Annar stór skjálfti í Nepal í morgun Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2015 07:44 Uppbyggingin mun taka langan tíma í Nepal. Vísir/EPA Stór jarðskjálfti skók Nepal í morgun, rúmum tveimur vikum eftir að fyrsti skjálftinn reið yfir. Skjálftinn í morgun var 7,4 að stærð. Skjálftinn varð klukkan 12:35 að staðartíma.Skjálftamiðjan var um 68 kílómetrum frá bænum Namche Bazar, sem stendur nærri Everest-fjalli, og 83 kílómetrum frá höfuðborginni Katmandú. Skjálftinn varð á 19 kílómetra dýpi.Talsmaður Rauða krossins segir fjölda hafa látist og slasast í skjálftanum.Eftirskjálftar hafa riðið yfir og hafa þeir meðal annars mælst 6,3 og 5,6 að stærð.Skjálftinn laugardaginn þann 25. apríl var 7,8 að stærð. Í honum létust að minnsta kosti átta þúsund manns og olli gífurlegri eyðileggingu á svæðinu.Þessi frétt verður uppfærð þegar nýjar fréttir berast frá Nepal. Sjá má beina útsendingu Sky að neðan.12:52:42 látnirNepölsk yfirvöld hafa staðfest að 42 manns hið minnsta hafi látist. 11:10:Nítján látnirAP greinir frá því að nítján hafi látist og tæplega þúsund manns slasast í skjálftanum. 10:26:Að minnsta kosti sextán látnirTalsmaður nepalskra yfirvalda hefur staðfest að sextán manns hið minnsta hafi látist í skjálftanum.May 12 Quake Update-Injured details: Total Death(16); Injured(335)— EarthquakeNepal-MoHA (@NEoCOfficial) May 12, 2015 10:24: Flugvöllurinn í Katmandú aftur opnaður Búið er að opna flugvöllinn í Katmandú á nýjan leik.10:13:Öflugir eftirskjálftarFjölmargir öflugir eftirskjálftar hafa orðið í dag, eins og sjá má á myndinni frá Bandarísku jarðvísindastofnuninni.9:59:Nærri Everest-fjalliSkjálftamiðjan var á einangruðu náttúruverndarsvæði, nærri landamærunum að Kína, milli Katmandú og Everest-fjalls. Búið var að rýma grunnbúðir Everest í kjölfar fyrri skjálftans. Mikil snjóflóð og aurskriður urðu á svæðinu. 9:42:Að minnsta kosti þrjú hundruð slasaðirReuters greinir frá því að að minnsta kosti fjórir hafi látist í skjálftanum og þrjú hundruð slasast. 9:39: Byggingar hrynja í Katmandú Ritstjóri Nepali Times birtir mynd á Twitter-síðu sinni sem sýnir rústir fjögurra hæða byggingar sem hrundi í Katmandú. Talið er að einhverja sé að finna í rústunum.This 4-story block went down in Kathmandu, pedestrians thought to be underneath. #NepalQuake @Dambarks pic.twitter.com/tS1NgGxDXS— Kunda Dixit (@kundadixit) May 12, 2015 9:33:8.151 látinn vegna skjálftans 25. aprílLögregla í Nepal hefur birt nýjar upplýsingar um fórnarlömb skjálftans sem varð þann 25. apríl. Staðfest er að 8.151 hafi látist og tæplega 18 þúsund slasast. Í sundurliðuninni má sjá að flestir létust í Katmandú-dalnum.Human Casualties by Regions (05/12/2015, 7:45 am). #NepalEarthquake pic.twitter.com/qaGWPjfSm8— Nepal Police (@NepalPoliceHQ) May 12, 2015 9:27: Fólk flýr út úr flugvallarbyggingunni í Katmandú Blaðamaðurinn Jack Board hefur birt myndbönd af því þegar fólk flýr út úr flugvallarbyggingunni í Katmandú.People still standing out on tarmac at KTM airport, a lot of them on the phone #NepalQuake pic.twitter.com/mPHchGiXVI— Jack Board (@JackBoard) May 12, 2015 Hundreds of people running of out of Kathmandu airport. Scary shaking from aftershock #NepalQuake pic.twitter.com/XiIdB0BCCS— Jack Board (@JackBoard) May 12, 2015 9:15:Flugvellinum í Katmandú lokaðFjölmargir fjölmiðlar hafa greint frá því að búið sé að loka flugvellinum í Katmandú vegna skjálftans. 9:12: Myndband af skjálftanum Myndband náðist af augnablikinu þegar skjálftinn reið yfir í Katmandú. Sjá má myndbandið að neðan.9:04:Að minnsta kosti tveir látnir í Bihar Talsmaður indverskra yfirvalda segir að minnsta kosti tveir hafi látist í skjálftanum í Bihar héraði í austurhluta Indlands.Vísir/AFP9:00: Fólk flykktist út úr húsum í KatmandúFólk í höfuðborginni Katmandú flykktist út úr byggingum í höfuðborginni Katmandú þegar skjálftinn reið yfir. Að sögn sjónarvotta skapaðist mikil ringulreið.8:52: Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“„Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður í færslu á Facebook en hann er staddur í Nepal. „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur. Allir í mínum hjálparstarfshópi eru heilir á húfi en við erum enn að bíða eftir nánari skýrslum um aðra hjálparstarfsmenn. Jarðskjálftinn varð um sjötíu kílómetrum vestur af Katmandú, en hinn skjálftinn varð sjötíu kílómetrum austur af borginni.“ Sjá meira hér.We just had a major aftershock (7.1M) here in Nepal. The ground was shaking for about 45 seconds. All NetHope staff is...Posted by Gisli Rafn Olafsson on Tuesday, 12 May 20158:47:Á 18,5 kílómetra dýpiBandaríska jarðvísindastofnunin segir skjálftann hafa orðið á 18,5 kílómetra. Skjálftinn þann 25. apríl varð á fimmtán kílómetra dýpi. Því grynnri sem skjálftar eru, þeim mun líklegri eru þeir til að valda eyðileggingu á yfirborðinu. 8:40: Fjórir látnir í Chautara Talsmenn hjálparsamtaka hafa staðfest að fjórir hafi látist í Chautara.8:37: Skjálftinn austar en fyrri skjálftinn Skjálfti morgunsins varð mun austar í landinu en skjálftinn þann 25. apríl. Skjálftamiðjan var í náttúruverndarsvæði milli höfuðborgarinnar Katmandú og Everest-fjalls.8:31:Aurskriður í SindhupalchowkTalsmaður nepalskra yfirvalda segir að þrjár stórar aurskriður hafi fallið í Sindhupalchowk-héraði. Að minnsta kosti tólf eru særðir. 8:29: Eyðilegging í ChatutaraHjálparsamtök hafa greint frá því að fjöldi bygginga hafi hrunið í bænum Chautara, vestur af Katmandú. Slasaðir hafa verið fluttir á sjúkrahúsBuildings collapse in Chautara, Nepal, after quake, injured brought to hospital - NGO tweets citing local staff— Reuters India (@ReutersIndia) May 12, 2015 8:25: Fimm Íslendingar í Nepal Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu eru að minnsta kosti fimm Íslendingar staddir í Nepal. 8:20: Fannst í Nýju-Delí og DhakaFréttir hafa borist frá Indlandi um að skjálftinn hafi fundist þar, meðal annars í höfuðborginni Nýju-Delí. Skjálftinn fannst einnig í Dhaka, höfuðborg Bangladess. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Stór jarðskjálfti skók Nepal í morgun, rúmum tveimur vikum eftir að fyrsti skjálftinn reið yfir. Skjálftinn í morgun var 7,4 að stærð. Skjálftinn varð klukkan 12:35 að staðartíma.Skjálftamiðjan var um 68 kílómetrum frá bænum Namche Bazar, sem stendur nærri Everest-fjalli, og 83 kílómetrum frá höfuðborginni Katmandú. Skjálftinn varð á 19 kílómetra dýpi.Talsmaður Rauða krossins segir fjölda hafa látist og slasast í skjálftanum.Eftirskjálftar hafa riðið yfir og hafa þeir meðal annars mælst 6,3 og 5,6 að stærð.Skjálftinn laugardaginn þann 25. apríl var 7,8 að stærð. Í honum létust að minnsta kosti átta þúsund manns og olli gífurlegri eyðileggingu á svæðinu.Þessi frétt verður uppfærð þegar nýjar fréttir berast frá Nepal. Sjá má beina útsendingu Sky að neðan.12:52:42 látnirNepölsk yfirvöld hafa staðfest að 42 manns hið minnsta hafi látist. 11:10:Nítján látnirAP greinir frá því að nítján hafi látist og tæplega þúsund manns slasast í skjálftanum. 10:26:Að minnsta kosti sextán látnirTalsmaður nepalskra yfirvalda hefur staðfest að sextán manns hið minnsta hafi látist í skjálftanum.May 12 Quake Update-Injured details: Total Death(16); Injured(335)— EarthquakeNepal-MoHA (@NEoCOfficial) May 12, 2015 10:24: Flugvöllurinn í Katmandú aftur opnaður Búið er að opna flugvöllinn í Katmandú á nýjan leik.10:13:Öflugir eftirskjálftarFjölmargir öflugir eftirskjálftar hafa orðið í dag, eins og sjá má á myndinni frá Bandarísku jarðvísindastofnuninni.9:59:Nærri Everest-fjalliSkjálftamiðjan var á einangruðu náttúruverndarsvæði, nærri landamærunum að Kína, milli Katmandú og Everest-fjalls. Búið var að rýma grunnbúðir Everest í kjölfar fyrri skjálftans. Mikil snjóflóð og aurskriður urðu á svæðinu. 9:42:Að minnsta kosti þrjú hundruð slasaðirReuters greinir frá því að að minnsta kosti fjórir hafi látist í skjálftanum og þrjú hundruð slasast. 9:39: Byggingar hrynja í Katmandú Ritstjóri Nepali Times birtir mynd á Twitter-síðu sinni sem sýnir rústir fjögurra hæða byggingar sem hrundi í Katmandú. Talið er að einhverja sé að finna í rústunum.This 4-story block went down in Kathmandu, pedestrians thought to be underneath. #NepalQuake @Dambarks pic.twitter.com/tS1NgGxDXS— Kunda Dixit (@kundadixit) May 12, 2015 9:33:8.151 látinn vegna skjálftans 25. aprílLögregla í Nepal hefur birt nýjar upplýsingar um fórnarlömb skjálftans sem varð þann 25. apríl. Staðfest er að 8.151 hafi látist og tæplega 18 þúsund slasast. Í sundurliðuninni má sjá að flestir létust í Katmandú-dalnum.Human Casualties by Regions (05/12/2015, 7:45 am). #NepalEarthquake pic.twitter.com/qaGWPjfSm8— Nepal Police (@NepalPoliceHQ) May 12, 2015 9:27: Fólk flýr út úr flugvallarbyggingunni í Katmandú Blaðamaðurinn Jack Board hefur birt myndbönd af því þegar fólk flýr út úr flugvallarbyggingunni í Katmandú.People still standing out on tarmac at KTM airport, a lot of them on the phone #NepalQuake pic.twitter.com/mPHchGiXVI— Jack Board (@JackBoard) May 12, 2015 Hundreds of people running of out of Kathmandu airport. Scary shaking from aftershock #NepalQuake pic.twitter.com/XiIdB0BCCS— Jack Board (@JackBoard) May 12, 2015 9:15:Flugvellinum í Katmandú lokaðFjölmargir fjölmiðlar hafa greint frá því að búið sé að loka flugvellinum í Katmandú vegna skjálftans. 9:12: Myndband af skjálftanum Myndband náðist af augnablikinu þegar skjálftinn reið yfir í Katmandú. Sjá má myndbandið að neðan.9:04:Að minnsta kosti tveir látnir í Bihar Talsmaður indverskra yfirvalda segir að minnsta kosti tveir hafi látist í skjálftanum í Bihar héraði í austurhluta Indlands.Vísir/AFP9:00: Fólk flykktist út úr húsum í KatmandúFólk í höfuðborginni Katmandú flykktist út úr byggingum í höfuðborginni Katmandú þegar skjálftinn reið yfir. Að sögn sjónarvotta skapaðist mikil ringulreið.8:52: Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“„Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður í færslu á Facebook en hann er staddur í Nepal. „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur. Allir í mínum hjálparstarfshópi eru heilir á húfi en við erum enn að bíða eftir nánari skýrslum um aðra hjálparstarfsmenn. Jarðskjálftinn varð um sjötíu kílómetrum vestur af Katmandú, en hinn skjálftinn varð sjötíu kílómetrum austur af borginni.“ Sjá meira hér.We just had a major aftershock (7.1M) here in Nepal. The ground was shaking for about 45 seconds. All NetHope staff is...Posted by Gisli Rafn Olafsson on Tuesday, 12 May 20158:47:Á 18,5 kílómetra dýpiBandaríska jarðvísindastofnunin segir skjálftann hafa orðið á 18,5 kílómetra. Skjálftinn þann 25. apríl varð á fimmtán kílómetra dýpi. Því grynnri sem skjálftar eru, þeim mun líklegri eru þeir til að valda eyðileggingu á yfirborðinu. 8:40: Fjórir látnir í Chautara Talsmenn hjálparsamtaka hafa staðfest að fjórir hafi látist í Chautara.8:37: Skjálftinn austar en fyrri skjálftinn Skjálfti morgunsins varð mun austar í landinu en skjálftinn þann 25. apríl. Skjálftamiðjan var í náttúruverndarsvæði milli höfuðborgarinnar Katmandú og Everest-fjalls.8:31:Aurskriður í SindhupalchowkTalsmaður nepalskra yfirvalda segir að þrjár stórar aurskriður hafi fallið í Sindhupalchowk-héraði. Að minnsta kosti tólf eru særðir. 8:29: Eyðilegging í ChatutaraHjálparsamtök hafa greint frá því að fjöldi bygginga hafi hrunið í bænum Chautara, vestur af Katmandú. Slasaðir hafa verið fluttir á sjúkrahúsBuildings collapse in Chautara, Nepal, after quake, injured brought to hospital - NGO tweets citing local staff— Reuters India (@ReutersIndia) May 12, 2015 8:25: Fimm Íslendingar í Nepal Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu eru að minnsta kosti fimm Íslendingar staddir í Nepal. 8:20: Fannst í Nýju-Delí og DhakaFréttir hafa borist frá Indlandi um að skjálftinn hafi fundist þar, meðal annars í höfuðborginni Nýju-Delí. Skjálftinn fannst einnig í Dhaka, höfuðborg Bangladess.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira