Heimir: Engin ástæða til að breyta undirbúningi þó mikið sé undir Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2015 13:30 „Það eru allir heilir, allir frískir og allir klárir og veðrið er gott. Það er ekki hægt að biðja um það betra,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í gær um Tékkaleikinn sem fram fer klukkan 18.45 í kvöld. Þegar viðtalið var tekið var sól og sumar í Laugardalnum þar sem Tékkar búast við veðravíti í kvöld, en fátt annað hefur komist að í tékkneskum miðlum en veðrið á Íslandi. „Á tékknesku gengi eru þetta 30 gráður,“ sagði Heimir og brosti.Geri það sama og síðasa Hann hefur hrósað þjálfara Tékka, Pavel Vrba, mikið fyrir sín störf, en við hverju býst hann að hálfu tékkneska þjálfarans í kvöld? „Það er hægt að búast við öllu. Þeir eru með mikið af útfærslum í löngum innköstum og hornum og taktík sem er ansi skemmtileg. Hann útfærir hana á ýmsan hátt og það er lærdómsríkt að leikgreina hann. Við í rauninni búumst við öllu,“ sagði Heimir. „Mín skoðun er sú, að það væri mjög freistandi fyrir þá að koma hingað og spila til sigurs. Þeim gekk vel úti að hápressa okkur þannig það fyrsta sem ég hugsa er að þeir reyni að gera það sama og þeir geri þar.“ „Þeir eru hræddir við löng innköst og föst leikatriði þannig það er eðlilegt að þeir vilji stjórna leiknum og spila hann á okkar vallarhelmingi en ekki sínum. Það er samt bara mín tilfinningin en við erum tilbúnir í allt,“ sagði Heimir.Mikið undir Strákarnir hafa spilað nokkra mjög stóra leiki undanfarin misseri og Heimir segir ekkert öðruvísi í undirbúningi liðsins þó þessi sé sá stærsti í augnablikinu. „Það sem ég hef lært mest af Lars er ekki að vera að breyta undirbúningi og aðdraganda leikja alveg sama gegn hverjum við erum að spila eða sama hvað er í húfi,“ sagði Heimir. „Leikmenn vita að svona er aðdragandinn að leiknum og þeir hafa staðið sig vel í þessum undirbúningi. Það er engin ástæða til að breyta því þó mikið sé undir í þessum leik,“ sagði hann, en er stig góð úrslit í kvöld? „Eitt stig er gott og þá erum við enn stigi á eftir Tékkum. Það eru margir innbyrðis leikir eftir í þessum riðli. Þrjú stig eru betri samt,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Betur tilbúnir nú en síðast Strákarnir okkar geta tekið risastórt skref í átt að Evrópumótinu í Frakklandi 2016 með sigri á Tékkum í Laugardalnum í kvöld. 12. júní 2015 06:00 Ekki unnið í júní í tíu ár Sigur Íslands á Möltu árið 2005 var síðasti sigur okkar manna í mótsleik í júnímánuði. 12. júní 2015 06:30 Vrba: Við erum með lausnir fyrir Eið Smára Pavel Vrba á von á nýju útspili frá íslensku þjálfurunum fyrir leik Íslands og Tékklands í kvöld. 12. júní 2015 08:30 Átrúnaðargoð fótboltahipstersins Pavel Vrba er einn heitasti þjálfarinn í bransanum í dag. 12. júní 2015 09:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
„Það eru allir heilir, allir frískir og allir klárir og veðrið er gott. Það er ekki hægt að biðja um það betra,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í gær um Tékkaleikinn sem fram fer klukkan 18.45 í kvöld. Þegar viðtalið var tekið var sól og sumar í Laugardalnum þar sem Tékkar búast við veðravíti í kvöld, en fátt annað hefur komist að í tékkneskum miðlum en veðrið á Íslandi. „Á tékknesku gengi eru þetta 30 gráður,“ sagði Heimir og brosti.Geri það sama og síðasa Hann hefur hrósað þjálfara Tékka, Pavel Vrba, mikið fyrir sín störf, en við hverju býst hann að hálfu tékkneska þjálfarans í kvöld? „Það er hægt að búast við öllu. Þeir eru með mikið af útfærslum í löngum innköstum og hornum og taktík sem er ansi skemmtileg. Hann útfærir hana á ýmsan hátt og það er lærdómsríkt að leikgreina hann. Við í rauninni búumst við öllu,“ sagði Heimir. „Mín skoðun er sú, að það væri mjög freistandi fyrir þá að koma hingað og spila til sigurs. Þeim gekk vel úti að hápressa okkur þannig það fyrsta sem ég hugsa er að þeir reyni að gera það sama og þeir geri þar.“ „Þeir eru hræddir við löng innköst og föst leikatriði þannig það er eðlilegt að þeir vilji stjórna leiknum og spila hann á okkar vallarhelmingi en ekki sínum. Það er samt bara mín tilfinningin en við erum tilbúnir í allt,“ sagði Heimir.Mikið undir Strákarnir hafa spilað nokkra mjög stóra leiki undanfarin misseri og Heimir segir ekkert öðruvísi í undirbúningi liðsins þó þessi sé sá stærsti í augnablikinu. „Það sem ég hef lært mest af Lars er ekki að vera að breyta undirbúningi og aðdraganda leikja alveg sama gegn hverjum við erum að spila eða sama hvað er í húfi,“ sagði Heimir. „Leikmenn vita að svona er aðdragandinn að leiknum og þeir hafa staðið sig vel í þessum undirbúningi. Það er engin ástæða til að breyta því þó mikið sé undir í þessum leik,“ sagði hann, en er stig góð úrslit í kvöld? „Eitt stig er gott og þá erum við enn stigi á eftir Tékkum. Það eru margir innbyrðis leikir eftir í þessum riðli. Þrjú stig eru betri samt,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Betur tilbúnir nú en síðast Strákarnir okkar geta tekið risastórt skref í átt að Evrópumótinu í Frakklandi 2016 með sigri á Tékkum í Laugardalnum í kvöld. 12. júní 2015 06:00 Ekki unnið í júní í tíu ár Sigur Íslands á Möltu árið 2005 var síðasti sigur okkar manna í mótsleik í júnímánuði. 12. júní 2015 06:30 Vrba: Við erum með lausnir fyrir Eið Smára Pavel Vrba á von á nýju útspili frá íslensku þjálfurunum fyrir leik Íslands og Tékklands í kvöld. 12. júní 2015 08:30 Átrúnaðargoð fótboltahipstersins Pavel Vrba er einn heitasti þjálfarinn í bransanum í dag. 12. júní 2015 09:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Betur tilbúnir nú en síðast Strákarnir okkar geta tekið risastórt skref í átt að Evrópumótinu í Frakklandi 2016 með sigri á Tékkum í Laugardalnum í kvöld. 12. júní 2015 06:00
Ekki unnið í júní í tíu ár Sigur Íslands á Möltu árið 2005 var síðasti sigur okkar manna í mótsleik í júnímánuði. 12. júní 2015 06:30
Vrba: Við erum með lausnir fyrir Eið Smára Pavel Vrba á von á nýju útspili frá íslensku þjálfurunum fyrir leik Íslands og Tékklands í kvöld. 12. júní 2015 08:30
Átrúnaðargoð fótboltahipstersins Pavel Vrba er einn heitasti þjálfarinn í bransanum í dag. 12. júní 2015 09:30