Sigursælasta fimleikakona Íslandssögunnar hætt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2015 16:22 Thelma lyftir sex fingrum á loft til merkis um þá sex Íslandsmeistaratitla sem hún hefur unnið á ferlinum. vísir/ernir Thelma Rut Hermannsdóttir, sigursælasta fimleikakona Íslands frá upphafi, er hætt í fimleikum. Thelma er aðeins 22 ára en hefur þrátt fyrir það sex sinnum orðið Íslandsmeistari í áhaldafimleikum. Sjötta og síðasta titilinn vann hún á Íslandsmótinu í mars á þessu ári en með honum fór hún fram úr Berglind Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem unnu Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum hvor. „Þetta er komið gott, þetta er 19 ára ferill og það hefur gengið framar vonum hjá mér og fólkinu í kringum mig,“ sagði Thelma í viðtali við RÚV í dag. „Ég er ánægð með þessa ákvörðun og þetta er komið ágætt,“ sagði Thelma sem útilokar þó ekki með öllu að hún klæðist fimleikabolnum á ný. Hún segist í viðtalinu við RÚV hafa hugleitt þetta lengi og ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. Hún segist hafa fengið leið á fimleikum fyrir tveimur árum. „Ég fékk smá leið á tímabili en þá byrjaði allt að ganga ótrúlega vel, og betur en mér hafði gengið, og ég hélt áfram,“ sagði Thelma og bætti við: „En núna held ég að það sé kominn ágætur tími. Ég tel að ég hafi toppað allt sem ég get og er búin að standa mig ótrúlega vel og ná góðum árangri.“ Thelma stefnir á háskólanám í haust. „Ég er búin að þjálfa og vinna í sumar og í haust ætla ég í háskólann. Ég byrjaði í háskólanum í fyrra en þurfti að hætta því ég fór til Kína að keppa. Þannig að núna ætla ég bara að taka skólann föstum tökum og gera eitthvað annað," sagði Thelma sem segir fimleikana taka mikinn tíma. „Ég hef verið á 3-4 klukkutíma æfingum sex daga vikunnar. Ég er búin að fara á ótrúlega mörg mót, fara í yfir 35 landsliðsferðir og á mót sem var verið að halda í fyrsta skipti, eins og Evrópuleikana í Bakú. „Þetta er búið að taka rosalega mikinn tíma og það verður pínu skrítið að hafa allt í einu lausan tíma aflögu.“ Thelma hefur ekki alveg skilið við fimleikana en hún er að fara að þjálfa fimleika hjá hverfisliðinu Fjölni. Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér. Fimleikar Tengdar fréttir Eins og önnur fjölskylda fyrir hana Thelma Rut Hermannsdóttir varð um helgina fyrsta konan til að verða sex sinnum Íslandsmeistari kvenna í fimleikum. Hinn átján gamli Valgarð Reinhardsson vann aftur á móti sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. 23. mars 2015 07:00 Fjögur unnu tvö gull á einstökum áhöldum Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. 22. mars 2015 16:51 Thelma Rut fyrsti fánaberi Íslands á Evrópuleikum Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld þegar fyrstu Evrópuleikarnir verða settir í Bakú í Aserbaídsjan. Thelma Rut er ein af nítján íslenskum íþróttamönnum á leikunum. 12. júní 2015 16:34 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Thelma Rut Hermannsdóttir, sigursælasta fimleikakona Íslands frá upphafi, er hætt í fimleikum. Thelma er aðeins 22 ára en hefur þrátt fyrir það sex sinnum orðið Íslandsmeistari í áhaldafimleikum. Sjötta og síðasta titilinn vann hún á Íslandsmótinu í mars á þessu ári en með honum fór hún fram úr Berglind Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem unnu Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum hvor. „Þetta er komið gott, þetta er 19 ára ferill og það hefur gengið framar vonum hjá mér og fólkinu í kringum mig,“ sagði Thelma í viðtali við RÚV í dag. „Ég er ánægð með þessa ákvörðun og þetta er komið ágætt,“ sagði Thelma sem útilokar þó ekki með öllu að hún klæðist fimleikabolnum á ný. Hún segist í viðtalinu við RÚV hafa hugleitt þetta lengi og ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. Hún segist hafa fengið leið á fimleikum fyrir tveimur árum. „Ég fékk smá leið á tímabili en þá byrjaði allt að ganga ótrúlega vel, og betur en mér hafði gengið, og ég hélt áfram,“ sagði Thelma og bætti við: „En núna held ég að það sé kominn ágætur tími. Ég tel að ég hafi toppað allt sem ég get og er búin að standa mig ótrúlega vel og ná góðum árangri.“ Thelma stefnir á háskólanám í haust. „Ég er búin að þjálfa og vinna í sumar og í haust ætla ég í háskólann. Ég byrjaði í háskólanum í fyrra en þurfti að hætta því ég fór til Kína að keppa. Þannig að núna ætla ég bara að taka skólann föstum tökum og gera eitthvað annað," sagði Thelma sem segir fimleikana taka mikinn tíma. „Ég hef verið á 3-4 klukkutíma æfingum sex daga vikunnar. Ég er búin að fara á ótrúlega mörg mót, fara í yfir 35 landsliðsferðir og á mót sem var verið að halda í fyrsta skipti, eins og Evrópuleikana í Bakú. „Þetta er búið að taka rosalega mikinn tíma og það verður pínu skrítið að hafa allt í einu lausan tíma aflögu.“ Thelma hefur ekki alveg skilið við fimleikana en hún er að fara að þjálfa fimleika hjá hverfisliðinu Fjölni. Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Fimleikar Tengdar fréttir Eins og önnur fjölskylda fyrir hana Thelma Rut Hermannsdóttir varð um helgina fyrsta konan til að verða sex sinnum Íslandsmeistari kvenna í fimleikum. Hinn átján gamli Valgarð Reinhardsson vann aftur á móti sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. 23. mars 2015 07:00 Fjögur unnu tvö gull á einstökum áhöldum Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. 22. mars 2015 16:51 Thelma Rut fyrsti fánaberi Íslands á Evrópuleikum Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld þegar fyrstu Evrópuleikarnir verða settir í Bakú í Aserbaídsjan. Thelma Rut er ein af nítján íslenskum íþróttamönnum á leikunum. 12. júní 2015 16:34 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Eins og önnur fjölskylda fyrir hana Thelma Rut Hermannsdóttir varð um helgina fyrsta konan til að verða sex sinnum Íslandsmeistari kvenna í fimleikum. Hinn átján gamli Valgarð Reinhardsson vann aftur á móti sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. 23. mars 2015 07:00
Fjögur unnu tvö gull á einstökum áhöldum Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. 22. mars 2015 16:51
Thelma Rut fyrsti fánaberi Íslands á Evrópuleikum Fimleikakonan Thelma Rut Hermannsdóttir verður fánaberi Íslands í kvöld þegar fyrstu Evrópuleikarnir verða settir í Bakú í Aserbaídsjan. Thelma Rut er ein af nítján íslenskum íþróttamönnum á leikunum. 12. júní 2015 16:34