Jeppesen: Vil mæta Íslandi í 16-liða úrslitum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 24. janúar 2015 10:30 Jeppesen í leik með danska landsliðinu fyrir nokkrum árum. vísir/afp Lars Krogh Jeppesen, fyrrum landsliðsmaður Dana og sérfræðingur DR um HM í Katar, segir að Guðmundur hafi haft fullkominn rétt á því að skamma danska fjölmiðla á blaðamannafundi sínum í morgun. Guðmundur sagðist aldrei hafa upplifað áður að þurfa að takast á við frétt um sitt lið sem væri uppspuni frá rótum.Sjá einnig: Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli „Mér fannst þetta í lagi. Þegar fjölmiðlar grípa fréttir úr lausu lofti þá á sér stað trúnaðarbrestur,“ sagði Jeppesen við Vísi í dag. Fréttir af meintu ósátti Kasper Söndergaard við Guðmund voru fyrst birtar í dönsku dagblaði í gær en TV2 fjallaði einnig um málið stuttu síðar. „TV2 greip fréttina á lofti mjög fljótt. Það er þeirra starf að komast að því hvort hún sé rétt áður en þeir birta hana.“ „Það eru 5,5 milljónir íbúa í Danmörku og í síðasta leik voru tvær milljónir að horfa heima í stofu. Það er því mikil ábyrgð sem fylgir umfjöllun fjölmiðla. Danska landsliðið er yndi dönsku þjóðarinnar og allt sem Guðmundur segir og gerir skiptir máli.“ Danska liðið hefur verið gagnrýnt fyrir sinn leik hér í Katar, ekki síst varnarleikur liðsins en mörgum þykir að bakverðir liðsins sæki út í skyttur andstæðingsins af of miklum krafti. „Við skiljum ekki alveg við þurfum að gera það gegn liðum sem ekki eru með skytturnar til að ógna að utan. Þetta hafa margir fjölmiðlar fjallað um,“ segir Jeppesen en Guðmundur þótti pirraður í tilsvörum þegar hann var spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrr í vikunni.Sjá einnig: Sérfræðingar sammála: Guðmundur í óþægilegri stöðu „Heilt yfir finnst mér að danska liðið geti spilað betur en það hefur gert. Þessi leikur gegn Rússum var mikilvægur og leikmenn sögðu eftir hann að þeir teldu sig loksins tilbúna í mótið.“ „Nú er það leikurinn gegn Póllandi sem skiptir máli og ég vona að Danir standi sig vel í honum. Við skulum svo sjá til hvort við mætum Íslandi í 16-liða úrslitunum.“ Ísland tapaði fyrir Tékklandi í gær með ellefu marka mun og þarf að vinna Egyptaland á morgun til að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Jeppesen segir ótrúlegt að heyra af úrslitunum úr leik Íslands í gær. „Þetta er sjokk. Svo virðist sem að íslenska liðið geti spilað mjög vel - eins og gegn Frökkum en svo afar, afar illa. Það kom mér mjög á óvart að sjá að Ísland tapaði með ellefu marka mun fyrir Tékkum.“ „Ef við vinnum Pólland þá vil ég mæta Íslandi í 16-liða úrslitunum. Það virðist sem svo að þeir hafi ekki komist á sitt eðlilega getustig hér úti.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær. 23. janúar 2015 07:30 Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Lars Krogh Jeppesen, fyrrum landsliðsmaður Dana og sérfræðingur DR um HM í Katar, segir að Guðmundur hafi haft fullkominn rétt á því að skamma danska fjölmiðla á blaðamannafundi sínum í morgun. Guðmundur sagðist aldrei hafa upplifað áður að þurfa að takast á við frétt um sitt lið sem væri uppspuni frá rótum.Sjá einnig: Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli „Mér fannst þetta í lagi. Þegar fjölmiðlar grípa fréttir úr lausu lofti þá á sér stað trúnaðarbrestur,“ sagði Jeppesen við Vísi í dag. Fréttir af meintu ósátti Kasper Söndergaard við Guðmund voru fyrst birtar í dönsku dagblaði í gær en TV2 fjallaði einnig um málið stuttu síðar. „TV2 greip fréttina á lofti mjög fljótt. Það er þeirra starf að komast að því hvort hún sé rétt áður en þeir birta hana.“ „Það eru 5,5 milljónir íbúa í Danmörku og í síðasta leik voru tvær milljónir að horfa heima í stofu. Það er því mikil ábyrgð sem fylgir umfjöllun fjölmiðla. Danska landsliðið er yndi dönsku þjóðarinnar og allt sem Guðmundur segir og gerir skiptir máli.“ Danska liðið hefur verið gagnrýnt fyrir sinn leik hér í Katar, ekki síst varnarleikur liðsins en mörgum þykir að bakverðir liðsins sæki út í skyttur andstæðingsins af of miklum krafti. „Við skiljum ekki alveg við þurfum að gera það gegn liðum sem ekki eru með skytturnar til að ógna að utan. Þetta hafa margir fjölmiðlar fjallað um,“ segir Jeppesen en Guðmundur þótti pirraður í tilsvörum þegar hann var spurður út í þetta á blaðamannafundi fyrr í vikunni.Sjá einnig: Sérfræðingar sammála: Guðmundur í óþægilegri stöðu „Heilt yfir finnst mér að danska liðið geti spilað betur en það hefur gert. Þessi leikur gegn Rússum var mikilvægur og leikmenn sögðu eftir hann að þeir teldu sig loksins tilbúna í mótið.“ „Nú er það leikurinn gegn Póllandi sem skiptir máli og ég vona að Danir standi sig vel í honum. Við skulum svo sjá til hvort við mætum Íslandi í 16-liða úrslitunum.“ Ísland tapaði fyrir Tékklandi í gær með ellefu marka mun og þarf að vinna Egyptaland á morgun til að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Jeppesen segir ótrúlegt að heyra af úrslitunum úr leik Íslands í gær. „Þetta er sjokk. Svo virðist sem að íslenska liðið geti spilað mjög vel - eins og gegn Frökkum en svo afar, afar illa. Það kom mér mjög á óvart að sjá að Ísland tapaði með ellefu marka mun fyrir Tékkum.“ „Ef við vinnum Pólland þá vil ég mæta Íslandi í 16-liða úrslitunum. Það virðist sem svo að þeir hafi ekki komist á sitt eðlilega getustig hér úti.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær. 23. janúar 2015 07:30 Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00
Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30
Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær. 23. janúar 2015 07:30
Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14