Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-27 | Valur deildarmeistari og Stjarnan fallin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. mars 2015 21:00 Valsmenn lyfta deildarmeistarabikarnum. vísir/valli Stjarnan gerði sitt besta til að halda sæti sínu í Olísdeild karla en varð að játa sig sigrað gegn toppliði Vals eftir dramatískar lokamínútur. Með sigrinum náði Valur að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar ein umferð er eftir.Valgarð Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Mýrinni í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Geir Guðmundsson skoraði sigurmark Vals á lokamínútunni eftir jafnan og kaflaskiptan leik. Skot hans lak inn eftir að Björn Ingi Friðþjófsson var með hendur á boltanum. En inn fór hann og það er lýsandi fyrir sögu Stjörnunnar í vetur. Liðið hefur tapað fjölmörgum leikjum á afar nauman hátt og er nú ljóst að liðið á ekki lengur möguleika á að ná Fram að stigum, en liðin mætast í lokaumferð Olísdeildarinnar á fimmtudaginn. Stjarnan byrjaði illa í leiknum og var nokkrar mínútur að finna taktinn. En þegar varnarleikurinn fór að ganga betur komst betri taktur í leik liðsins. Valur fékk nokkur tækifæri til að komast í væna forystu í fyrri hálfleik en alltaf fundu Stjörnumenn svar. Með öflugum lokakafla náðu þeir að ganga til búningsklefa að loknum fyrri hálfleiks með góða stöðu, 13-13.Valsmenn fagna þegar leiktíminn rennur út.vísir/valliSíðari hálfleikur var svo afar jafn og spenanndi. Liðin skiptust á að taka sínar rispur en Stjörnumenn fóru illa að ráði sínu eftir að komist í tveggja marka forystu, 19-17. Mistök í sóknarleik heimamanna komu á færibandi og hornamaðurinn Vignir Stefánsson refsaði grimmt með hverju hraðaupphlaupsmarkinu á fætur öðru. Valur komst í 22-20 og virtist ætla að gera út um leikinn. En Garðbæingar gáfust ekki upp og náðu að vinna sig aftur inn í leikinn. Björn Ingi átti fína innkomu í markið og var jafnt á öllum tölum eftir þetta. Eftir mark Geirs á lokamínútunni fengu Stjörnumenn sókn en Hrannar Bragi Eyjólfsson átti skot sem Stephen Nielsen varði fremur auðveldlega í marki Vals. Vignir átti glimrandi leik fyrir Val í kvöld og skoraði tíu mörk. Geir fór fyrir liði sínu í upphafi leiks og skoraði svo sem fyrr segir mikilvægasta mark leiksins. Bæði lið hafa þó spilað betri handbolta en í þessum leik enda var leikurinn spennuþrunginn og bar keim af því. Valur mætir því Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Stjörnumenn eru nú komnir í sumarfrí.vísir/valliÓskar Bjarni: Einn erfiðasti vetur minn sem þjálfari Tíðar þjálfarabreytingar hafa sett sinn svip á veturinn hjá Val að sögn Óskars Bjarna Óskarssonar, sem gerði Val að deildarmeisturum í kvöld. „Stjörnumenn voru betri og beittari í seinni hálfleik. Það sást að þeir voru að berjast fyrir lífi sínu og þeir eru allt of góðir til að fara niður um deild,“ sagði Óskar Bjarni eftir leikinn í kvöld. „En þetta tókst. Það var bikarstemning yfir þessum leik en við áttum reyndar svo leik inni á fimmtudaginn og það var óþægilegt að vita til þess að við gætum klárað þetta í þeim leik,“ segir hann. „Ég er stoltur af liðinu. Þessi vetur hefur verið eins og við vitum. Það er búið að skipta tvisvar um þjálfara og við erum að byggja á góðum grunni frá bæði Óla og Jóni og finnst mér að strákarnir hafa gengið í gegnum margt og náð að klára mjög erfiða deild.“ Óskar Bjarni segir að deildin í vetur hafi verið afar jöfn og sterk og að það sé ekki auðvelt að fara í gegnum þrefalda umferð gegn svo mörgum sterkum andstæðingum. „Það er í raun alveg ótrúlegt að lið eins og Fram og Stjarnan hafi verið að berjast í neðri hlutanum.“ Hann reiknar með því að lið eins og ÍR, Haukar og Akureyri komi af miklum krafti inn í úrslitakeppnina sem verði spennandi, rétt eins og deildarkeppnin var. „Ég held að þetta verði algjör veisla og að það verði mjög erfitt að segja til um hvaða lið muni taka titilinn.“ Óskar Bjarni viðurkennir svo að veturinn hafi verið erfiður fyrir sig en hann átti ekki von á því að taka við karlaliði Vals skömmu fyrir tímabilið. „Þetta er einn erfiðasti vetur sem ég hef upplifað sem þjálfari. Álagið hefur verið mikið og er ég bæði konunni minni og fjölskyldu afar þakklátur, enda var ég líka að þjálfa kvennaliðið.“ „Ég tek smá frí fyrri hluta dagsins á morgun og svo kem ég ferskur inn í úrslitakeppnina. En það var yndislegt að vinna þetta enda mjög stór og góður bikar. Ég er stoltur af mér og strákunum.“vísir/valliGeir: Fjölbreyttur en góður tími hjá Val Geir Guðmundsson skoraði sigurmark Vals gegn Stjörnunni í kvöld en Björn Ingi Friðþjófsson var hársbreidd frá því að verja skot hans. „Já, ég sá þetta skot lenda inni,“ segir hann í léttum dúr en viðurkennir að það hafi verið heppnisbragur yfir sigurmarkinu. „Höndin fór upp og ég neyddist til að fara í skot. Sem betur fer endaði það inni.“ „Þetta var 50/50 leikur og mjög erfiður. Hann var jafn allan tímann og frábært að hafa klárað hann, virkilega sætt.“ Geir kom til Vals fyrir tveimur árum eftir að Ólafur Stefánsson hafði tekið við þjálfun liðsins en hann lét svo skyndilega af störfum rétt áður en tímabilið hófst í haust. „Ég kom inn þegar að séra Ólafur var að þjálfa. Svo fór hann að vinna í sínu fyrirtæki. Svo kom Jón Kristjáns inn af miklum krafti. Það er mjög flottur karl en hann neyddist svo til að hætta sjálfur.“ „Óskar Bjarni hefur svo alltaf verið viðloðandi við þetta og hann er virkilega góður þjálfari. Hann blæs lífi í æfingarnar og peppar mann áfram. Þetta hefur verið fjölbreyttur tími hjá Val en mjög góður.“ Hann segir að liðið og leikstíll liðsins hafi slípast mjög mikið til í vetur. „Leikstíllinn breyttist mikið þegar Óli fór og við höfum svo náð að fínpússa hann til, sem er góðs viti fyrir úrslitakeppnina. Ég er vongóður fyrir hana og það er alltaf gaman að spila við Fram.“vísir/valliFramtíðin óráðin hjá Skúla „Þessi leikur var sagan okkar í vetur. Það er margt frábært í þessu liði og get ég ekki kvartað undan baráttuleysi í strákunum. Mér fannst við spila frábæra vörn á köflum í þessum leik og þeir voru að leggja sig virkilega mikið fram,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Það voru örugglega einhverjar ákvarðanir sem voru ekki góðar en heilt yfir fannst mér menn leggja sig ram. Því miður dugði það ekki til í þessum hörkuleik.“ Hann segir að það búi margt í þessu liði Stjörnunnar. „Það eru margir frábærlega efnilegir strákar í þessu félagi sem eiga framtíðina fyrir sér en það er oft erfitt að vera á sínu fyrsta ári í efstu deild. Ég held að þeir hafi lært helling og ég vona að það nýtist þeim.“ Skúli vildi engu svara um sína framtíð hjá félaginu og því óvíst hvort að hann haldi áfram sem þjálfari þess á næstu leiktíð. „Nú er einn leikur eftir og við mætum í hann með réttur hugarfari. En úrslitin í kvöld breyta miklu um þann leik - það er ekkert hægt að ljúga til um það.“ Olís-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Stjarnan gerði sitt besta til að halda sæti sínu í Olísdeild karla en varð að játa sig sigrað gegn toppliði Vals eftir dramatískar lokamínútur. Með sigrinum náði Valur að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar ein umferð er eftir.Valgarð Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Mýrinni í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Geir Guðmundsson skoraði sigurmark Vals á lokamínútunni eftir jafnan og kaflaskiptan leik. Skot hans lak inn eftir að Björn Ingi Friðþjófsson var með hendur á boltanum. En inn fór hann og það er lýsandi fyrir sögu Stjörnunnar í vetur. Liðið hefur tapað fjölmörgum leikjum á afar nauman hátt og er nú ljóst að liðið á ekki lengur möguleika á að ná Fram að stigum, en liðin mætast í lokaumferð Olísdeildarinnar á fimmtudaginn. Stjarnan byrjaði illa í leiknum og var nokkrar mínútur að finna taktinn. En þegar varnarleikurinn fór að ganga betur komst betri taktur í leik liðsins. Valur fékk nokkur tækifæri til að komast í væna forystu í fyrri hálfleik en alltaf fundu Stjörnumenn svar. Með öflugum lokakafla náðu þeir að ganga til búningsklefa að loknum fyrri hálfleiks með góða stöðu, 13-13.Valsmenn fagna þegar leiktíminn rennur út.vísir/valliSíðari hálfleikur var svo afar jafn og spenanndi. Liðin skiptust á að taka sínar rispur en Stjörnumenn fóru illa að ráði sínu eftir að komist í tveggja marka forystu, 19-17. Mistök í sóknarleik heimamanna komu á færibandi og hornamaðurinn Vignir Stefánsson refsaði grimmt með hverju hraðaupphlaupsmarkinu á fætur öðru. Valur komst í 22-20 og virtist ætla að gera út um leikinn. En Garðbæingar gáfust ekki upp og náðu að vinna sig aftur inn í leikinn. Björn Ingi átti fína innkomu í markið og var jafnt á öllum tölum eftir þetta. Eftir mark Geirs á lokamínútunni fengu Stjörnumenn sókn en Hrannar Bragi Eyjólfsson átti skot sem Stephen Nielsen varði fremur auðveldlega í marki Vals. Vignir átti glimrandi leik fyrir Val í kvöld og skoraði tíu mörk. Geir fór fyrir liði sínu í upphafi leiks og skoraði svo sem fyrr segir mikilvægasta mark leiksins. Bæði lið hafa þó spilað betri handbolta en í þessum leik enda var leikurinn spennuþrunginn og bar keim af því. Valur mætir því Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Stjörnumenn eru nú komnir í sumarfrí.vísir/valliÓskar Bjarni: Einn erfiðasti vetur minn sem þjálfari Tíðar þjálfarabreytingar hafa sett sinn svip á veturinn hjá Val að sögn Óskars Bjarna Óskarssonar, sem gerði Val að deildarmeisturum í kvöld. „Stjörnumenn voru betri og beittari í seinni hálfleik. Það sást að þeir voru að berjast fyrir lífi sínu og þeir eru allt of góðir til að fara niður um deild,“ sagði Óskar Bjarni eftir leikinn í kvöld. „En þetta tókst. Það var bikarstemning yfir þessum leik en við áttum reyndar svo leik inni á fimmtudaginn og það var óþægilegt að vita til þess að við gætum klárað þetta í þeim leik,“ segir hann. „Ég er stoltur af liðinu. Þessi vetur hefur verið eins og við vitum. Það er búið að skipta tvisvar um þjálfara og við erum að byggja á góðum grunni frá bæði Óla og Jóni og finnst mér að strákarnir hafa gengið í gegnum margt og náð að klára mjög erfiða deild.“ Óskar Bjarni segir að deildin í vetur hafi verið afar jöfn og sterk og að það sé ekki auðvelt að fara í gegnum þrefalda umferð gegn svo mörgum sterkum andstæðingum. „Það er í raun alveg ótrúlegt að lið eins og Fram og Stjarnan hafi verið að berjast í neðri hlutanum.“ Hann reiknar með því að lið eins og ÍR, Haukar og Akureyri komi af miklum krafti inn í úrslitakeppnina sem verði spennandi, rétt eins og deildarkeppnin var. „Ég held að þetta verði algjör veisla og að það verði mjög erfitt að segja til um hvaða lið muni taka titilinn.“ Óskar Bjarni viðurkennir svo að veturinn hafi verið erfiður fyrir sig en hann átti ekki von á því að taka við karlaliði Vals skömmu fyrir tímabilið. „Þetta er einn erfiðasti vetur sem ég hef upplifað sem þjálfari. Álagið hefur verið mikið og er ég bæði konunni minni og fjölskyldu afar þakklátur, enda var ég líka að þjálfa kvennaliðið.“ „Ég tek smá frí fyrri hluta dagsins á morgun og svo kem ég ferskur inn í úrslitakeppnina. En það var yndislegt að vinna þetta enda mjög stór og góður bikar. Ég er stoltur af mér og strákunum.“vísir/valliGeir: Fjölbreyttur en góður tími hjá Val Geir Guðmundsson skoraði sigurmark Vals gegn Stjörnunni í kvöld en Björn Ingi Friðþjófsson var hársbreidd frá því að verja skot hans. „Já, ég sá þetta skot lenda inni,“ segir hann í léttum dúr en viðurkennir að það hafi verið heppnisbragur yfir sigurmarkinu. „Höndin fór upp og ég neyddist til að fara í skot. Sem betur fer endaði það inni.“ „Þetta var 50/50 leikur og mjög erfiður. Hann var jafn allan tímann og frábært að hafa klárað hann, virkilega sætt.“ Geir kom til Vals fyrir tveimur árum eftir að Ólafur Stefánsson hafði tekið við þjálfun liðsins en hann lét svo skyndilega af störfum rétt áður en tímabilið hófst í haust. „Ég kom inn þegar að séra Ólafur var að þjálfa. Svo fór hann að vinna í sínu fyrirtæki. Svo kom Jón Kristjáns inn af miklum krafti. Það er mjög flottur karl en hann neyddist svo til að hætta sjálfur.“ „Óskar Bjarni hefur svo alltaf verið viðloðandi við þetta og hann er virkilega góður þjálfari. Hann blæs lífi í æfingarnar og peppar mann áfram. Þetta hefur verið fjölbreyttur tími hjá Val en mjög góður.“ Hann segir að liðið og leikstíll liðsins hafi slípast mjög mikið til í vetur. „Leikstíllinn breyttist mikið þegar Óli fór og við höfum svo náð að fínpússa hann til, sem er góðs viti fyrir úrslitakeppnina. Ég er vongóður fyrir hana og það er alltaf gaman að spila við Fram.“vísir/valliFramtíðin óráðin hjá Skúla „Þessi leikur var sagan okkar í vetur. Það er margt frábært í þessu liði og get ég ekki kvartað undan baráttuleysi í strákunum. Mér fannst við spila frábæra vörn á köflum í þessum leik og þeir voru að leggja sig virkilega mikið fram,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Það voru örugglega einhverjar ákvarðanir sem voru ekki góðar en heilt yfir fannst mér menn leggja sig ram. Því miður dugði það ekki til í þessum hörkuleik.“ Hann segir að það búi margt í þessu liði Stjörnunnar. „Það eru margir frábærlega efnilegir strákar í þessu félagi sem eiga framtíðina fyrir sér en það er oft erfitt að vera á sínu fyrsta ári í efstu deild. Ég held að þeir hafi lært helling og ég vona að það nýtist þeim.“ Skúli vildi engu svara um sína framtíð hjá félaginu og því óvíst hvort að hann haldi áfram sem þjálfari þess á næstu leiktíð. „Nú er einn leikur eftir og við mætum í hann með réttur hugarfari. En úrslitin í kvöld breyta miklu um þann leik - það er ekkert hægt að ljúga til um það.“
Olís-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira