóð á vogarskálarnar í þeirri baráttu en fyrst og fremst táknræn aðgerð. Gerð voru mistök þar sem málið var ekki nógu vel undirbúið af hálfu okkar í meirihlutanum og því var ákveðið draga tillöguna til baka og hefur það verið gert með stuðningi minnihlutans. Áður en tekin verður ákvörðun um næstu skref verður ráðgjafar leitað hjá öðrum höfuðborgum Norðurlandanna og samráð haft við utanríkisráðuneytið. Málið komst á mikið flug og notaði minnihlutinn í borgarstjórn og einstaka ráðherrar sér það til framdráttar. Miðað við upphrópin og hamaganginn mætti ætla að mikið hafi gengið á þegar tillagan um sniðgönguna var samþykkt í borgarstjórn 15. september. Umræðan var þvert á móti nokkuð hófstillt og fór allnokkur tími fulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í að tala um ágæti borgarfulltrúans sem lagði fram tillöguna! Umræðan tók ekki langan tíma og einungis þrír af sex fulltrúum minnihlutans tóku til máls. Sem er í grunninn ekki óeðlilegt nema í ljósi þeirra gífuryrða sem fallið hafa síðan, þar á meðal kröfunnar um afsögn borgarstjóra. Andstaðan var lítil auk þess sem einn minnihlutafulltrúi sat hjá. Málatilbúnaður sjálfstæðis- og framsóknarmanna undanfarna daga hefur því fyrst og fremst einkennst af pólitískum subbuskap og er í engu samræmi við tilefnið.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun