Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 19-27 | Valsmenn gerðu út um leikinn í seinni hálfleik Ólafur Haukur Tómasson skrifar 13. september 2015 19:30 Ingimundur. Vísir/Stefán Valsmenn unnu sterkan 8 marka sigur á liði Akureyrar fyrir norðan nú í kvöld. Valsmenn eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki í Olís-deildinni. Eins og fram hefur komið hafa Akureyringar skipt um heimavöll og munu spila í KA heimilinu í vetur. Þrátt fyrir góða mætingu í KA heimilið í kvöld náðu heimamenn ekki að nýta sér þann meðbyr og voru kafsigldir í seinni hálfleik af sprækum Völsurum. Leikurinn byrjaði heldur illa fyrir Akyreyri og eftir 10 mínútna leik í stöðunni 1-5 var Sverre Jakobssyni, þjálfara Akureyrar, nóg boðið og tók leikhlé. Við það lagaðist leikur heimamanna og smám saman með sterkri vörn og góðri markvörslu Hreiðars Levý náði Akureyri að vinna sig aftur inn í leikinn og jafna í 5-5. Þrátt fyrir fjölda tækifæra til að ná forystu náðu Valsmenn með sterkri vörn og góðri markvörslu gömlu kempunnar Hlyns Morthens að halda aftur af Akureyri og tryggja sér þriggja marka forystu inn í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði eins og fyrri hálfleikurinn, Valsarar sterkari á öllum sviðum og náðu góðri forystu sem Akureyri náði ekki að vinna upp líkt og fyrr í leiknum. Þegar líða fór á seinni hálfleikinn virtust leikmenn Akureyrar missa móðinn, Valsarar gengu á lagið, lokuðu vörninni algjörlega, Hlynur tók allt sem fram hjá vörninni fór og Valsarar virtust getað skorað að vild. Mest náðu Valsarar 10 marka forystu en lokatölur voru 19-27 fyrir Val. Öruggur og sanngjarn sigur Vals staðreynd. Varnarleikur Akureyrar var nokkuð góður í leiknum, þá sérstaklega framan af en sóknarleikurinn hefði þurft að vera töluvert betri. Sóknir liðsins byggðu svolítið mikið upp á einstaklingsframtaki og nokkuð tilviljunarkenndum troðning en er liðið náði að fá flot á boltann var allt annað að sjá hann. Leikur Vals var mjög góður. Þéttur varnarleikur fleytti liðinu langt í dag og sóknarleikurinn var fínn en varð enn betri þegar leið á leikinn. Hlynur Morthens sýndi alla sína reynslu og átti stórleik þar sem hann varði einhver tuttugu skot. Þeir gátu skipt mikið og notuðu breiddina í hópnum vel. Valsarar eru vel að þessum stigum komnir og ljóst að þeir ætla sér stóra hluti í vetur. Akureyringar þurfa hins vegar að halda áfram að vinna í sínum leik og eru enn að leita að sínum fyrstu stigum. Ingimundur: Vorum ekki nægilega áræðnir„Það var fyrst og fremst sóknarleikurinn sem klikkaði. Líkt og gerðist í Austurberginu í síðustu umferð. Við vorum sjálfum okkur verstir og tókum rangar ákvarðanir, þá sérstaklega sóknarlega,” sagði Ingimundur Ingimundarson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Akureyrar eftir leikinn. Sóknarleikur heimamanna var ekki góður og voru þeir til að mynda að klúðra mikið af skotum í leiknum. Ingimundur var ekki ánægður með leik sinna manna og þótti liðið of kraftlaust mest allan leikinn. „Við vorum ekki nógu áræðnir, við erum ekki að fara af nægilegum krafti í ákveðnar ógnanir. Við lögðum upp með að fara í árásir og það tókst ágætlega á vissum köflum en það tókst ekki nógu vel í of langan tíma,” bætti hann við. Þetta var fyrsti heimaleikur Akureyrar eftir að stjórn félagsins ákvað að færa sig úr Íþróttahöllinni og aftur í KA-heimilið. Ingimundur segist ekki hafa verið lengi að sannfærast um að sú ákvörðun hafi verið rétt. „Það er frábært að spila hérna og ég skil hvað þeir eru að fara með því að koma hérna upp eftir hvað stemmingu og svona varðar en því miður gátum við ekki boðið upp á betri leik í dag fyrir allt fólkið sem mætti. Stemmingin var flott og vonandi koma úrslitin í næsta leik,” sagði Ingimundur. Guðmundur: Þolinmæðin skilaði þessu„Við erum með fína breidd og sýndum mikla þolinmæði. Þeir eru að spila á svolítið fáum mönnum. Þeir héldu vel í okkur fyrstu 35-40 mínúturnar en við vorum þolinmóðir og það skilaði okkur þessu góða forskoti seint í leiknum. Við fórum að skjóta betur á markverðina þeirra sem eru stórir og góðir og vörnin þéttist,” sagði Guðmundur Hólmar, leikmaður Vals eftir sigurinn á Akureyri. Valur hefur byrjað leiktíðina af miklum krafti og unnið fyrstu tvo leiki sína í vetur á erfiðum útivöllum. Guðmundur telur að stemmingin í hópnum sé góð og stefna liðsins er að sjálfsögðu sett á titla. Guðmundur mætti á sinn gamla heimavöll en hann spilaði með KA í yngri flokkum og sagði að tilfinninguna á að koma aftur sem leikmaður gesta liðs þar sé skrítin en góð tilfinning. „Við stefnum alltaf á titla og vinnum tvo leiki á erfiðum útivöllum. Það er alltaf erfitt að fara til Eyja og það er frábært að koma hingað í KA-heimilið, það er mikil stemming.” „Við komum hérna hitt í fyrra svo ég hafði smá tilfinningu fyrir því að spila hérna en það er öðruvísi. Það er gaman og nokkuð skrítið, sérstaklega þegar maður kemur hingað í rauðu og hvítu en það er alltaf gaman að koma að spila í KA-heimilinu,” sagði Guðmundur léttur í bragði. „Við vorum gagnrýndir fyrir að missa þrjá sterka leikmenn en fáum inn Sigurð Ingiberg og Gunna Harðar og vorum gagnrýndir fyrir að taka ekki fleiri leikmenn inn. Það er mikil uppbygging í Val og fullt af ungum strákum í hópnum,” bætti Guðmundur við. Olís-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Valsmenn unnu sterkan 8 marka sigur á liði Akureyrar fyrir norðan nú í kvöld. Valsmenn eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki í Olís-deildinni. Eins og fram hefur komið hafa Akureyringar skipt um heimavöll og munu spila í KA heimilinu í vetur. Þrátt fyrir góða mætingu í KA heimilið í kvöld náðu heimamenn ekki að nýta sér þann meðbyr og voru kafsigldir í seinni hálfleik af sprækum Völsurum. Leikurinn byrjaði heldur illa fyrir Akyreyri og eftir 10 mínútna leik í stöðunni 1-5 var Sverre Jakobssyni, þjálfara Akureyrar, nóg boðið og tók leikhlé. Við það lagaðist leikur heimamanna og smám saman með sterkri vörn og góðri markvörslu Hreiðars Levý náði Akureyri að vinna sig aftur inn í leikinn og jafna í 5-5. Þrátt fyrir fjölda tækifæra til að ná forystu náðu Valsmenn með sterkri vörn og góðri markvörslu gömlu kempunnar Hlyns Morthens að halda aftur af Akureyri og tryggja sér þriggja marka forystu inn í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði eins og fyrri hálfleikurinn, Valsarar sterkari á öllum sviðum og náðu góðri forystu sem Akureyri náði ekki að vinna upp líkt og fyrr í leiknum. Þegar líða fór á seinni hálfleikinn virtust leikmenn Akureyrar missa móðinn, Valsarar gengu á lagið, lokuðu vörninni algjörlega, Hlynur tók allt sem fram hjá vörninni fór og Valsarar virtust getað skorað að vild. Mest náðu Valsarar 10 marka forystu en lokatölur voru 19-27 fyrir Val. Öruggur og sanngjarn sigur Vals staðreynd. Varnarleikur Akureyrar var nokkuð góður í leiknum, þá sérstaklega framan af en sóknarleikurinn hefði þurft að vera töluvert betri. Sóknir liðsins byggðu svolítið mikið upp á einstaklingsframtaki og nokkuð tilviljunarkenndum troðning en er liðið náði að fá flot á boltann var allt annað að sjá hann. Leikur Vals var mjög góður. Þéttur varnarleikur fleytti liðinu langt í dag og sóknarleikurinn var fínn en varð enn betri þegar leið á leikinn. Hlynur Morthens sýndi alla sína reynslu og átti stórleik þar sem hann varði einhver tuttugu skot. Þeir gátu skipt mikið og notuðu breiddina í hópnum vel. Valsarar eru vel að þessum stigum komnir og ljóst að þeir ætla sér stóra hluti í vetur. Akureyringar þurfa hins vegar að halda áfram að vinna í sínum leik og eru enn að leita að sínum fyrstu stigum. Ingimundur: Vorum ekki nægilega áræðnir„Það var fyrst og fremst sóknarleikurinn sem klikkaði. Líkt og gerðist í Austurberginu í síðustu umferð. Við vorum sjálfum okkur verstir og tókum rangar ákvarðanir, þá sérstaklega sóknarlega,” sagði Ingimundur Ingimundarson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Akureyrar eftir leikinn. Sóknarleikur heimamanna var ekki góður og voru þeir til að mynda að klúðra mikið af skotum í leiknum. Ingimundur var ekki ánægður með leik sinna manna og þótti liðið of kraftlaust mest allan leikinn. „Við vorum ekki nógu áræðnir, við erum ekki að fara af nægilegum krafti í ákveðnar ógnanir. Við lögðum upp með að fara í árásir og það tókst ágætlega á vissum köflum en það tókst ekki nógu vel í of langan tíma,” bætti hann við. Þetta var fyrsti heimaleikur Akureyrar eftir að stjórn félagsins ákvað að færa sig úr Íþróttahöllinni og aftur í KA-heimilið. Ingimundur segist ekki hafa verið lengi að sannfærast um að sú ákvörðun hafi verið rétt. „Það er frábært að spila hérna og ég skil hvað þeir eru að fara með því að koma hérna upp eftir hvað stemmingu og svona varðar en því miður gátum við ekki boðið upp á betri leik í dag fyrir allt fólkið sem mætti. Stemmingin var flott og vonandi koma úrslitin í næsta leik,” sagði Ingimundur. Guðmundur: Þolinmæðin skilaði þessu„Við erum með fína breidd og sýndum mikla þolinmæði. Þeir eru að spila á svolítið fáum mönnum. Þeir héldu vel í okkur fyrstu 35-40 mínúturnar en við vorum þolinmóðir og það skilaði okkur þessu góða forskoti seint í leiknum. Við fórum að skjóta betur á markverðina þeirra sem eru stórir og góðir og vörnin þéttist,” sagði Guðmundur Hólmar, leikmaður Vals eftir sigurinn á Akureyri. Valur hefur byrjað leiktíðina af miklum krafti og unnið fyrstu tvo leiki sína í vetur á erfiðum útivöllum. Guðmundur telur að stemmingin í hópnum sé góð og stefna liðsins er að sjálfsögðu sett á titla. Guðmundur mætti á sinn gamla heimavöll en hann spilaði með KA í yngri flokkum og sagði að tilfinninguna á að koma aftur sem leikmaður gesta liðs þar sé skrítin en góð tilfinning. „Við stefnum alltaf á titla og vinnum tvo leiki á erfiðum útivöllum. Það er alltaf erfitt að fara til Eyja og það er frábært að koma hingað í KA-heimilið, það er mikil stemming.” „Við komum hérna hitt í fyrra svo ég hafði smá tilfinningu fyrir því að spila hérna en það er öðruvísi. Það er gaman og nokkuð skrítið, sérstaklega þegar maður kemur hingað í rauðu og hvítu en það er alltaf gaman að koma að spila í KA-heimilinu,” sagði Guðmundur léttur í bragði. „Við vorum gagnrýndir fyrir að missa þrjá sterka leikmenn en fáum inn Sigurð Ingiberg og Gunna Harðar og vorum gagnrýndir fyrir að taka ekki fleiri leikmenn inn. Það er mikil uppbygging í Val og fullt af ungum strákum í hópnum,” bætti Guðmundur við.
Olís-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira