Umfjöllun: Ísland - Brasilía 32-27 | Glæsilegur lokakafli íslenska liðsins réði úrslitunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. ágúst 2015 09:12 Vísir/IHF.info Íslenska U19 árs landsliðið tryggði sæti sitt í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik með fimm marka sigri á Brasilíu í dag. Spilamennska íslenska liðsins var kaflaskipt í dag en glæsilegur lokakafli réði á endanum úrslitum. Strákarnir voru taplausir fyrir leikinn en í boði fyrir sigurvegarann var sæti í undanúrslitum á miðvikudaginn. Mótherji dagsins var Brasilía sem hafði fyrir leikinn unnið fjóra leiki og tapað tveimur á mótinu. Brasilíumönnum tókst að komast yfir á fyrstu mínútu leiksins og náðu að halda í íslenska liðið á fyrstu mínútum fyrri hálfleiksins. Eftir það datt varnarleikur íslenska liðsins í gang og á sama tíma fóru hraðaupphlaupin að ganga hjá íslenska liðinu sem náði fimm marka forskoti fyrir lok fyrri hálfleiksins. Strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og komust mest átta mörkum þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en það virtist vekja brasilísku leikmennina til lífsins. Hófu þeir smátt og smátt að saxa á forskot íslenska liðsins næstu tíu mínútur leiksins og jöfnuðu metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Íslensku leikmennirnir virkuðu hálf rotaðir á þessum tíu mínútna kafla en þetta varð vítamínssprautan sem íslenska liðið þurfti. Þrjú íslensk mörk í röð komu brasilíska liðinu í opna skjöldu stuttu fyrir leikslok og náðu þeir aldrei að ógna forskoti íslenska liðsins eftir það. Bættu strákarnir tveimur mörkum við forskotið áður en leiknum lauk og unnu að lokum öruggan 32-27 sigur. Óhætt er að segja að leikur liðsins hafi verið kaflaskiptur í dag. Varnarleikurinn var til fyrirmyndar lengst af en það kom tíu mínútna kafli þar sem liðið átti engin svör við vörn né sókn brasilíska liðsins. Strákarnir eiga þó hrós skilið fyrir viðbrögð sín eftir jöfnunarmark Brasilíumanna en íslenska liðið hafði betur 9-4 á síðustu tíu mínútum leiksins. Eins og oft áður voru Óðinn Ríkharðsson og Ómar Magnússon meðal atkvæðamestu leikmanna íslenska liðsins með sjö mörk en Egill Magnússon bætti við sjö mörkum, öll í seinni hálfleik. Þá bætti Arnar Arnarson við fjórum mörkum og Hákon Styrmis með þremur mörkum. Ekki er víst hvort Noregur eða Slóvenía verði mótherjar Íslands verða í undanúrslitunum á miðvikudaginn en þau mætast í leik síðar í dag. Textalýsingu af leiknum má lesa hér fyrir neðan.60:00 Leik lokið með góðum sigri eftir kaflaskiptan leik.59:00 Tvö brasilísk mörk í röð koma skjálfta í íslenska liðið en þeir svara með tveimur mörkum.58:00 Munurinn kominn aftur upp í fimm mörk. Íslenska liðið tekur leikhlé en þetta er komið. Íslenska liðið leikur í undanúrslitum á miðvikudaginn.57:00 Þetta er komið að ég tel. Bolti inn á línuna sem línumaður íslenska liðsins klárar af fagmennsku. Fjögurra marka munur þegar stutt er til leiksloka.57:00 Jájájájá! Glæsilegt. Opnast svæði fyrir skyttu íslenska liðsins sem kemur muninum aftur upp í þrjú mörk. Grétar ver svo glæsilega í næstu sókn Brassana. 56:00 Tveggja marka forskot þegar fjórar mínútur eru eftir og Ísland heldur í sókn. Ísland 27-25 Brasilía54:00 Stolinn bolti, vítakast og tvær mínútur á varnarmann brasilíska liðsins. Þvílík þrenna fyrir íslenska liðið sem kemst viðeigandi þremur mörkum yfir. Ísland 27-24 Brasilía.53:00 Brasilíumenn jafna jafn óðum en íslenska liðinu tekst að svara aftur og Grétar Atli ver í næstu sókn Brasilíumanna. Íslenska liðið getur komist tveimur mörkum yfir.52:00 Brasilíumönnum tókst að jafna en íslenska liðið náði að setja eitt mark strax og halda forskotinu.50:00 Hvað er í gangi hérna. Munurinn kominn niður í eitt mark þegar tíu mínútur eru til leiksloka. 47:00 Grétar Atli bjargar íslenska liðinu í hraðaupphlaupi en íslenska liðið tapar strax boltanum og brasilíska liðið keyrir í hraðaupphlaup og minnkar muninn í þrjú mörk.45:00 Einar tekur leikhlé enda íslenska liðið hálf andlaust síðustu mínúturnar. Munurinn er þó enn fimm mörk.43:00 Brasilíska liðið ætlar ekki að gefast upp. Munurinn kominn niður í fimm mörk á ný og íslenska liðið tapar boltanum. Ísland 23-18 Brasilía.41:00 Munurinn kominn niður í fimm mörk en íslenska liðið svarar með marki. Ísland 22-16 Brasilía.39:00 Tvö mörk í röð frá brasilíska liðinu en íslenska liðið svarar með marki. 21-14 fyrir Íslandi.37:00 Jæja við erum komin aftur í loftið. Sjö marka munur og brasilíska liðið heldur í sókn. Ísland 19-12 Brasilía.35:00 Ekkert að frétta af útsendingunni en íslensku strákarnir eru heldur betur vakandi. Ísland 18-12 Brasilía.33:00 Myndatökumaðurinn í Rússlandi virðist hafa dottað í hálfleik þar sem beina útsendingin er núna aðeins af stigatöflunni. Íslenska liðið leiðir með fimm mörkum þegar þrjár mínútur eru liðnar.30:00 Smá misskilningur hjá mér með klukkuna. Kominn hálfleikur og íslenska liðið er með fimm marka forskot. Glæsileg frammistaðða hjá íslenska liðinu. Óðinn Ríkharðsson með sex mörk og Ómar Magnússon með þrjú. Komum aftur innan skamms. 28:00 Grétar Atli með enn eina stoðsendinguna úr markinu. Hann hefur verið duglegur að finna Óðinn í hraðaupphlaupunum en brasilíska liðið svarar með marki. Ísland 15-10 Brasilía.25:00 Þetta var glæsilegur ullarsokkur á mig frá íslenska liðinu. Tvö íslensk mörk í röð og munurinn kominn í 5 mörk á ný. Ísland 13-8 Brasilía.20:00 Sóknarleikur liðsins aðeins staðnað og Brasilíumenn búnir að minnka muninn niður í þrjú mörk. Ísland 11-8 Brasilía.15:00 Ekki hægt að segja annað en að spilamennska íslenska liðsins sé til fyrirmyndar. Fimm marka forskot og það er kominn pirringur í brasilíska liðið.12:00 Íslensku þjálfararnir duglegir að láta heyra í sér og heyrist vel í þeim í útsendingunni. Kalla á einbeitingu. Ísland 10-6 Brasilía10:00 Mark úr seinni bylgju og Ísland komið með fimm marka forskot. Ótrúleg dómgæsla fylgir því, Ómar kemst í hraðaupphlaup og síðasti varnarmaður Brasilíumanna brýtur á honum en aðeins gult spjald. Þarna vildum við sjá tvær mínútur.09:00 Brasilíumenn búnir að skipta í 5-1 vörn en strákarnir halda þeim fjórum mörkum frá sér þrátt fyrir að fá dæmda á sig brottvísun. Ísland 9-5 Brasilía.08:00 Loksins fundu Brasilíumenn leið fram hjá varnarleik íslenska liðsins en strákarnir eru fljótir að svara. Frábær spilamennska undanfarnar mínútur. Ísland 7-3 Brasilía.07:00 Þvílíkir menn! Hávörnin tekur tvö skot og Brasilíumenn neyðast til þess að reyna erfitt skot enda hendur dómaranna komnar á loft. Frábær spilamennska hjá strákunum undanfarnar mínútur. Ísland 6-2 Brasilía.06:00 Það var laglegt! Hávörnin dregur úr krafti skotsins og Grétar Atli á í engum vandræðum með skot skyttu Brasilíumanna. Strákarnir keyra í hraða sókn og fá mark úr annarri bylgju. Þjálfari brasilíska liðsins tekur leikhlé eftir þrjú íslensk mörk í röð. Ísland 5-2 Brasilía.05:00 Íslenska vörnin búin að taka tvö skot og þeir fagna af miklum krafti. Mikil stemming í íslenska liðinu. Annað hraðaupphlaupsmarkið á stuttum tíma og íslenska liðið komið með tveggja marka forskot. Ísland 4-2 Brasilía.04:00 Grétar Atli ver annað skot strax í næstu sókn en íslenska liðið tapar boltanum og Brasilíumenn ná að jafna í næstu sókn. Suður-ameríska liðið tekur langan tíma í sóknir sínar.02:00 Grétar Atli ver fyrsta skot sitt í leiknum og íslenska liðið heldur í sókn. Strákarnir eru manni færri eftir tveggja mínútna brottvísun en setja samt tvö mörk á Brasilíumennina. Ísland 2-1 Brasilía.01.00: Leikur hafinn og íslenska liðið heldur í sókn. Brasilíumenn byrja með 3-3 vörn sem er afar framarlega sem strákunum tekst að leysa vel en lokasendingin var of föst og tapaði íslenska liðið boltanum. Fyrir leik: Íslenski fáninn í stúkunni. Það virðist vera einn stuðningsmaður mættur með íslenska fánann og við sendum honum okkar bestu kveðjur.Fyrir leik: Skiptar skoðanir hér á búningum Brasilíumanna sem eru með tígrisdýrarönd á hliðinni. 2-1 fyrir þeim sem finnst hann ekki mjög fallegur.Fyrir leik: Jæja þá er útsendingin komin í lag. Strákarnir taka undir af krafti þegar þjóðsöngurinn er leikinn, alvöru menn þar á ferð.Fyrir leik: Erum að lenda í smá vandræðum með beinu útsendinguna en hún ætti að detta inn eftir smá. Strákarnir eru komnir út á völlinn.Fyrir leik: Fyrir sex árum tókst íslenska liðinu að komast alla leið í úrslitin en úrslitaleikurinn tapaðist gegn Króatíu. Voru FH-ingarnir Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson frábærir í íslenska liðinu á mótinu.Fyrir leik: Það er gaman að sjá að íslensku strákarnir fái tækifæri til þess að leika á skikkanlegum tíma fyrir íslenska áhorfendur. Hafa leikir liðsins m.a. farið fram klukkan 5 að morgni á íslenskum tíma.Fyrir leik: Hornamaðurinn Óðinn Ríkharðsson er markahæstur á mótinu hingað til með 56 mörk í sex leikjum, rúmlega níu mörk í leik. Hefur hann einn sínn liðs skorað 25 hraðaupphlaupsmörk.Fyrir leik: Strákarnir hafa litið afar vel út í fyrstu sex leikjum sínum á mótinu, þeir hafa landað stórum sigrum í spennandi leikjum og þeim tekst vonandi að halda því áfram.Fyrir leik: Jæja, þá styttist í þetta. Mikilvægur leikur hjá strákunum fyrir hendi en ef þeir sigra í dag keppa þeir allaveganna um verðlaun, hvort sem það verður gull eða brons.Sigur Isl Bra - Undanúrslit! #handbolti #hsi #u19hm https://t.co/7QlYdR2Uq0— HSÍ (@HSI_Iceland) August 17, 2015 Olís-deild karla Tengdar fréttir Strákarnir ætla sér stóra hluti á þessu móti Nítján ára landsliðið í handbolta byrjar vel á HM í Rússlandi en fyrr í sumar unnu strákarnir sigur á Opna Evrópumótinu í Gautaborg. 12. ágúst 2015 06:00 Íslensku strákarnir völtuðu yfir Venesúela í Yekaterinburg Strákarnir í U-19 árs landsliðinu í handknattleik unnu 28 marka sigur á Venesúela á Heimsmeistaramóti U-19 árs í dag sem fer fram í Rússlandi. 14. ágúst 2015 08:53 Umfjöllun: Noregur - Ísland 29-32 | Glæsilegur lokakafli íslenska liðsins gerði útslagið Átta marka sveifla átti sér stað á síðustu fimmtán mínútum leiksins í þriggja marka sigri íslenska liðsins á Noregi á HM U-19 ára í Rússlandi í handbolta í dag. 12. ágúst 2015 10:36 Strákarnir mæta Brasilíu í átta liða úrslitunum Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta mætir Brasilíu á morgun í baráttunni um sæti í undanúrslitum á HM 19 ára landsliða í Rússlandi. 16. ágúst 2015 15:17 Íslenski markvörðurinn í stuttbuxunum vekur athygli á HM í Rússlandi Grétar Ari Guðjónsson, markvörður íslenska 19 ára landsliðsins, hefur staðið sig vel í fyrstu tveimur leikjum liðsins á HM í Ekaterinburg í Rússlandi. 10. ágúst 2015 13:00 Stuttbuxna-Grétar á eitt af bestu tilþrifunum á HM | Myndband Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta hefur byrjað vel á HM í Rússlandi og annar markvörður íslenska liðsins hefur vakið mikla athygli fyrir bæði góða markvörslu og sérstakan klæðaburð. 12. ágúst 2015 10:30 Sigur á Suður-Kóreu og átta liða úrslitin framundan Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri er komið í átta liða úrslitin á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rússlandi eftir sex marka sigur, 34-28, á Suður-Kóreu. 16. ágúst 2015 10:05 Einar Andri: Árangurinn samspil margra þátta Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla, segir að ef allt smellur hjá U19-ára landsilðinu í handbolta gæti liðið farið alla leið í úrslit á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. 16. ágúst 2015 19:30 Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Íslenska U19 árs landsliðið tryggði sæti sitt í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik með fimm marka sigri á Brasilíu í dag. Spilamennska íslenska liðsins var kaflaskipt í dag en glæsilegur lokakafli réði á endanum úrslitum. Strákarnir voru taplausir fyrir leikinn en í boði fyrir sigurvegarann var sæti í undanúrslitum á miðvikudaginn. Mótherji dagsins var Brasilía sem hafði fyrir leikinn unnið fjóra leiki og tapað tveimur á mótinu. Brasilíumönnum tókst að komast yfir á fyrstu mínútu leiksins og náðu að halda í íslenska liðið á fyrstu mínútum fyrri hálfleiksins. Eftir það datt varnarleikur íslenska liðsins í gang og á sama tíma fóru hraðaupphlaupin að ganga hjá íslenska liðinu sem náði fimm marka forskoti fyrir lok fyrri hálfleiksins. Strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og komust mest átta mörkum þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en það virtist vekja brasilísku leikmennina til lífsins. Hófu þeir smátt og smátt að saxa á forskot íslenska liðsins næstu tíu mínútur leiksins og jöfnuðu metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Íslensku leikmennirnir virkuðu hálf rotaðir á þessum tíu mínútna kafla en þetta varð vítamínssprautan sem íslenska liðið þurfti. Þrjú íslensk mörk í röð komu brasilíska liðinu í opna skjöldu stuttu fyrir leikslok og náðu þeir aldrei að ógna forskoti íslenska liðsins eftir það. Bættu strákarnir tveimur mörkum við forskotið áður en leiknum lauk og unnu að lokum öruggan 32-27 sigur. Óhætt er að segja að leikur liðsins hafi verið kaflaskiptur í dag. Varnarleikurinn var til fyrirmyndar lengst af en það kom tíu mínútna kafli þar sem liðið átti engin svör við vörn né sókn brasilíska liðsins. Strákarnir eiga þó hrós skilið fyrir viðbrögð sín eftir jöfnunarmark Brasilíumanna en íslenska liðið hafði betur 9-4 á síðustu tíu mínútum leiksins. Eins og oft áður voru Óðinn Ríkharðsson og Ómar Magnússon meðal atkvæðamestu leikmanna íslenska liðsins með sjö mörk en Egill Magnússon bætti við sjö mörkum, öll í seinni hálfleik. Þá bætti Arnar Arnarson við fjórum mörkum og Hákon Styrmis með þremur mörkum. Ekki er víst hvort Noregur eða Slóvenía verði mótherjar Íslands verða í undanúrslitunum á miðvikudaginn en þau mætast í leik síðar í dag. Textalýsingu af leiknum má lesa hér fyrir neðan.60:00 Leik lokið með góðum sigri eftir kaflaskiptan leik.59:00 Tvö brasilísk mörk í röð koma skjálfta í íslenska liðið en þeir svara með tveimur mörkum.58:00 Munurinn kominn aftur upp í fimm mörk. Íslenska liðið tekur leikhlé en þetta er komið. Íslenska liðið leikur í undanúrslitum á miðvikudaginn.57:00 Þetta er komið að ég tel. Bolti inn á línuna sem línumaður íslenska liðsins klárar af fagmennsku. Fjögurra marka munur þegar stutt er til leiksloka.57:00 Jájájájá! Glæsilegt. Opnast svæði fyrir skyttu íslenska liðsins sem kemur muninum aftur upp í þrjú mörk. Grétar ver svo glæsilega í næstu sókn Brassana. 56:00 Tveggja marka forskot þegar fjórar mínútur eru eftir og Ísland heldur í sókn. Ísland 27-25 Brasilía54:00 Stolinn bolti, vítakast og tvær mínútur á varnarmann brasilíska liðsins. Þvílík þrenna fyrir íslenska liðið sem kemst viðeigandi þremur mörkum yfir. Ísland 27-24 Brasilía.53:00 Brasilíumenn jafna jafn óðum en íslenska liðinu tekst að svara aftur og Grétar Atli ver í næstu sókn Brasilíumanna. Íslenska liðið getur komist tveimur mörkum yfir.52:00 Brasilíumönnum tókst að jafna en íslenska liðið náði að setja eitt mark strax og halda forskotinu.50:00 Hvað er í gangi hérna. Munurinn kominn niður í eitt mark þegar tíu mínútur eru til leiksloka. 47:00 Grétar Atli bjargar íslenska liðinu í hraðaupphlaupi en íslenska liðið tapar strax boltanum og brasilíska liðið keyrir í hraðaupphlaup og minnkar muninn í þrjú mörk.45:00 Einar tekur leikhlé enda íslenska liðið hálf andlaust síðustu mínúturnar. Munurinn er þó enn fimm mörk.43:00 Brasilíska liðið ætlar ekki að gefast upp. Munurinn kominn niður í fimm mörk á ný og íslenska liðið tapar boltanum. Ísland 23-18 Brasilía.41:00 Munurinn kominn niður í fimm mörk en íslenska liðið svarar með marki. Ísland 22-16 Brasilía.39:00 Tvö mörk í röð frá brasilíska liðinu en íslenska liðið svarar með marki. 21-14 fyrir Íslandi.37:00 Jæja við erum komin aftur í loftið. Sjö marka munur og brasilíska liðið heldur í sókn. Ísland 19-12 Brasilía.35:00 Ekkert að frétta af útsendingunni en íslensku strákarnir eru heldur betur vakandi. Ísland 18-12 Brasilía.33:00 Myndatökumaðurinn í Rússlandi virðist hafa dottað í hálfleik þar sem beina útsendingin er núna aðeins af stigatöflunni. Íslenska liðið leiðir með fimm mörkum þegar þrjár mínútur eru liðnar.30:00 Smá misskilningur hjá mér með klukkuna. Kominn hálfleikur og íslenska liðið er með fimm marka forskot. Glæsileg frammistaðða hjá íslenska liðinu. Óðinn Ríkharðsson með sex mörk og Ómar Magnússon með þrjú. Komum aftur innan skamms. 28:00 Grétar Atli með enn eina stoðsendinguna úr markinu. Hann hefur verið duglegur að finna Óðinn í hraðaupphlaupunum en brasilíska liðið svarar með marki. Ísland 15-10 Brasilía.25:00 Þetta var glæsilegur ullarsokkur á mig frá íslenska liðinu. Tvö íslensk mörk í röð og munurinn kominn í 5 mörk á ný. Ísland 13-8 Brasilía.20:00 Sóknarleikur liðsins aðeins staðnað og Brasilíumenn búnir að minnka muninn niður í þrjú mörk. Ísland 11-8 Brasilía.15:00 Ekki hægt að segja annað en að spilamennska íslenska liðsins sé til fyrirmyndar. Fimm marka forskot og það er kominn pirringur í brasilíska liðið.12:00 Íslensku þjálfararnir duglegir að láta heyra í sér og heyrist vel í þeim í útsendingunni. Kalla á einbeitingu. Ísland 10-6 Brasilía10:00 Mark úr seinni bylgju og Ísland komið með fimm marka forskot. Ótrúleg dómgæsla fylgir því, Ómar kemst í hraðaupphlaup og síðasti varnarmaður Brasilíumanna brýtur á honum en aðeins gult spjald. Þarna vildum við sjá tvær mínútur.09:00 Brasilíumenn búnir að skipta í 5-1 vörn en strákarnir halda þeim fjórum mörkum frá sér þrátt fyrir að fá dæmda á sig brottvísun. Ísland 9-5 Brasilía.08:00 Loksins fundu Brasilíumenn leið fram hjá varnarleik íslenska liðsins en strákarnir eru fljótir að svara. Frábær spilamennska undanfarnar mínútur. Ísland 7-3 Brasilía.07:00 Þvílíkir menn! Hávörnin tekur tvö skot og Brasilíumenn neyðast til þess að reyna erfitt skot enda hendur dómaranna komnar á loft. Frábær spilamennska hjá strákunum undanfarnar mínútur. Ísland 6-2 Brasilía.06:00 Það var laglegt! Hávörnin dregur úr krafti skotsins og Grétar Atli á í engum vandræðum með skot skyttu Brasilíumanna. Strákarnir keyra í hraða sókn og fá mark úr annarri bylgju. Þjálfari brasilíska liðsins tekur leikhlé eftir þrjú íslensk mörk í röð. Ísland 5-2 Brasilía.05:00 Íslenska vörnin búin að taka tvö skot og þeir fagna af miklum krafti. Mikil stemming í íslenska liðinu. Annað hraðaupphlaupsmarkið á stuttum tíma og íslenska liðið komið með tveggja marka forskot. Ísland 4-2 Brasilía.04:00 Grétar Atli ver annað skot strax í næstu sókn en íslenska liðið tapar boltanum og Brasilíumenn ná að jafna í næstu sókn. Suður-ameríska liðið tekur langan tíma í sóknir sínar.02:00 Grétar Atli ver fyrsta skot sitt í leiknum og íslenska liðið heldur í sókn. Strákarnir eru manni færri eftir tveggja mínútna brottvísun en setja samt tvö mörk á Brasilíumennina. Ísland 2-1 Brasilía.01.00: Leikur hafinn og íslenska liðið heldur í sókn. Brasilíumenn byrja með 3-3 vörn sem er afar framarlega sem strákunum tekst að leysa vel en lokasendingin var of föst og tapaði íslenska liðið boltanum. Fyrir leik: Íslenski fáninn í stúkunni. Það virðist vera einn stuðningsmaður mættur með íslenska fánann og við sendum honum okkar bestu kveðjur.Fyrir leik: Skiptar skoðanir hér á búningum Brasilíumanna sem eru með tígrisdýrarönd á hliðinni. 2-1 fyrir þeim sem finnst hann ekki mjög fallegur.Fyrir leik: Jæja þá er útsendingin komin í lag. Strákarnir taka undir af krafti þegar þjóðsöngurinn er leikinn, alvöru menn þar á ferð.Fyrir leik: Erum að lenda í smá vandræðum með beinu útsendinguna en hún ætti að detta inn eftir smá. Strákarnir eru komnir út á völlinn.Fyrir leik: Fyrir sex árum tókst íslenska liðinu að komast alla leið í úrslitin en úrslitaleikurinn tapaðist gegn Króatíu. Voru FH-ingarnir Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson frábærir í íslenska liðinu á mótinu.Fyrir leik: Það er gaman að sjá að íslensku strákarnir fái tækifæri til þess að leika á skikkanlegum tíma fyrir íslenska áhorfendur. Hafa leikir liðsins m.a. farið fram klukkan 5 að morgni á íslenskum tíma.Fyrir leik: Hornamaðurinn Óðinn Ríkharðsson er markahæstur á mótinu hingað til með 56 mörk í sex leikjum, rúmlega níu mörk í leik. Hefur hann einn sínn liðs skorað 25 hraðaupphlaupsmörk.Fyrir leik: Strákarnir hafa litið afar vel út í fyrstu sex leikjum sínum á mótinu, þeir hafa landað stórum sigrum í spennandi leikjum og þeim tekst vonandi að halda því áfram.Fyrir leik: Jæja, þá styttist í þetta. Mikilvægur leikur hjá strákunum fyrir hendi en ef þeir sigra í dag keppa þeir allaveganna um verðlaun, hvort sem það verður gull eða brons.Sigur Isl Bra - Undanúrslit! #handbolti #hsi #u19hm https://t.co/7QlYdR2Uq0— HSÍ (@HSI_Iceland) August 17, 2015
Olís-deild karla Tengdar fréttir Strákarnir ætla sér stóra hluti á þessu móti Nítján ára landsliðið í handbolta byrjar vel á HM í Rússlandi en fyrr í sumar unnu strákarnir sigur á Opna Evrópumótinu í Gautaborg. 12. ágúst 2015 06:00 Íslensku strákarnir völtuðu yfir Venesúela í Yekaterinburg Strákarnir í U-19 árs landsliðinu í handknattleik unnu 28 marka sigur á Venesúela á Heimsmeistaramóti U-19 árs í dag sem fer fram í Rússlandi. 14. ágúst 2015 08:53 Umfjöllun: Noregur - Ísland 29-32 | Glæsilegur lokakafli íslenska liðsins gerði útslagið Átta marka sveifla átti sér stað á síðustu fimmtán mínútum leiksins í þriggja marka sigri íslenska liðsins á Noregi á HM U-19 ára í Rússlandi í handbolta í dag. 12. ágúst 2015 10:36 Strákarnir mæta Brasilíu í átta liða úrslitunum Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta mætir Brasilíu á morgun í baráttunni um sæti í undanúrslitum á HM 19 ára landsliða í Rússlandi. 16. ágúst 2015 15:17 Íslenski markvörðurinn í stuttbuxunum vekur athygli á HM í Rússlandi Grétar Ari Guðjónsson, markvörður íslenska 19 ára landsliðsins, hefur staðið sig vel í fyrstu tveimur leikjum liðsins á HM í Ekaterinburg í Rússlandi. 10. ágúst 2015 13:00 Stuttbuxna-Grétar á eitt af bestu tilþrifunum á HM | Myndband Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta hefur byrjað vel á HM í Rússlandi og annar markvörður íslenska liðsins hefur vakið mikla athygli fyrir bæði góða markvörslu og sérstakan klæðaburð. 12. ágúst 2015 10:30 Sigur á Suður-Kóreu og átta liða úrslitin framundan Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri er komið í átta liða úrslitin á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rússlandi eftir sex marka sigur, 34-28, á Suður-Kóreu. 16. ágúst 2015 10:05 Einar Andri: Árangurinn samspil margra þátta Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla, segir að ef allt smellur hjá U19-ára landsilðinu í handbolta gæti liðið farið alla leið í úrslit á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. 16. ágúst 2015 19:30 Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Strákarnir ætla sér stóra hluti á þessu móti Nítján ára landsliðið í handbolta byrjar vel á HM í Rússlandi en fyrr í sumar unnu strákarnir sigur á Opna Evrópumótinu í Gautaborg. 12. ágúst 2015 06:00
Íslensku strákarnir völtuðu yfir Venesúela í Yekaterinburg Strákarnir í U-19 árs landsliðinu í handknattleik unnu 28 marka sigur á Venesúela á Heimsmeistaramóti U-19 árs í dag sem fer fram í Rússlandi. 14. ágúst 2015 08:53
Umfjöllun: Noregur - Ísland 29-32 | Glæsilegur lokakafli íslenska liðsins gerði útslagið Átta marka sveifla átti sér stað á síðustu fimmtán mínútum leiksins í þriggja marka sigri íslenska liðsins á Noregi á HM U-19 ára í Rússlandi í handbolta í dag. 12. ágúst 2015 10:36
Strákarnir mæta Brasilíu í átta liða úrslitunum Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta mætir Brasilíu á morgun í baráttunni um sæti í undanúrslitum á HM 19 ára landsliða í Rússlandi. 16. ágúst 2015 15:17
Íslenski markvörðurinn í stuttbuxunum vekur athygli á HM í Rússlandi Grétar Ari Guðjónsson, markvörður íslenska 19 ára landsliðsins, hefur staðið sig vel í fyrstu tveimur leikjum liðsins á HM í Ekaterinburg í Rússlandi. 10. ágúst 2015 13:00
Stuttbuxna-Grétar á eitt af bestu tilþrifunum á HM | Myndband Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta hefur byrjað vel á HM í Rússlandi og annar markvörður íslenska liðsins hefur vakið mikla athygli fyrir bæði góða markvörslu og sérstakan klæðaburð. 12. ágúst 2015 10:30
Sigur á Suður-Kóreu og átta liða úrslitin framundan Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri er komið í átta liða úrslitin á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Rússlandi eftir sex marka sigur, 34-28, á Suður-Kóreu. 16. ágúst 2015 10:05
Einar Andri: Árangurinn samspil margra þátta Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla, segir að ef allt smellur hjá U19-ára landsilðinu í handbolta gæti liðið farið alla leið í úrslit á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. 16. ágúst 2015 19:30