Aron: Það var enginn morgundagur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2015 20:26 Aron á hliðarlínunni í dag. Vísir/Eva Björk Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið einkar góð tilfinning að sjá íslenska landsliðið landa sigri gegn Egyptalandi í kvöld og tryggja sér þannig sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Þú getur ímyndað þér hvernig okkur öllum hefur liðið frá því í síðasta leik. Það var enginn morgundagur hjá okkur,“ sagði Aron en Ísland tapaði fyrir Tékklandi á fimmtudag með ellefu marka mun og þurfti nauðsynlega að vinna í kvöld til að komast áfram í 16-liða úrslitin. „Hver einasti maður undirbjó sig virkilega vel fyrir þennan leik og allir leikmenn tóku virkilega mikla ábyrgð. Reynslumiklir menn komu sterkir inn í undirbúninginn og við lögðum mikið í hann.“ „Þjóðarstoltið er mikið í okkur Íslendingum og það var gaman að sjá hvernig strákarnir komu til baka.“ Hann segist ekki hafa haft áhyggjur þrátt fyrir að Egyptar hafi komist í 4-1 forystu í leiknum í kvöld. „Mér fannst þvílíkur hugur í okkur. Það voru allir klárir og afar fórnfúsir og mér fannst spennustigið rétt. Við vorum óheppnir með vissa hluti í upphafi en menn voru bara sterkir á því og við náðum að vinna okkur jafnt og þétt inn í leikinn.“ Ísland var með 15-10 forystu eftir fyrri hálfleikinn en Egyptar komu inn í þann síðari af miklum krafti og hleyptu meiri spennu í leikinn. Aron átti von á því. „Við vorum búnir að undirbúa það og gátum þolað það. Það var svo frábært að geta landað þessu - þrátt fyrir að markvörður þeirra hafi komið þá strerkur inn og við gert nokkra tæknifeila og lent í undirtölu. En við náðum alltaf að standa allt af okkur sem var frábært.“ Egyptar byrjuðu með nokkra leikmenn í kvöld sem höfðu minna spilað í mótinu til þessa en í síðari hálfleik spiluðu þeir lengst af á sínum sterkasta mannskap. „Þjálfarinn þeirra hefur gert þetta nokkrum sinnum í mótinu. Hann virðist vera að dreifa á álaginu á milli manna en eftir byrjunina þá setur hann ásana sína inn á og þeir spila bróðurpart leiksins.“ „Ég held að hann hafi veðjað á ferska krafta því að þeirra vörn útheimtir mikla orku. Þeir voru komnir í 16-liða úrslitin og ætla sér eitthvað áfram. Þá verða þeir að vera með menn ferska.“ Ísland mætir Danmörku á mánudag og ljóst að verkefni strákanna verður erfitt. „Nú þurfum við aðeins að ná okkur niður. Það var bara þessi leikur og nú þurfum við að jafna okkur og svo hefst undirbúningur fyrir næsta leik. Þetta verður bara spennandi.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið einkar góð tilfinning að sjá íslenska landsliðið landa sigri gegn Egyptalandi í kvöld og tryggja sér þannig sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. „Þú getur ímyndað þér hvernig okkur öllum hefur liðið frá því í síðasta leik. Það var enginn morgundagur hjá okkur,“ sagði Aron en Ísland tapaði fyrir Tékklandi á fimmtudag með ellefu marka mun og þurfti nauðsynlega að vinna í kvöld til að komast áfram í 16-liða úrslitin. „Hver einasti maður undirbjó sig virkilega vel fyrir þennan leik og allir leikmenn tóku virkilega mikla ábyrgð. Reynslumiklir menn komu sterkir inn í undirbúninginn og við lögðum mikið í hann.“ „Þjóðarstoltið er mikið í okkur Íslendingum og það var gaman að sjá hvernig strákarnir komu til baka.“ Hann segist ekki hafa haft áhyggjur þrátt fyrir að Egyptar hafi komist í 4-1 forystu í leiknum í kvöld. „Mér fannst þvílíkur hugur í okkur. Það voru allir klárir og afar fórnfúsir og mér fannst spennustigið rétt. Við vorum óheppnir með vissa hluti í upphafi en menn voru bara sterkir á því og við náðum að vinna okkur jafnt og þétt inn í leikinn.“ Ísland var með 15-10 forystu eftir fyrri hálfleikinn en Egyptar komu inn í þann síðari af miklum krafti og hleyptu meiri spennu í leikinn. Aron átti von á því. „Við vorum búnir að undirbúa það og gátum þolað það. Það var svo frábært að geta landað þessu - þrátt fyrir að markvörður þeirra hafi komið þá strerkur inn og við gert nokkra tæknifeila og lent í undirtölu. En við náðum alltaf að standa allt af okkur sem var frábært.“ Egyptar byrjuðu með nokkra leikmenn í kvöld sem höfðu minna spilað í mótinu til þessa en í síðari hálfleik spiluðu þeir lengst af á sínum sterkasta mannskap. „Þjálfarinn þeirra hefur gert þetta nokkrum sinnum í mótinu. Hann virðist vera að dreifa á álaginu á milli manna en eftir byrjunina þá setur hann ásana sína inn á og þeir spila bróðurpart leiksins.“ „Ég held að hann hafi veðjað á ferska krafta því að þeirra vörn útheimtir mikla orku. Þeir voru komnir í 16-liða úrslitin og ætla sér eitthvað áfram. Þá verða þeir að vera með menn ferska.“ Ísland mætir Danmörku á mánudag og ljóst að verkefni strákanna verður erfitt. „Nú þurfum við aðeins að ná okkur niður. Það var bara þessi leikur og nú þurfum við að jafna okkur og svo hefst undirbúningur fyrir næsta leik. Þetta verður bara spennandi.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01
Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43
Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15