Maður fannst afhöfðaður við verksmiðju nærri Grenoble Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2015 09:25 Sprengingar hafa heyrst í bænum í morgun. Vísir/AFP Einn maður fannst afhöfðaður og einhverjir eru særðir eftir árás á verksmiðju í Saint-Quentin-Fallavier, nærri bænum Grenoble í suðausturhluta Frakklands í morgun.Franskir fjölmiðlar hafa greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið með ISIS-fána.Höfuð mannsins var stjaksett við hlið verksmiðjunnar. Arabískur texti hafði verið ritaður á höfuðið.Nokkrar sprengingar urðu eftir að bíl var ekið inn í gasverksmiðjuna Air Products í bænum.Einn maður var handtekinn á vettvangi. Eiginkona árásarmannsins hefur einnig verið handtekin.Francois Hollande Frakklandsforseti hefur snúið til Frakklands frá leiðtogafundi ESB.14:41: Hinn látni yfirmaður hins grunaða Að sögn franskra fjölmiðla var hinn látni yfirmaður árásarmannsins. 14:31: Mísvísandi fréttir Erlendir fjölmiðlar greindu fyrr frá því að árásarmenn hafi verið tveir og hafi annar þeirra verið handtekinn og hinn drepinn. Nú liggur hins vegar fyrir að einn maður hafi ráðist á verksmiðjuna og hafi hann verið handtekinn. Þá hafi hann haft vitorðsmenn. Innanríkisráðherra Frakklands segir að nokkrir hafi verið handteknir vegna árásarinnar, þar á meðal hinn 35 ára Yacine Sali. 13:34: Eiginkona Sali handtekin Að sögn AFP hefur eiginkona Sali verið handtekin. 12:45: Annar maður handtekinn Lögregla í Frakklandi hefur handtekið einn mann á heimili sínu, vegna gruns um að hann gæti eitthvað vitað um árásina. 12:40: Búið að bera kennsl á hinn afhöfðaða Yfirvöld hafa nú borið kennsl á manninn sem var afhöfðaður. Að sögn er þetta maður sem starfaði í bænum Chassieu, um 30 kílómetrum frá staðnum þar sem árásin átti sér stað. 11:29: Annar árásarmannanna drepinnog hinn nafngreindur Innanríkisráðherrann Bernard Cazeneuve segir að hinn handtekni heiti Yassine Sali og er 35 ára. Hann er ekki á sakaskrá, en yfirvöld töldu hann tengjast óslömskum öfgahópi. Hinn árásarmaðurinn var felldur af slökkviliðsmanni. 11:04: Engar upplýsingar um hinn árásarmanninn Hollande ræddi við fréttamenn skömmu áður en hann hélt til Parísar og sagði árásina bera merki hryðjuverkaárásar. Sagði hann árásarmennina hafi haft í hyggju að sprengja gasverksmiðjuna í loft upp. Forsetinn staðfesti að tveir menn hafi ekki bílnum inn í verksmiðjuna og hafi annar þeirra verið handtekinn. Hann gaf ekkert upp um hinn sem var í bílnum. 10:29: Ringulreið á staðnum Fréttamaður Le Monde segir að mikil ringulreið sé á staðnum, þar sem þyrlur eru á sveimi yfir verksmiðjunni og sérfræðingar lögreglu eru nýkomnir á staðinn. 10:14: Hollande snýr aftur til FrakklandsFrancois Hollande Frakklandsforseti hefur ákveðið að yfirgefa leiðtogafun aðildarríkja ESB sem fram fer í Brussel og halda til Frakklands vegna árásarinnar.10:12: Árásin varð rétt fyrir klukka 10 að staðartímaFranskir fjölmiðlar greina frá því að árásin hafi átt sér stað skömmu fyrir klukkan 10 að staðartíma, eða 8 að íslenskum tíma.#Attentat #Isere : les journalistes attendent Bernard Cazeneuve d'ici une 10aine de minutes pour une déclaration pic.twitter.com/JbsrHnJ5Oz— France Bleu Isère (@bleu_isere) June 26, 2015 Vísir/AFP10:10: Ekki starfsmaður verksmiðjunnarAð sögn AFP og Reuters var sá sem fannst afhöfðaður ekki starfsmaður verksmiðjunnar. 10:07: Rannsakað sem hryðjuverkaárás Talsmaður franskra yfirvalda staðfestir að atburðurinn sé rannsakað sem hryðjuverkaárás.10:03: Hollande með fréttamannafundBúist er við að Francois Hollande Frakklandsforseti haldi fréttamannafund innan skamms.9:58: Einn látinn, tveir særðirLe Figaro greinir frá því að einn maður hafi látist og tveir særst. Um fjörutíu starfsmenn verksmiðjunnar hafa verið fluttir úr verksmiðjunni.9:56: Hinn handtekni þrítugur Franskir fjölmiðlar greina frá því að hinn handtekni sé þritugur karlmaður. Franska öryggislögreglan á að þekkja til mannsins. 9:51: Aukinn viðbúnaður Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, hefur aukið viðbúnaðarstig lögreglu í landinu vegna árásarinnar. 9:48: Arabískur texti fannst á höfðinu Að sögn AFP var arabískur texti ritaður á höfði mannsins sem hafði fundist afhöfðaður. Höfuðið hafði verið stjaksett á hliði verksmiðjunnar. 9:46: Óku á bíl inn í verksmiðjuna Sky News greinir frá því að tveir menn hafi keyrt inn í verksmiðjuna á bíl. Í bílnum hafi verið gaskútar sem ollu sprengingunum. 9:40: Framleiðir gasvörur Verksmiðjan sem um ræðir heitir Air Products og framleiðir gasvörur, meðal annars til að kæla matvæli. Um fimm þúsund manns búa í Saint-Quentin-Fallavier, sem er að finna um 30 kílómetrum suðaustur af Lyon, við bakka Isére-fljótsins. 9:33: Tveir árásarmennÍ frétt Le Monde segir að tveir árásarmenn hafi haldið inn í verksmiðjuna. Annar þeirra hafi verið handtekinn. 9:28: Einn handtekinn Að sögn franskra fjölmiðla hefur maðurinn verið handtekinn. Hann hafði haldið inn í verksmiðjuna og sprengt nokkrar sprengjur en var handtekinn skömmu síðar. Mið-Austurlönd Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Einn maður fannst afhöfðaður og einhverjir eru særðir eftir árás á verksmiðju í Saint-Quentin-Fallavier, nærri bænum Grenoble í suðausturhluta Frakklands í morgun.Franskir fjölmiðlar hafa greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið með ISIS-fána.Höfuð mannsins var stjaksett við hlið verksmiðjunnar. Arabískur texti hafði verið ritaður á höfuðið.Nokkrar sprengingar urðu eftir að bíl var ekið inn í gasverksmiðjuna Air Products í bænum.Einn maður var handtekinn á vettvangi. Eiginkona árásarmannsins hefur einnig verið handtekin.Francois Hollande Frakklandsforseti hefur snúið til Frakklands frá leiðtogafundi ESB.14:41: Hinn látni yfirmaður hins grunaða Að sögn franskra fjölmiðla var hinn látni yfirmaður árásarmannsins. 14:31: Mísvísandi fréttir Erlendir fjölmiðlar greindu fyrr frá því að árásarmenn hafi verið tveir og hafi annar þeirra verið handtekinn og hinn drepinn. Nú liggur hins vegar fyrir að einn maður hafi ráðist á verksmiðjuna og hafi hann verið handtekinn. Þá hafi hann haft vitorðsmenn. Innanríkisráðherra Frakklands segir að nokkrir hafi verið handteknir vegna árásarinnar, þar á meðal hinn 35 ára Yacine Sali. 13:34: Eiginkona Sali handtekin Að sögn AFP hefur eiginkona Sali verið handtekin. 12:45: Annar maður handtekinn Lögregla í Frakklandi hefur handtekið einn mann á heimili sínu, vegna gruns um að hann gæti eitthvað vitað um árásina. 12:40: Búið að bera kennsl á hinn afhöfðaða Yfirvöld hafa nú borið kennsl á manninn sem var afhöfðaður. Að sögn er þetta maður sem starfaði í bænum Chassieu, um 30 kílómetrum frá staðnum þar sem árásin átti sér stað. 11:29: Annar árásarmannanna drepinnog hinn nafngreindur Innanríkisráðherrann Bernard Cazeneuve segir að hinn handtekni heiti Yassine Sali og er 35 ára. Hann er ekki á sakaskrá, en yfirvöld töldu hann tengjast óslömskum öfgahópi. Hinn árásarmaðurinn var felldur af slökkviliðsmanni. 11:04: Engar upplýsingar um hinn árásarmanninn Hollande ræddi við fréttamenn skömmu áður en hann hélt til Parísar og sagði árásina bera merki hryðjuverkaárásar. Sagði hann árásarmennina hafi haft í hyggju að sprengja gasverksmiðjuna í loft upp. Forsetinn staðfesti að tveir menn hafi ekki bílnum inn í verksmiðjuna og hafi annar þeirra verið handtekinn. Hann gaf ekkert upp um hinn sem var í bílnum. 10:29: Ringulreið á staðnum Fréttamaður Le Monde segir að mikil ringulreið sé á staðnum, þar sem þyrlur eru á sveimi yfir verksmiðjunni og sérfræðingar lögreglu eru nýkomnir á staðinn. 10:14: Hollande snýr aftur til FrakklandsFrancois Hollande Frakklandsforseti hefur ákveðið að yfirgefa leiðtogafun aðildarríkja ESB sem fram fer í Brussel og halda til Frakklands vegna árásarinnar.10:12: Árásin varð rétt fyrir klukka 10 að staðartímaFranskir fjölmiðlar greina frá því að árásin hafi átt sér stað skömmu fyrir klukkan 10 að staðartíma, eða 8 að íslenskum tíma.#Attentat #Isere : les journalistes attendent Bernard Cazeneuve d'ici une 10aine de minutes pour une déclaration pic.twitter.com/JbsrHnJ5Oz— France Bleu Isère (@bleu_isere) June 26, 2015 Vísir/AFP10:10: Ekki starfsmaður verksmiðjunnarAð sögn AFP og Reuters var sá sem fannst afhöfðaður ekki starfsmaður verksmiðjunnar. 10:07: Rannsakað sem hryðjuverkaárás Talsmaður franskra yfirvalda staðfestir að atburðurinn sé rannsakað sem hryðjuverkaárás.10:03: Hollande með fréttamannafundBúist er við að Francois Hollande Frakklandsforseti haldi fréttamannafund innan skamms.9:58: Einn látinn, tveir særðirLe Figaro greinir frá því að einn maður hafi látist og tveir særst. Um fjörutíu starfsmenn verksmiðjunnar hafa verið fluttir úr verksmiðjunni.9:56: Hinn handtekni þrítugur Franskir fjölmiðlar greina frá því að hinn handtekni sé þritugur karlmaður. Franska öryggislögreglan á að þekkja til mannsins. 9:51: Aukinn viðbúnaður Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, hefur aukið viðbúnaðarstig lögreglu í landinu vegna árásarinnar. 9:48: Arabískur texti fannst á höfðinu Að sögn AFP var arabískur texti ritaður á höfði mannsins sem hafði fundist afhöfðaður. Höfuðið hafði verið stjaksett á hliði verksmiðjunnar. 9:46: Óku á bíl inn í verksmiðjuna Sky News greinir frá því að tveir menn hafi keyrt inn í verksmiðjuna á bíl. Í bílnum hafi verið gaskútar sem ollu sprengingunum. 9:40: Framleiðir gasvörur Verksmiðjan sem um ræðir heitir Air Products og framleiðir gasvörur, meðal annars til að kæla matvæli. Um fimm þúsund manns búa í Saint-Quentin-Fallavier, sem er að finna um 30 kílómetrum suðaustur af Lyon, við bakka Isére-fljótsins. 9:33: Tveir árásarmennÍ frétt Le Monde segir að tveir árásarmenn hafi haldið inn í verksmiðjuna. Annar þeirra hafi verið handtekinn. 9:28: Einn handtekinn Að sögn franskra fjölmiðla hefur maðurinn verið handtekinn. Hann hafði haldið inn í verksmiðjuna og sprengt nokkrar sprengjur en var handtekinn skömmu síðar.
Mið-Austurlönd Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira