Annað tækifæri fyrir alla? Viktoría Hermannsdóttir skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Ég held að við sem samfélag, okkur finnist erfitt að vita hvernig og hvort við viljum taka á móti þessum einstaklingum,“ sagði Anna Kristín Newton í Föstudagsviðtalinu síðast. Þar vísaði hún í hversu dæmdum afbrotamönnum tekst illa að fóta sig í samfélaginu eftir að hafa afplánað dóm sinn. Margir leiðast því miður aftur á braut afbrota eftir að út er komið. Vímuefnavandi fanga er mikill og margir þekkja ekki annan heim en þar sem undirheimalögmálin ráða ríkjum. Orð Önnu Kristínar eru umhugsunarverð. Í samfélagi okkar eru dæmdir menn litnir hornauga. Skiljanlega. Í mörgum tilvikum hafa þeir framið alvarlega glæpi sem þeir eru dæmdir fyrir og oft skaðað aðra. Við erum ekki endilega tilbúin til að taka á móti fólki sem hefur brotið gegn öðrum. Þar spilar kannski inn í lítil tiltrú okkar á réttarkerfinu. Mörgum þykja dómar oft of mildir. En hvað sem skoðunum okkar um réttarkerfið líður þá er það staðreynd að þegar fólk kemur aftur út eftir fangelsisvist þá hefur það afplánað sinn dóm. Eftir afplánun er hægara sagt en gert fyrir fólk að snúa aftur út í samfélagið. Það sýnir reynslan. Fyrrverandi föngum tekst illa að fóta sig. Samfélagið tekur illa á móti þeim. En af hverju ættum við að taka fyrrverandi föngum betur? Staðreyndin er sú að ef við útskúfum fólki er hættara við að það leiðist aftur á sömu braut. Er ekki eðlilegri nálgun að gefa fólki tækifæri á að sanna sig og verða virkir samfélagsþegnar? Það gagnast okkur allavega betur sem samfélagi og gerir okkur öruggari. Þurfum við ekki, eins og Anna Kristín bendir á, að taka þessa umræðu sem samfélag? Atvinnuveitendur þessa lands, hvernig hjálpum við fólki að komast aftur út í samfélagið? Er markmiðið með refsingunni ekki betrun? Erum við rög við að gefa fólki sem hefur leiðst af braut tækifæri? Til þess að betrun eigi sér stað þarf að veita fólki tækifæri til þess að verða betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun
Ég held að við sem samfélag, okkur finnist erfitt að vita hvernig og hvort við viljum taka á móti þessum einstaklingum,“ sagði Anna Kristín Newton í Föstudagsviðtalinu síðast. Þar vísaði hún í hversu dæmdum afbrotamönnum tekst illa að fóta sig í samfélaginu eftir að hafa afplánað dóm sinn. Margir leiðast því miður aftur á braut afbrota eftir að út er komið. Vímuefnavandi fanga er mikill og margir þekkja ekki annan heim en þar sem undirheimalögmálin ráða ríkjum. Orð Önnu Kristínar eru umhugsunarverð. Í samfélagi okkar eru dæmdir menn litnir hornauga. Skiljanlega. Í mörgum tilvikum hafa þeir framið alvarlega glæpi sem þeir eru dæmdir fyrir og oft skaðað aðra. Við erum ekki endilega tilbúin til að taka á móti fólki sem hefur brotið gegn öðrum. Þar spilar kannski inn í lítil tiltrú okkar á réttarkerfinu. Mörgum þykja dómar oft of mildir. En hvað sem skoðunum okkar um réttarkerfið líður þá er það staðreynd að þegar fólk kemur aftur út eftir fangelsisvist þá hefur það afplánað sinn dóm. Eftir afplánun er hægara sagt en gert fyrir fólk að snúa aftur út í samfélagið. Það sýnir reynslan. Fyrrverandi föngum tekst illa að fóta sig. Samfélagið tekur illa á móti þeim. En af hverju ættum við að taka fyrrverandi föngum betur? Staðreyndin er sú að ef við útskúfum fólki er hættara við að það leiðist aftur á sömu braut. Er ekki eðlilegri nálgun að gefa fólki tækifæri á að sanna sig og verða virkir samfélagsþegnar? Það gagnast okkur allavega betur sem samfélagi og gerir okkur öruggari. Þurfum við ekki, eins og Anna Kristín bendir á, að taka þessa umræðu sem samfélag? Atvinnuveitendur þessa lands, hvernig hjálpum við fólki að komast aftur út í samfélagið? Er markmiðið með refsingunni ekki betrun? Erum við rög við að gefa fólki sem hefur leiðst af braut tækifæri? Til þess að betrun eigi sér stað þarf að veita fólki tækifæri til þess að verða betra.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun