Ástríðan stýrir indieframleiðendum Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2015 10:45 Heimildamyndin GameLoading: Rise of the Indies var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Sýningin var hluti af Slush Play ráðstefnunni sem haldin er hér á landi í dag. Kauphöllin stóð fyrir frumsýningunni í samstarfi við íslenska leikjaframleiðendur. Ráðstefnan er haldin undir merkjum og í samstarfi við Slush í Finnlandi, eina stærstu tækniráðstefnu Evrópu. Áhersla Slush PLAY er að tengja norræn leikjafyrirtæki og alþjóðlega fjárfesta og bransatengda aðila. Dagskráin er metnaðarfull og kemur inn á helstu þætti ört vaxandi leikjaiðnaðar m.a. fjármögnun leikjafyrirtækja, þróun VR tækninnar, markaðssetningu og sölu leikja og öflun notenda svo eitthvað sé nefnt. Ólafur Andri Ragnarsson, stjórnarmaður í samtökum Íslenskra leikjaframleiðenda og stjórnarmaður Betware, ræddi við gesti áður en myndin hófst. Þá sagði hann frá heildarvirði leikjaiðnaðarins á heimsvísu sem er um 100 milljarðar dala eða, 1.350 milljarðar króna. Ólafur ræddi einnig stærð leikjaiðnaðarins hér heima og þörfina á fleiri leikjaframleiðendum.Gríðarstór og stækkandi iðanaður „Leikjaiðnaðurinn á Íslandi veltir 12 milljörðum íslenskra króna. En á bak við þá tölu eru rúmlega 500 störf, sem þýðir mikinn skalanleika. Með því að virkja hugvitið erum við ekki að ganga á náttúruauðlyndir. Við erum ekki að ofveiða fiskinn okkar eða traðka á óspilltri náttúrunni,“ sagði Ólafur. „Við þurfum fleiri leikjafyrirtæki. Framtíðarsýn okkar er að Ísland verði eitt helsta leikjaframleiðslusvæðið í heiminum. Leikir snúast um sögur og hér kunnum við að búa til sögur.“ Ólafur Andri sagði einnig að rannsóknir sýndu að hlutfall forritara hér á landi væri svipað og í Svíþjóð, eða annað hæst hlutfall í heimi. Sýninguna sóttu leikjaframleiðendur frá fyrirtækjum á borð við CCP, Plain Vanilla, Solid Cloud, Jivaro og Fancy Pants. Þar að auki mættu þeir Oddur Snær Magnússon, Ívar Emilsson og Guðmundur Hallgrímsson frá Berlín, þar sem þeir reka fyrirtækið Klang. Starfsmenn Kauphallarinnar mættu einnig sem og Beringer Finance og Stewar Wheeler, sendiherra Kanada á Íslandi. Ólafur tók fram að íslenskum stjórnmálamönnum hefði verið boðið en að enginn slíkur væri sjáanlegur.Ástríðan ræður för GameLoading veitir mjög skemmtilega innsýn í líf og störf fólks sem framleiðir leiki, eingöngu til þess að framleiðla leiki. Þau virðast ekki hafa valið þessa braut peningana vegna, heldur ræður ástríðan för. Í myndinni er fylgst með nokkrum framleiðendum Indie leikja í heiminum. Þess má geta að Davíð Helgason frá Unity kemur til sögur í myndinni. Það var Ágúst Freyr Ingason sem áður var aðstoðar forstjóri Latabæjar, en er nú ráðgjafi hjá Vertu, sem hefur verið í sambandi við kvikmyndagerðafólkið og stuðlaði að sýningunni hér á landi. Framleiðendur Gameloading eru Ástralarnir Lester Francois og Anna Brady. Í myndinni er sýnt fram á ákveðna hliðstæðu núverandi tíma og þess tíma þegar tölvuleikir voru fyrst að líta dagsins ljós. Þar sem einyrkjar gátu framleitt eigin leiki og dreift þeim upp á eigin spítur. Stærri framleiðendum tókst þó að svo gott sem einoka markaðinn og svo mikla peninga þurfti í framleiðslu og dreifingu leikja á diskaformi að smáir framleiðendur gáfust upp. Nú hefur internetið opnað markaði aftur fyrir einyrkjum, þar sem þeir geta og hafa, dreift leikjum sínum. Með misjöfnum árangri þó. Fyrir hvern indieleik sem „meikar það“ eru fjölmargir sem hverfa í hyldýpi internetsins. Eitt virtust þó allir framleiðendurnir í myndinni vera sammála um. Það er að svo lengi sem þeim er mögulegt að framleiða næsta leik, þá eru þau ánægði. Leikjavísir Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Heimildamyndin GameLoading: Rise of the Indies var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Sýningin var hluti af Slush Play ráðstefnunni sem haldin er hér á landi í dag. Kauphöllin stóð fyrir frumsýningunni í samstarfi við íslenska leikjaframleiðendur. Ráðstefnan er haldin undir merkjum og í samstarfi við Slush í Finnlandi, eina stærstu tækniráðstefnu Evrópu. Áhersla Slush PLAY er að tengja norræn leikjafyrirtæki og alþjóðlega fjárfesta og bransatengda aðila. Dagskráin er metnaðarfull og kemur inn á helstu þætti ört vaxandi leikjaiðnaðar m.a. fjármögnun leikjafyrirtækja, þróun VR tækninnar, markaðssetningu og sölu leikja og öflun notenda svo eitthvað sé nefnt. Ólafur Andri Ragnarsson, stjórnarmaður í samtökum Íslenskra leikjaframleiðenda og stjórnarmaður Betware, ræddi við gesti áður en myndin hófst. Þá sagði hann frá heildarvirði leikjaiðnaðarins á heimsvísu sem er um 100 milljarðar dala eða, 1.350 milljarðar króna. Ólafur ræddi einnig stærð leikjaiðnaðarins hér heima og þörfina á fleiri leikjaframleiðendum.Gríðarstór og stækkandi iðanaður „Leikjaiðnaðurinn á Íslandi veltir 12 milljörðum íslenskra króna. En á bak við þá tölu eru rúmlega 500 störf, sem þýðir mikinn skalanleika. Með því að virkja hugvitið erum við ekki að ganga á náttúruauðlyndir. Við erum ekki að ofveiða fiskinn okkar eða traðka á óspilltri náttúrunni,“ sagði Ólafur. „Við þurfum fleiri leikjafyrirtæki. Framtíðarsýn okkar er að Ísland verði eitt helsta leikjaframleiðslusvæðið í heiminum. Leikir snúast um sögur og hér kunnum við að búa til sögur.“ Ólafur Andri sagði einnig að rannsóknir sýndu að hlutfall forritara hér á landi væri svipað og í Svíþjóð, eða annað hæst hlutfall í heimi. Sýninguna sóttu leikjaframleiðendur frá fyrirtækjum á borð við CCP, Plain Vanilla, Solid Cloud, Jivaro og Fancy Pants. Þar að auki mættu þeir Oddur Snær Magnússon, Ívar Emilsson og Guðmundur Hallgrímsson frá Berlín, þar sem þeir reka fyrirtækið Klang. Starfsmenn Kauphallarinnar mættu einnig sem og Beringer Finance og Stewar Wheeler, sendiherra Kanada á Íslandi. Ólafur tók fram að íslenskum stjórnmálamönnum hefði verið boðið en að enginn slíkur væri sjáanlegur.Ástríðan ræður för GameLoading veitir mjög skemmtilega innsýn í líf og störf fólks sem framleiðir leiki, eingöngu til þess að framleiðla leiki. Þau virðast ekki hafa valið þessa braut peningana vegna, heldur ræður ástríðan för. Í myndinni er fylgst með nokkrum framleiðendum Indie leikja í heiminum. Þess má geta að Davíð Helgason frá Unity kemur til sögur í myndinni. Það var Ágúst Freyr Ingason sem áður var aðstoðar forstjóri Latabæjar, en er nú ráðgjafi hjá Vertu, sem hefur verið í sambandi við kvikmyndagerðafólkið og stuðlaði að sýningunni hér á landi. Framleiðendur Gameloading eru Ástralarnir Lester Francois og Anna Brady. Í myndinni er sýnt fram á ákveðna hliðstæðu núverandi tíma og þess tíma þegar tölvuleikir voru fyrst að líta dagsins ljós. Þar sem einyrkjar gátu framleitt eigin leiki og dreift þeim upp á eigin spítur. Stærri framleiðendum tókst þó að svo gott sem einoka markaðinn og svo mikla peninga þurfti í framleiðslu og dreifingu leikja á diskaformi að smáir framleiðendur gáfust upp. Nú hefur internetið opnað markaði aftur fyrir einyrkjum, þar sem þeir geta og hafa, dreift leikjum sínum. Með misjöfnum árangri þó. Fyrir hvern indieleik sem „meikar það“ eru fjölmargir sem hverfa í hyldýpi internetsins. Eitt virtust þó allir framleiðendurnir í myndinni vera sammála um. Það er að svo lengi sem þeim er mögulegt að framleiða næsta leik, þá eru þau ánægði.
Leikjavísir Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira