Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti 21. apríl 2015 09:00 Eyjamenn fagna marki gegn Víkingi í fyrra sem fór langt með að halda þeim uppi. vísir/andri marinó Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 3. maí og þar á Stjarnan titil að verja eftir að hafa orðið meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Fréttablaðið og Vísir spáir ÍBV ellefta sæti deildarinnar og þar með falli í 1. deild. Liðið hefur verið samfleytt í efstu deild síðan 2009 eftir fall árið 2006. ÍBV var ekki langt frá því að falla í fyrra en liðið endaði í tíunda sæti. ÍBV hefur fengið nýjan þjálfara, en Jóhannes Harðarson, Skagamaður, er tekinn við stjórn liðsins. Jóhannes spilaði lengi sem atvinnumaður í Hollandi og Noregi og tók við liði Flekkeröy eftir að leikmannaferlinum lauk. Hann er reyndur þjálfari þó hann hafi ekki stýrt liði í Pepsi-deildinni áður. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ:graf/garðarEINKUNNASPJALDIÐ Vörnin: 1 stjarna (af 5) Sóknin: 3 stjörnur Þjálfarinn: 2 stjörnur Breiddin: 1 stjarna Liðsstyrkurinn: 1 stjarna Hefðin: 3 stjörnurAbel Dhaira, Jonathan Glenn og Gunnar Þorsteinssonvísir/stefán/andri marinóÞRÍR SEM ÍBV TREYSTIR ÁAbel Dhaira: Það má margt segja um Abel Dhaira en hann hefur sýnt að hann getur verið frábær markvörður. Hann fékk ekki á sig nema 21 mark í 22 leikjum sumarið 2012 en hann var þó vissulega með frábæra vörn fyrir framan sig. Með nýja varnarlínu fyrir framan sig núna verður Abel að rífa sig í gang og sýna sömu tilþrif og hann gerði árið 2012.Jonathan Glenn: Sýndi í fyrra að hann er úrvals markaskorari sem gerir hlutina einfalt. Hann hleypur á eftir öllum sendingu í gegnum vörnina og yfir hana og klárar færin sín ágætlega. Hugrakkur og setur hausinn í alla bolta ef hann getur skorað. Það er meira og minna honum að þakka að ÍBV er í efstu deild og ábyrgðin er ekki minni núna.Gunnar Þorsteinsson: Þar sem varnarlínan er ný þarf Gunnar að spila eins og hann gerði þegar hann kom til ÍBV árið 2013. Gunnar sýndi ekki sínar réttu hliðar í fyrra en þetta er leikmaður sem berst og getur varið vörnina af krafti sé hann í standi. Hann þarf líka að halda stemningunni í gangi í klefanum hjá Eyjamönnum því sumarið gæti orðið erfitt.Aron Bjarnason er kominn í ÍBV.vísir/skjáskotNýstirnið: Aron Bjarnason Einn af þeim leikmönnum sem náðu aðeins að skína í slöku liði Fram í fyrra. Tekknískur og skemmtilegur kantmaður sem getur tekið menn á og skorað nokkur mörk. Aron fær væntanlega tækifæri til að byrja alla leiki núna og sama hvernig Eyjaliðinu gengur verður þetta gullið tækifæri fyrir hann að sýna að hann geti tekið á sig aukna ábyrgð og lagt bæði upp mörk og skorað þau sjálfur.Brynjar Gauti Guðjónsson fór í Stjörnuna.vísir/vilhelmMARKAÐURINNKomnir: Avni Pepa frá Albaníu Mees Siers frá SönderjyskE Tom Even Skogsrud frá Noregi Aron Bjarnason frá Fram Benedikt Októ Bjarnason frá Fram Farnir: Þórarinn Ingi Valdimarsson í FH Brynjar Gauti Guðjónsson í Stjörnuna Arnar Bragi Bergsson í GAIS Arnór Eyvar Ólafsson í Fjölni Atli Fannar Jónsson í Víking R. Jökull Elísabetarson í KV Dean Martin Isak Nylen Eyjamenn misstu þrjá af fjórum úr varnarlínunni sem hefur verið ein sú sterkasta í deildinni undanfarin ár. Eiður Aron kemur ekki aftur, Brynjar Gauti fór í Stjörnuna og Arnór Eyvar, kannski vanmetnasti varnarmaður deildarinnar undanfarin ár, spilar nú með Fjölni. Þess utan fór Þórarinn Ingi Valdimarsson í FH þannig missirinn er mikill. Allir stóru bitarnir í liðinu nema Jonathan Glenn eru farnir. Þetta er augljóslega ekki gott. Á móti hefur ÍBV fengið þrjá leikmenn úr Framliði sem féll og þrjá erlenda leikmenn sem eru alltaf spurningamerki. Norðmennirnir tveir eru varnarmenn en Hollendingurinn á að vera ásinn í erminni á miðjunni. En hann hefur verið meiddur. Það er nokkuð augljóst að ÍBV fór illa út úr félagaskiptamarkaðnum í sumar.HVAÐ SEGIR SÉRFRÆÐINGURINN?Hjörtur Hjartarson kemur nýr inn í Pepsi-mörkin í ár, en hann hefur áður stýrt íslensku mörkunum á RÚV og verið sérfræðingur í Messunni á Stöð 2 Sport og Meistaramörkunum. Hjörtur spilaði með Skallagrími, Völsungi, ÍA, Þrótti, Selfossi og Víkingi á 19 ára löngum ferli. Hann varð markakóngur í úrvalsdeildinni árið 2001 þegar hann fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með ÍA. Jóhannes Harðarson er tekinn við ÍBV.mynd/eyjafréttirSTYRKLEIKAR LIÐSINS: Eins og Eyjamenn kynntust í fyrra getur verið óborganlegt að vera með framherja sem skorar yfir tíu mörk. Jonathan Glenn fór ekki neitt og þarf að draga vagninn fyrir ÍBV. Heimavöllurinn er vanalega sterkur og karakterinn í liðinu. Þarna eru líka strákar eins og Aron Bjarnason og Bjarni Gunnarsson sem eru vafalítið hungraðir í að sanna sig almennilega.VEIKLEIKAR LIÐSINS: Þar sem Matt Garner er meiddur er enginn eftir úr fjögurra manna varnarlínunni sem hefur verið aðalsmerki ÍBV. Allir bestu leikmenn liðsins eru farnir og breiddin er mjög lítil. Fyrir utan Glenn er erfitt að sjá hverjir ætla að bæta við þeim mörkum sem þarf að skora til að halda liðinu í efstu deild.Jonathan Glenn verður að skora mörkin.vísir/andri marinóBINNI BJARTSÝNI SEGIR: Þetta verður erfitt en ÍBV fellur ekki. Við náðum í tíu stig á útivelli í fyrra á móti tólf á heimavelli. Við höfum verið að bæta útivallarárangurinn þannig ef við verjum bara Hásteinsvöllinn söllum við inn nóg af stigum til að vera áfram á meðal þeirra bestu. Við erum með framherja sem skorar tíu plús og svo verður Aron Bjarnason einn af betri ungu leikmönnum deildarinnar. Við erum að búa til nýtt lið og höfum misst mikið en ef við verjum bara Hásteinsvöllinn og stöndum saman þá verðum við áfram á meðal þeirra bestu. SIGGI SVARTSÝNI SEGIR: Þetta verður okkar síðasta ár í úrvalsdeildinni í bili. Við höfum þokast neðar í töflunni á ári hverju síðan Heimir fór að stýra þessu landsliði okkar. Vorum heppnir að halda sæti okkar í fyrra og nú förum við niður. Varnarlínan er gufuð upp og þeir sem komu í staðinn ekki á pari við þá sem fóru. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 3. maí og þar á Stjarnan titil að verja eftir að hafa orðið meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Fréttablaðið og Vísir spáir ÍBV ellefta sæti deildarinnar og þar með falli í 1. deild. Liðið hefur verið samfleytt í efstu deild síðan 2009 eftir fall árið 2006. ÍBV var ekki langt frá því að falla í fyrra en liðið endaði í tíunda sæti. ÍBV hefur fengið nýjan þjálfara, en Jóhannes Harðarson, Skagamaður, er tekinn við stjórn liðsins. Jóhannes spilaði lengi sem atvinnumaður í Hollandi og Noregi og tók við liði Flekkeröy eftir að leikmannaferlinum lauk. Hann er reyndur þjálfari þó hann hafi ekki stýrt liði í Pepsi-deildinni áður. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ:graf/garðarEINKUNNASPJALDIÐ Vörnin: 1 stjarna (af 5) Sóknin: 3 stjörnur Þjálfarinn: 2 stjörnur Breiddin: 1 stjarna Liðsstyrkurinn: 1 stjarna Hefðin: 3 stjörnurAbel Dhaira, Jonathan Glenn og Gunnar Þorsteinssonvísir/stefán/andri marinóÞRÍR SEM ÍBV TREYSTIR ÁAbel Dhaira: Það má margt segja um Abel Dhaira en hann hefur sýnt að hann getur verið frábær markvörður. Hann fékk ekki á sig nema 21 mark í 22 leikjum sumarið 2012 en hann var þó vissulega með frábæra vörn fyrir framan sig. Með nýja varnarlínu fyrir framan sig núna verður Abel að rífa sig í gang og sýna sömu tilþrif og hann gerði árið 2012.Jonathan Glenn: Sýndi í fyrra að hann er úrvals markaskorari sem gerir hlutina einfalt. Hann hleypur á eftir öllum sendingu í gegnum vörnina og yfir hana og klárar færin sín ágætlega. Hugrakkur og setur hausinn í alla bolta ef hann getur skorað. Það er meira og minna honum að þakka að ÍBV er í efstu deild og ábyrgðin er ekki minni núna.Gunnar Þorsteinsson: Þar sem varnarlínan er ný þarf Gunnar að spila eins og hann gerði þegar hann kom til ÍBV árið 2013. Gunnar sýndi ekki sínar réttu hliðar í fyrra en þetta er leikmaður sem berst og getur varið vörnina af krafti sé hann í standi. Hann þarf líka að halda stemningunni í gangi í klefanum hjá Eyjamönnum því sumarið gæti orðið erfitt.Aron Bjarnason er kominn í ÍBV.vísir/skjáskotNýstirnið: Aron Bjarnason Einn af þeim leikmönnum sem náðu aðeins að skína í slöku liði Fram í fyrra. Tekknískur og skemmtilegur kantmaður sem getur tekið menn á og skorað nokkur mörk. Aron fær væntanlega tækifæri til að byrja alla leiki núna og sama hvernig Eyjaliðinu gengur verður þetta gullið tækifæri fyrir hann að sýna að hann geti tekið á sig aukna ábyrgð og lagt bæði upp mörk og skorað þau sjálfur.Brynjar Gauti Guðjónsson fór í Stjörnuna.vísir/vilhelmMARKAÐURINNKomnir: Avni Pepa frá Albaníu Mees Siers frá SönderjyskE Tom Even Skogsrud frá Noregi Aron Bjarnason frá Fram Benedikt Októ Bjarnason frá Fram Farnir: Þórarinn Ingi Valdimarsson í FH Brynjar Gauti Guðjónsson í Stjörnuna Arnar Bragi Bergsson í GAIS Arnór Eyvar Ólafsson í Fjölni Atli Fannar Jónsson í Víking R. Jökull Elísabetarson í KV Dean Martin Isak Nylen Eyjamenn misstu þrjá af fjórum úr varnarlínunni sem hefur verið ein sú sterkasta í deildinni undanfarin ár. Eiður Aron kemur ekki aftur, Brynjar Gauti fór í Stjörnuna og Arnór Eyvar, kannski vanmetnasti varnarmaður deildarinnar undanfarin ár, spilar nú með Fjölni. Þess utan fór Þórarinn Ingi Valdimarsson í FH þannig missirinn er mikill. Allir stóru bitarnir í liðinu nema Jonathan Glenn eru farnir. Þetta er augljóslega ekki gott. Á móti hefur ÍBV fengið þrjá leikmenn úr Framliði sem féll og þrjá erlenda leikmenn sem eru alltaf spurningamerki. Norðmennirnir tveir eru varnarmenn en Hollendingurinn á að vera ásinn í erminni á miðjunni. En hann hefur verið meiddur. Það er nokkuð augljóst að ÍBV fór illa út úr félagaskiptamarkaðnum í sumar.HVAÐ SEGIR SÉRFRÆÐINGURINN?Hjörtur Hjartarson kemur nýr inn í Pepsi-mörkin í ár, en hann hefur áður stýrt íslensku mörkunum á RÚV og verið sérfræðingur í Messunni á Stöð 2 Sport og Meistaramörkunum. Hjörtur spilaði með Skallagrími, Völsungi, ÍA, Þrótti, Selfossi og Víkingi á 19 ára löngum ferli. Hann varð markakóngur í úrvalsdeildinni árið 2001 þegar hann fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með ÍA. Jóhannes Harðarson er tekinn við ÍBV.mynd/eyjafréttirSTYRKLEIKAR LIÐSINS: Eins og Eyjamenn kynntust í fyrra getur verið óborganlegt að vera með framherja sem skorar yfir tíu mörk. Jonathan Glenn fór ekki neitt og þarf að draga vagninn fyrir ÍBV. Heimavöllurinn er vanalega sterkur og karakterinn í liðinu. Þarna eru líka strákar eins og Aron Bjarnason og Bjarni Gunnarsson sem eru vafalítið hungraðir í að sanna sig almennilega.VEIKLEIKAR LIÐSINS: Þar sem Matt Garner er meiddur er enginn eftir úr fjögurra manna varnarlínunni sem hefur verið aðalsmerki ÍBV. Allir bestu leikmenn liðsins eru farnir og breiddin er mjög lítil. Fyrir utan Glenn er erfitt að sjá hverjir ætla að bæta við þeim mörkum sem þarf að skora til að halda liðinu í efstu deild.Jonathan Glenn verður að skora mörkin.vísir/andri marinóBINNI BJARTSÝNI SEGIR: Þetta verður erfitt en ÍBV fellur ekki. Við náðum í tíu stig á útivelli í fyrra á móti tólf á heimavelli. Við höfum verið að bæta útivallarárangurinn þannig ef við verjum bara Hásteinsvöllinn söllum við inn nóg af stigum til að vera áfram á meðal þeirra bestu. Við erum með framherja sem skorar tíu plús og svo verður Aron Bjarnason einn af betri ungu leikmönnum deildarinnar. Við erum að búa til nýtt lið og höfum misst mikið en ef við verjum bara Hásteinsvöllinn og stöndum saman þá verðum við áfram á meðal þeirra bestu. SIGGI SVARTSÝNI SEGIR: Þetta verður okkar síðasta ár í úrvalsdeildinni í bili. Við höfum þokast neðar í töflunni á ári hverju síðan Heimir fór að stýra þessu landsliði okkar. Vorum heppnir að halda sæti okkar í fyrra og nú förum við niður. Varnarlínan er gufuð upp og þeir sem komu í staðinn ekki á pari við þá sem fóru.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00