Óskar Bjarni: Einn erfiðasti vetur minn sem þjálfari Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Mýrinni skrifar 30. mars 2015 22:04 Valsmenn fagna deildarmeistaratitlinum í kvöld og Óskar lætur í sér heyra á hliðarlínunni. vísir/valli „Stjörnumenn voru betri og beittari í seinni hálfleik. Það sást að þeir voru að berjast fyrir lífi sínu og þeir eru allt of góðir til að fara niður um deild,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld, en hann tryggði Val jafnframt deildarmeistaratitilinn. „En þetta tókst. Það var bikarstemning yfir þessum leik en við áttum reyndar svo leik inni á fimmtudaginn og það var óþægilegt að vita til þess að við gætum klárað þetta í þeim leik,“ segir hann. „Ég er stoltur af liðinu. Þessi vetur hefur verið eins og við vitum. Það er búið að skipta tvisvar um þjálfara og við erum að byggja á góðum grunni frá bæði Óla og Jóni og finnst mér að strákarnir hafa gengið í gegnum margt og náð að klára mjög erfiða deild.“ Óskar Bjarni segir að deildin í vetur hafi verið afar jöfn og sterk og að það sé ekki auðvelt að fara í gegnum þrefalda umferð gegn svo mörgum sterkum andstæðingum. „Það er í raun alveg ótrúlegt að lið eins og Fram og Stjarnan hafi verið að berjast í neðri hlutanum.“ Hann reiknar með því að lið eins og ÍR, Haukar og Akureyri komi af miklum krafti inn í úrslitakeppnina sem verði spennandi, rétt eins og deildarkeppnin var. „Ég held að þetta verði algjör veisla og að það verði mjög erfitt að segja til um hvaða lið muni taka titilinn.“ Óskar Bjarni viðurkennir svo að veturinn hafi verið erfiður fyrir sig en hann átti ekki von á því að taka við karlaliði Vals skömmu fyrir tímabilið. „Þetta er einn erfiðasti vetur sem ég hef upplifað sem þjálfari. Álagið hefur verið mikið og er ég bæði konunni minni og fjölskyldu afar þakklátur, enda var ég líka að þjálfa kvennaliðið.“ „Ég tek smá frí fyrri hluta dagsins á morgun og svo kem ég ferskur inn í úrslitakeppnina. En það var yndislegt að vinna þetta enda mjög stór og góður bikar. Ég er stoltur af mér og strákunum.“ Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Sjá meira
„Stjörnumenn voru betri og beittari í seinni hálfleik. Það sást að þeir voru að berjast fyrir lífi sínu og þeir eru allt of góðir til að fara niður um deild,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld, en hann tryggði Val jafnframt deildarmeistaratitilinn. „En þetta tókst. Það var bikarstemning yfir þessum leik en við áttum reyndar svo leik inni á fimmtudaginn og það var óþægilegt að vita til þess að við gætum klárað þetta í þeim leik,“ segir hann. „Ég er stoltur af liðinu. Þessi vetur hefur verið eins og við vitum. Það er búið að skipta tvisvar um þjálfara og við erum að byggja á góðum grunni frá bæði Óla og Jóni og finnst mér að strákarnir hafa gengið í gegnum margt og náð að klára mjög erfiða deild.“ Óskar Bjarni segir að deildin í vetur hafi verið afar jöfn og sterk og að það sé ekki auðvelt að fara í gegnum þrefalda umferð gegn svo mörgum sterkum andstæðingum. „Það er í raun alveg ótrúlegt að lið eins og Fram og Stjarnan hafi verið að berjast í neðri hlutanum.“ Hann reiknar með því að lið eins og ÍR, Haukar og Akureyri komi af miklum krafti inn í úrslitakeppnina sem verði spennandi, rétt eins og deildarkeppnin var. „Ég held að þetta verði algjör veisla og að það verði mjög erfitt að segja til um hvaða lið muni taka titilinn.“ Óskar Bjarni viðurkennir svo að veturinn hafi verið erfiður fyrir sig en hann átti ekki von á því að taka við karlaliði Vals skömmu fyrir tímabilið. „Þetta er einn erfiðasti vetur sem ég hef upplifað sem þjálfari. Álagið hefur verið mikið og er ég bæði konunni minni og fjölskyldu afar þakklátur, enda var ég líka að þjálfa kvennaliðið.“ „Ég tek smá frí fyrri hluta dagsins á morgun og svo kem ég ferskur inn í úrslitakeppnina. En það var yndislegt að vinna þetta enda mjög stór og góður bikar. Ég er stoltur af mér og strákunum.“
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Sjá meira