Af hverju er Patrekur alltaf með "teipið“ á fingrunum? Arnar Björnsson í Katar skrifar 23. janúar 2015 18:23 Patrekur Jóhannesson með "teipið“ á fingrunum. Vísir/Eva Björk Patrekur Jóhannesson var alls ekkert spældur yfir því að Austurríki náði ekki að sigra Makedóníu í síðasta leiknum í B-riðlinum. Makedónía vann 36-30. Vendipunkturinn í leiknum var þegar leikstjórnandinn Vytautas Ziura fékk beint rautt spjald þegar 5 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Þá var staðan 19-18, Austurríki í vil. Makedóníumenn náðu fimm marka forystu á næstu 5 mínútum og unnu öruggan sigur. Makedónía mætir Slóvenum í 16 liða úrslitum en Austurríki keppir við Katar. „Það var vont að missa Ziura af velli. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Við prófuðum nýtt varnarafbrigði sem við reyndum fyrst gegn Íslendingum í apríl og höfum verið að æfa inná milli. Það gekk fínt en síðan lendum við þessum brottvísunum í byrjun seinni hálfleiks og það er vont gegn liði eins og Makedóníu. Þeir spila yfirtöluna einna best af liðunum á þessu móti og hafa gert undanfarin ár," segir Patrekur. Þið voruð sendir í skammarkrókinn hvað eftir annað í seinni hálfleik. „Já dönsku dómararnir voru mjög sérstakir, ég skyldi þá ekki og ég held að þeir hafi vitað hvað þeir voru að gera sjálfir. En þetta er hluti af þessu, maður má ekki láta þetta fara í taugarnar á sér," segir Patrekur. Þú gast fengið Slóveníu með sigri en sigur uppi með heimamenn í Katar, er það gott eða vont? „Það er bara gott, Slóvenía er með frábært lið og Katarar eru búnir að spila frábærlega svo ég held að það hafi ekki skipt neinu máli. Okkur var spáð því að við kæmust ekki upp úr riðlinum. Við skákuðum Bosníu og Íran og að við séum í þriðja sæti eftir riðlakeppnina er mjög gott," segir Patrekur. Eru þínir menn orðnir saddir eða viljið meira? „Við erum ekkert orðnir saddir, alls ekki. Aðalatriðið var að komast í 16 liða úrslit og við vitum það að við getum spilað fanta góðan handbolta. Ég er ánægðastur með karakterinn og hjartað í liðinu. Við erum að spila góðan og hraðan bolta á köflum og það er góður kraftur í liðinu. Bæði í sókn og vörn erum við að spila góðan handbolta. Það koma kaflar inná milli sem eru ekki jafngóðir en ég er ánægður með mitt lið," segir Patrekur. Af hverju ertu alltaf með „teipið“ á fingrunum í leikslok? „Það er farið núna, ég hefði kannski átt að horfa meira á það í leiknum. Þetta kemur frá vini mínum Jóhanni Inga. Það á að reyna að minna mig á að einbeita mér að leiknum en ekki dómurum. Ég hefði kannski átt að horfa meira á „teipið“ í dag," segir Patrekur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Patrek í spilaranum hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Tap hjá Patreki sem mætir Katar í 16-liða úrslitum Austurríki hafnaði í þriðja sæti B-riðils eftir tap gegn Makedóníu í dag. 23. janúar 2015 17:39 Fjórir leikir af átta klárir í sextán liða úrslitunum á HM Keppni í A- og B-riðli á HM í handbolta í Katar lauk í dag en Brasilía og Túnis voru síðustu þjóðirnar úr þessum riðlum til þess að tryggja sér farseðil í sextán liða úrslitin. 23. janúar 2015 17:51 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Patrekur Jóhannesson var alls ekkert spældur yfir því að Austurríki náði ekki að sigra Makedóníu í síðasta leiknum í B-riðlinum. Makedónía vann 36-30. Vendipunkturinn í leiknum var þegar leikstjórnandinn Vytautas Ziura fékk beint rautt spjald þegar 5 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Þá var staðan 19-18, Austurríki í vil. Makedóníumenn náðu fimm marka forystu á næstu 5 mínútum og unnu öruggan sigur. Makedónía mætir Slóvenum í 16 liða úrslitum en Austurríki keppir við Katar. „Það var vont að missa Ziura af velli. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Við prófuðum nýtt varnarafbrigði sem við reyndum fyrst gegn Íslendingum í apríl og höfum verið að æfa inná milli. Það gekk fínt en síðan lendum við þessum brottvísunum í byrjun seinni hálfleiks og það er vont gegn liði eins og Makedóníu. Þeir spila yfirtöluna einna best af liðunum á þessu móti og hafa gert undanfarin ár," segir Patrekur. Þið voruð sendir í skammarkrókinn hvað eftir annað í seinni hálfleik. „Já dönsku dómararnir voru mjög sérstakir, ég skyldi þá ekki og ég held að þeir hafi vitað hvað þeir voru að gera sjálfir. En þetta er hluti af þessu, maður má ekki láta þetta fara í taugarnar á sér," segir Patrekur. Þú gast fengið Slóveníu með sigri en sigur uppi með heimamenn í Katar, er það gott eða vont? „Það er bara gott, Slóvenía er með frábært lið og Katarar eru búnir að spila frábærlega svo ég held að það hafi ekki skipt neinu máli. Okkur var spáð því að við kæmust ekki upp úr riðlinum. Við skákuðum Bosníu og Íran og að við séum í þriðja sæti eftir riðlakeppnina er mjög gott," segir Patrekur. Eru þínir menn orðnir saddir eða viljið meira? „Við erum ekkert orðnir saddir, alls ekki. Aðalatriðið var að komast í 16 liða úrslit og við vitum það að við getum spilað fanta góðan handbolta. Ég er ánægðastur með karakterinn og hjartað í liðinu. Við erum að spila góðan og hraðan bolta á köflum og það er góður kraftur í liðinu. Bæði í sókn og vörn erum við að spila góðan handbolta. Það koma kaflar inná milli sem eru ekki jafngóðir en ég er ánægður með mitt lið," segir Patrekur. Af hverju ertu alltaf með „teipið“ á fingrunum í leikslok? „Það er farið núna, ég hefði kannski átt að horfa meira á það í leiknum. Þetta kemur frá vini mínum Jóhanni Inga. Það á að reyna að minna mig á að einbeita mér að leiknum en ekki dómurum. Ég hefði kannski átt að horfa meira á „teipið“ í dag," segir Patrekur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Patrek í spilaranum hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Tap hjá Patreki sem mætir Katar í 16-liða úrslitum Austurríki hafnaði í þriðja sæti B-riðils eftir tap gegn Makedóníu í dag. 23. janúar 2015 17:39 Fjórir leikir af átta klárir í sextán liða úrslitunum á HM Keppni í A- og B-riðli á HM í handbolta í Katar lauk í dag en Brasilía og Túnis voru síðustu þjóðirnar úr þessum riðlum til þess að tryggja sér farseðil í sextán liða úrslitin. 23. janúar 2015 17:51 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Tap hjá Patreki sem mætir Katar í 16-liða úrslitum Austurríki hafnaði í þriðja sæti B-riðils eftir tap gegn Makedóníu í dag. 23. janúar 2015 17:39
Fjórir leikir af átta klárir í sextán liða úrslitunum á HM Keppni í A- og B-riðli á HM í handbolta í Katar lauk í dag en Brasilía og Túnis voru síðustu þjóðirnar úr þessum riðlum til þess að tryggja sér farseðil í sextán liða úrslitin. 23. janúar 2015 17:51