Gunnar : Öruggur sigur gæti komið mér í umræðu um titilbardaga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. september 2015 13:15 Gunnar á leið í búrið í júlí. vísir/getty „Þetta er geðveikur bardagi fyrir mig og þetta er líka bardagi sem allir vilja sjá," segir Gunnar Nelson spenntur fyrir komandi bardaga gegn Demian Maia. Þeir munu mætast í UFC 194 í Las Vegas þann 12. desember næstkomandi. Risakvöld þar sem aðalbardaginn er á milli Conor McGregor og Jose Aldo. Þetta verður annar bardagi Gunnars í Bandaríkjunum en hann hengdi Brandon Thatch í í MGM Grand Garden Arena í júlí síðastliðnum. Maia er fimmfaldur heimsmeistari í jiu jitsu og gríðarlega reyndur kappi. Þarna er loksins kominn maður sem getur barist við Gunnar í gólfinu.Gunnar er hér að klára Thatch í júlí.vísir/gettyLeiðinlegt ef við hefðum aldrei keppt „Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga. Öruggur sigur gegn honum gæti þess vegna hent mér upp í umræðuna um titilbardaga. Hann er búinn að keppa á móti flestum af bestu gaurunum og þeir hafa allir verið i bölvuðu basli með hann," segir Gunnar en það hefur engum tekist að klára Maia í veltivigtinni. Annað hvort vinnur Maia eða bardagarnir fara alla leið. „Það hefði verið leiðinlegt ef við hefðum aldrei náð að keppa áður en hann hættir. Ég held að allir séu sammála um það. Það var eiginlega ekki í boði. Þetta var bardagi sem „meikar sens" sem minn næsti bardagi. Fólk á að fá sjá þennan bardaga og ég er mjög spenntur fyrir að fá þennan bardaga."Sjá einnig: Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þessi bardagi mun þróast að þarna mætast tveir sterkir glímumenn. Hvernig sér Gunnar bardagann þróast? „Þetta er alltaf MMA-bardagi. Ég mun alltaf reyna að mýkja hann með höggum. Taktíkin mín verður örugglega ekki frábrugðin því sem hefur verið," segir Gunnar en hann verður í þeirri aðstöðu í fyrsta sinn á ferlinum að andstæðingurinn vilji ná honum niður í gólfið.Gunni og Conor verða aftur saman í Las Vegas.vísir/gettyHann vill ekki standa á móti mér „Hann mun pottþétt reyna að koma mér í gólfið. Það er alveg borðleggjandi að hann mun ekki vilja standa með mér. Svo kemur maður inn í bardagann og tekur þetta á tilfinningunni eins og áður. Thatch hélt að ég myndi alls ekki standa á móti honum en svo étur hann tvö högg sem setur hann beinustu leið á rassgatið. Ég tek þetta því eftir eyranu er ég mæti." Maia verður orðinn 38 ára gamall þegar bardaginn fer fram. Hann er miklu reynslumeiri en Gunnar sem hefur samt trú á sér í gólfinu gegn honum. „Hann er með mikið sjálfstraust í gólfinu rétt eins og ég. Það gerir þetta skemmtilegra og áhugaverðara. Ég hef mikla trú á sjálfum mér í gólfinu. Einhvers staðar inn í mér hef ég þá sýn að ég klári hann í gólfinu. Ég held að það yrði helvíti öflug yfirlýsing af minni hálfu enda hefur enginn gert það áður." Gunnar mun væntanlega hefja formlega æfingabúðir í Dublin fljótlega en svo er stefnan að vera kominn til Las Vegas fjórum vikum fyrir bardagann. „Þetta verða hörkuæfingabúðir og ég bíð spenntur eftir því að byrja að tuskast á fullu fyrir þennan bardaga." MMA Tengdar fréttir Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Gunnar Nelson mun mæta einum besta veltivigtarmanni heims á risakvöldi UFC í Las Vegas í desember. Kvöldinu þar sem Conor McGregor mun loksins berjast við Jose Aldo. 4. september 2015 13:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
„Þetta er geðveikur bardagi fyrir mig og þetta er líka bardagi sem allir vilja sjá," segir Gunnar Nelson spenntur fyrir komandi bardaga gegn Demian Maia. Þeir munu mætast í UFC 194 í Las Vegas þann 12. desember næstkomandi. Risakvöld þar sem aðalbardaginn er á milli Conor McGregor og Jose Aldo. Þetta verður annar bardagi Gunnars í Bandaríkjunum en hann hengdi Brandon Thatch í í MGM Grand Garden Arena í júlí síðastliðnum. Maia er fimmfaldur heimsmeistari í jiu jitsu og gríðarlega reyndur kappi. Þarna er loksins kominn maður sem getur barist við Gunnar í gólfinu.Gunnar er hér að klára Thatch í júlí.vísir/gettyLeiðinlegt ef við hefðum aldrei keppt „Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga. Öruggur sigur gegn honum gæti þess vegna hent mér upp í umræðuna um titilbardaga. Hann er búinn að keppa á móti flestum af bestu gaurunum og þeir hafa allir verið i bölvuðu basli með hann," segir Gunnar en það hefur engum tekist að klára Maia í veltivigtinni. Annað hvort vinnur Maia eða bardagarnir fara alla leið. „Það hefði verið leiðinlegt ef við hefðum aldrei náð að keppa áður en hann hættir. Ég held að allir séu sammála um það. Það var eiginlega ekki í boði. Þetta var bardagi sem „meikar sens" sem minn næsti bardagi. Fólk á að fá sjá þennan bardaga og ég er mjög spenntur fyrir að fá þennan bardaga."Sjá einnig: Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig þessi bardagi mun þróast að þarna mætast tveir sterkir glímumenn. Hvernig sér Gunnar bardagann þróast? „Þetta er alltaf MMA-bardagi. Ég mun alltaf reyna að mýkja hann með höggum. Taktíkin mín verður örugglega ekki frábrugðin því sem hefur verið," segir Gunnar en hann verður í þeirri aðstöðu í fyrsta sinn á ferlinum að andstæðingurinn vilji ná honum niður í gólfið.Gunni og Conor verða aftur saman í Las Vegas.vísir/gettyHann vill ekki standa á móti mér „Hann mun pottþétt reyna að koma mér í gólfið. Það er alveg borðleggjandi að hann mun ekki vilja standa með mér. Svo kemur maður inn í bardagann og tekur þetta á tilfinningunni eins og áður. Thatch hélt að ég myndi alls ekki standa á móti honum en svo étur hann tvö högg sem setur hann beinustu leið á rassgatið. Ég tek þetta því eftir eyranu er ég mæti." Maia verður orðinn 38 ára gamall þegar bardaginn fer fram. Hann er miklu reynslumeiri en Gunnar sem hefur samt trú á sér í gólfinu gegn honum. „Hann er með mikið sjálfstraust í gólfinu rétt eins og ég. Það gerir þetta skemmtilegra og áhugaverðara. Ég hef mikla trú á sjálfum mér í gólfinu. Einhvers staðar inn í mér hef ég þá sýn að ég klári hann í gólfinu. Ég held að það yrði helvíti öflug yfirlýsing af minni hálfu enda hefur enginn gert það áður." Gunnar mun væntanlega hefja formlega æfingabúðir í Dublin fljótlega en svo er stefnan að vera kominn til Las Vegas fjórum vikum fyrir bardagann. „Þetta verða hörkuæfingabúðir og ég bíð spenntur eftir því að byrja að tuskast á fullu fyrir þennan bardaga."
MMA Tengdar fréttir Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Gunnar Nelson mun mæta einum besta veltivigtarmanni heims á risakvöldi UFC í Las Vegas í desember. Kvöldinu þar sem Conor McGregor mun loksins berjast við Jose Aldo. 4. september 2015 13:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Gunnar fær risabardaga í Las Vegas Gunnar Nelson mun mæta einum besta veltivigtarmanni heims á risakvöldi UFC í Las Vegas í desember. Kvöldinu þar sem Conor McGregor mun loksins berjast við Jose Aldo. 4. september 2015 13:00