PSG borgar bestu launin í heimi íþróttanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2015 11:00 Zlatan Ibrahimovic og Xavi en lið þeirra beggja borga mjög góð laun. Vísir/Getty Franska liðið Paris Saint-Germain borgar bestu launin af öllum íþróttaliðum heimsins en þetta kemur fram í nýrri rannsókn á meðallaunum félaganna í vinsælustu íþróttagreinum heims. Paris Saint-Germain borgar leikmönnum sínum að meðaltali 5,3 milljónir punda í árslaun eða 101.898 pund á viku. Þetta gera rúmar 1100 milljónir íslenskra króna á ári eða rúmar 23 milljónir íslenskra króna í vikulaun. Global Sports Salaries Survey (GSSS) tók þetta saman í samvinnu við ESPN-tímaritið í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur fylgst náið með launaþróun íþróttalið undanfarin sex ár. Paris Saint-Germain er fjórða félagið og þriðja fótboltafélagið sem nær toppsætinu á þessum lista en hafnarbolta liðið New York Yankees var efst 2010, Barcelona borgaði bestu launin 2012 og 2013 en Manchester City var búið að vera í toppsætinu undanfarin tvö ár. Real Madrid nær bara öðru sætinu þrátt fyrir að borga stórstjörnum sínum Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og James Rodriguez sannkölluð ofurlaun. Manchester City datt alla leið niður í þriðja sæti listans. Af hinum liðunum úr ensku deildinni er það að frétta að Manchester United er í 6. sæti, Chelsea er í 8. sæti, Arsenal í 10. sæti og Liverpol er síðan í 15. sætinu. Átta fótboltalið eru í hóp þeirra tíu íþróttafélaga sem borga bestu launin en tvö hafnarboltalið komast einnig inn á listann Los Angeles Dodgers og New York Yankees. Efsta NBA-liðið er Brooklyn Nets sem situr í 11. sæti listans en NBA-meistarar San Antonio Spurs eru í 40. Sæti. Það er hægt að sjá allan listann í frétt ESPN um könnunina.Topp tíu listinn - meðallaun leikmann í íslenskum krónum: 1. Paris Saint-Germain: 23,1 milljón á leikmann á viku 2. Real Madrid: 22,0 milljónir 3. Manchester City: 21,9 milljón 4. Barcelona: 20,6 milljónir 5. Los Angeles Dodgers: 20,461 milljónir 6. Manchester United: 20,459 milljónir 7. Bayern München; 19,5 milljónir 8. Chelsea: 17,4 milljónir 9. New York Yankee: 17,0 milljónir 10. Arsenal: 16,2 milljónir Enski boltinn Meistaradeild Evrópu NBA Spænski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Sjá meira
Franska liðið Paris Saint-Germain borgar bestu launin af öllum íþróttaliðum heimsins en þetta kemur fram í nýrri rannsókn á meðallaunum félaganna í vinsælustu íþróttagreinum heims. Paris Saint-Germain borgar leikmönnum sínum að meðaltali 5,3 milljónir punda í árslaun eða 101.898 pund á viku. Þetta gera rúmar 1100 milljónir íslenskra króna á ári eða rúmar 23 milljónir íslenskra króna í vikulaun. Global Sports Salaries Survey (GSSS) tók þetta saman í samvinnu við ESPN-tímaritið í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur fylgst náið með launaþróun íþróttalið undanfarin sex ár. Paris Saint-Germain er fjórða félagið og þriðja fótboltafélagið sem nær toppsætinu á þessum lista en hafnarbolta liðið New York Yankees var efst 2010, Barcelona borgaði bestu launin 2012 og 2013 en Manchester City var búið að vera í toppsætinu undanfarin tvö ár. Real Madrid nær bara öðru sætinu þrátt fyrir að borga stórstjörnum sínum Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og James Rodriguez sannkölluð ofurlaun. Manchester City datt alla leið niður í þriðja sæti listans. Af hinum liðunum úr ensku deildinni er það að frétta að Manchester United er í 6. sæti, Chelsea er í 8. sæti, Arsenal í 10. sæti og Liverpol er síðan í 15. sætinu. Átta fótboltalið eru í hóp þeirra tíu íþróttafélaga sem borga bestu launin en tvö hafnarboltalið komast einnig inn á listann Los Angeles Dodgers og New York Yankees. Efsta NBA-liðið er Brooklyn Nets sem situr í 11. sæti listans en NBA-meistarar San Antonio Spurs eru í 40. Sæti. Það er hægt að sjá allan listann í frétt ESPN um könnunina.Topp tíu listinn - meðallaun leikmann í íslenskum krónum: 1. Paris Saint-Germain: 23,1 milljón á leikmann á viku 2. Real Madrid: 22,0 milljónir 3. Manchester City: 21,9 milljón 4. Barcelona: 20,6 milljónir 5. Los Angeles Dodgers: 20,461 milljónir 6. Manchester United: 20,459 milljónir 7. Bayern München; 19,5 milljónir 8. Chelsea: 17,4 milljónir 9. New York Yankee: 17,0 milljónir 10. Arsenal: 16,2 milljónir
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu NBA Spænski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Sjá meira