Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 25-25 | Jafntefli í kaflaskiptum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2015 13:43 Árni Steinn Steinþórsson og Jóhann Jóhannsson. vísir/valli Afturelding og Haukar skildu jöfn í annað sinn í vetur þegar liðin mættust í N1-höllinni í Mosfellsbæ í 20. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Lokatölur 25-25. Davíð Svansson reyndist hetja Mosfellinga en hann varði vítakast Þrastar Þráinssonar þegar leiktíminn var liðinn og tryggði sínum mönnum annað stigið.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var að Varmá í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Haukarnir höfðu unnið alla fjóra leiki sína eftir áramót - þrjá í deild og einn í bikar - og þeir byrjuðu betur. Tjörvi Þorgeirsson fór vel af stað og skoraði þrjú af fimm fyrstu mörkum gestanna sem komust í 5-8 eftir 12 mínútna leik. Þá sögðu Mosfellingar hingað og ekki lengra, vörnin styrkist og Davíð var vel með á nótunum þar fyrir aftan. Í sókninni leystu heimamenn ítrekað inn á línu gegn framliggjandi vörn Hauka sem bar góðan árangur. Afturelding skoraði sjö mörk í röð og komst fjórum mörkum yfir, 12-8. Sóknarleikur var afar slakur á þessum kafla en gestirnir skoruðu ekki mark í 10 mínútur.Örn Ingi Bjarkason fær högg frá Matthíasi Árna Ingimarssyni.vísir/valliEn Haukar gáfust ekki upp og jöfnuðu metin í 12-12. Mosfellingar voru mikið út af á þessum kafla en dómarar leiksins, þeir Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson, lögðu nokkuð stranga línu. Þröstur var drjúgur fyrir Hauka á lokamínútum fyrri hálfleiks en hann skoraði þrjú af fimm síðustu mörkum liðsins í hálfleiknum. Eftir vel útfærða lokasókn sem Birkir Benediktsson batt endahnútinn á fór Afturelding með tveggja marka forystu til búningsherbergja, 15-13. Hugur Haukamanna virtist hafa orðið eftir í klefanum því Hafnfirðingar voru ekki með í upphafi seinni hálfleiks þar sem Mosfellingar skoruðu hvert markið á fætur öðru. Afturelding byrjaði seinni hálfleikinn á 5-1 kafla og leiddi með sex mörkum, 20-14, þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum. En líkt og í fyrri hálfleik neituðu Haukar að gefast upp og þeir fóru að saxa á forskot heimamanna. Gestirnir breyttu vörn og í sókninni leituðu þeir mikið til Heimis Óla Heimssonar sem skoraði sjö mörk af línunni í kvöld. Heimir skoraði m.a. fimm af sex síðustu mörkum Hauka sem fengu gullið tækifæri til að hirða stigin tvö, en Davíð kom í veg fyrir það eins og fyrr sagði. Línumaðurinn Pétur Júníusson átti afbragðsleik fyrir Aftureldingu, jafnt í vörn sem sókn. Hann var markahæstur í liði heimamanna með fimm mörk, líkt og Örn Ingi Bjarkason, Jóhann Jóhannsson og nafni hans Gunnar Einarsson. Þá skilaði Kristinn Bjarkason fjórum mörkum úr vinstra horninu. Davíð stóð fyrir sínu með 16 skot varin, þ.á.m. vítið mikilvæga undir lokin. Heimir Óli var markahæstur í liði Hauka með sjö mörk, en Þröstur kom næstur með fimm.Stuðboltarnir Davíð Svansson og Pétur Júníusson fagna marki.vísir/valliDavíð: Hvað gerir maður ekki fyrir sjónvarpið? Davíð Svansson tryggði Aftureldingu annað stigið gegn Haukum í Olís-deild karla í kvöld en hann varði vítakast Þrastar Þráinssonar þegar leiktíminn var liðinn. "Hvað gerir maður ekki fyrir sjónvarpið?" sagði Davíð léttur eftir leikinn sem var sýndur í beinni útsendingu á RÚV Íþróttum. Markvörðurinn knái hefði þó viljað fá bæði stigin úr leik kvöldsins. "Þetta var tapað stig, klárlega. Síðasta korterið í leiknum var skelfilegt, bæði sóknar- og varnarlega. "Við glutruðum boltanum frá okkur í sókninni og jafnvel í hraðaupphlaupum. Og svo skorar Heimir (Óli Heimisson, leikmaður Hauka) fullt af mörkum af línunni. "Það var ekki gott," sagði Davíð sem var þó ánægður með spilamennsku Aftureldingar lengst af. "Ég var heilt yfir ánægður með leikinn. Þetta var svona upp og ofan, en þokkalegt í gegnum allan leikinn. "Við vorum mjög góðir framan af í seinni hálfleik en svo gerist eitthvað. Það var eins og við ætluðum að vinna leikinn einn, tveir og núna," sagði Davíð sem er sáttur með uppskeruna eftir HM-hléið en Mosfellingar hafa krækt í sjö stig af átta mögulegum. "Við erum sáttir með öll stig sem við fáum. Við erum búnir að fá 13 stig í hvorri umferð - fyrstu og annarri - og við erum á góðri leið með að ná því í þeirri þriðju."Patrekur Jóhannesson var ánægður með endurkomuna.vísir/valliPatrekur: Hægt að fara í alls konar orðaleiki Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var ánægður með margt í leik sinna manna í jafnteflinu gegn Aftureldingu í kvöld. En hvort lítur hann á stigið sem unnið eða tapað? "Þetta var eitt stig," sagði Patrekur og hló við. "Það er hægt að fara í alls konar orðaleiki. Þeir voru 20-14 yfir á heimavelli en við erum yfir og áttum að vinna þá í lokin, að mér fannst. "Við komum vel inn í leikinn og byrjunin var góð en svo kemur kafli þar sem ekkert gekk upp, lítil markvarsla og vörnin var ekki nógu beitt. Og byrjun seinni hálfleiks var engan veginn nógu góð. "En við breyttum aðeins í lokin, tókum Örn Inga (Bjarkason) út, vorum aftarlega á línumanninn og létum þá koma svolítið inn á miðsvæðið sem gekk mjög vel. "Við komumst inn í leikinn og fáum svo möguleika til að klára þetta," sagði Patrekur sem var ánægður með línuspil Hauka í leiknum en Heimir Óli Heimisson skoraði sjö mörk af línunni í kvöld. "Það gekk mjög vel. Árni (Steinn Steinþórsson) var líka að spila vel fyrir hornið. Við unnum vel saman, tveir og tveir, og fundum góðar lausnir á varnarleik þeirra." Haukar hafa fengið sjö stig af átta mögulegum eftir HM-hléið og Patrekur er ánægður með uppskeruna. "Við erum að spila betur en fyrir áramót en slæmu kaflarnir í kvöld voru lengri en þeir hafa verið og við þurfum að laga það fyrir næstu helgi," sagði Patrekur en Haukar mæta ÍBV í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins á föstudaginn í næstu viku. Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Afturelding og Haukar skildu jöfn í annað sinn í vetur þegar liðin mættust í N1-höllinni í Mosfellsbæ í 20. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Lokatölur 25-25. Davíð Svansson reyndist hetja Mosfellinga en hann varði vítakast Þrastar Þráinssonar þegar leiktíminn var liðinn og tryggði sínum mönnum annað stigið.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var að Varmá í kvöld og tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Haukarnir höfðu unnið alla fjóra leiki sína eftir áramót - þrjá í deild og einn í bikar - og þeir byrjuðu betur. Tjörvi Þorgeirsson fór vel af stað og skoraði þrjú af fimm fyrstu mörkum gestanna sem komust í 5-8 eftir 12 mínútna leik. Þá sögðu Mosfellingar hingað og ekki lengra, vörnin styrkist og Davíð var vel með á nótunum þar fyrir aftan. Í sókninni leystu heimamenn ítrekað inn á línu gegn framliggjandi vörn Hauka sem bar góðan árangur. Afturelding skoraði sjö mörk í röð og komst fjórum mörkum yfir, 12-8. Sóknarleikur var afar slakur á þessum kafla en gestirnir skoruðu ekki mark í 10 mínútur.Örn Ingi Bjarkason fær högg frá Matthíasi Árna Ingimarssyni.vísir/valliEn Haukar gáfust ekki upp og jöfnuðu metin í 12-12. Mosfellingar voru mikið út af á þessum kafla en dómarar leiksins, þeir Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson, lögðu nokkuð stranga línu. Þröstur var drjúgur fyrir Hauka á lokamínútum fyrri hálfleiks en hann skoraði þrjú af fimm síðustu mörkum liðsins í hálfleiknum. Eftir vel útfærða lokasókn sem Birkir Benediktsson batt endahnútinn á fór Afturelding með tveggja marka forystu til búningsherbergja, 15-13. Hugur Haukamanna virtist hafa orðið eftir í klefanum því Hafnfirðingar voru ekki með í upphafi seinni hálfleiks þar sem Mosfellingar skoruðu hvert markið á fætur öðru. Afturelding byrjaði seinni hálfleikinn á 5-1 kafla og leiddi með sex mörkum, 20-14, þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum. En líkt og í fyrri hálfleik neituðu Haukar að gefast upp og þeir fóru að saxa á forskot heimamanna. Gestirnir breyttu vörn og í sókninni leituðu þeir mikið til Heimis Óla Heimssonar sem skoraði sjö mörk af línunni í kvöld. Heimir skoraði m.a. fimm af sex síðustu mörkum Hauka sem fengu gullið tækifæri til að hirða stigin tvö, en Davíð kom í veg fyrir það eins og fyrr sagði. Línumaðurinn Pétur Júníusson átti afbragðsleik fyrir Aftureldingu, jafnt í vörn sem sókn. Hann var markahæstur í liði heimamanna með fimm mörk, líkt og Örn Ingi Bjarkason, Jóhann Jóhannsson og nafni hans Gunnar Einarsson. Þá skilaði Kristinn Bjarkason fjórum mörkum úr vinstra horninu. Davíð stóð fyrir sínu með 16 skot varin, þ.á.m. vítið mikilvæga undir lokin. Heimir Óli var markahæstur í liði Hauka með sjö mörk, en Þröstur kom næstur með fimm.Stuðboltarnir Davíð Svansson og Pétur Júníusson fagna marki.vísir/valliDavíð: Hvað gerir maður ekki fyrir sjónvarpið? Davíð Svansson tryggði Aftureldingu annað stigið gegn Haukum í Olís-deild karla í kvöld en hann varði vítakast Þrastar Þráinssonar þegar leiktíminn var liðinn. "Hvað gerir maður ekki fyrir sjónvarpið?" sagði Davíð léttur eftir leikinn sem var sýndur í beinni útsendingu á RÚV Íþróttum. Markvörðurinn knái hefði þó viljað fá bæði stigin úr leik kvöldsins. "Þetta var tapað stig, klárlega. Síðasta korterið í leiknum var skelfilegt, bæði sóknar- og varnarlega. "Við glutruðum boltanum frá okkur í sókninni og jafnvel í hraðaupphlaupum. Og svo skorar Heimir (Óli Heimisson, leikmaður Hauka) fullt af mörkum af línunni. "Það var ekki gott," sagði Davíð sem var þó ánægður með spilamennsku Aftureldingar lengst af. "Ég var heilt yfir ánægður með leikinn. Þetta var svona upp og ofan, en þokkalegt í gegnum allan leikinn. "Við vorum mjög góðir framan af í seinni hálfleik en svo gerist eitthvað. Það var eins og við ætluðum að vinna leikinn einn, tveir og núna," sagði Davíð sem er sáttur með uppskeruna eftir HM-hléið en Mosfellingar hafa krækt í sjö stig af átta mögulegum. "Við erum sáttir með öll stig sem við fáum. Við erum búnir að fá 13 stig í hvorri umferð - fyrstu og annarri - og við erum á góðri leið með að ná því í þeirri þriðju."Patrekur Jóhannesson var ánægður með endurkomuna.vísir/valliPatrekur: Hægt að fara í alls konar orðaleiki Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var ánægður með margt í leik sinna manna í jafnteflinu gegn Aftureldingu í kvöld. En hvort lítur hann á stigið sem unnið eða tapað? "Þetta var eitt stig," sagði Patrekur og hló við. "Það er hægt að fara í alls konar orðaleiki. Þeir voru 20-14 yfir á heimavelli en við erum yfir og áttum að vinna þá í lokin, að mér fannst. "Við komum vel inn í leikinn og byrjunin var góð en svo kemur kafli þar sem ekkert gekk upp, lítil markvarsla og vörnin var ekki nógu beitt. Og byrjun seinni hálfleiks var engan veginn nógu góð. "En við breyttum aðeins í lokin, tókum Örn Inga (Bjarkason) út, vorum aftarlega á línumanninn og létum þá koma svolítið inn á miðsvæðið sem gekk mjög vel. "Við komumst inn í leikinn og fáum svo möguleika til að klára þetta," sagði Patrekur sem var ánægður með línuspil Hauka í leiknum en Heimir Óli Heimisson skoraði sjö mörk af línunni í kvöld. "Það gekk mjög vel. Árni (Steinn Steinþórsson) var líka að spila vel fyrir hornið. Við unnum vel saman, tveir og tveir, og fundum góðar lausnir á varnarleik þeirra." Haukar hafa fengið sjö stig af átta mögulegum eftir HM-hléið og Patrekur er ánægður með uppskeruna. "Við erum að spila betur en fyrir áramót en slæmu kaflarnir í kvöld voru lengri en þeir hafa verið og við þurfum að laga það fyrir næstu helgi," sagði Patrekur en Haukar mæta ÍBV í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins á föstudaginn í næstu viku.
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira