Freyr: Eigum bestu stuðningsmenn á landinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2015 22:21 Freyr og félagar hafa ekki unnið í síðustu fimm leikjum. vísir/stefán Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, var ósáttur að fá ekki neitt úr leiknum gegn KR í kvöld. "Þetta er mjög blóðugt og svekkjandi. Það er mín upplifun að við hefðum átt að fá meira út úr þessum leik," sagði Freyr. "Við vorum með þá á löngum köflum og fáum svo á okkur mark eftir fast leikatriði sem er mjög ólíkt okkur." Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, leit ekki vel út í markinu sem KR skoraði og lét svo reka sig út af á lokamínútunni fyrir að handleika boltann utan vítateigs. Freyr var að vonum óánægður með Eyjólf í þessum atvikum. "Eyjólfur var frábær fram að markinu og var búinn að grípa vel inn í. Þeir réðust á hann í hornum en hann vælir ekkert, heldur réðist á boltann. "En svo gerir hann mistök í markinu og hann veit það manna best. Og í kjölfarið fékk hann þetta rauða spjald." Leiknismenn sköpuðu sér ekki mikið í leiknum í kvöld en þó nógu mikið að mati Freys til að skora. "Við fáum nægilega mörg færi og opnanir til að skora á þá. Þeir áttu ekki fleiri færi en við. Munurinn er að þeir skoruðu úr föstu leikatriði og maður er bara drullusvekktur, þar sem augnablikið var okkar og kvöldið var okkar. "Mér fannst við mjög vel skipulagðir og planið gekk upp hjá okkur," sagði Freyr en Leiknir hefur nú ekki unnið síðustu fimm leiki sína í Pepsi-deildinni og er aðeins einu stigi frá fallsæti. Þjálfarinn hrósaði stuðningsmannasveitinni Leiknisljónunum fyrir þeirra framgöngu í kvöld en þau sungu allan leikinn og sennilega í 10 mínútur eftir að Valdimar Pálsson, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. "Við gerðum okkur grein fyrir að þetta yrði erfitt en það sest alltaf á sálina að vinna ekki leiki. Það er óþolandi og það er ennþá meira óþolandi þegar þú átt bestu stuðningsmenn á landinu og getur ekki gefið þeim sigur. "Við setum þá kröfu á okkur sjálfa að ná í þrjú stig gegn Keflavík. Við gerum allt sem við getum til að vinna þann leik," sagði Freyr að lokum en Leiknir og Keflavík mætast á Leiknisvelli eftir tvær vikur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 2-0 | Fyrsta tap Blika kom í Eyjum | Sjáðu mörkin ÍBV er í fallsæti og tekur á móti öflugu liði Breiðabliks sem fer á toppinn, um stundarsakir að minnsta kosti, með sigri. 28. júní 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍA 4-2 | Júní-Valsarar sannfærandi Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir Val sem tapaði ekki leik í júnímánuði. 28. júní 2015 21:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - FH 1-3 | Þriggja stiga forysta FH á toppnum FH kom sér í enn betri stöðu á toppi Pepsi-deildar karla með 3-1 sigri á Fjölni í Grafarvogi í kvöld. 28. júní 2015 23:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Leiknir 1-0 | KR kreisti út sigur gegn nýliðunum KR bar sigurorð af Leikni með einu marki gegn engu á heimavelli í 10. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 28. júní 2015 00:01 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, var ósáttur að fá ekki neitt úr leiknum gegn KR í kvöld. "Þetta er mjög blóðugt og svekkjandi. Það er mín upplifun að við hefðum átt að fá meira út úr þessum leik," sagði Freyr. "Við vorum með þá á löngum köflum og fáum svo á okkur mark eftir fast leikatriði sem er mjög ólíkt okkur." Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis, leit ekki vel út í markinu sem KR skoraði og lét svo reka sig út af á lokamínútunni fyrir að handleika boltann utan vítateigs. Freyr var að vonum óánægður með Eyjólf í þessum atvikum. "Eyjólfur var frábær fram að markinu og var búinn að grípa vel inn í. Þeir réðust á hann í hornum en hann vælir ekkert, heldur réðist á boltann. "En svo gerir hann mistök í markinu og hann veit það manna best. Og í kjölfarið fékk hann þetta rauða spjald." Leiknismenn sköpuðu sér ekki mikið í leiknum í kvöld en þó nógu mikið að mati Freys til að skora. "Við fáum nægilega mörg færi og opnanir til að skora á þá. Þeir áttu ekki fleiri færi en við. Munurinn er að þeir skoruðu úr föstu leikatriði og maður er bara drullusvekktur, þar sem augnablikið var okkar og kvöldið var okkar. "Mér fannst við mjög vel skipulagðir og planið gekk upp hjá okkur," sagði Freyr en Leiknir hefur nú ekki unnið síðustu fimm leiki sína í Pepsi-deildinni og er aðeins einu stigi frá fallsæti. Þjálfarinn hrósaði stuðningsmannasveitinni Leiknisljónunum fyrir þeirra framgöngu í kvöld en þau sungu allan leikinn og sennilega í 10 mínútur eftir að Valdimar Pálsson, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. "Við gerðum okkur grein fyrir að þetta yrði erfitt en það sest alltaf á sálina að vinna ekki leiki. Það er óþolandi og það er ennþá meira óþolandi þegar þú átt bestu stuðningsmenn á landinu og getur ekki gefið þeim sigur. "Við setum þá kröfu á okkur sjálfa að ná í þrjú stig gegn Keflavík. Við gerum allt sem við getum til að vinna þann leik," sagði Freyr að lokum en Leiknir og Keflavík mætast á Leiknisvelli eftir tvær vikur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 2-0 | Fyrsta tap Blika kom í Eyjum | Sjáðu mörkin ÍBV er í fallsæti og tekur á móti öflugu liði Breiðabliks sem fer á toppinn, um stundarsakir að minnsta kosti, með sigri. 28. júní 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍA 4-2 | Júní-Valsarar sannfærandi Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir Val sem tapaði ekki leik í júnímánuði. 28. júní 2015 21:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - FH 1-3 | Þriggja stiga forysta FH á toppnum FH kom sér í enn betri stöðu á toppi Pepsi-deildar karla með 3-1 sigri á Fjölni í Grafarvogi í kvöld. 28. júní 2015 23:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Leiknir 1-0 | KR kreisti út sigur gegn nýliðunum KR bar sigurorð af Leikni með einu marki gegn engu á heimavelli í 10. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 28. júní 2015 00:01 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 2-0 | Fyrsta tap Blika kom í Eyjum | Sjáðu mörkin ÍBV er í fallsæti og tekur á móti öflugu liði Breiðabliks sem fer á toppinn, um stundarsakir að minnsta kosti, með sigri. 28. júní 2015 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍA 4-2 | Júní-Valsarar sannfærandi Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir Val sem tapaði ekki leik í júnímánuði. 28. júní 2015 21:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - FH 1-3 | Þriggja stiga forysta FH á toppnum FH kom sér í enn betri stöðu á toppi Pepsi-deildar karla með 3-1 sigri á Fjölni í Grafarvogi í kvöld. 28. júní 2015 23:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Leiknir 1-0 | KR kreisti út sigur gegn nýliðunum KR bar sigurorð af Leikni með einu marki gegn engu á heimavelli í 10. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 28. júní 2015 00:01