Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Afturelding 21-22 | Íslandsmeistararnir í sumarfrí Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 10. apríl 2015 14:59 Vísir/Ernir Afturelding sópaði Íslands- og bikarmeisturum ÍBV úr leik í Eyjum í kvöld. Lokatölur voru 21-22 en leikurinn var frábær skemmtun. Varnir liðanna voru mjög góðar eins og sést vel á lokatölunum. Sindri Haraldsson hafði ekki jafnað sig af meiðslum sínum og var því fjarri góðu gamni í dag, aðrir leikmenn Eyjamanna spiluðu leikinn. Þeir eru þó ekki allir heilir þar sem Agnar Smári Jónsson og Magnús Stefánsson voru að spila í gegnum meiðsli. Hjá Aftureldingu eru allir menn klárir eins og það hefur verið stóran hluta tímabilsins. Þeir spiluðu frábæra vörn gegn Eyjamönnum sem virtust ekki eiga mikið um svör. Þeim tókst að loka vel á Agnar Smára og veiddu Eyjamenn oft í að taka erfiðar ákvarðanir. Vörn Eyjamanna var alls ekki slæm en flest ef ekki öll fráköstin eftir vörslur Kolbeins Arons Arnarsonar, besta leikmanns Eyjamanna, enduðu hjá Aftureldingu. Þá fengu þeir oft annan séns eftir mislukkuð skot. Eyjamenn byrjuðu leikinn frábærlega, fyrstu tíu mínútur leiksins voru þær bestu hjá liðinu á leiktíðinni. Þeir voru 5-0 yfir og virtust gestirnir ekki vera að átta sig á hlutunum. Einar Andri Einarsson tók þá leikhlé sem virkaði frábærlega. Hann messaði yfir sínum mönnum sem virtust loksins átta sig á því að þeir þyrftu að hafa fyrir hlutunum í dag. Jafnt og þétt minnkaði forskot Eyjamanna sem varð loks að engu þegar að Árni Bragi Eyjólfsson jafnaði metin í 9-9. Einar Sverrisson vaknaði til lífsins undir lok hálfleiksins og skoraði tvö mörk. Eyjamenn höfðu því eins marks forskot í hálfleik. Eyjamenn höfðu tögl og haldir í fyrri hálfleiknum og voru gestirnir heppnir að vera aðeins einu marki undir. Kolbeinn Aron byrjaði seinni hálfleikinn eins og þann fyrri, en hann varði fyrstu þrjú skot gestanna. Lítið var skorað í upphafi síðari hálfleiks en þegar tíu mínútur voru liðnar af honum komust þeir yfir í fyrsta skiptið í leiknum. Á næstu mínútum virtist allt fara inn en það nýttu Mosfellingar sér. Þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru þegar vörn Eyjamanna var sem slökust. Þeir komust þremur mörkum yfir þegar korter var eftir af leiknum. Eyjamenn náðu að jafna leikinn en eftir það komust gestirnir aftur tveimur mörkum yfir. Þá var komin upp sama staða og í leiknum í Mosfellsbæ, gestirnir tveimur mörkum yfir og innan við mínúta eftir. Andri Heimir Friðriksson minnkaði þá muninn í eitt mark og gestirnir því með boltann, einu marki yfir, með leikhlé. Ólíkt frá síðasta leik tókst gestunum að láta tímann renna út, þó að tæpara mætti það varla standa. Örn Ingi Bjarkason virtist hafa misst boltann beint í hendurnar á Guðna Ingvarssyni, en náði þó að bjarga sér ótrúlega fyrir horn. Afturelding fór með boltann út í horn og tókst þeim að eyða síðustu tíu sekúndum þar, vel spilað hjá þeim. Þetta er þriðja árið í röð þar sem ríkjandi Íslandsmeistarar vinna ekki sigur í úrslitakeppninni. Afturelding mætir annað hvort ÍR-ingum eða Akureyri í undanúrslitaeinvíginu. Fyrir tímabilið höfðu ekki margir trú á Mosfellingum en þeir sýndu það strax í byrjun deildarinnar hvers megnugir þeir eru.Einar Andri Einarsson: Erfiðasta mögulega verkefnið „Ég er virkilega stoltur af strákunum í kvöld. Þetta var sennilega erfiðasta verkefnið sem við gátum fengið, handboltalega hér á Íslandi, að koma hér í úrslitakeppninni,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari nýliða Aftureldingar, eftir ótrúlegan sigur hér í kvöld. „Það sýnir mikinn þroska hjá strákunum að ná að klára þetta. Gríðarlegur vilji og bárátta skóp sigurinn,“ sagði Einar en það var á brattann að sækja fyrir hans menn í upphafi leiks. „Þeir slógu okkur út af laginu í byrjun leiks en við vorum algjörlega á hælunum í hátt í fimmtán mínútur. Þegar við náðum takti í þetta litum við betur út.“ „Mér fannst við vera sterkari aðilinn frá fimmtándu mínútu. Við náðum að rúlla liðinu aðeins í fyrri hálfleik og áttum því aukakraft í lokin.“ Gestirnir skoruðu ekki á fyrstu tíu mínútunum en komu þó á ótrúlegan hátt til baka. „Það var gríðarleg stemning á pöllunum og Kolbeinn varði fyrstu sex skotin, sum þeirra voru góð en önnur léleg. Þegar við tókum leikhlé fór ég yfir það með strákunum að við værum að fá færi. Ef að hann ætlaði að fara að verja 80-90% þá hefði þetta alltaf orðið erfitt.“ „Við bjuggumst þó við því að skotin færu inn á endanum eins og þau hafa gert í allan vetur.“ „Þetta eru spennandi lið, frábær lið sem eru vel mönnuð, vel skipulögð og með góða þjálfara. Við erum bara spenntir og sáttir að sleppa við oddaleikinn, við getum þá hvílt okkur fram á næsta fimmtudag,“ sagði Einar Andri um mótherja sína í undanúrslitunum, ÍR-inga eða Akureyringa.Gunnar Magnússon: Hefur verið ótrúlegt ævintýri „Þetta er eitthvað sem við þekkjum ekki hérna, að verða fyrir þessum vonbrigðum. Þetta er svekkjandi, að tapa í framlengingu á dramatískan hátt í fyrri leiknum og núna með einu marki,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, en liðinu hans var sópað úr úrslitakeppninni. „Munurinn á liðunum á endanum er sá að þeir kláruðu sína síðustu sókn hér í lokin, en við gerðum það ekki í Mosfellsbænum.“ „Ég vil óska Aftureldingu til hamingju, þetta er frábært lið sem Einar er búinn að byggja upp. Þeir eru komnir í gegnum okkur og geta farið alla leið. Þeir sýndu mikinn karakter en auðvitað er ég hundsvekktur.“ „Það er ótrúlega stutt á milli í þessu, þetta er svona stöngin inn eða stöngin út. Við töpum núna 2-0 en ótrúlega jafnir leikir og stutt á milli. Mér fannst við missa þá fram úr okkur í seinni hálfleik, þegar við lentum manni undir.“ Eyjamenn byrjuðu frábærlega í leiknum eins og áður segir en þeir leiddu með fimm mörkum eftir tíu mínútna leik. „Þetta var svipað, síðast byrjuðu þeir vel en nú byrjum við vel. Þeir voru lengi í gang en svo byrja þeir leikinn og koma sterkari til baka.“ „Þeirra lykilmenn stíga upp og þá verður þetta erfiðara. Þetta eru ótrúlega jöfn lið og það er stutt á milli í þessu. Erfitt að benda á einhverja hluti núna en það eru nokkur smáatriði hér og þar sem skera á milli.“ Gunnar hættir með liðið að tímabili loknu en hvað tekur við hjá honum? „Það verður að koma í ljós, ég fer núna að klára þau mál. Þetta hefur verið ótrúlegt ævintýri hér í Eyjum, þetta er eitthvað sem maður átti ekki von á. Ég þekkti einn leikmann og vissi ekki út í hvað ég var að fara.“ „Menn höfðu sagt mér að það þyrfti að styrkja mikið, við fengum tvo útlendinga og Robba (Róbert Aron Hostert) sem styrkti liðið mikið. Við sendum útlendingana til baka og Robbi fór í fyrra.“ „Ég verð að fá að segja eitt um þessa drengi, þetta er ótrúlegur hópur, það eru þvílík forréttindi að fá að vinna með þessum mönnum. Það eru fjórir leikmenn inni á vellinum sem hafa ekki æft í mánuð, þeir hafa ekki getað æft vegna kvala.“ „Menn eins og Sindri (Haraldsson) og fleiri sem hafa ekki sofið heilu næturnar til þess að fórna sér fyrir liðið. Ég er ótrúlega stoltur af þeirra framlagi og það sem þeir lögðu í þetta af lífi og sál.“ „Ég á eftir að sakna þessara drengja og ég er heppinn að hafa fengið að koma hingað og vinna með þeim,“ eru lokaorð Gunnars eftir síðasta leik hans með ÍBV. Olís-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Afturelding sópaði Íslands- og bikarmeisturum ÍBV úr leik í Eyjum í kvöld. Lokatölur voru 21-22 en leikurinn var frábær skemmtun. Varnir liðanna voru mjög góðar eins og sést vel á lokatölunum. Sindri Haraldsson hafði ekki jafnað sig af meiðslum sínum og var því fjarri góðu gamni í dag, aðrir leikmenn Eyjamanna spiluðu leikinn. Þeir eru þó ekki allir heilir þar sem Agnar Smári Jónsson og Magnús Stefánsson voru að spila í gegnum meiðsli. Hjá Aftureldingu eru allir menn klárir eins og það hefur verið stóran hluta tímabilsins. Þeir spiluðu frábæra vörn gegn Eyjamönnum sem virtust ekki eiga mikið um svör. Þeim tókst að loka vel á Agnar Smára og veiddu Eyjamenn oft í að taka erfiðar ákvarðanir. Vörn Eyjamanna var alls ekki slæm en flest ef ekki öll fráköstin eftir vörslur Kolbeins Arons Arnarsonar, besta leikmanns Eyjamanna, enduðu hjá Aftureldingu. Þá fengu þeir oft annan séns eftir mislukkuð skot. Eyjamenn byrjuðu leikinn frábærlega, fyrstu tíu mínútur leiksins voru þær bestu hjá liðinu á leiktíðinni. Þeir voru 5-0 yfir og virtust gestirnir ekki vera að átta sig á hlutunum. Einar Andri Einarsson tók þá leikhlé sem virkaði frábærlega. Hann messaði yfir sínum mönnum sem virtust loksins átta sig á því að þeir þyrftu að hafa fyrir hlutunum í dag. Jafnt og þétt minnkaði forskot Eyjamanna sem varð loks að engu þegar að Árni Bragi Eyjólfsson jafnaði metin í 9-9. Einar Sverrisson vaknaði til lífsins undir lok hálfleiksins og skoraði tvö mörk. Eyjamenn höfðu því eins marks forskot í hálfleik. Eyjamenn höfðu tögl og haldir í fyrri hálfleiknum og voru gestirnir heppnir að vera aðeins einu marki undir. Kolbeinn Aron byrjaði seinni hálfleikinn eins og þann fyrri, en hann varði fyrstu þrjú skot gestanna. Lítið var skorað í upphafi síðari hálfleiks en þegar tíu mínútur voru liðnar af honum komust þeir yfir í fyrsta skiptið í leiknum. Á næstu mínútum virtist allt fara inn en það nýttu Mosfellingar sér. Þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru þegar vörn Eyjamanna var sem slökust. Þeir komust þremur mörkum yfir þegar korter var eftir af leiknum. Eyjamenn náðu að jafna leikinn en eftir það komust gestirnir aftur tveimur mörkum yfir. Þá var komin upp sama staða og í leiknum í Mosfellsbæ, gestirnir tveimur mörkum yfir og innan við mínúta eftir. Andri Heimir Friðriksson minnkaði þá muninn í eitt mark og gestirnir því með boltann, einu marki yfir, með leikhlé. Ólíkt frá síðasta leik tókst gestunum að láta tímann renna út, þó að tæpara mætti það varla standa. Örn Ingi Bjarkason virtist hafa misst boltann beint í hendurnar á Guðna Ingvarssyni, en náði þó að bjarga sér ótrúlega fyrir horn. Afturelding fór með boltann út í horn og tókst þeim að eyða síðustu tíu sekúndum þar, vel spilað hjá þeim. Þetta er þriðja árið í röð þar sem ríkjandi Íslandsmeistarar vinna ekki sigur í úrslitakeppninni. Afturelding mætir annað hvort ÍR-ingum eða Akureyri í undanúrslitaeinvíginu. Fyrir tímabilið höfðu ekki margir trú á Mosfellingum en þeir sýndu það strax í byrjun deildarinnar hvers megnugir þeir eru.Einar Andri Einarsson: Erfiðasta mögulega verkefnið „Ég er virkilega stoltur af strákunum í kvöld. Þetta var sennilega erfiðasta verkefnið sem við gátum fengið, handboltalega hér á Íslandi, að koma hér í úrslitakeppninni,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari nýliða Aftureldingar, eftir ótrúlegan sigur hér í kvöld. „Það sýnir mikinn þroska hjá strákunum að ná að klára þetta. Gríðarlegur vilji og bárátta skóp sigurinn,“ sagði Einar en það var á brattann að sækja fyrir hans menn í upphafi leiks. „Þeir slógu okkur út af laginu í byrjun leiks en við vorum algjörlega á hælunum í hátt í fimmtán mínútur. Þegar við náðum takti í þetta litum við betur út.“ „Mér fannst við vera sterkari aðilinn frá fimmtándu mínútu. Við náðum að rúlla liðinu aðeins í fyrri hálfleik og áttum því aukakraft í lokin.“ Gestirnir skoruðu ekki á fyrstu tíu mínútunum en komu þó á ótrúlegan hátt til baka. „Það var gríðarleg stemning á pöllunum og Kolbeinn varði fyrstu sex skotin, sum þeirra voru góð en önnur léleg. Þegar við tókum leikhlé fór ég yfir það með strákunum að við værum að fá færi. Ef að hann ætlaði að fara að verja 80-90% þá hefði þetta alltaf orðið erfitt.“ „Við bjuggumst þó við því að skotin færu inn á endanum eins og þau hafa gert í allan vetur.“ „Þetta eru spennandi lið, frábær lið sem eru vel mönnuð, vel skipulögð og með góða þjálfara. Við erum bara spenntir og sáttir að sleppa við oddaleikinn, við getum þá hvílt okkur fram á næsta fimmtudag,“ sagði Einar Andri um mótherja sína í undanúrslitunum, ÍR-inga eða Akureyringa.Gunnar Magnússon: Hefur verið ótrúlegt ævintýri „Þetta er eitthvað sem við þekkjum ekki hérna, að verða fyrir þessum vonbrigðum. Þetta er svekkjandi, að tapa í framlengingu á dramatískan hátt í fyrri leiknum og núna með einu marki,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, en liðinu hans var sópað úr úrslitakeppninni. „Munurinn á liðunum á endanum er sá að þeir kláruðu sína síðustu sókn hér í lokin, en við gerðum það ekki í Mosfellsbænum.“ „Ég vil óska Aftureldingu til hamingju, þetta er frábært lið sem Einar er búinn að byggja upp. Þeir eru komnir í gegnum okkur og geta farið alla leið. Þeir sýndu mikinn karakter en auðvitað er ég hundsvekktur.“ „Það er ótrúlega stutt á milli í þessu, þetta er svona stöngin inn eða stöngin út. Við töpum núna 2-0 en ótrúlega jafnir leikir og stutt á milli. Mér fannst við missa þá fram úr okkur í seinni hálfleik, þegar við lentum manni undir.“ Eyjamenn byrjuðu frábærlega í leiknum eins og áður segir en þeir leiddu með fimm mörkum eftir tíu mínútna leik. „Þetta var svipað, síðast byrjuðu þeir vel en nú byrjum við vel. Þeir voru lengi í gang en svo byrja þeir leikinn og koma sterkari til baka.“ „Þeirra lykilmenn stíga upp og þá verður þetta erfiðara. Þetta eru ótrúlega jöfn lið og það er stutt á milli í þessu. Erfitt að benda á einhverja hluti núna en það eru nokkur smáatriði hér og þar sem skera á milli.“ Gunnar hættir með liðið að tímabili loknu en hvað tekur við hjá honum? „Það verður að koma í ljós, ég fer núna að klára þau mál. Þetta hefur verið ótrúlegt ævintýri hér í Eyjum, þetta er eitthvað sem maður átti ekki von á. Ég þekkti einn leikmann og vissi ekki út í hvað ég var að fara.“ „Menn höfðu sagt mér að það þyrfti að styrkja mikið, við fengum tvo útlendinga og Robba (Róbert Aron Hostert) sem styrkti liðið mikið. Við sendum útlendingana til baka og Robbi fór í fyrra.“ „Ég verð að fá að segja eitt um þessa drengi, þetta er ótrúlegur hópur, það eru þvílík forréttindi að fá að vinna með þessum mönnum. Það eru fjórir leikmenn inni á vellinum sem hafa ekki æft í mánuð, þeir hafa ekki getað æft vegna kvala.“ „Menn eins og Sindri (Haraldsson) og fleiri sem hafa ekki sofið heilu næturnar til þess að fórna sér fyrir liðið. Ég er ótrúlega stoltur af þeirra framlagi og það sem þeir lögðu í þetta af lífi og sál.“ „Ég á eftir að sakna þessara drengja og ég er heppinn að hafa fengið að koma hingað og vinna með þeim,“ eru lokaorð Gunnars eftir síðasta leik hans með ÍBV.
Olís-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira