Hlutabréf í Bang & Olufsen hríðfalla í verði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. ágúst 2015 16:37 Vörurnar frá Bang & Olufsen þykja mjög stílhreinar. Vísir/Getty Hlutabréf í Bang & Olufsen hríðféllu í verði í dag í dönsku kauphöllinni eftir að þetta rótgróna danska fyrirtæki tilkynnti um að afkoma fyrirtækisins yrði lakari en búist var við. Hlutabréfin féllu um tæp 14% í dag. Bloomberg greinir frá.Félagið tilkynnti í dag tap upp á 410 milljón danskar krónur í síðasta ársfjórðungi. Félagið tapaði gríðarlega á því að framleiða og þróa hljómtæki fyrir bíla en sú deild var seld til Harman fyrr á árinu. Þeirri sölu fylgdi kostnaður, 357 milljónum danskar krónur, sem Bang & Olufsen hafði skuldbundið sig til að taka á sig. Í tilkynningu frá félaginu segir þó að þetta hafi verið einskiptiskostnaðar og að stjórnendur þess séu bjartsýnir á framhaldið.Lykilviðskiptavinir bókstaflega að deyjaMortem Imsgard, greinandi hjá Sydbank, telur þó að hluthafar í Bang & Olufsen ættu að hafa áhyggjur. „Vandamál Bang & Olufsen er það að lykilviðskiptavinir félagsins eru bókstaflega að deyja. Hluthafar ættu að fyllast áhyggjum eftir þennan ársfjórðung.“ Bang & Olufsen framleiðir hágæða raftæki á borð við sjónvörp og hljómtæki en hefur átt í erfiðleikum með að fylgja þróuninni á markaðinum. Verð á flatskjám hefur lækkað að undanförnu auk þess sem æ fleiri hlusta á tónlist á ferðinni, frekar en að njóta hennar í stofunni heima. Að undanförnu hefur fyrirtækið lagt áherslur á vörur fyrir yngri neytendur, m.a. vörur sem styðja streymi á tónlist. Ekki er gert ráð fyrir að félagið greiði hluthöfum sínum arð en félagið greiddi síðast út arð árið 2008. Um sl. helgi opnaði ný Bang & Olufsen verslun hér á landi í fyrsta sinn frá árinu 2011. Tengdar fréttir Bang & Olufsen snýr aftur til landsins Vörur frá fyrirtækinu seldust í bílförmum fyrir hrun. 7. ágúst 2015 12:15 Sérfræðingar blása á spár um bólu og annað hrun Fasteignaverð, fjöldi byggingarkrana, hlutabréfamarkaður, innlend verslun og kókaínsala á uppleið. 12. ágúst 2015 14:30 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutabréf í Bang & Olufsen hríðféllu í verði í dag í dönsku kauphöllinni eftir að þetta rótgróna danska fyrirtæki tilkynnti um að afkoma fyrirtækisins yrði lakari en búist var við. Hlutabréfin féllu um tæp 14% í dag. Bloomberg greinir frá.Félagið tilkynnti í dag tap upp á 410 milljón danskar krónur í síðasta ársfjórðungi. Félagið tapaði gríðarlega á því að framleiða og þróa hljómtæki fyrir bíla en sú deild var seld til Harman fyrr á árinu. Þeirri sölu fylgdi kostnaður, 357 milljónum danskar krónur, sem Bang & Olufsen hafði skuldbundið sig til að taka á sig. Í tilkynningu frá félaginu segir þó að þetta hafi verið einskiptiskostnaðar og að stjórnendur þess séu bjartsýnir á framhaldið.Lykilviðskiptavinir bókstaflega að deyjaMortem Imsgard, greinandi hjá Sydbank, telur þó að hluthafar í Bang & Olufsen ættu að hafa áhyggjur. „Vandamál Bang & Olufsen er það að lykilviðskiptavinir félagsins eru bókstaflega að deyja. Hluthafar ættu að fyllast áhyggjum eftir þennan ársfjórðung.“ Bang & Olufsen framleiðir hágæða raftæki á borð við sjónvörp og hljómtæki en hefur átt í erfiðleikum með að fylgja þróuninni á markaðinum. Verð á flatskjám hefur lækkað að undanförnu auk þess sem æ fleiri hlusta á tónlist á ferðinni, frekar en að njóta hennar í stofunni heima. Að undanförnu hefur fyrirtækið lagt áherslur á vörur fyrir yngri neytendur, m.a. vörur sem styðja streymi á tónlist. Ekki er gert ráð fyrir að félagið greiði hluthöfum sínum arð en félagið greiddi síðast út arð árið 2008. Um sl. helgi opnaði ný Bang & Olufsen verslun hér á landi í fyrsta sinn frá árinu 2011.
Tengdar fréttir Bang & Olufsen snýr aftur til landsins Vörur frá fyrirtækinu seldust í bílförmum fyrir hrun. 7. ágúst 2015 12:15 Sérfræðingar blása á spár um bólu og annað hrun Fasteignaverð, fjöldi byggingarkrana, hlutabréfamarkaður, innlend verslun og kókaínsala á uppleið. 12. ágúst 2015 14:30 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bang & Olufsen snýr aftur til landsins Vörur frá fyrirtækinu seldust í bílförmum fyrir hrun. 7. ágúst 2015 12:15
Sérfræðingar blása á spár um bólu og annað hrun Fasteignaverð, fjöldi byggingarkrana, hlutabréfamarkaður, innlend verslun og kókaínsala á uppleið. 12. ágúst 2015 14:30