Ekki dugleg við að taka pláss sem afmælisbarn Guðrún Ansnes skrifar 12. september 2015 10:30 Þórunn er stútfull af þakklæti á þessum merku tímamótum og ætlar að njóta sín með fjölskyldunni í dag. Vísir/GVA „Ég ætla að gefa mér svolítið skemmtilega afmælisgjöf í ár, og þar sem ég lofaði sjálfri mér að gefa út lag eftir mig er nú bara komið að því,“ segir stórafmælisbarn dagsins, Þórunn Erna Clausen, söng- og leikkona sem stendur nú á fertugu. Aðspurð um plönin á þessum merku tímamótum segist Þórunn ekki dugleg við að taka mikið pláss sem afmælisbarn en ætla sér að eyða deginum í faðmi fjölskyldunnar og bregða sér svo af bæ þegar líður á kvöldið, og þá í leikhús. „Mér finnst alltaf voða erfitt að halda afmælisveislur fyrir sjálfa mig. En það er allt annað mál með að halda upp á afmælin fyrir aðra,“ útskýrir hún og bætir við: „Ég tók mig þó til og þjófstartaði afmælisdeginum um síðustu helgi, og hélt frábært afmælispartí.“ Ekki er laust við að hún sé örlítið ánægð með sig, og þrátt fyrir að veislan hafi verið haldin fyrir hana sjálfa naut hún sín í hvívetna, enda umkringd vinum og vandamönnum, sem sungu hástöfum með henni næturlangt. „Það hefur einhvern veginn verið voða mikið svoleiðis að ég hef verið í vinnu þegar ég á afmæli,“ segir hógværa afmælisbarnið, og segist sennilega muna best eftir þeim afmælisdegi þegar hún skar næstum af sér fingurinn við að taka móti blómum og einhvern tíma fór hún í góða hestaferð. „Svo fannst mér ofsalega gaman þegar ég fékk lag í afmælisgjöf frá manninum mínum heitnum, það var yndisleg afmælisgjöf.“ Segist Þórunn hafa verið lánsöm í lífinu þegar blaðamaður biður hana um að horfa yfir farinn veg í tilefni dagsins. „Ég á yndislega fjölskyldu og hef fengið að upplifa mikla ást, verið lánsöm að fá að vinna við það sem ég elska og upplifað fullt af ævintýrum, þó auðvitað hafi gengið á ýmsu. En ég hef fengið að elta draumana mína og reynt ansi margt þótt árin séu ekki fleiri en raun ber vitni. Ætli maður verði ekki bara pínu væminn á svona tímamótum?“ segir Þórunn og hlær létt í lokin. Tónlist Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
„Ég ætla að gefa mér svolítið skemmtilega afmælisgjöf í ár, og þar sem ég lofaði sjálfri mér að gefa út lag eftir mig er nú bara komið að því,“ segir stórafmælisbarn dagsins, Þórunn Erna Clausen, söng- og leikkona sem stendur nú á fertugu. Aðspurð um plönin á þessum merku tímamótum segist Þórunn ekki dugleg við að taka mikið pláss sem afmælisbarn en ætla sér að eyða deginum í faðmi fjölskyldunnar og bregða sér svo af bæ þegar líður á kvöldið, og þá í leikhús. „Mér finnst alltaf voða erfitt að halda afmælisveislur fyrir sjálfa mig. En það er allt annað mál með að halda upp á afmælin fyrir aðra,“ útskýrir hún og bætir við: „Ég tók mig þó til og þjófstartaði afmælisdeginum um síðustu helgi, og hélt frábært afmælispartí.“ Ekki er laust við að hún sé örlítið ánægð með sig, og þrátt fyrir að veislan hafi verið haldin fyrir hana sjálfa naut hún sín í hvívetna, enda umkringd vinum og vandamönnum, sem sungu hástöfum með henni næturlangt. „Það hefur einhvern veginn verið voða mikið svoleiðis að ég hef verið í vinnu þegar ég á afmæli,“ segir hógværa afmælisbarnið, og segist sennilega muna best eftir þeim afmælisdegi þegar hún skar næstum af sér fingurinn við að taka móti blómum og einhvern tíma fór hún í góða hestaferð. „Svo fannst mér ofsalega gaman þegar ég fékk lag í afmælisgjöf frá manninum mínum heitnum, það var yndisleg afmælisgjöf.“ Segist Þórunn hafa verið lánsöm í lífinu þegar blaðamaður biður hana um að horfa yfir farinn veg í tilefni dagsins. „Ég á yndislega fjölskyldu og hef fengið að upplifa mikla ást, verið lánsöm að fá að vinna við það sem ég elska og upplifað fullt af ævintýrum, þó auðvitað hafi gengið á ýmsu. En ég hef fengið að elta draumana mína og reynt ansi margt þótt árin séu ekki fleiri en raun ber vitni. Ætli maður verði ekki bara pínu væminn á svona tímamótum?“ segir Þórunn og hlær létt í lokin.
Tónlist Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira